Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn H vað gerir dvergþjóð í Norð- ur-Atlantshafi þegar al- ræðisríki í útrás á sviði stjórnmála- og viðskipta bankar upp á og vill sýna henni vinarþel? Tekur smáþjóðin undir vinahótin eða afþakkar pent? Af hverju fluttu kínversk stjórnvöld sendiráð sitt á Íslandi úr lítilli hæð á Melunum og yfir í mörg hundruð milljóna króna stórhýsi við Borgar- tún eftir hrun? Af hverju ætli Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, hafi haft fyrir því að koma hingað síð- astliðið sumar? Af hverju ætli nýr kínverskur ísbrjótur hafi áð hér? Af hverju vilja Kínverjar gera fríverslun- arsamning við Íslendinga? Ætli svar- ið sé ekki bara nokkuð einfalt þegar allt kemur til alls: Kína vill seilast til aukinna áhrifa á Íslandi og í Norður- Atlantshafi. Heimsveldistímabil Kína er núna. Sem betur fer eru til menn hér á landi sem tjá sig um þetta nýlega vinarþel Kínverja í garð Íslendinga og reyna að varpa á það einhverju ljósi. Einar Benediktsson, fyrrver- andi sendiherra, hefur til að mynda verið í því hlutverki síðustu vikuna, fyrst í aðsendri grein í Morgunblað- inu og svo í Silfri Egils. Sendiherrann fyrrverandi hefur engar ákveðnar lausnir við því hvernig bregðast skuli við áhuga Kínverja á Íslandi en segir að Íslendingar ættu að velta þessum áhuga fyrir sér: „Þegar Kína kveður að dyrum með heimsókn forsætis- ráherra og komu hins stærsta ís- brjóts, svo sem var í sumar, er vert að staldra við og taka áttir.“ Í fjölmiðlum á þriðjudaginn var greint frá því að stjórnvöld á Filipps- eyjum hefðu kært Kínverja til Al- þjóðadómstóls Sameinuðu þjóðanna vegna þess að Kína hyggst taka sér lögsögu yfir hafsvæði- og landgrunni í Suður-Kínakafi sem tilheyrir öðrum þjóðum. Telja Filippseyingar að Kín- verjar hafi með þessu brotið Alþjóða hafréttarsáttmálann sem Kína er þó aðili að, líkt og hinar þjóðirnar. Kín- verjar virðast því ekki veigra sér við að brjóta alþjóðlega samninga sem þeir hafa skrifað undir ef það þjónar hagsmunum þeirra sjálfra. Af hverju ættu Kínverjar að hegða sér með öðrum hætti hér á landi ef þeir fá að byggja upp hafnaraðstöðu á austan- verðu landinu líkt og talað hefur ver- ið um? Á sama tíma og utanríkisstefna Kínverja virðist brjóta gegn alþjóð- legum samningum þá stunda stjórn- völd í landinu mannréttindabrot heima fyrir. Grundvallarmann- réttindi eins og skoðana- og funda- frelsi eru fótum troðin; þeir sem aðhyllast hugmyndafræði sem ríkis- valdið samþykkir ekki eru jafnvel settir í fangelsi. Eftirfarandi er frá- sögn flóttamannsins Qian Ming, 40 ára Kínverja og meðlims í Falun Gong, úr síðasta tölublaði Guard- ian Weekly en hann var hnepptur í sex ára fangelsi í Kína á síðasta ára- tug vegna skoðana sinna: „Ég var í fangelsi í sex ár. Fyrst var ég í þrjú ár í endurmenntunarbúðum þar sem þeir reyndu að heilaþvo mig. Við vorum látnir vinna í þrettán og hálf- an tíma á dag, sjö daga vikunnar, og stundum einnig á nóttunni. Maður gat ekkert – verðirnir voru með raf- stuðskylfur. Seinni hluta fangelsis- vistarinnar var ég í fangelsi. Heila- þvotturinn var verri þar. Við vorum sextán í litlum klefa. Mér var skipað að sitja beinn á litlum stól frá sex á morgnana til ellefu á kvöldin. Ef ég hreyfði mig var ég barinn. Sumir fanganna misstu vitið – þeir afbáru ekki þessa meðferð, þetta var of mikil grimmd.