Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Blaðsíða 10
„Nú fer að kom- ast upp um þig“ n Kjartan sendi Gísla reglulega tölvupóst n Segir Gísla hafa káfað á sér þegar hann var tólf ára 10 Úttekt 23. janúar 2013 Miðvikudagur G ísli Hjartarson kenndi Kjart- ani Antonssyni þegar hann var í grunnskóla. Kjartan segist líka hafa lent í Gísla, hann hafi leitað á hann þegar hann var aðeins tólf ára. Þá höfðu þeir verið í góðu sambandi um nokkurt skeið, Kjartan hafði ver- ið mikið heima hjá Gísla ásamt fé- lögum sínum en Kjartani gekk illa í skólanum um þessar mundir og stóð ekki sterkur fyrir. „Hann bað mig um að koma heim til sín að hjálpa sér að ryksuga og svona. Í staðinn mátti maður haga sér eins og maður vildi heima hjá honum. Ég mátti steikja franskar og borða eins mikið af þeim og ég vildi. Það fannst mér mjög góð laun fyrir aðstoðina. Hann tók sér góðan tíma í að byggja upp traustið.“ Gísli var leiðsögumaður og fór alltaf norður á Strandir. „Stundum tók hann stráka með sér í þessar ferð- ir og hann var alltaf að tala um það við mig að ég ætti að koma með hon- um á Strandirnar en þá yrðum við að hafa svefnpoka sem hægt væri að renna saman svo við gætum haldið hita á hvor öðrum. Svo fór hann að hvetja mig til þess að skríða bara út um gluggann heima að næturlagi og heimsækja sig, en ég vildi það ekki. Svona gekk þetta í einhverja mánuði þangað til hann fór að sýna mér klámmyndir og spyrja hvort ég væri orðinn æstur.“ „Þá trylltist ég alveg“ Eitt skiptið bauð Gísli honum heim, þá voru foreldar Kjartans að fara á árshátíð. Gísli bauð honum áfengi en Kjartan hafði ekki drukkið áður, hafði kannski fengið sér einn sopa eða tvo einhvern tímann áður. „Ég var hik- andi en hann þrýsti á mig að smakka og drekka alltaf aðeins meira. Í raun var þetta í fyrsta skipti sem ég drakk áfengi. Þegar ég var orðinn drukkinn sagði hann mér að ég yrði að fara inn í herbergi að leggja mig því ég gæti ekki farið heim svona drukkinn. Ég þráaðist við því ég vissi að það var eitthvað að, undirmeðvitundin var alveg spennt og ég passaði mig á því að sofna ekki. Ég veit ekki hvað það leið langur tími þar til hann kom inn í herbergið og undir sængina. Ég var í öllum fötunum en hann byrjaði að káfa á mér. Ég sagði við hann að ég myndi brjálast ef hann hætti ekki. Þá fór hann fram en kom svo aftur skömmu síðar og leitaði aftur á mig. Þá trylltist ég alveg, öskraði og garg- aði og slóst við hann. Hann ætlaði ekki að sleppa mér og var sterkur, ég átti ekkert í hann, tólf ára guttinn. En þar sem hann átti heima í blokk held ég að það hafi ráðið úrslitum hvað ég öskraði mikið.“ Sjálfsásakanir og skömm Kjartan man næst eftir sér fyrir utan blokkina og þaðan komst hann ein- hvern vegin í billjardstofu sem var í bænum þar sem lögreglan hirti hann og skutlaði honum heim. Kjart- an sagði engum frá því sem gerðist og mætti í skólann hjá Gísla eins og ekkert hefði í skorist. Hins vegar fór hann aldrei aftur heim til hans. „Ég skammaðist mín og ásakaði sjálfan mig fyrir það sem gerðist. Ég sagði engum frá þessu fyrr en ég var kom- inn yfir tvítugt. Þá var eitthvað ver- ið að tala um Gísla og ég sagði að ég hefði lent í honum. Þegar ég var orðinn fullorðinn fannst mér það ekkert mál. En þegar ég var strákur þá var ég hræddur um að mér yrði strítt ef þetta kæmist upp. Svo var það líka annað, það þótti nefnilega rosafínt fyrir svona strák að fá að djúpsteikja franskar og annað slíkt þannig að innst inni fannst mér eins og hann væri búinn að borga fyrir þetta með því að leyfa mér allt. Þannig að ég skil alveg af hverju krakkar segja ekki frá því þegar þeir lenda í svona. Svo fannst mér eins og ég hefði sloppið, þannig séð. En ég slapp ekkert, hann braut gróflega gegn mér þótt það hefði ekki gengið eins langt og hann ætlaði sér.