Listin að lifa - 01.06.2013, Side 26

Listin að lifa - 01.06.2013, Side 26
Einfaldara kerfi en engin frítekjumörk Hvaða áhrif mun nýtt frumvarp um Tryggingastofnun hafa á sparnaðinn? Ekki tókst að afgreiða umfangsmiklar breytingar á lögum um almannatrygg- ingar fyrir lok síðasta þings. Frum- varpið, sem byggir á þverpólitískri vinnu starfshóps um allsherjar endur- skoðun á kerfinu, felur í sér töluverða einföldun og ný viðmið sem mikilvægt er að ellilífeyrisþegar þekki. Verði frumvarpið að lögum tekur nýtt kerfi gildi um áramót og því höf- um við í VÍB hvatt lífeyrisþega til að kynna sér breytingarnar vel, einkum þær sem snúa að meðhöndlun vaxta og annarra fjármagnstekna. Núverandi kerfi Samkvæmt núgildandi lögum er tryggingakerfið svo flókið að fáir átta sig á raunverulegum ávinningi þess að ávaxta fé og þeim skerðingum sem Tryggingastofnun (TR) beitir. Þannig eru bótaflokkarnir fjórir, hver með sitt frítekjumark og skerðingarhlutfall. Skerðingar eru þó ekki króna á móti krónu og því halda sparifjáreigendur alltaf einhverju eftir af sinni ávöxtun. Nýtt frumvarp Þær breytingar sem helst ber að nefna í hinu nýja frumvarpi eru: • Bótaflokkar TR verða sameinaðir í einn. Sérstök framfærsluuppbót (sem nú skerðist um krónu á móti krónu) aðlagast nýja kerfinu í skref- um til ársins 2017. • Allar tekjur (m.a. lífeyris- atvinnu- og fjármagnstekjur) skerða bætur um 45% • Engin frítekjumörk verða (skert verð- ur frá fyrstu krónu) Greiðslur frá TR aukast til muna Verði hið nýja kerfi að lögum er ljóst að þeir sem þiggja þaðan greiðslur munu ekki eiga í erfiðleikum með að skilja það, sem er sannarlega til bóta. Vantraust og misskilningur vegna nú- verandi fyrirkomulags hefur því miður haft í för með sér að margir lífeyris- þegar hafa talið sig betur setta undan- farin ár með sparifé undir koddanum. ísland sker sig nokkuð úr í alþjóð- legum samanburði þar sem verðbólga hefur hér meiri áhrif á afdrif sparnaðar en annars staðar. Því er afar dýrt að láta spariféð í hendur verðbólgunnar án allrar ávöxtunar og þannig geta miklir fjármunir tapast að raunvirði. Tekur því að ávaxta fé? I dag gera skerðingarhlutföll og frí- tekjumörk það að verkum að lífeyris- þegar halda alltaf talsverðum hluta sinna vaxta eftir. En vegna fyrirhugaðra breytinga er eðlilegt að sparifjáreig- endur spyrji sig hvort einhver breyting verði þar á. Eins og sést á meðfylgjandi mynd verður svo áfram, þó svo hærra skerðingarhlutfall og niðurfelling frí- tekjumarka dragi vissulega úr ávinn- ingnum. A móti skerðingunum koma umtalsvert hærri greiðslur frá TR og því er ólíklegt að margir eigi á hættu að verða fyrir tekjumissi vegna breyt- inganna. Enn verður sparifé sem ávaxtað er í ríkisskuldabréfasjóðum þó meðhöndl- að með öðrum hætti. Þar sem enginn skattur er greiddur fyrr en eigandinn ákveður sjálfur að innleysa sparnaðinn skerðir TR engar greiðslur vegna sjóða fyrr en við innlausn. Ráðgjafar VÍB veita nánari upplýs- ingar um sparnað eldri borgara í síma 440-4900. 55% 54% 420.000 45% skerðing á móti vöxtum 300000 4,2% vextir Frítekjumark RSK 200.000 kr. 1.000.000 kr. S.000.000 kr. ■ Ávöxtun ■ Ávöxtun að frádregnum sköttum og skerðingum 10.000.000 kr. Hlutfall ávöxtunar sem haldið er eftir 26

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.