“ Qian Ming losnaði úr fang- elsi árið 2010 og flýði til Taílands. Hjá kínverska ríkisvaldinu virðist tilgangurinn helga meðalið sama hverjar afleiðingarnar eru; aðal- atriðið er aukinn styrkur ríkisins og kínverskra fyrirtækja – í Kína eru oft og tíðum óljós skil á milli ríkisvalds- ins og einkafyrirtækja. Þessi upp- gangur er öðru æðri, meðal annars mannréttindum sem Vesturlanda- búar telja sjálfsögð til handa hverj- um manni. Á þessa tilgangshyggju má hengja þá speki sem kennd er við ítalska stjórnspekinginn Machiavelli að brot á siðferðisreglum séu rétt- lætanleg ef þau eru „nauðsynleg“ til að ná ákveðnum markmiðum. „Af- staðan fyrir tíð Machiavellis var að siðferðislögmálin væru ofar öllu. Ef siðferðislögmálin voru brotin var það miður en ráðamenn voru auðvitað aðeins mannlegir. Hin nýja makíavel- íska afstaða var sú að brot á siðferðis- lögmálunum væru réttlætanleg þegar þau væru nauðsynleg.“ Þetta sama kínverska ríkisvald og brýtur alþjóðlega hafréttarsamn- inga og mannréttindi borgara sinna bankar nú upp á á Íslandi í von um aukinn áhrifamátt, bæði hér innan- lands og eins vegna siglingaleiðanna úti fyrir ströndum landsins. Líkt og Einar Benediktsson segir ættum við að minnsta kosti, og til að orða áhyggjurnar varlega, að „staldra“ við þennan áhuga Kínverja áður en við leyfum þeim að seilast til þeirra áhrifa sem þeir kæra sig um í gegn- um ýmiss konar viðskiptasamninga. Árni Páll öruggur n Svo virðist sem Árni Páll Árnason sé nokkuð öruggur með sigur í formannskjöri Samfylk- ingarinnar þótt Jóhanna Sigurðardótt- ir og hennar lið hafi barist af miklum krafti gegn honum. Finnst mörgum sem Guðbjart langi lítið í for- mennskuna. Þá háir honum hin harða deila við hjúkrunar- fræðinga á Landspítalanum. Árni Páll þykir koma betur út á fundum. Tala menn um auð- mýkt og lítillæti. Segja sumir að það besta sem fyrir hann hafi komið hafi verið þegar Jóhanna henti honum út úr ríkisstjórn. Össur með Árna n Langvarandi en vel fald- ar væringar á milli Össurar Skarphéðinssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur virðast hafa brotist út í formannsslagnum því að allur vængur Össurar hefur sameinast um að styðja Árna Pál Árnason. Fyrir utan Össur sjálfan, sem hefur drjúgan hulduher um allt land í flokknum, fara þeir Björgvin G. Sigurðsson, gamall fram- kvæmdastjóri flokksins, Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Al- þingis, að ógleymdum Krist- jáni L. Möller hamförum og setja allt sitt lið á Árna Pál. Starfsmenn Guðbjarts n Athygli vekur að þeir sem eru harðastir í kosningabar- áttunni fyrir Guðbjart Hann- esson um formanns- stólinn í Sam- fylkingunni eru allir með einum eða öðrum hætti hagsmuna- tengdir honum gegnum störf fyrir annaðhvort hann eða ráðuneytið. Harðsnúnasti kjarninn er þau Gunnar Svav- arsson, sem stýrir fyrir Guð- bjart undirbúningi að nýj- um Landspítala, Gunnar Axel Axelsson og Anna Sigrún Baldursdóttir, sem eru póli- tískir aðstoðarmenn hans, Runólfur Ágústsson, sem hef- ur verið stjórnarformaður Vinnumálastofnunar, sem er undir velferðarráðherra, og loks Bryndís Ísfold Hlöðvers- dóttir, sem er launaður starfs- maður framboðsins. Tryggvi Þór