Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Side 17
gert, allt frá einum degi upp í hálf-
an mánuð og orðið fyrir miklu tapi
vegna framkvæmda, endurnýjunar
húsmuna og endurgreiðslu til fólks
sem orðið hefur fyrir ónæði. Þetta
kemur bara alltaf aftur vegna þess að
hver ein og einasta padda getur lif-
að í ár án blóðmáltíðar. Það þarf bara
eina ólétta í felum bak við vegg til að
hefja faraldurinn á ný. Ef lúsin kemst
í reglulegt æti, til dæmis ferðamenn,
getur hún verpt fimm eggjum á dag.“
Hálfgerðir sérfræðingar
Hún segir vanta nýjar sérfræðilausn-
ir vegna vandamálsins. „Þegar hér er
komið sögu höfum við lesið okkur
mikið til á netinu og erum orðnir
hálfgerðir sérfræðingar en ég tek það
þó fram að við höfum alveg frá upp-
hafi og til dagsins í dag unnið með
fagmönnum og hlýtt þeim í einu og
öllu. Ég hef ekkert nema gott um þá
að segja og er þeim óendanlega þakk-
lát fyrir hjálpina. Sá sem við erum að
vinna með núna er til dæmis hættur
að rukka fyrir heimsóknir og ætlar að
klára málið með okkur. Þetta getur
bara verið svo gífurlega erfitt vanda-
mál og það vantar sérfræðiþekkingu,
nýjar aðferðir, almenningsvitund og
eftirlit með gististöðum til þess að
koma í veg fyrir faraldur og tjón.“
Vandamálið komið til að vera
hérlendis
Berglind segir það ljóst að með aukn-
um fjölda ferðamanna sé veggjalús
vandamál sem er komið til að vera
hér á landi. „Í ljósi þess að hostel og
hótel eru að spretta hér upp eins og
gorkúlur og áætlaður ferðamanna-
fjöldi á næsta ári er 900.000 finnst
mér að Reykjavíkurborg og Ferða-
málastofa ættu að ráðast í átak og
vitundarvakningu á þessu vanda-
máli meðal gististaða. Tryggingar í
tengslum við tjón á gististöðum ætti
að taka þetta með inn í reikninginn,“
segir hún en þær tryggingar sem þau
eru með fyrir gistiheimilið ná ekki yfir
skaða vegna veggjalúsar. „Reikningar
meindýraeyða eru yfir 500.000 krón-
ur samtals og ef ég reikna með laun-
um iðnaðarmanna og smíðaefni, nýj-
um rúmum, sængurfatnaði og fleiru
erum við að tala um 2–3 milljónir í
kostnað fyrir utan tekjutap vegna lok-
unar,“ segir hún en þessi kostnaður
hefur alfarið fallið á þau. „Það er nán-
ast óviðráðanlegt fyrir jafn lítið gisti-
heimili og okkar, með fimm herbergi
í leigu og aðeins einn fastan starfs-
mann sem er ég sjálf. Ég gæti trúað því
að þetta muni leggja þó nokkur gisti-
heimili að velli í nánustu framtíð.“
Skömm og leynimakk
Berglind segir nauðsynlegt að aflétta
þögguninni sem ríkir um þessi mál.
„Þetta er þaggað niður þegar þetta
kemur upp og mikil skömm og leyni-
makk fylgir þessu.“
Hún segir nauðsynlegt að hér
verði teknar upp nýjar aðferðir til
þess að berjast gegn veggjalúsinni.
Þau fundu á netinu aðferð sem felur
í sér að hita húsnæðið en það er um-
hverfisvæn og eiturefnalaus aðferð.
„Það eru fyrirtæki í Bandaríkjunum
sem sérhæfa sig í þessu en þau eru
ekki til staðar hér á landi svo við
þurftum að reyna þetta sjálf. Við lok-
uðum húsinu, leigðum fjölmarga
hitablásara og hitamæla og hituðum
allt húsið þar til það var eins og risa-
stórt gufubað. Dýrin drepast víst við
45 gráður þannig að við hituðum allt
húsið í vel yfir 60 gráður og 90 gráð-
ur í dýnum, þar til rúða sprakk, plast-
ljósaskermar byrjuðu að bráðna,
veggfóður að flagna og maðurinn
minn var kominn með dúndrandi
höfuðverk af súrefnisskorti og stein-
olíuútblæstri.“ Þetta hafa þau gert
tvisvar. Eftir seinna skiptið urðu þau
ekki vör við lús í mánuð og héldu að
sigur væri unninn. „Við fögnuðum
með freyðivíni og það var blússandi
hamingja hér á gistiheimilinu á ný
þar til strákur sem hefur búið hjá okk-
ur í einu herberginu í tvö ár og hjálp-
að okkur að þrífa og halda geðheils-
unni var bitinn í síðasta mánuði.“
Vill helst gefast upp
Þau ákváðu því að reyna eitrið á ný.
