Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 10
Óverðtryggðu lánin miklu hagstæðari M argir hafa freistað þess eft­ ir bankahrunið að taka óverðtryggð lán hjá bönk­ unum og í dag er nær al­ gjör undantekning að fólk taki verðtryggð lán. Má þar nefna að margir hafa greitt upp lán sín hjá Íbúðalánasjóði og í staðinn tek­ ið óverðtryggð lán hjá bönkunum. En skyldi þetta vera farsæl lausn til frambúðar? Ef skoðað er tímabilið frá 2001 þegar krónan var sett á flot og til dagsins í dag hafa óverðtryggð­ ir vextir að meðaltali verið í kringum 11 prósent á þessu tímabili. Á sama tíma hafa verðtryggðir vextir að með­ altali verið í kringum 5,4 prósent og verðbólga að meðaltali 5,5 prósent. Það þýðir að útfrá vaxtaprósentu hefði verið jafn hagstætt að vera með verðtryggð lán á umræddu tímabili líkt og óverðtryggð. Í töflu með frétt er notast við þessar forsendur. Það er hins vegar hagstæðara að taka óverðtryggð lán þar sem að svokall­ aðir vaxtavextir leggjast ofan á verð­ tryggðu lánin sem ekki gerist í tilfelli óverðtryggðu lánanna. Þeir aðilar sem DV ræddi við á fjármálamarkaði segja að mjög mis­ jafnt sé hvort fólk velji jafngreiðslu­ lán eða jafnar afborganir. Yfirleitt er greiðslubyrði af lánum með jöfnum afborgununum þyngri í byrjun. Því velja margir sem standa tæpt í greiðslumati þá leið að taka jafn­ greiðslulán. Til langs tíma eru þau hins vegar mun óhagstæðari líkt og sést í töflu með frétt. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá Lands­ bankanum velja um 40 prósent við­ skiptavina bankans sem taka óverð­ tryggð íbúðalán jafnar afborganir en 60 prósent jafngreiðslulán. Þannig virðast margir ráða við háar afborg­ anir í byrjun. Vextir í sögulegu lágmarki Einn viðmælandi sem DV ræddi við benti hins vegar á að um þessar mundir væri mikið af skammtíma­ fjármagni í boði. Erlendir aðilar, sem dæmi, vilja ekki festa fjármuni sína í lengri skuldabréfum. Þannig geta fjármálastofnanir nú boðið mjög hagstæð óverðtryggð íbúðalán. Eru þau vaxtakjör sem bankarnir bjóða á óverðtryggðum lánum vel undir meðaltali en eins og áður kom fram voru óverðtryggðir vextir á Íslandi að meðaltali í kringum ellefu prósent síðustu 12 árin. Því mega þeir sem nú eru með óverðtryggð fasteignalán líklega gera ráð fyrir því að vextir á lánum þeirra geti hækkað nokkuð mikið á næstu árum. Við þessu hefur Íslandsbanki brugðist með því að bjóða svokallað vaxtaþak. Fyrirkomulag þess er ekki ósvipað verðtryggðum lánum en með því er fólk að fresta afborgunum til seinni tíma sem þýðir einnig að fólk er oft og tíðum með fasteignalán umfram greiðslugetu. Íslandsbanki býður í dag upp á óverðtryggð lán með 6,75 pró­ senta vöxtum. Til marks um það hversu hagstæðir þeir vextir eru má nefna að óverðtryggðir vextir voru að meðaltali um 17 prósent frá 2007 til 2008. Sá sem var með 20 milljóna króna óverðtryggt lán á þeim tíma hefði því þurft að greiða um 280 þúsund krónur á mánuði einungis í vexti fyrir utan afborgun höfuð stólsins. Ekki er víst að margir hefðu ráðið við það. En líkt og fram kemur í samanburði á lánakjörum í töflu með frétt virð­ ist alltaf hagstæðara að taka óverð­ tryggt lán í stað þess að taka verð­ tryggt. n n Óverðtryggðir vextir að meðaltali um 11%n Vaxtaþaki svipar til verðtryggingar Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Munar milljónum Miklu getur skipt hvaða leið er valin til að borga af lánum. Óverðtryggt jafngr.lán Meðalgreiðsla: 199.000 kr. Óverðtryggt jafnar. afb Meðalgreiðsla: 211.000 kr. Verðtryggt jafnrgr.lán Meðalgreiðsla: 177.000 kr. Verðtryggt jafnar afb. Meðalgreiðsla: 193.000 kr. Afborgun Vextir Eftirstöðvar Milljónamunur á lánum Súlurnar sýna hvernig 20 ára húsnæðislán, tekið 2001, stendur í dag, 12 árum síðar. Rauði og dökkgrái hlutinn sýnir greiðslurnar en ljósgrái hlutinn, efst, eftirstöðvar lánsins. 3,9 m kr. 9,6 m kr. 9,6 m kr. 13,8 m kr. 28 ,7 m k r. 30 ,3 m k r.24,7 m kr. 20,7 m kr. 15,8 m kr. 14 m kr. 16 m kr. 10,4 m kr. 27,1 m kr. 20,8 m kr. 25 ,4 m k r. 27 ,8 m k r. 10 Fréttir 1.