Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 14
NámsmeNN
í vaNskilum
14 Fréttir 1.-3. mars 2013 Helgarblað
H
eildarlánasafn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna
(LÍN) nemur í dag nærri
190 milljörðum króna. Því
hefur lengi verið haldið
fram að lán sjóðsins séu þau allra
hagstæðustu. Þannig bera náms-
lán einungis eins prósents vexti.
Það sem gerir lánin hins vegar ekki
sérstaklega hagstæð er að þau eru
verðtryggð. Þannig má nefna að
einstaklingur sem skuldaði sjóðn-
um fjórar milljónir króna í upp-
hafi árs 2008 og með 400 þúsund
krónur í meðaltekjur á mánuði
hefði frá þeim tíma endurgreitt
sjóðnum um 1.140 þúsund krón-
ur. Þrátt fyrir það stæði höfuð-
stóll námslánsins hjá viðkomandi
einstaklingi nærri 4,7 milljónum
króna nú fimm árum síðar. Því eru
margir í þeirri stöðu sem ekki eru í
hátekjuflokki að höfuðstóll náms-
lána þeirra hækkar ár frá ári þrátt
fyrir endurgreiðslur af láninu. Lítið
hefur verið rætt um stökkbreytingu
á verðtryggðum námslánum eftir
bankahrunið en eins og kunnugt
er hafa margir stjórnmálaflokkar
að undanförnu lofað aðgerðum til
þess að lækka verðtryggð íbúðalán
Íslendinga.
Guðrún Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri LÍN, ræddi um hvata til
náms á þingi Sambands ungra fram-
sóknarmanna um miðjan janúar síð-
astliðinn. Þar greindi hún frá því að á
næstu árum muni þeim fjölga veru-
lega sem ekki geti greitt námslán sín
til baka eftir að námi lýkur. Sá hóp-
ur hafi þrefaldast á undanförnum
árum. Miðuðu forsendur hennar við
einstaklinga með meðaltekjur þeirra
sem eru í Bandalagi háskólamanna
(BHM).
Ellilífeyrisþegar losna ekki við LÍN
Í samtali við DV segir Guðrún að
auðvitað séu þeir sem eru með
námslán hjá sjóðnum og eru byrjað-
ir að endurgreiða þau ekki ánægðir
með þá hækkun sem hefur orðið
á lánunum vegna verðtryggingar
frekar en aðrir Íslendingar með verð-
tryggð lán. Eins og sjá má í töflu
með frétt myndi höfuðstóll náms-
láns hjá einstaklingi með um 400
þúsund krónur í meðaltekjur lítið
lækka þó greitt yrði af láninu í 20 ár.
Er þá miðað við að verðbólga yrði
um fimm prósent að meðaltali sem
leggst ofan á eitt prósent LÍN og að
laun viðkomandi myndu hækka um
fimm prósent á ári.
Guðrún segir aðspurð að fólk geti
lent í því að þurfa áfram að greiða af
námslánum sínum eftir að það fer
á eftirlaun. „Svokölluð V-lán inn-
heimtast í 20 ár, S-lán í 40 ár og svo
R- og G-lán [innsk. lán tekin frá 1992]
þar til þau eru uppgreidd. Það fer svo
eftir því hvað fólk er gamalt þegar
það tekur lánið hvenær það er búið
að greiða það upp. Þannig að já ef
greiðandi er orðinn 67 ára og skuldar
ennþá námslán þarf hann að greiða
af þeim eins og aðrir,“ segir hún.
Kannast ekki við harðar
innheimtuaðgerðir
DV hefur heimildir fyrir því að
námsmaður sem átti ógreidda
kröfu upp á um 20 þúsund krón-
ur hafi fengið senda kröfu frá inn-
heimtufyrirtæki á ábyrgðarmann
sinn tveimur mánuðum eftir gjald-
daga kröfunnar. Innheimtufyrir-
tækið hafi lagt á kostnað sem var
nærri jafn hár og krafan sjálf. Þó var
veittur 50 prósenta afsláttur af inn-
heimtukostnaðinum ef krafan yrði
greidd innan mánaðar.
Aðspurð um innheimtuaðferðir
LÍN segir Guðrún ef krafa sé ógreidd
25 dögum eftir gjalddaga sé ítrekun
send greiðanda. Ef krafan sé enn
ógreidd 45 dögum eftir gjalddaga
sé ítrekun send bæði á greiðanda
og ábyrgðarmann. Við þá ítrekun
bætist við 500 krónur. Kostnaður
sem falli á kröfur í milliinnheimtu
sé við fyrstu útsendingu 2.000 krón-
ur en svo í framhaldinu í samræmi
við reglugerð um hámarksfjár-
hæð innheimtukostnaðar. Sé krafa
enn ógreidd 62 dögum eftir gjald-
daga sé hún send til innheimtufyr-
irtækisins Motus í milliinnheimtu.
