Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 1.-3. mars 2013 Helgarblað
Milljarðahagnaður
n Íslandsbanki greiddi 9 milljarða til ríkisins
H
agnaður Íslandsbanka á
síðasta ári nam 23,4 millj-
örðum króna. Það er aukn-
ing um 21,5 milljarða króna
frá árinu á undan. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá bankanum
en þar segir einnig að stærstur
hluti rekstrartekna bankans, eða
um 75 prósent, komi frá vaxta- og
þóknanatekjum. Þá kemur einnig
fram að bankinn hafi greitt 9,3
milljarða króna í skatta og gjöld
til ríkisstofnana en það er aukning
um 7,3 milljarða frá árinu 2011.
Bankinn segist hafa afskrifað,
gefið eftir eða leiðrétt skuldir um
20.900 einstaklinga og 3.660 fyrir-
tækja. Niðurfellingarnar nema
samtals um 463 milljörðum króna.
Í afkomutilkynningu Íslands-
banka vegna 2011 kemur fram að
þá höfðu um 17.600 einstaklingar
og 2.700 fyrirtæki fengið afskrif-
að, eftirgjafir eða leiðréttingar á
skuldum upp á um 343 milljarða
króna.
„Við höfum náð miklum árangri
við fjárhagslega endurskipulagn-
ingu. Stórum málum lauk á árinu
og brátt sér fyrir endann á endur-
útreikningi ólöglegra gengis-
tryggðra lána. Íslandsbanki féll frá
þremur dómsmálum á árinu til að
flýta endurútreikningi og endur-
reiknar nú 15.000 lán,“ segir Birna
Einarsdóttir. Birna segir einnig að
jákvæðir úrskurðir ESA, eftirlits-
stofnunar EFTA, varðandi þær að-
gerðir sem gripið var til í hrun-
inu hafi einnig dregið úr óvissu í
rekstri bankans. n
adalsteinn@dv.is
Þarf að greiða
fyrir kvótasvindl
n Útgerð Þorsteins Erlingssonar n 93 tonnum af þorski landað framhjá vigt„Gjaldið sem við
lögðum á fyrir-
tækið vegna umfram-
löndunar framhjá vigt er
32,7 milljónir króna.V
ið vorum að ljúka bak-
reikningsrannsókn vegna
Saltvers. Gjaldið sem við
lögðum á fyrirtækið vegna
umframlöndunar framhjá
vigt er 32,7 milljónir króna,“ segir
Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri á
Fiskistofu, aðspurður um rannsókn
stofnunarinnar á löndunarsvindli
Saltvers. Útgerðin er í eigu Þorsteins
Erlingssonar, athafnamanns og fyrr-
verandi stjórnarformanns Spari-
sjóðsins í Keflavík. Þá var Þorsteinn
einnig stjórnarformaður Reykjanes-
hafnar. Saltver þarf að greiða gjaldið
til verkefnasjóðs sjávarútvegarins.
Rannsókn málsins hófst í janúar
2011 eftir að Þorleifur Frímann Guð-
mundsson, fyrrverandi matsveinn
á einu af skipum Saltvers, Ósk KE-
5, sakaði útgerðina um skipulagða
löndun fram hjá vigt í bréfi til Fiski-
stofu. Samkvæmt minnisblöðum
sem Þorleifur Frímann Guðmunds-
son hafði skráð í nóvembermánuði
2010 virtist skeika að minnsta kosti
tíu tonnum þann mánuðinn og sagð-
ist hann í bréfinu hafa staðfestan
grun um að landað hefði verið fram-
hjá vigt.
Þorsteinn Erlingsson brást
ókvæða við og sagði ásakanir Þor-
leifs vera kjaftæði.
93 tonn af slægðum þorski
„Þetta eru 93 tonn af slægðum þorski
sem rannsókn leiddi í ljós að var
mismunurinn á aðföngum og seld-
um afurðum kærða,“ segir Eyþór.
Þetta þýðir að gjaldið sem lagt var á
Saltver er tilkomið vegna þess að of
miklum þorskafla, 93 tonnum, var
landað og fiskurinn unninn án þess
að þessara auka tonna væri getið í
opinberum upplýsingum um afla-
magn Saltvers.
