Listin að lifa - 01.06.2013, Blaðsíða 28

Listin að lifa - 01.06.2013, Blaðsíða 28
Kynning á félagi eldri borgara í Hafnarfirði: Elsta aðildarfélag LEB Um þessar mundir eru 45 ára síðan Félag eldri borgara í Hafnarfirði var stofnað, er það elsta félag eldri borgara á íslandi. Félagið hét fyrst Styrktarfélag aldraðra og var stofnað í Góðtemplara- húsinu í Hafnarfirði 26. mars 1968. Upphaflega var hugmyndin reifuð á fundi hjá Rotarýklúbbi Hafnarfjarðar árið 1967. Á stofnfundi Styrktarfélags aldraðra voru saman komnir 20 Hafn- firðingar, sem höfðu áhuga á velferðar- málum eldra fólks og vildu vinna að betra lífi og auknu öryggi aldraðra Hafn- firðinga. Þor og kraftur, framsýni og félagsþroski, einkenndi félagsmenn. Það var hinn brennandi áhugi á að vinna að hagsmunamálum aldraðra sem tengdi þá saman. Enda þótt þeir væru fylgjandi mismunandi pólitískum flokkum í bænum og hefðu flestir eða allir látið þar til sín taka. Fyrsti formaður Styrktar- félags aldraðra var Jóhann Þorsteinsson fyrrverandi forstjóri Sólvangs. Þetta er meðal þess sem greint er frá í bókinni sem kom út á 40 ára afmæli Félags eldri borgara í Hafnarfirði í apríl 2008, er Hörður Zóphaníasson ritstýrði af miklum myndarskap, en bókin heitir „Dýrmæt ár”. Fundarmál Fjölmörg hagsmunamál eldri borgara í Hafnarfirði bar á góma á stjórnar- og félagsfundum Styrktarfélags aldraðra strax á fyrstu árum þess. Eitt þeirra mála var aðstaða og tækifæri til tómstunda- starfs fyrir aldraða Hafnfirðinga. Nafni félagsins var breytt á aðalfundi félagsins 12. mars 1992 oggefið nafnið Félag eldri borgara í Hafnarfirði. Félagið hefur alla tíð átt því láni að fagna að Hafnarfjarðarbær hefur ávallt styrkt starfsemi félagsins vel, sérstaklega nú með aðstöðu við gott félagsstarf í félagsmiðstöðinni Hraunseli. Má segja að félagsstarfið standi nú um stundir með sem mestum og vaxandi blóma. Við höfum innan okkar vébanda rúm- lega 20 starfandi nefndir og hópa, svo sem bridge, félagsvist, bingó, Gaflara- kórinn, leikfimi, dýnuæfingar, glerlist, Jón Kr. Öskarsson formaður Félags eldri borgara Hafnarfirði gönguhóp, myndmennt, vatnsleikfimi, boltaleikfimi, pútt allt árið, billiard, Qi-Gong, línudans, handmennt, gam- an að vera saman, bókmenntaklúbb, ferðanefnd og boccia, svona svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig er farið í ferðalög innanlands og til útlanda og þetta vorið verður farið til Bratislava. Dansleikir eru um það bil mánaðarlega á veturna, Þorra- blót er á sínum stað, leikhús og bók- menntaklúbbur er starfandi og haldin handverkssýning á hverju vori kringum Bjarta daga í byrjun júní. Lionsklúbb- ur Hafnarfjarðar hefur haldið uppi skemmtidagskrá á hverjum vetri fyrir Myndir úr félagsstarfinu í Hafnarfirði 28

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.