„Þar hafa greiðendur möguleika á
að semja um greiðslu til allt að sex
mánaða. Ef krafan er enn ógreidd
120 dögum eftir gjalddaga er hún
send í löginnheimtu. Það eru þrír
aðilar sem þjónusta okkur hvað
varðar löginnheimtuna, Juris, TCM
og Lögheimtan,“ segir hún. Ef krafa
sé komin í löginnheimtu áður en
gjalddagi myndast sé næsti gjald-
dagi á eftir sendur líka í löginn-
heimtu enda er búið að gjaldfella
lánið. Að sögn Guðrúnar hefur ekki
komið til tals að LÍN hætti samstarfi
við innheimtufyrirtæki og telur hún
að vanskilagjöld sjóðsins séu mjög
hófleg. n
20 ára endurgreiðsla
frá 2008–2027
Tekjur á mánuði: 400.000 kr.
Árleg endurgreiðsla: 228.000 kr.
Höfuðstóll 1. 1. 2008: 4.000.000 kr.
Forsendur 2013–2027: 5% ársverðbólga og 5% árshækkun launa
Ár Vísitala neysluverðs Endurgreiðsla Höfuðstóll
2008 282,3 stig 228.000 kr. 4.000.000 kr.
2009 334,8 stig 228.000 kr. 4.555.889 kr.
2010 356,8 stig 228.000 kr. 4.672.820 kr.
2011 363,4 stig 228.000 kr. 4.577.985 kr.
2012 387,1 stig 228.000 kr. 4.694.329 kr.
2027 799 stig 351.567 kr. 4.676.695 kr.
n Mikill fjöldi mun ekki ná að endurgreiða lán n Lánasafn LÍN verðtryggt
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
Vanskilagjöld hófleg Guðrún Ragnars-
dóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs
íslenskra námsmanna, segist ekki kannast
við harðar innheimtuaðferðir hjá LÍN og
segir vanskilagjöld sjóðsins hófleg.
Langur endur-
greiðslutími
Þar sem námslán
frá Lánasjóði
íslenskra
námsmanna eru
verðtryggð getur
það tekið marga
fleiri áratugi að
endurgreiða
námslánin.
Stjórnarskrármálið:
Setja mikinn
þrýsting á
stjórnvöld
„Fulltrúarnir eru þarna að spyrja
umbjóðendur sína, fá afgerandi
svör og þeir geta ekki bara látið
það ráðast hvort þeir fari eftir því
eða ekki,“ segir Hjörtur Hjartar-
son, einn þeirra sem hvetja al-
menning í landinu til að setja
þrýsting á þingmenn um að virða
vilja stórs meirihluta þjóðarinnar í
stjórnarskrármálinu.
Hópurinn nefnir sig 20. október
eftir dagsetningu þjóðaratkvæða-
greiðslu um tillögur stjórnlagaráðs
en þar sögðu 67 prósent að þær
tillögur ætti að leggja til grundvall-
ar að nýrri stjórnarskrá. Þó tölu-
verður tími sé liðinn hafa enn að-
eins 23 þingmenn af 63 alls tekið
undir með meirihluta þjóðarinnar
í málinu.
Hjörtur segir málið veigamikið
og það snúist í grunninn um að
troða ekki niður lýðræði í landinu.
„Frá okkar sjónarmiði er nýja
stjórnarskráin stærsta eftirhruns-
málið í rauninni og þess vegna
mikilvægt að krefja þá svara. Kjós-
endur eiga rétt á að fá að vita hvar
þingmenn standa í svo mikilvægu
máli.“
Aðspurður um þá afstöðu
að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi
einungis verið ráðgefandi en ekki
bindandi segir Hjörtur það engu
skipta. „Það að hún var ráðgefandi
er formsatriði því tæknilega er
ekki hægt að boða til atkvæða-
greiðslu um nýja stjórnarskrá
nema hún sé ráðgefandi. Það er
bara formið en pólitískt og sið-
ferðilega er niðurstaðan að sjálf-
sögðu bindandi. Svo má líka velta
fyrir sér hvort hægt verði eftir-
leiðis að hafa ráðgefandi þjóðar-
atkvæðagreiðslur ef þær hafa svo
ekkert gildi á endanum.“
Hjörtur segir þó boltann vera
hjá ríkisstjórnarflokkunum. „Þeir
geta ekki skýlt sér á bak við það að
Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokk-
ur ætli að tefja það. Það er alger-
lega í þeirra höndum hvort þeir
ætla að láta þá flokka komast upp
með slíkt.“
Pétur hættur
hjá Straumi
Forstjóri fjárfestingabankans
Straums, Pétur Einarsson, er
hættur störfum. Ástæðan er sú
að stjórn bankans telur setu hans
í forstjórastólnum geta skaðað
hagsmuni bankans en eins og DV
hefur greint frá er Pétur með flekk-
aðan feril í Bretlandi.
Pétur gegndi starfi forstjóra frá
árinu 2011 en fram kemur í til-
kynningu frá bankanum að ástæð-
an sé umfjöllun um lok viðskipta
hans í Bretlandi sem hann og
stjórn bankans telja að gætu skað-
að hagsmuni Straums.
Eins og DV sagði frá gerði
Pétur nýlega samning við The
Insolvency Agency, sem hefur
með gjaldþrot fyrirtækja að gera
í Bretlandi, um að hann mætti
ekki stýra fyrirtæki í Bretlandi í
fimm ár vegna 38 milljóna króna
skattaskuldar.
Jakob Ásmundsson er nýr for-
stjóri Straums en hann hefur
gegnt ýmsum framkvæmastjóra-
stöðum hjá bankanum síðast-
liðin ár.