Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 2
2 Fréttir 1.-3. mars 2013 Helgarblað
Gangandi
kraftaverk
3 „Ég er ekki að berjast upp á líf
og dauða fyrir því að
dóttir mín eigi rétt
á skaðabótum, það
er komið í hús. Ég
er bara að berjast
fyrir bættum vinnu-
brögðum í heil-
brigðisgeiranum. Þetta má bara ekki
líðast,“ sagði Hlédís Sveinsdóttir í DV
á mánudag. Hún er móðir tveggja
ára stúlku, Sveindísar Helgu, sem
hlaut heilaskaða í fæðingu vegna
mistaka og gáleysis starfsmanna
á Heilbrigðis stofnun Vesturlands.
Þá var umönnun Sveindísar eftir
fæðinguna einnig ábótavant. Hlédís
steig fram í Kastljósi fyrir skömmu og
sagði sögu þeirra mæðgna.
Fordómar í
Reykjavík
2 Kristjönu Mba-ye Þórisdóttur
stóð ekki á sama
þegar hún fór í mat-
vöruverslun í síð-
ustu viku og maður
sem tók sér stöðu
fyrir aftan hana í röðinni byrj-
aði að hvísla að henni rasískum um-
mælum. Þegar hann veittist svo að
börnunum hennar sem stóðu þarna
með henni varð henni allri lokið,
hún brast í grát og lamdi hann. Sext-
án ár eru liðin síðan hún kynntist
eiginmanni sínum, Daouda Mbaye,
sem er af senegölskum uppruna.
Þau eiga þrjú börn saman og segist
Kristjana vilja segja þessa sögu til að
varpa ljósi á þá fordóma sem fyrir-
finnast í íslensku samfélagi.
Fjölskylda í neyð
flytur í húsbíl
1 „Þetta er bara ömurlegt.
Mann langar bara
að leggjast und-
ir sæng og liggja
þar í nokkra
mánuði. Mann
langar ekkert að
vera til. Mér líður
eins og ég sé al-
gjörlega hjálparlaus og geti ekkert
gert,“ sagði María Ósk Jónasdóttir,
rúmlega þrítug þriggja barna móð-
ir í Þorlákshöfn, í DV á mánu-
dag. María Ósk sér fram á að þurfa
ásamt eiginmanni sínum, þremur
börnum og stjúpbarni sínu, sem er
hjá þeim aðra hverja helgi, að lýsa
sig gjaldþrota og flytja í rútu, sem
þau hafa innréttað sem húsbíl.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
É
g er búinn að slátra síðan ég
var 12 ára gamall og hlýt því
að kunna til verka,“ segir Jens
Pétur Högnason áhugabóndi.
Hann er með fjárhús í hest-
húsabyggð uppi við Rauðhóla þar
sem hann hefur haft tugi kinda um
árabil. Þá hefur hann einnig hýst fé
fyrir félaga sína.
Jens hefur slátrað sjálfur til
einkaneyslu og fyrir vini og vanda-
menn í fjölda ára án þess að gerðar
hafi verið athugasemdir við það.
Gerðu athugasemdir
Í fyrrahaust varð hins vegar breyting
á. Hann var nýbyrjaður að slátra í
september þegar Gunnar Örn Guð-
mundsson, héraðsdýralæknir í Suð-
vesturumdæmi, bar að garði, en emb-
ættið heyrir undir Matvælastofnun.
Skömmu síðar komu einnig fulltrúar
frá Heilbrigðiseftirlitinu. Settu þeir út
á nokkra hluti sem þeir vildu að Jens
bætti úr. „Þeir sögðu við mig að ég
yrði að vera með vambirnar í lokuð-
um gámi. Ég hringdi strax í aðila sem
kom eftir korter með lokaðan gám.
Svo átti ég að vera með flugnafælur
eða límspjöld inni í húsinu. Ég sendi
konuna að leita af því, hún fann það
og við settum það upp.“
Taldi Jens sig því geta haldið slátr-
uninni áfram án nokkurra vand-
kvæða. Morguninn eftir kom hins
vegar héraðsdýralæknirinn aftur með
flutningabíl og fjarlægði skrokka 49
kinda sem Jens var búinn að slátra.
Skiluðu sjö skrokkum
Þremur vikum síðar skilaði héraðs-
dýralæknir þó sjö skrokkum til að-
ila sem Jens hafði slátrað fyrir. Að
sögn Jens var það gert vegna þess að
lömbin höfðu verið merkt þeim aðila
sérstaklega. „Þeir tóku því bara það
sem ég átti.“
Jens lagði fram stjórnsýslukæru
til atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytisins vegna málsins í desember. Í
síðustu viku var hann farið að lengja
eftir svörum og grennslaðist fyrir um
málið hjá ráðuneytinu. Þar fékk hann
þau svör að málið væri í ferli og að
það gæti tekið allt að sex mánuði að
fá niðurstöðu. „Þá fæ ég ekki kjötið
fyrr en í fyrsta lagi í júní, samkvæmt
því,“ segir Jens sem er mjög ósáttur,
en skrokkarnir eru í frystigeymslu
hjá Matvælastofnun.
