Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Side 8
Sterkefnaðir álitsgjafar
8 Fréttir 1.-3. mars 2013 Helgarblað
Á
rsæll Valfells, lektor í við
skiptafræði við Háskóla Ís
lands, komst á lista yfir þá
tíu einstaklinga sem greiddu
hæstu skattana á Íslandi árið
2011. Það árið greiddi Ársæll skatta
upp á meira en 67 milljónir króna
en sú upphæð nemur margföldum
árslaunum fastráðinna háskólapró
fessora á Íslandi. Ársæll var í sjötta
sæti yfir hæstu skattgreiðendur á Ís
landi það árið. Fyrirtæki í hans eigu
eru sömuleiðis umsvifamikil á fast
eignamarkaðnum og eiga meðal
annars eignir í Skeifunni og á Lauga
veginum.
Bæði Ársæll og Heiðar Már
Guðjónsson, fjárfestir og góðvin
ur Ársæls, hafa vakið athygli hér á
landi vegna umfjöllunar þeirra um
efnahagsmál í fjölmiðlum, nú síðast
Heiðar Már vegna mikillar ritdeilu
við Gylfa Magnússon hagfræðipró
fessor. Meðal þess sem þeir hafa
rætt mikið um síðastliðin ár er ein
hliða upptaka annars gjaldmiðils,
til dæmis Kanadadollars, og hvort
og hvernig eigi að ganga frá nauða
samningum við kröfuhafa föllnu,
íslensku bankanna, sem meðal
annars eru vogunarsjóðir.
Nýtti sér fjárfestingarleiðina
Þá eru þeir báðir stöndugir fjárfestar
en Heiðar Már, sem er með lög
heimili í Sviss, hefur meðal annars
fjárfest í hlutabréfum í Voda fone, og
fleiri fyrirtækjum, og ætlaði hann sér
að kaupa tryggingafélagið Sjóvá árið
2010–2011. Heiðar Már hefur meðal
annars nýtt sér fjárfestingarleið
Seðlabanka Íslands til að koma fjár
munum til landsins, meðal annars
209 milljónum króna í desember
2012. Með fjárfestingarleiðinni geta
aðilar sem eiga fjármagn erlendis
komið því til landsins og fengið af
slátt á íslenskum krónum.
Sökum þess að þeir Ársæll og
Heiðar Már eru bæði álitsgjafar á
opinberum vettvangi og fjárfest
ar sem hafa mikið umleikis hafa
hugsanlegir persónulegir hagsmun
ir þeirra sjálfra komið til tals vegna
afskipta þeirra af umræðunni um
efnahagsmál.
Eitt af stærstu vandamálunum
Eitt af stærstu vandamálunum sem
steðja að íslenska efnahagskerfinu
er hvernig eigi að glíma við þann
vanda sem skapast þegar kröfu hafar
Glitnis og Kaupþings munu vilja
fara með fjármagn sitt úr búunum
úr landi þegar þar að kemur. Þar
sem upphæðirnar sem um ræðir eru
svo háar, fleiri hundruð milljarðar,
gæti tilfærsla þessara fjármuna haft
veruleg áhrif á íslenska hagkerfið og
gengi krónunnar. Eins og er gætu
þessir kröfuhafar ekki tekið þessa
fjármuni úr landi á einu bretti, ef
búið væri að ganga frá nauðasamn
ingum bankanna og greiða út úr
þrotabúum þeirra, vegna gjaldeyr
ishaftanna. Vandamálið með þessa
peninga kröfu hafanna er því óleyst.
Einhliða upptaka
Kanadadollars
Árið 2011 og 2012 töluðu þeir Ársæll
og Heiðar til dæmis mikið um ein
hliða upptöku Kanadadollars í ís
lenskum fjölmiðlum. Ársæll talaði
til dæmis um einhliða upptöku þess
gjaldmiðils á fundi hjá Framsóknar
flokknum og Sjálfstæðisflokknum
á þessum tíma auk þess sem mál
flutningur þeirra rataði víðar. Meðal
þess sem Ársæll sagði um einhliða
upptöku Kanadadollars á þessum
tíma var: „Þetta leysir gjaldeyris
höftin samstundis.“
Einhliða upptaka annars gjald
miðils, sem vitanlega þarf ekki
nauðsynlega að vera slæm hug
mynd í sjálfu sér, myndi því að
stoða kröfuhafa íslensku bank
anna, meðal annars vogunarsjóði,
við að koma þeim fjármunum sem
þeir eiga fasta í þrotabúum ís
lensku bankanna úr landi. Þannig
myndi slík upptaka þjóna hags
munum kröfuhafa íslensku bank
anna.
Gegn nauðasamningum
Í fyrra beitti Heiðar Már Guðjóns
son sér umtalsvert í umræðunni
um væntanlega nauðasamninga
þrotabúa bankanna. Þá sagði hann
meðal annars, í samtali við Vísi:
„ Hættan er sú að ef kröfuhafar
undirrita nauðasamninga án þess
að tryggt sé að þeir geti ekki kom
ið eignum sínum út á undan öllum
landsmönnum, þá skapist hér lög
fræðilegt stríðsástand.“
Þá taldi Heiðar Már að það væri
ósanngjarnt ef kröfuhafarnir gætu
fengið að fara með fjármuni sína
úr landi á meðan aðrir þyrftu að
lúta gjaldeyrishöftum. „ Stjórnvöld
bera ábyrgð á því ástandi sem verð
ur á næstunni. Gjaldeyrishöftin og
neyðarlögin eru staðreynd, hvernig
unnið er úr núverandi verk efnum
skiptir miklu fyrir komandi ár.