í hættu n Tryggvi Þór Herbertsson virðist hafa flogið of nálægt sólinni með því að storka Kristjáni Þór Júlíussyni og bjóða sig fram í 1. sætið, sem Kristján hefur átt árum saman. Kristján Þór hefur afráðið að kenna áskorand- anum erfiða lexíu, því hann hefur dregið í framboð Val- gerði Gunnarsdóttur, skóla- meistara á Laugum, sem endasendist um allar sveitir og skráir gamla nemendur og kunningja til þátttöku í próf- kjörinu svo mörgum finnst nóg um. Heimamenn telja að hún sé næstum því örugg í annað sæti. Strákarnir geta borið höfuðið hátt Slíkt kostar nátt- úrulega peninga Bjarki Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður, var sáttur í leikslok þrátt fyrir tapið. – DV Ása Atladóttir hjá Landlæknisembættinu vill kenna almenningi að meðhöndla lúsasmit. – DV Þegar alræðisríki bankar„Mér var skipað að sitja beinn á litlum stól frá sex á morgnana til ellefu á kvöldin. S kömmu eftir að þjóðarbú- skapurinn hrundi til grunna vegna siðleysis og græðgi fjár- og stjórnmálastétta þjóðarinnar uppgötvuðu æðri menntastofnanir hennar – þær sömu og höfðu menntað meðlimi þessara stétta – að e.t.v. væri rétt að námsefni innihéldi grundvallarat- riði um siðferði og ábyrgð, þar sem þessi prinsipp virtust aldrei hafa íþyngt fyrrnefndum þjóðfélagsstétt- um. Ef nemendur koma siðlausir að heiman, sem virtist hafa verið raun- in, væri kannski ekki of seint í rass- inn gripið að vekja athygli þeirra, á milli kúrsa í lagatækni og listrænni bókfærslu, á þessari undirstöðu lýð- ræðislegra þjóðfélaga. Ég veit ekki hvort orðið hefur af framkvæmd þessara hugmynda eða hvort þær eru jafn steindauðar og lagabálkarnir, sem gerðu fjársvika- starfsemi hrunsins mögulega, eru enn sprelllifandi. Bastarðurinn Auk siðgæðis- og ábyrgðarskortsins, sem einkennir hina andlegu eyði- mörk hrunskynslóðarinnar, er þriðja karaktereinkennið – eins konar bastarður hinna tveggja – sjúklegur viljaskortur til að viðurkenna mis- tök, að maður hafi haft rangt fyrir sér. Þessi þvermóðska er svo svæsin að jafnvel þegar um er að ræða hlut- læga ábyrgð – þú berð ábyrgð hvort sem þér sjálfum eða undirmönnum þínum er um að kenna – er viðhorfið eins og snúið roð í hundskjafti, eins og rannsóknarskýrsluhöfundar vita eftir viðtölin við þá tólf ráðamenn sem skýrslan sakaði um að hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Stjórnmálamenn allra tíma hafa ávallt verið tregir til að biðjast afsök- unar, enda hafa flestir þeirra háar hugmyndir um sig sjálfa. Nútíma kjósendur gera sér hins vegar grein fyrir að það að geta viðurkennt mis- tök krefst kjarks og ráðvendni, eig- inleika sem enginn góður leiðtogi getur verið án. Allir hinir gera það! En það dugar ekkert hálfkák. Annað- hvort tekur maður ábyrgð eða ekki. Ummæli íslensks „flugdólgs“ í ný- legri grein DV af gefnu tilefni er ómótstæðilegt dæmi um þver- móðsku íslenskra embættismanna í þessum efnum, en „flugdólgurinn“ var héraðsdómari – dómari, af öllum starfsgreinum! Maðurinn, sem „var gripinn öl- æði um borð í Flugleiðavél og sló meðal annars nokkra áhafnarmeð- limi, viðurkenndi í viðtali við DV“ þegar atvikið gerðist fyrir nokkrum árum, að „hann hefði átt við áfeng- isvandamál að stríða og að hann hefði verið „fullur og leiðinlegur.