„Þótt ég hafi ekki orðið vör við neitt
í nokkrar vikur segir reynslan mér að
þessu sé ekki alveg lokið. Ég get þó
ekki annað en vonað það. Þótt ég vilji
helst gefast upp og loka staðnum þá
þarf ég á sumartekjunum að halda
til þess að greiða niður reikningana.
Ég mun svo sjá til hvað ég geri næsta
vetur. Ef vandamálið heldur áfram
verður bæði ómögulegt að halda
áfram rekstri og líka að selja húsið
því það kaupir það enginn með þess-
um „leynda“ galla,“ segir Berglind.
Eftirlit verið eflt
Hún vill taka það fram að þau hafi
alltaf verið heiðarleg við sína gesti
og sagt þeim frá vandamálinu. „Ég
hef verið fullkomlega heiðarleg við
þá gesti sem fyrir þessu hafa orðið.
Ég get náttúrulega ekki tekið fram
á heimasíðunni minni eða þegar
fólk bókar að mig gruni að það gæti
mögulega leynst veggjalús í húsinu.
Þá gæti ég ekki haldið áfram starf-
semi. Ástæðan fyrir því að ég hef
haldið áfram er að auðvitað verðum
við að trúa eftir hverja aðgerð hér
að vandamálið sé úr sögunni. Ef ég
hefði vitað í upphafi að þetta tæki
svona langan tíma hefði ég pakkað
saman strax,“ segir hún.
Hún vill að eftirlit með gististöð-
um verði eflt. „Heilbrigðiseftirlitið
ætti að koma upp verklagsreglum
og eftirliti sem gististaðaeigendur
verða að fylgja en þeim ætti líka að
vera boðin aðstoð þegar þetta kemur
upp því það þarf að vera fullkomin
samvinna milli meindýraeyða og
gistihúsaeigenda. Hvorugur aðilinn
getur eytt vandamálinu upp á sitt
einsdæmi. Ef fer sem horfir og
borgina vantar pödduráðgjafa er
líklegt að ég verði á lausu á næst-
unni.“ n
Milljónatjón vegna veggjalúsar
Fréttir 17Helgarblað 1.-3. mars 2013
„Það þyrmdi svo-
lítið yfir mig þegar
ég opnaði bréfið með
viðurkenningarskjalinu
síðasta sumar þar sem
ég hafði aðeins nokkrum
mínútum áður verið að
skipta á laki með blóð-
blettum eftir að veggja-
lús hafði lagst á gest.
n Gistihúseigandi hefur barist við veggjalús sem alltaf virðist koma aftur n Kallar eftir auknum afskiptum yfirvalda og breyttum verklagsreglum
Í 22.febrúar síðastliðinn var fjallað
um veggjalús.
Í panelnum Hér sést veggjalús á panel
sem er á veggjum gistiheimilisins. Í kringum
hana eru ummerki eftir veggjalús.
Gefst ekki upp Hér sést Berglind með gufuvél sem hún notar til þess að hreinsa dýnurnar
verði vart við veggjalús.
Námskeið og gisting í Gistiheimilinu Frumskógum í
Hveragerði með Auði I. Ottesen garðyrkjufræðingi og
Jóni Guðmundssyni garðyrkjufræðingi.
Auður og Jón kenna ykkur allt um ræktun matjurta og
krydds. Verkleg og bókleg kennsla og notalegar stundir í
heita pottinum og gufubaðinu.
Helgarnámskeið í ræktun matjurta og kryddjurta
9. og 10. mars í Gistiheimilinu Frumskógum
SKRÁNING Í SÍMA 578 4800 EÐA Á WWW.RIT.IS
GISTIHEIMILIÐ
FRUMSKÓGAR
✮ NÁMSKEIÐIÐ HEFST LAUGARDAGINN
9. MARS KL. 14:00 OG LÝKUR KL. 12:00
SUNNUDAGINN 10. MARS.
✮ VERÐ KR. 24.800.-
INNIFALIÐ ER: BÓKLEGT OG VERKLEGT NÁMSKEIÐ,
GISTING, K VÖLDVERÐUR, K VÖLDHRESSING OG
MORGUNMATUR.
FOSSHEIÐI 1
800 SELFOSS