Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Blaðsíða 12
O
pinberir starfsmenn í
Taílandi hafa stundað
skipulögð viðskipti með
flóttamenn sem komið hafa
til landsins frá nágranna-
ríkinu Búrma. Þetta leiðir rannsókn,
sem fréttamenn breska ríkisútvarps-
ins, BBC, hafa unnið að undanfarnar
vikur, í ljós.
Átök í Búrma hafa orðið til þess að
þúsundir einstaklinga af Rohingya-
þjóðarbrotinu hafa flúið land undan-
farna mánuði en verst hafa átökin
verið í Rakhine-héraði á vesturströnd
Búrma. Fjölmargir flóttamenn hafa
farið með bátum yfir Andaman-haf
til nágrannaríkisins Taílands í von
um betra líf. Samkvæmt umfjöllun
BBC eru þær vonir þó í sumum til-
fellum byggðar á sandi. Oftar en ekki
hefur taílenska strandgæslan hendur
í hári þessara flóttamanna og til eru
dæmi þess að umræddir flóttamenn
séu seldir í hendur mansalsmanna
í Malasíu. Yfirvöld í Taílandi segjast
líta ásakanirnar alvarlegum augum
og hafa lofað að rannsókn fari fram.
13 daga á siglingu
Í nóvember síðastliðnum ákvað sjó-
maðurinn Ahmed, átta barna faðir,
að yfirgefa átökin í héraðinu. Fisk-
veiðibátur hans hafði eyðilagst í átök-
um milli Rohingya-þjóðarbrotsins og
Rakine-búddista á vesturströndina
og vonaðist Ahmed til að fá vinnu
í Taílandi. Hann kvaddi eiginkonu
sína og hélt af stað ásamt 60 öðrum
af sama þjóðarbroti yfir Andaman-
haf. Eftir 13 daga siglingu, eða þegar
líða fór að lokum ferðarinnar, kom
taílenska strandgæslan auga á bátinn
og voru allir flóttamennirnir um borð
handteknir. Ahmed taldi að þar með
væri möguleikinn úti og hann yrði
sendur aftur rakleiðis til baka. Raun-
in varð þó önnur.
Þetta kvöld voru flóttamennirnir
færðir í nokkra flutningabíla þar sem
þeir voru bundnir niður og vandlega
faldir. Við tók löng bílferð í suður í
átt til Malasíu og endaði ferðin síð-
an í bænum Su Ngai Kolok sem er í
Malasíu við landamærin að Taílandi.
„Lyktin var hræðileg“
„Þeir grófu fyrir okkur holur sem
við áttum að nota sem klósett. Við
borðuðum, sváfum og gerðum þarf-
ir okkar á sama staðnum,“ segir Ah-
med um staðinn sem flóttamennirn-
ir voru fluttir til. „Lyktin var skelfileg.
Þeir börðu mig með járnstöngum og
keðjum,“ segir hann.
Samkvæmt umfjöllun BBC höfðu
misyndismennirnir keypt flótta-
mennina og eina markmiðið var
að græða á þeim. Ahmed og hinir
í hópnum fengu að hringja í fjöl-
skyldur sínar og óska eftir aðstoð.
Ef þeir gætu útvegað peninga fengju
þeir að fara – annars ekki. „Sá sem
hafði milligöngu um viðskiptin sagði
að hann hefði keypt okkur af lög-
reglunni. Hann sagði að ef við mynd-
um ekki skila þeim hagnaði fengjum
við ekki að fara. Hann sagði sig engu
skipta þótt við dæjum,“ segir hann.
Til að sleppa þurfti Ahmed að safna
sem samsvarar rúmum 160 þúsund
krónum. Hann hringdi í eiginkonu
sína og sagði henni frá aðstæðum
sínum. Hún brá á það ráð að selja
nautgrip í eigu fjölskyldunnar og
dugði það fyrir helmingnum af upp-
hæðinni. Vini Ahmeds sem búsettur
er í Taílandi tókst að skrapa restinni
saman og var Ahmed leyft að fara eft-
ir að hafa verið rúman mánuð í haldi.
