Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 23. janúar 2013 Miðvikudagur
10 leiðir í
lífsháska
1 Klakasund Það verður vin-sælla með hverju árinu að
stunda sund í ísilögðu vatni.
Það fer þannig fram að boruð eru
tvö göt niður í þykkan ísinn sem
myndast hefur á vatninu og sund-
kappinn stingur sér niður og syndir
á milli gatanna.
Í flestum tilfellum er viðkom-
andi með band í sér og hefur sér til
halds og trausts einhvern sem er
með köfunarbúnað niðri í vatninu
til að fylgjast með að allt gangi vel.
Kuldinn er slíkur að hætta á slysi eða
jafnvel dauðsfalli er töluverð.
2 Hestamennska Hestar hafa fylgt manninum frá örófi alda,
en hestamennska er talin vera elsta
sport mannsins. Það þarf mikla æf-
ingu til að stjórna þessari stóru og
mögnuðu skepnu sem hesturinn er
og hafa fjölmargir slasast alvarlega
og látið lífið við þessa iðkun. Kostn-
aður við hestamennsku getur verið
ansi hár og fer mikill tími í að sinna
þessari frábæru skepnu.
3 Fjallgöngur Fjallgöngur krefj-ast líkamlegs og andlegs styrks
og getur ein röng hreyfing kostað
mann lífið. Það er mikilvægt að sá
sem stundar fjallgöngur sé í góðu
andlegu jafnvægi og geti tekið yfir-
vegaðar ákvarðanir við hættulegar
aðstæður. Yfir 200 manns hafa látið
lífið við að klífa Mount Everest.
Þetta sport er mjög vinsælt þrátt
fyrir að kostnaður við það sé ansi
hár. Sem dæmi má nefna að ferða-
kostnaður við að komast á svæðið
getur verið um hálf milljón króna.
Trygging og verð fyrir að klífa fjallið
er frá tveimur og hálfri milljón króna
til fimm milljóna króna. Súrefn-
iskostnaður er um ein milljón króna
og annar kostnaður eins og sjúkra-
kostnaður, matur og fleira er um ein
til ein og hálf milljón króna. Saman-
lagt getur kostnaðurinn við að klífa
Mount Everest verið um átta millj-
ónir króna.
4 Base Jumping Base Jump-ing er orðið að einhvers kon-
ar tískusporti en það er vinsælt að
stökkva ofan af háum byggingum
inni í miðri stórborg sem skapar
mikla áhættu fyrir bæði þann sem
stekkur og fólk í næsta nágrenni.
Einnig er notast við rafmagns-
staura og brýr þegar stokkið er svo
eitthvað sé nefnt. Tímasetningin
verður að vera hárrétt þegar kem-
ur að því að opna fallhlífina til að
ekki fari illa. Á síðustu árum hafa að
jafnaði um 13 manns látið lífið á ári
hverju við þessa iðkun.
5 Bretta og skíðaiðkun Það hljómar vel að þjóta niður
snævi þaktar brekkur í góðu veðri
en þetta er alls ekki hættulaust og
er slysatíðni frekar há í því sporti.
Það þarf ekki mikið til að illa fari
fyrir þeim sem skíðar og líkamleg-
ur styrkur er nauðsynlegur ef skíða
á hratt niður fagrar brekkur. Bretta-
iðkun hefur færst í aukana á síðustu
árum með hærri slysatíðni. Byrj-
unarpakki fyrir þann sem stundar
skíða- og snjóbrettasport getur ver-
ið um og yfir tvö hundruð þúsund
krónur.
6 Mótorhjólakappakstur Talið er að keppt hafi verið í
þessu sporti fyrst árið 1897 og hef-
ur það verið mjög vinsælt um allan
heim allar götur síðan. Áhættan
er töluverð hjá þeim sem stunda
þetta og hafa margir slasast alvar-
lega og látið lífið þegar brautin er
keyrð á miklum hraða við misgóð-
ar aðstæður. Konur hafa tekið upp á
því að stunda mótorhjólakappakstur
í auknum mæli á síðustu árum og
áratugum. Það þarf mikinn líkam-
legan styrk og andlega hliðin verð-
ur að vera í góðu jafnvægi hjá þeim
sem kýs að stunda þetta sport.
7 Hellaköfun Köfun er mjög hættuleg og þá sér í lagi hella-
köfun sem er að færast í aukana
hjá þeim allra djörfustu. Viðkom-
andi kafar ekki einungis mjög djúpt,
heldur fer hann langt inn í hella og
þræðir þá á enda og til baka. Það
má lítið út af bera til að lífi manns sé
ógnað með hörmulegum afleiðing-
um. Kostnaðurinn við sportið hleyp-
ur á hundruðum þúsundum króna.