-3. mars 2013 Helgarblað Launagreiðslu Sigurplasts rift n Sonur fyrrverandi framkvæmdastjóra þarf að endurgreiða laun F yrrverandi bílstjóri iðnaðar­ fyrirtækisins Sigurplasts, og sonur fyrrverandi fram­ kvæmdastjóra þess og eiganda þriðjungs hlutafjár í félaginu, hefur verið dæmdur til að endurgreiða þrotabúi fyrirtækisins, Splast ehf., rúmar 180 þúsund krónur auk dráttar vaxta. Skiptastjóri þrotabúsins höfðaði mál á hendur manninum eftir að rannsókn á bókhaldi félagsins leiddi í ljós að þann 23. september 2010 hafi verið greiddar rúmar 360 þús­ und krónur inn á reikning manns­ ins vegna launa hans sama mánuð. Launaseðill félagsins bar með sér að útborgunardagur væri 1. október 2010. Sigurplast var tekið til gjald­ þrotaskipta viku síðar, þann 30. sept­ ember 2010. Forsaga málsins er að skiptastjór­ inn hafði upplýsingar um að maður­ inn hefði frá ágúst 2009 ekki aðeins keyrt út vörur fyrir Sigurplast held­ ur einnig Viðarsúlu ehf. Miðað við þær upplýsingar taldi skiptastjóri að helmingur launakostnaðarins hefði átt að tilheyra Viðarsúlu og greiðast af því fyrirtæki en ekki Sigurplasti. Skiptastjóri sendi Viðarsúlu riftunar­ bréf og krafðist riftunar á helm­ ingi af greiðslu Sigurplasts á launa­ greiðslum mannsins þar sem í þeim helmingi hafi falist gjöf Sigurplasts til Viðarsúlu. Taldi skiptastjórinn að í hinum helmingi þessarar launa­ greiðslu hafi falist greiðsla á skuld Sigurplasts ehf. við stefnda sem sé riftanleg á grundvelli laga um gjald­ þrotaskipti. Það átti sumsé að sækja helming útborgunarinnar til Viðar­ súlu og hinn helminginn til Sigur­ plasts. Fram kom í máli Sigurðar Sævars­ sonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sigurplasts, fyrir dómi að gert hafi verið upp við alla launamenn fyrir­ tækisins áður en óskað var eftir gjald­ þrotaskiptum „enda sómi að því að klára það eins og unnt hafi verið.“ Dómurinn féllst ekki á að um venjulega greiðslu hafi verið að ræða enda ekki nauðsynleg til að halda rekstri félagsins áfram. Hún hefði heldur ekki verið tengd endur­ skipulagningu á fjárhag félagsins. Bílstjórinn þarf að greiða 180 þús­ und til baka og rúmlega annað eins í málskostnað. n 15 þúsund hafa sótt appið Snjallforrit Strætó hefur hlotið fínar viðtökur hjá neytendum en á þeim þremur mánuðum sem það hefur verið á mark­ aðnum hafa fimmtán þúsund manns náð í forritið, eða appið eins og smáforrit sem þessi kall­ ast. Það var hannað til að auð­ velda farþegum Strætó að kom­ ast leiðar sinnar, finna bestu og stystu leiðina á áfangastað og sjá staðsetningu vagna í raun­ tíma. Einnig er hægt að leita eftir brottfarartíma vagna frá ákveðn­ um biðstöðvum í rauntíma og margt fleira. „Þetta kemur okkur í sjálfu sér ekki á óvart því appið skapar farþegum okkar mikil þægindi og nýja upplifun með Strætó. Nú er hægt að drekka morgunkaffið í rólegheitum heima og hafa auga með vagnin­ um í símanum, rölta svo í róleg­ heitum út á biðstöð þegar vagn­ inn kemur. Að auki er svo hægt að finna bestu leiðina þangað sem ferðinni er heitið svo eitt­ hvað sé nefnt,“ segir Reynir Jóns­ son, framkvæmdastjóri Strætó, í tilkynningu sem var send fjöl­ miðlum. Oddi styður UNICEF Forsvarsmenn UNICEF og Odda undirrituðu á miðvikudag þriggja ára samstarfssamning. Oddi hef­ ur verið stuðningsaðili UNICEF allt frá því að samtökin hófu starfsemi á Íslandi árið 2004, en samkvæmt hinum nýja samningi mun Oddi setja upp og prenta kynningarefni fyrir UNICEF sam­ tökunum að kostnaðarlausu. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir hjálpar samtök að rekstarkostn­ aði sé haldið í lágmarki. Þess vegna er samningur eins og þessi svo dýrmætur. Hann gerir okkur kleift að halda styrktaraðilum upplýstum og færa þeim mikil­ vægar fréttir af árangri starfs­ ins og auðveldar okkur um leið að sinna fjár öflunarstarfi til að hjálpa enn fleiri börnum sem á þurfa að halda,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í tilkynningu sem UNICEF sendi frá sér. „Við hjá Odda erum afar stolt yfir því að hafa í nær tíu ár ver­ ið bakhjarl þess góða starfs sem UNICEF vinnur,“ segir Arnar Árnason, markaðsstjóri Odda, í sömu tilkynningu og bætir við: „Okkur er umhugað um að láta gott af okkur leiða og við bæði sjáum og finnum fyrir því að framlag okkar til UNICEF skilar árangri í þágu barna um allan heim.“ Dómur Bílstjóri skal endur- greiða síðustu launagreiðsluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.