Ætla að rannsaka málið
Veðurskilyrði á Andaman-hafi
eru hagstæð þessa dagana og því
streyma fjölmargir flóttamenn yfir
hafið í átt til Taílands. Örlög 73
manna hóps sem tekinn var hönd-
um við komuna til Taílands þann 2.
janúar síðastliðinn urðu þau sömu
og hjá fyrri hópnum. BBC staðfesti
að aðilar í Malasíu hefðu greitt emb-
ættismönnum í Taílandi sem sam-
svarar 6,4 milljónum króna fyrir
hópinn.
Fólk af Rohingya-þjóðarbrotinu
er ekki með ríkisborgararétt í Búrma
þrátt fyrir að hafa búið á svæðinu
frá örófi alda. Farið var með upplýs-
ingarnar sem BBC aflaði í utanrík-
isráðuneyti Taílands og hét ráðu-
neytið því að rannsaka málið. „Við
getum fullvissað ykkur um að við
munum komast til botns í þessu,“
hefur BBC eftir embættismanni í
ráðuneytinu. n
FLÓTTAMENN TIL
SÖLU FYRIR SLIKK
12 Erlent 23. janúar 2013 Miðvikudagur
Bretar aðstoði við áfrýjun
n 56 ára amma dæmd til dauða n Mannréttindasamtök ósátt
L
indsay June Sandiford, 56 ára
bresk amma, hefur verið dæmd
til dauða í Indónesíu fyrir að
smygla 4,7 kílóum af kókaíni
til landsins. Dómurinn hefur vakið
furðu margra, meðal annars mann-
réttindasamtaka, enda fóru sak-
sóknarar í málinu fram á fimmtán
ára fangelsisdóm. Sandiford var
stöðvuð á flugvellinum í Balí í maí
síðastliðnum þar sem efnin fundust.
„Niðurstaðan kom okkur á óvart
því okkur grunaði aldrei að hún
fengi dauðadóm,“ sagði settur verj-
andi Sandiford, Ezra Karo Karo, eft-
ir dómsuppkvaðninguna. Dómar-
ar ákváðu hámarksrefsingu vegna
þess að Sandiford sýndi enga iðrun
vegna smyglsins. Verjandi hennar
gagnrýnir dómarana hins vegar fyrir
að taka ekki tillit til þeirra aðstæðna
sem Sandiford var í. Hún hefði fallist
á að smygla fíkniefnunum fyrir menn
sem hótuðu að vinna fjölskyldu
hennar mein. Bresku mannréttinda-
samtökin Reprieve, sem láta sig mál-
efni fanga um víða veröld varða,
segja í yfirlýsingu að dómurinn gangi
allt of langt. „Hún hefur staðfastlega
haldið því fram að hún hafi gert þetta
af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.
Hún er augljóslega enginn fíkniefna-
mógúll enda hefur hún ekki efni á
lögmanni, ferðakostnaði mögulegra
vitna eða jafnvel á nauðsynjavörum
eins og mat og drykkjarvatni,“ segja
samtökin. Þá hafi hún verið sam-
vinnufús við rannsókn málsins en
þrátt fyrir það fengið hámarksrefs-
ingu og á meðan gangi mennirnir
sem stóðu fyrir smyglinu lausir. „Það
er mikilvægt að bresk yfirvöld geri
allt sem þau geta til styðja við bakið
á henni og aðstoði hana við að áfrýja
málinu til æðra dómstigs,“ segja sam-
tökin en að óbreyttu verður Lindsay
leidd fyrir aftökusveit.
einar@dv.is
„Við borðuðum,
sváfum og gerð-
um þarfir okkar á sama
staðnum.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
n Yfirvöld í Taílandi sökuð um mansal n Ásakanir litnar alvarlegum augum
Átökin í Rak-
hine-héraði
n Grunnt hefur verið á því góða á
milli Rakhine-búddista og Rohingya-
múslíma í langan tíma. Mikil átök
blossuðu upp í maí síðastliðnum þegar
ungri konu sem tilheyrir Rakhine-
búddistum var nauðgað og hún
síðan myrt. Talið er að vegna átakanna
undanfarna mánuði hafi allt að 100 þús-
und Rohingya-múslímar yfirgefið heimili
sín og fjölmargir af þeim flúið land. Tala
látinna er á reiki en ekki þykir ólíklegt
að þúsundir hafi týnt lífi í átökunum.