„Þetta er óhæft sem sláturhús“
Jens segist í raun ekki vita af hverju
héraðsdýralæknir hirti skrokkana
og bendir á fordæmi sé fyrir því að
áhugabændur slátri fyrir sig og aðra
með þessum hætti. Í samtali við
DV segir Gunnar héraðsdýralækn-
ir ástæðuna hins vegar einfalda:
„Þetta er óhæft sem sláturhús.“ Þá
bendir Gunnar á að Jens hafi verið
búinn að slátra 49 kindum og hafi
haft í hyggju að slátra 28 til viðbótar.
„Við getum ekki séð fram á að þetta
sé til eigin neyslu.“ Í því samhengi
bendir Gunnar jafnframt á að með-
alneysla Íslendinga á lambakjöti séu
um 27 kíló á mann á ári, sem er einn
og hálfur skrokkur.
Heldur bókhald yfir kindurnar
Jens telur þó aðgerðirnar einfaldlega
vera einelti af hálfu Matvælastofn-
unar. „Þetta er fyrir börnin, vini og
vandamenn sem hafa verið að hjálpa
mér og eiga kindur hjá mér.“ Þá vill
Jens meina að fólk borði almennt
meira af lambakjöti en talið sé. „Ég
er búinn að slátra síðan ég var 12 ára
og mér reiknast til að fjögurra manna
fjölskylda þurfi tíu skrokka á ári, með
sviðum og öllu.“
Jens hefur haldið mjög skipulagt
bókhald yfir allar kindurnar sem
hafa verið undir hans þaki. „Það er
mynd af kindinni, nafn, númer og
nafn eiganda,“ útskýrir hann. Jens
telur því að það ætti að liggja ljóst
fyrir að allir 49 skrokkarnir sem hann
slátraði hafi ekki átt að enda á hans
eigin diski.
Hugtakið „einkaneysla“
víkkaði út
Gunnar segir að samkvæmt lögum
eigi slátrun að fara fram í löggiltum
sláturhúsum, en ekki hafi verið gerð-
ar athugasemdir við heimaslátrun til
eigin nota á lögbýli. Fyrir nokkrum
árum féll hins vegar dómur þar
sem ekki voru gerðar athugasemdir
við slátrun 19 dýra á lögbýli. Sá
dómur víkkaði því í raun út hugtakið
„einkaneysla“.
Gunnar segir Matvælaeftirlitið
þó ávallt gera athugasemdir við til-
felli þar sem ljóst er að einstaklingar
séu búnir að koma sér upp hálfgerðu
sláturhúsi og slátri fyrir aðra, eins og
í tilfelli Jens. n
n Jens telur sig sæta einelti n „Ég er búinn að slátra síðan ég var 12 ára“
Stöðvuðu slátrun
hjá áhugabónda
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Þekkir kindurnar Jens
heldur skipulagt bókhald
yfir allar kindurnar sem
hann hýsir. Mynd SiGtryGGur Ari
Réðst á konu
og skemmdi bíl
Karlmaður á fertugsaldri var sak-
felldur í Héraðsdómi Suðurlands
á fimmtudag fyrir að hafa veist
að sambýliskonu sinni á Selfossi
í október í fyrra og slegið hana í
andlit og höfuð. Þá barði hann
höfði hennar í gólf og tók hana
hálstaki með þeim afleiðingum að
hún hlaut slæma áverka. Þá var
maðurinn einnig ákærður fyrir að
skemma bifreið sama kvöld á Sel-
fossi með því að lemja í hana með
hamri. Játaði maðurinn brotin og
var dæmdur til þriggja mánaða
fangelsisvistar en dómurinn er
skilorðsbundinn til fimm ára.
Kennir ekki
meira í vetur
Jón Snorri Snorrason, lektor við
viðskiptafræðideild Háskóla Ís-
lands, mun ekki snúa aftur til
starfa hjá skólanum það sem
eftir lifir annar. Hersir Sigur-
geirsson, fyrrverandi forstjóri
Saga Capital og doktor í stærð-
fræði frá Stanford University
í Kaliforníu, mun taka við
kennsluskyldum Jóns Snorra.
„Hann tekur við kennslu í
einu námskeiði Jóns Snorra um
fjármál. Ég get staðfest það,“
segir Ólafur Þ. Harðarson, for-
seti félagsvísindasviðs Háskóla
Íslands, í samtali við DV. Jón
Snorri var þann 21. febrúar síð-
astliðinn, í Héraðsdómi Reykja-
víkur, dæmdur í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir
skilasvik.
Í byrjun mánaðarins tók hann
þá ákvörðun að taka sér leyfi frá
störfum í nokkrar vikur áður en
dómur gekk í málinu. Hann hef-
ur samkvæmt heimildum DV
ekki tekið ákvörðun um hvort
hann áfrýi dómnum til Hæsta-
réttar en hann hefur tíma til 22.
mars til að gera það.