Það er ekki forsvaranlegt að leyfa
ákveðnum aðilum að fara út með
miklar fjárhæðir fyrr en búið er að
finna lausn á neyðarlögunum og
gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að
sitja við sama borð í þeim efnum.“
Kenningar um hagsmuni
Ein af þeim kenningum sem ganga
manna á milli er að íslenskir fjár
festar, sem vilja kaupa upp eignir
hér á landi og nýta sér fjárfestingar
leið Seðlabanka Íslands, reyni að
halda óbreyttu ástandi hér á landi
og berjast gegn nauðasamningum
Kaupþings og Glitnis svo að þeir
geti áfram nýtt sér stöðu sína til
fjárfestinga hér á landi. Þetta eru
aðilar sem eiga fjármuni í útlönd
um sem þeir geta komið með hing
að til lands og fengið afslátt á krón
um í gegnum Seðlabanka Íslands.
Önnur kenning er á þá leið að
þeir aðilar sem berjast hvað helst
gegn nauðasamningum við kröfu
hafa bankanna séu sjálfir með ein
hvers konar stöðu gegn hagsmun
um kröfuhafanna, hugsanlega
skortstöðu gegn skuldabréfum
bankanna. Samkvæmt þessari
kenningu þá eru aðilar á mark
aði sem hafa fjárhagslega hags
muni af því að ekki verði gengið frá
nauðasamningum bankanna sem
fyrst, og að kröfuhafarnir fái þá
peninga sem þeir eiga í búunum,
vegna þess að þeir hafi veðjað á
gengi skuldabréfa bankanna lækki
í verði eftir því sem lengra líður
frá hruni og kröfuhafarnir verða
óþreyjufyllri að innleysa fjármuni
sína. Þannig gætu þessir aðilar
hagnast á því persónulega að tefja
endalok uppgjörsins við kröfu hafa
bankanna.
Sú þriðja gengur út á að tiltekn
ir aðilar vilji að kröuhafar bank
anna gefist upp á Íslandi eftir því
sem nauðasamningarnir dragast á
langinn og að þá gætu kröfurnar á
föllnu bankanna fengist keyptar á
undirverði .
Líkt og áður segir er eingöngu
um kenningar að ræða en not
endur fjölmiðla ættu að hafa það í
huga þegar álitsgjafar stíga fram að
þeir kunna að hafa mikla fjárhags
lega hagsmuni af því að stýra um
ræðu um tiltekin efnahagsmál inn
á ákveðnar brautir.
DV sendi tölvupóst til Heiðars
Más til að forvitnast um hagsmuni
hans í umræðunni um gjaldeyris
höftin og nauðasamninga bank
anna. Blaðið fékk sjálfvirkt svar frá
pósthólfi Heiðars Más um að hann
væri staddur í Kína. DV náði ekki
tali af Ársæli þrátt fyrir að reynt
hafi verið að hringja í hann. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
n Ársæll Valfells og Heiðar Már áberandi álitsgjafar um efnahagsmál
„Allir eiga
að sitja
við sama borð í
þeim efnum
Dregur úr
atvinnuleysi
Samkvæmt vinnumarkaðsrann
sókn Hagstofu Íslands voru í janúar
2013 að jafnaði 177.800 manns
á vinnumarkaði. Af þeim voru
167.400 starfandi og 10.400 án
vinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur
fram í tölum sem Hagstofa Íslands
birti í vikunni. Atvinnuþátttaka
mældist 78,7 prósent, hlutfall starf
andi 74,1 prósent og atvinnuleysi
var 5,8 prósent. Atvinnuleysi var 0,9
prósentustigum lægra en í janúar
2012 en þá var atvinnuleysi 6,7 pró
sent. Atvinnuleysi í janúar 2013 var
6,4 prósent á meðal karla miðað við
6,6 prósent í janúar 2012 og meðal
kvenna var það 5,3 prósent miðað
við 6,9 prósent í janúar 2012.
Slökkviliðið
verður bleikt
„Með þessu viljum við taka þátt í
að vekja athygli á þessum málstað
og þeirri staðreynd að slökkviliðs
menn eru í áhættuhópi við að fá
krabbamein vegna reyk köfunar,“
segir Birgir Finnsson, aðstoðar
slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höf
uðborgarsvæðisins. Slökkvi
lið höfuðborgarsvæðisins (SHS)
og Landssamband slökkviliðs
og sjúkraflutningamanna (LSS)
standa fyrir formlegu upphafi
Mottumarsátaksins í samvinnu
við Krabbameinsfélag Íslands í
dag, föstudag, milli klukkan 13 og
14. Slökkviliðs og sjúkraflutninga
menn um allt land ætla að klæð
ast bleikum bolum í starfi á með
an átakið stendur yfir til að vekja
athygli á málstaðnum.
Athöfnin fer fram í bílasal
slökkviliðsins í Skógarhlíð og verð
ur Svandís Svavarsdóttir, umhverf
is og auðlindaráðherra, viðstödd
auk Guðrúnar Ágústu Guðmunds
dóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði og
varaformanns stjórnar SHS. Munu
þær flytja ávarp. Birgir segir að
forráðamenn slökkviliðsins hafi
eflt forvarnir í þessu sambandi og
meðal annars breytt vinnubrögð
um og verkferlum. Slökkviliðs og
sjúkraflutningamenn um allt land
ætla að klæðast bleikum bolum í
marsmánuði til að styðja Mottu
mars, átak Krabbameinsfélagsins
um karlmenn og krabbamein. Til
þess þurfti að breyta fatareglum
slökkviliðsins tímabundið.
Álitsgjafar Ársæll Valfells og Heiðar Már Guðjónsson eru tveir af þeim álitsgjöfum sem verið hafa mjög sýnilegir í umræðunni hér á landi á
síðustu árum. samsEtt myNd