Rohingya-hópurinn er ekki viðurkenndur
af yfirvöldum í Búrma og ekki heldur í
Bangladess þar sem stór hópur hefst
einnig við. Vilja yfirvöld í Búrma meina
að Rohingya-múslímar séu ekkert annað
en ólöglegir innflytjendur frá Indlandi og
öðrum nágrannaríkjum Búrma.
Þjóðarmorð Fjölmargir af Rohingya-þjóðarbrotinu hafa látist í átökunum. Hér sést einn úr
hópnum sem búsettur er í Malasíu mótmæla þjóðarmorði á fólki af sama þjóðarbroti.
MYND REUTERS
Laminn Ahmed sýnir hér áverka sem
hann hlaut eftir að hafa verið barinn með
járnstöngum og járnkeðjum.
Sendu flug-
vélar eftir
þegnum
Rússnesk yfirvöld sendu á mánu-
dag tvær flugvélar til Sýrlands
til að flytja heim um það bil
hundrað rússneska ríkisborgara
sem þar eru. Ástæðan er það eld-
fima ástand sem nú er í Sýrlandi
en uppreisnarmenn, sem berjast
gegn stjórn Bashar Assad Sýr-
landsforseta, hafa gefið það út
að rússneskir ríkisborgarar séu
„réttmæt skotmörk“ vegna stuðn-
ings Rússa við Sýrlandsstjórn.
Stjórnmálaskýrendur telja þó að
ákvörðun Rússa beri þess merki
að þeir hafi ekki lengur trú á að
Assad forseti sé rétti maðurinn
til að koma á friði í landinu. Þrátt
fyrir mikinn þrýsting heima fyrir
ætlar Assad ekki að segja af sér
embætti. Hann hefur þó lofað að
nýjar kosningar verði boðaðar
innan skamms og fólki verði gefið
færi á að kjósa samhliða um nýja
stjórnarskrá. Samkvæmt upplýs-
ingum Sameinuðu þjóðanna hafa
yfir 60 þúsund manns fallið í átök-
unum í landinu síðan í mars 2011.
Þjófar teknir
af lífi í Íran
Tveir karlmenn sem gerðust sekir
um þjófnað á götu úti í Íran í nóv-
ember síðastliðnum voru teknir
af lífi á sunnudag. Upptaka náðist
af því þegar mennirnir sem voru á
mótorhjólum, óku upp að vegfar-
anda, hótuðu honum með hnífi
og tóku af honum jakka, tösku og
reiðufé. Myndbandið rataði síðan á
myndbandavefinn Youtube en fórn-
arlambið meiddist ekki. Bandaríska
blaðið Los Angeles Times greindi
frá því á miðvikudag að mennirnir
hefðu verið hengdir úti á götu í mið-
borg Tehran af viðstöddum áhorf-
endum. Eru aftökurnar sagðar vera
til marks um meiri hörku yfirvalda í
baráttu gegn götuglæpum sem hafa
aukist nokkuð samhliða versnandi
efnahagsástandi.
Ætlaði að
myrða fleiri
Fimmtán ára drengur, Nehemiah
Griego, sem skaut foreldra sína
og þrjú systkini til bana í Nýju-
Mexíkó um helgina ætlaði að
myrða fleiri. Þetta kemur fram í
lögregluskýrslum málsins sem
bandarískir fjölmiðlar fjölluðu um
á miðvikudag. Samkvæmt þeim var
drengurinn búinn að hlaða hríð-
skotariffil sinn á ný og sagðist hann
við yfirheyrslur hafa ætlað að fara á
„fjölfarinn stað“ og skjóta handa-
hófskennt á vegfarendur. Þegar lög-
regla kæmi á staðinn sagðist hann
hafa hugsað sér að skiptast á skot-
um og falla loks fyrir kúlum lög-
reglunnar. Þær áætlanir fóru út um
þúfur þegar hann sendi kærustu
sinni mynd af látinni móður sinni.
Hafði stúlkan samstundis samband
við lögreglu sem kom á vettvang og
handtók drenginn.
Dauðadæmd
Saksóknarar fóru fram
á 15 ára fangelsi en
dómarar dæmdu hana
engu að síður til dauða.
MYND REUTERS