Listin að lifa - 01.06.2013, Síða 24
Leikur er meira en leikur. Hann hefur tilgang og markmið, þjálfar hug og hönd. Mynd frá
námskeiði í Próttarheimili 2003.
Ég var líka í fimleikhópi Ámanns á
þessum árum. Og seinna tók ég svo
við fimleikakennslu kvennafimleika
af Jóni Þorsteinssyni. Árið 1947 fæ
ég fasta stöðu við Laugarnesskólann
og þar vann ég til 1960. Ég kenndi
reyndar líka við Laugalækjarskóla og
1961 fæ ég fasta stöðu þar. Svo er ég þar
til 1980 og býðst svo starf við Ármúla-
skóla og var þá orðin framhaldsskóla-
kennari. Árið 1985 fæ ég orlof í eitt ár
og fer til Danmerkur. Mig minnir að ég
hafi hætt að kenna 1987. Þá fór ég að
huga að því hvað ég ætti að gera eftir
það. Ég fór á alls konar námskeið til
að þreifa fyrir mér. Uti í Danmörku
hafði ég kynnst félagi sem hét „Lands-
foreningen for pensionist idræt“ sem
stofnað var til að efla íþróttir aldraðra.
Hjá þessu félagi komst ég á námskeið.
Þá kviknar áhugi minn á málinu og hví
ekki að hafa félag í sama dúr á íslandi.
Það varð úr að ég talaði við Þorstein
Einarsson íþróttafulltrúa Ríkisins og
svo var það Elísabet Hannesdóttir sem
var íþróttakennari, hún var þá komin
á eftirlaun og fer sömu leið og ég, til
danska félagsins. Þegar hún kemur
heim tökum við höndum saman og
fáum með okkur Þorgerði Gísladóttur
íþróttakennara og við tölum aftur við
Þorstein Einarson, þann mikla íþrótta-
frömuð og förum að vinna að stofnun
félags. í júní 1985 er félag áhugamanna
um íþróttir aldraðar „FÁIÁ’ stofnað.
Við byggðum okkar lög á lögum danska
félagsins. Það hefur verið unnið mikið
starf í þessum efnum og við byrjuðum
svo fljótlega að halda námskeið fyrir
leiðbeinendur í íþróttum aldraðra.
Og fengum þá stundum kennara úr
danska félaginu til að koma og kenna.
Við byrjuðum strax 1985 að kynna
félagið og árið eftir héldum við fyrsta
námskeiðið. Félagið hóf fljótlega að
hafa fasta íþróttadaga aldraðra. Fyrsti
dagurinn var í grasagarðinum í Laugar-
dal og þá var ratleikur. Þá mætti fólk á
hörðum skóm, karlarnir með hatta og
konur með veski. Þetta hefur nú gjör-
breyst.
Síðan vorum við úti á gervigrasvell-
inum í Laugardal. Við kölluðum þetta
fyrst leikjadaga og það varð upphafið
að svokölluðum íþróttadegi og síðar
íþróttahátíðum á hverju ári. Þetta held-
ur svo áfram og vefur utan á sig og 1993
var Evrópuár aldraðra, þá förum við að
hafa íþróttir innandyra. Svo var tekin
upp íþróttavika á Laugarvatni og svo
1989 bættust sunddagar við. Þetta var
mikið ævintýri. Gegnum árin hafa bæst
við fleiri íþróttagreinar eins og boccia,
pútt o.fl. Á íþróttahátíðarnar fóru að
koma hópar frá félagsmiðstöðvum og
félögum, sem sýndu dansa og leikfimi.
Við sóttum alltaf um styrki til ríkis og
borgar og hafa þeir styrkt okkur vel öll
árin. Borgin hefur verið okkur mjög
hjálpleg við námskeiðahaldið, við
höfum oftast fengið aðstöðu í Árbæjar-
skóla og aðstaðan þar er alveg frábær.
Árið 1999 veitir ÍSl okkur veglegan
styrk til að fara um landið og kynna fé-
lagið og tilgang þess og mikilvægi hreyf-
ingar fyrir aldraðra. Við fórum mjög
víða um landið og síðan hefur þetta
verið stöðug herferð. Árangurinn er líka
alveg ótrúlegur, mikil vakning og áhugi
um allt land. Nú síðustu árin hefur
UMFÍ tekið upp samvinnu við FÁIA og
haldin hafa verið íþróttamót aldraðra á
hinum ýmsu stöðum á Landinu. Þetta
er eiginlega allt eitt stórt ævintýri, sem
ég síðan starfaði við í 25 ár.“
-Þú hefur aldeilis unnið kraftaverk og
árangurinn stórkostlegur!
Guðrún er nú ekki alveg hætt
störfum. Hún átti frumkvæði að því
að gefin hefur verið út bók í tilefni af
25 ára afmæli FÁLA. Þar er rakin saga
félagsins og þess fólks sem að því hefur
staðið, starfi þess, sögu íþróttavið-
burðanna, námskeiðanna og þróunar
í íþróttamálum aldraðra. Bókin er
nýkomin út, ritstjóri er Þórir S. Guð-
bergsson og bókin heitir „ALDREI
OF SEINT“ þetta er áhugaverð bók og
skemmtilega myndskreytt sem fólk er
hvatt til að kaupa.
- Ég leyfi mér að gera að lokaorðum,
tilvitnun í formála Þóris S. Guðbergs-
sonar í bókinni:
„Þann 17. júní 2002 hlaut Guðrún
heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir störf sín að íþróttamálum aldraðra.
Má það teljast undur að manneskja sem
var að láta af störfum fyrir aldurs sakir í
lífsins önnum skyldi hasla sér völl á nýj-
um vettvangi í fjórðung aldar og marka
spor í íþróttasögu þjóðarinnar með því
að helga krafta sína íþróttum aldraðra
af einlægni, eldlegum áhuga og alúð.
Forystuhæfileikar Guðrúnar leyna sér
ekki. Persónugerð hennar er heilsteypt
og heillandi og lífsgleðin fylgir sem frá'
bær förunautur”
'Ég þakka Guðrúnu fyrir hlýjar mót-
tökur og skemmtilegt viðtal sem hefði
getað orðið miklu lengra, en lesið endi-
lega bókina, ALDREI OF SEINT!
Prúður Kristjánsdóttir
Myndirnar eru úr bókinni Aldrei og seint
eftir Póri S. Guðbergsson og birtar með
góðfúslegu leyfi höfundar.
24