8 Hafnarbolti Já, þetta hljómar kannski ekki svo hættulegt en
það slösuðust yfir sjöhundruð þús-
und manns á síðasta ári við að leika
þennan leik. Flest meiðslin voru ekki
alvarleg, líkt og glóðarauga, nefbrot
og þar fram eftir götunum. Höfuð-
meiðsl eru einnig algeng í þessari
grein.
9 Brettaiðkun Kemur eflaust
ekki mörgum á óvart.
Yfir sex hundruð þús-
und manns slösuðust
við að leika listir sín-
ar á hjólabretti á síð-
asta ári. Maður þarf
að vera nagli til að
stunda þetta sport.
10 Hjólreiðar Um tvær og hálf milljón manna slösuðust við
hjólreiðar á árinu 2012. Fjallahjól-
reiðar geta verið ansi hættulegar
og þá sér í lagi þegar hjólað er nið-
ur brattar brekkur á miklum hraða.
Það hleypur á hundruðum þús-
unda króna og jafnvel milljónum að
stunda þetta sport af kappi.
n Það er ekki hættulaust að stunda klakasund og hellaköfun
Þ
að eru margar tegundir af
sporti sem hreinlega stofna
lífi manns í töluverða hættu
en samt er fjöldinn allur
sem stundar áhættusport og
greiðir fyrir það háar fjárhæðir. Það
jafnast sjálfsagt fátt við það að ríða
út í fallegri náttúrunni eða klífa há
og tignarleg fjöll við misgóðar að-
stæður. Það gera sér ekki hins vegar
ekki allir grein fyrir því hversu kostn-
aðarsamt og hættulegt það getur
verið að stunda hinar ýmsu íþrótta-
greinar.
Hér er samantekt um nokkrar af
hættulegustu íþróttagreinunum í
heiminum í dag, en rétt er að taka
fram að þeim er ekki raðað eftir
áhættu.
iris@dv.is
Losnaðu við
flensuna
sem fyrst
Flensan skýtur sér niður með
reglulegu millibili, hiti, hálsbólga
og nefrennsli flæðir yfir landann
um þessar mundir og kílóin af
snýtupappír skolast niður í salern-
ið á meðan háræðarnar blómstra
á nefinu.
Það eru mörg ráð til að halda
góðri heilsu og hér aðeins farið
í nokkur atriði. Heidi Skolnik
er virtur og þekktur næringar-
fræðingur og ráðgjafi í Ameríku og
hefur síðastliðin 25 ár komið með
heilsuráð fyrir milljónir manna.
Ef þú ert með flensuna og vilt ná
bata fyrr, þá ráðleggur hún fæðu
sem er rík af sinki, magnesíum,
kalíum, og A-, B-, C- og E-vítamín-
um. Hún ráðleggur eftirfarandi
fæðu:
1. Hreinan appelsínusafa – C-
vítamín auðugur.
2. Lárpera – Mikið af sinki sem
er nauðsynlegt snefilefni fyrir
líkamann. Talið er að fólki sem
hefur lítið af sinki í líkamanum
hætti til að veikjast oftar.
3. Spínat – Mjög ríkt af andoxun-
arefnum og er mikil næringar-
bomba.
4. Tómatar – Tómatsafi róar mag-
ann gagnvart uppköstum og á
að draga úr flökurleika.
5. Paprika – Hlaðin C-vítamíni.
6. Spergilkál – Styrkir ónæm-
iskerfið.
7. Hvítlaukur – Er góð lækningar-
jurt sem hefur sýklaeyðandi
áhrif og styrkir ónæmiskerfið.
8. Kjúklingasúpa – Forn-Grikk-
ir lofuðu þessa súpu og notuðu
hana sem lækningarmeðal.
Styrkir mótstöðuna
1. Sólhattur – Góður til að fyr-
irbyggja flensu og á að hafa
sýklaeyðandi áhrif.
2. Engifer – Það er
talað um engi-
fer sem náttúr-
legt sýklalyf.
Gott við hita
og hósta.
3. Krydd eins og
cayenne-pipar eða chili – Losar
um stíflur.
4. Bláber – Geta lækkað hita,
draga úr niðurgangi. Oft er talað
um bláber sem náttúrulegt
aspirín.
5. Banani – Róar magann.
Það borgar sig að forðast
1. Sykur og „ruslmatur“ – Brýtur
niður ónæmiskerfið
2. Mjólkurvörur – Auka slím-
myndun.
3. Að snerta andlitið með
óhreinum höndum – Sýklar
eiga greiðari aðgang inn um
öndunarfæri.
Að lokum til að viðhalda góðri
heilsu hjálpar það að venja sig á að
borða hollan mat, hreyfa sig, taka C-
vítamín, þvo hendurnar reglulega, ná
góðum svefni, hugsa jákvætt, hlæja
mikið og drekka vatn, vatn, vatn!