“ Sendi honum tölvupóst Þessi reynsla sat alltaf í Kjartani og þegar hann var kominn yfir þrí- tugt þá stofnaði hann netfang og fór að senda Gísla tölvupóst. „Ég sendi honum línur eins: „Nú fer að komast upp um þig“ eða „þú verð- ur tekinn bráðum“ og svo kvittaði ég alltaf undir með þessum orð- um, „kveðja, þú veist hver“ af því að ég vissi að hann hafði ekki hug- mynd um það. Það var alltaf þessi orðrómur um að hann væri að brjóta gegn börnum og ég veit um fleiri sem lentu í honum. Þannig að ég vissi að hann gæti ekki vit- að hver var að senda þennan póst. Ég hélt þetta út í svona ár og sendi honum póst einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Síðan fjaraði það út. En það var viss léttir sem fylgdi því þegar þetta mál kom upp á yfir- borðið á sínum tíma.“ n T rausti Björgvinsson bjó á Bolungarvík þegar Gísli var kennari þar. Hann segist hafa lent í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann fór með yngri bróður sínum í heimsókn til manns þar sem þeir hittu Gísla Hjartarson. Gísli hafi verið drukkinn og beðið bróður hans, sem var ári eldri en Trausti, þrettán ára, um að hjálpa sér við húsverkin gegn greiðslu. Bað um aðstoð „Gísli sagðist eiga erfitt með að skúra og spurði hvort hann væri til í að gera það fyrir hann. Hann var alveg tilbúinn til þess að gera það. Þannig að Gísli bað bróður minn um að fylgja sér heim svo hann gæti sýnt honum aðstæðurnar. Hann var eitthvað smeykur við að fara einn og bað mig um að koma með sér. Við fórum því saman heim til Gísla sem sýndi okkur íbúðina. Síðan vildi hann að við settumst aðeins niður að spjalla, sem við gerðum. Við sát- um þarna og spjölluðum. Hann var mjög skemmtilegur maður, hress og glaðlyndur.“ Bar hníf að hálsi hans Eftir smá stund segir Trausti að þeir bræður hafi farið að ókyrrast og vilj- að fara heim. Gísli vildi hins vegar að bróðir Trausta yrði áfram hjá sér og þeir báru virðingu fyrir kennar- anum sínum og áttu erfitt með að mótmæla honum. „Ég vissi aldrei hvað var að ske þarna. Mig grunaði það aldrei eftir að þetta gerðist með mig og bróður minn. Nema hvað hann vildi endilega að bróðir minn yrði hjá sér um nóttina en bróðir minn neitaði og sagði að hann yrði að fara heim til mömmu og pabba. Ég tók undir það og sagði að hann yrði að fara heim. Gísli gekk um gólf og ég viss ekki fyrr en hann var kominn fyrir aftan mig með kuta sem hann bar að hálsi mér og sagði að ég ætti ekki að segja orð um það hvar bróðir minn væri.“ Trausti segir að hann geti aldrei gleymt óttanum sem heltók hann þetta kvöld. „Ég varð stjarfur og lof- aði að segja ekkert. Svo þegar hann sleppti takinu stóð ég skíthræddur upp og hljóp fram á gang. Ég var að fara út þegar bróðir minn kom hlaupandi á eftir mér, greip skóna sína og við hlupum saman út.“ „Þetta situr alltaf í mér“ Bræðurnir hlupu heim og sögðu foreldrum sínum frá því sem gerst hafði. „Okkur var bara sagt að halda okkur frá honum en það var ekki gert neitt meira. Við áttum bara að mæta í skólann og sitja tíma hjá honum. En okkur var þó sagt að ef hann ætlaði að láta okkur sitja eftir þá ættum við bara að standa upp og fara. Við áttum að forðast hann. Annað var ekki gert. Þetta var al- talað í bænum og það vissu þetta allir“ Trausti segir að þótt þeir bræður hafi náð að hlaupa út þá sitji þetta atvik alltaf í honum. „Ég get aldrei gleymt þessu. Þetta situr alltaf í mér og rifjast alltaf upp í hvert sinn sem upp koma svona mál eins og að undanförnu. Þess vegna fannst mér gott þegar þetta kom fram á sínum tíma, þótt það hafi verið sárt að sjá umræðuna fara frá því sem þarna gerðist og út í einhverja vit- leysu áður en hún þagnaði alveg. Ég hefði viljað sjá strákana sem kærðu Gísla fá sanngjarna málsmeðferð og leið því betur þegar ég vissi að þeir hefðu fengið bætur.“ n n Bræðurnir töldu sig vera í hættu n Sögðu öllum frá því sem gerðist Hlupu frá Gísla Gleymir þessu aldrei Trausti varð stjarfur af hræðslu hjá Gísla en náði að hlaupa út. Gísli Hjartarson Gísli framdi sjálfsvíg nóttina áður en fréttin um hann birtist í DV. Sendi Gísla tölvupósta Kjartan varð fyrir barðinu á Gísla þegar hann var tólf ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.