Eyþór segir að rannsóknin á
kvótasvindlinu hafi leitt í ljós að
verðmæti þessa 93 tonna umframa-
fla sé 32,7 milljónir króna.
Hæsta gjaldið
Gjaldið sem lagt er á Saltver vegna
kvótasvindlsins er það hæsta sem
lagt hefur verið á útgerðarfyrirtæki
á síðustu árum. Á síðustu árum hef-
ur Fiskistofa einu sinni lagt sérstakt
gjald á fyrirtæki vegna ólögmæts
sjávarafla sem landað var framhjá
vigt, en það hljóðaði upp á rúm-
ar 23 milljónir króna. Fiskistofa hef-
ur heimild samkvæmt lögum til að
vinna rannsóknir sem snúa að því að
bakreikna afurðir til afla.
Getur kært
Eyþór segir að Saltver geti kært niður-
stöðu Fiskistofu til Fiskistofu sjálfrar.
Ef Saltver mun ekki una þeirri niður-
stöðu getur útgerðin kært til svokall-
aðrar úrskurðarnefndar. Sá úrskurð-
ur í málinu er endanlegur.
DV reyndi ítrekað að ná tali af
Þorsteini Erlingssyni vegna þessarar
niðurstöðu Fiskistofu. Það gekk ekki.
Þorsteinn hefur ekki verið viljugur til
að ræða við blaðið um málið. Síðast
þegar DV hringdi í hann. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Greitt vegna kvótasvindls Þorsteinn
Erlingsson, eigandi Saltvers, var stjórnar
formaður Reykjaneshafnar þegar
kvótasvindlið átti sér stað. Saltver þarf að
greiða 32 milljónir vegna kvótasvindlsins.
Talsvert magn Eyþór
segir að um hafi verið að
ræða 93 tonn af þorskafla.
Samtal Davíðs
og Geirs enn
leynilegt
Fjárlaganefnd Alþingis hefur enn
ekki fengið afrit af símtali Davíðs
Oddssonar og Geirs H. Haarde
þegar þeir ræddu sín á milli átta-
tíu milljarða króna lán Seðlabank-
ans til Kaupþings árið 2008 þegar
Davíð var seðlabankastjóri og Geir
forsætisráðherra.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins
greindi frá þessu en þar kom fram
að Björn Valur Gíslason, formaður
fjárlaganefndar Alþingis, hafi
gengið á eftir svari frá Seðlabank-
anum en ekkert nýtt hefur gerst í
málinu þrátt fyrir að bankinn hafi
lýst því yfir í síðustu viku að hann
væri tilbúinn að leyfa nefndar-
mönnum fjárlaganefndar að lesa
útskrift af símtalinu. Það var þó
þeim kvöðum háð að nefndar-
mennirnir mættu ekki halda eftir
eintökum af útskriftinni eða vitna
beint til samtals Davíðs og Geirs í
opinberum skýrslum.
Opna í
Bláfjöllum
Engan bilbug er að finna hjá
stjórnendum stærstu skíðasvæða
landsins þrátt fyrir langa hláku-
tíð um land allt. Menn stefna að
því að opna hluta skíðasvæðisins
í Bláfjöllum strax í næstu viku og í
Hlíðarfjalli lofa menn nægum snjó
út aprílmánuð.
Einar Bjarnason, einn um-
sjónarmanna, segir að vonir
standi til að það snjói meira fljót-
lega en í öllu falli verði snjór
fluttur til ef ekki vill betur til og
ákveðin svæði opnuð fljótlega í
næstu viku. „Það er alveg á hreinu.
Tíðin að undanförnu hefur verið
okkur erfið og mestallan snjó
hefur tekið upp af barnasvæðum
og kringum skálann okkar. En við
byrjum fljótlega á að ýta og færa
meiri snjó í Kóngsgilið og svo-
kallaða Öxl og í kjölfarið opnum
við þau svæði í næstu viku. Það er
alveg klárt.“