“ En … segir hann svo „hitt er annað mál að flugfreyjurnar voru óþarflega við- kvæmar. Ég var bara leiðinlegur, full- ur maður … Það er fullur Íslending- ur í hverri flugvél sem fer til útlanda á vegum Flugleiða svo ég var engin undantekning …“ „Hann sagðist hafa haft það fyrir vana um árabil að „ferðast fullur“ og hafi til þessa sloppið við vandræði vegna þess.“ Leitt hvað þú ert vitlaus Starf mannsins gefur alveg sérstakt tilefni til nánari skilgreiningar á um- mælum hans: „[F]lugfreyjurnar voru óþarflega viðkvæmar …“ Ergó, eins og Garðar Gíslason hæstaréttardómari hefði sagt, „mér þykir leitt hvað þú ert vitlaus …“ Þetta er hin svokallaða „ekki-afsökun“. „Ekki-afsakanir“ eru notaðar þegar fólk vill bæta úr ástandinu án þess að í raun sýna auðmýkt, iðrun eða loforð um að endurtaka ekki misgjörðina. Með öðrum orðum, tilraun til að njóta góðs af afsökunarbeiðni án þess að eiga það skilið. „Það er fullur Íslendingur í hverri flugvél sem fer til útlanda á vegum Flugleiða svo ég var engin undan- tekning,“ Þetta er „gullna rétt- lætingin“ eða „allir hinir gera það“. Þessi röksemdafærsla, sem notuð hefur verið frá örófi alda til að afsaka siðferðislegt misferli, byggist á þeirri meingölluðu forsendu að siðferðis- legt eðli hegðunar batni í hlutfalli við fjölda þeirra sem gerast sekir um hana og ef „allir gera það“ þá er líka allt í lagi að þú gerir það. Hryðjuverkamælikvarðinn „Hann sagðist hafa haft það fyrir vana um árabil að „ferðast fullur“ og hafi til þessa sloppið við vandræði vegna þess.“ Margir halda fram, eins og dómarinn gerir, að ósiðleg hegð- un geti ekki við röng ef hún veldur engu mælanlegu tjóni. Þessi algenga röksemdafærsla, „Brattabrekkan“, er sérlega lævís og háskaleg rökvilla því hún mælir siðferði hegðun- ar með hliðsjón af afleiðingunum. Fyrr en varir hefur maður tileinkað sér „tilgangurinn helgar meðalið“- siðferðis kerfið, öðru nafni nefnt „hryðjuverkamælikvarðinn“. Holótt lögfræðikennsla Ofangreindar útskýringar héraðs- dómarans bera vott um persónu- legan siðgæðishörgul og holótta lögfræðikennslu. Augljóst er að dómarinn, sem og íslensku embættis mennirnir tólf – sem starfslýsingu sinni samkvæmt báru ábyrgð á atburðum sem þeir lýstu sig ábyrgðarlausa af – eru af Napó- leanska skólanum, sem kennir að „… hörfa aldrei, draga aldrei neitt til baka … viðurkenna aldrei mistök.“ En við vitum öll hvernig fór fyrir Napóleon Bonaparte og sárar lexíur síðasta áratugar ættu að hafa sýnt okkur nauðsyn þess að auk „fílunn- ar“, sem Garðar Gíslason kenndi laganemum af mikilli snilld, séu nemendur – sérstaklega þeir sem hyggjast starfa við að leggja dóma, hvað þá refsidóma, á hegðun sam- borgara sinna – skólaðir í undir- stöðuatriðum siðfræði, með sérstaka áherslu á þá skoðun skoska heim- spekingsins David Hume, að sið- gæði byggist ekki á niðurstöðum okkar eigin röksemda. Valdhafarnir í Bröttubrekku Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Aðsent Íris Erlingsdóttir Fjölmiðlafræðingur Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALNÚMER RITSTJÓRN ÁSKRIFTARSÍMI AUGLÝSINGAR 14 23. janúar 2013 Miðvikudagur „Margir halda fram, eins og dómarinn ger- ir, að ósiðleg hegðun geti ekki við röng ef hún veldur engu mælanlegu tjóni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.