Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Qupperneq 21
Erlent 21Helgarblað 1.-3. mars 2013
„Ekki gefa upp vonina“
É
g vil segja við allar konur, sem
eru í ofbeldisfullum sambönd-
um; verið sterkar og gefið
ekki upp vonina.“ Þetta segir
ung afgönsk kona, Aesha Mo-
hammadzai, sem varð fyrir hrotta-
legu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns
í heimalandi sínu. Mohammadzai
er einna þekktust fyrir að hafa setið
fyrir á eftirminnilegri mynd á forsíðu
Time-tímaritsins árið 2010 þar sem
hún sýndi afmyndað andlit sitt.
DV sagði sögu þessarar stúlku
í desember síðastliðnum en hún
var seld í hjónaband aðeins tólf ára
vegna fjárhagsvandræða foreldra
hennar. Eiginmaður hennar reyndist
hins vegar vera ofbeldisfullur og
beitti hann hana andlegu og líkam-
legu ofbeldi. Aesha reyndi að flýja
eigin mann sinn en komst ekki langt.
Hann náði henni og skar af henni nef-
ið og eyrun í hefndarskyni fyrir flótta-
tilraunina.
Flóknar aðgerðir
Aeshu var komið undir læknishend-
ur eftir árásina. Eftir tíu vikna legu á
afgönsku sjúkrahúsi sáu góðgerða-
samtök til þess að hún kæmist und-
ir læknishendur í Bandaríkjunum og
undanfarin þrjú ár hefur Aesha geng-
ist undir fjölmargar flóknar lýtaað-
gerðir í Maryland-ríki sem hafa gengið
ágætlega. Í umfjöllun DV í desember
kom meðal annars fram að hún hefði
gengist undir aðgerð sem miðaði að
því að búa
til húðvef sem nýta átti í endurupp-
byggingu á nefi hennar. Sílikonpúða
var komið fyrir undir enni hennar og
varð þannig til umframhúðvefur sem
nota átti í að byggja upp nýtt nef. Á
dögunum framkvæmdu læknar þessa
miklu og flóknu aðgerð og eins og sjá
má á meðfylgjandi myndum er Aesha
nú komin með nýtt nef sem hún
kveðst afar ánægð með.
Laus allra mála í sumar
Aesha kom fram í viðtali á dögunum
við Daybreak-sjónvarpsþáttinn á ITV-
sjónvarpsstöðinni bresku. Um var
að ræða fyrsta sjónvarpsviðtal henn-
ar og sagði hún meðal annars
frá sögunni á bak við myndina frægu
á forsíðu Time. „Hvern einasta dag
var ég misnotuð af eiginmanni mín-
um og fjölskyldu hans – andlega og
líkamlega. Einn dag fékk ég nóg og
flúði,“ segir hún. Eiginmaður hennar
var hins vegar ekki lengi að finna hana
og fór svo að hún var dæmd í fimm
mánaða fangelsi fyrir flóttann. Þegar
hún hafði setið af sér ákvað dómari
að henni væri óhætt að snúa aftur til
eiginmanns síns. Svona lýsir hún því
sem gerðist eftir að hún kom heim:
„Ég var bundin á höndum og fótum.
Eiginmaður minn og samverkamenn
hans sögðu að þeir myndu skera af
mér nefið og eyrun í hefndarskyni –
og þeir gerðu það. Það leið yfir mig og
þegar ég vaknaði sá ég ekki neitt vegna
blóðs.“ Hún var skilin eftir en tókst við
illan leik að komast til afa síns og var
hún í kjölfarið flutt á sjúkrahús.
Góðgerðasamtökin Women for Af-
ghan Women í New York hafa stutt
Aeshu fjárhagslega og séð til þess að
hún geti menntað sig. Hún dvelur hjá
fósturfjölskyldu í Maryland á meðan
hún er undir eftirliti lækna. Hún mun
gangast undir fleiri aðgerðir en þó er
reiknað með að þær verði einungis
smávægilegar. Telja læknar að síðasta
aðgerðin verði framkvæmd eigi síðar
en í sumar. n
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Ánægð með
afraksturinn
Aesha brosti sínu
blíðasta í viðtalinu
við Louisu James
hjá ITV-sjón-
varpsstöðinni á
dögunum.
Forsíðan Umrædd forsíða Time-tímaritsins árið 2010 vakti mikla athygli.
Hálft tonn af
amfetamíni
Ástralska lögreglan haldlagði hvorki
meira né minna en 585 kíló af af
amfetamíni. Efnið fannst í skips-
farmi sem kom frá Kína. Það var
falið innan um hreinsiefni en talið
er að hægt hefði verið að selja efn-
in fyrir 57 milljarða króna. Þess má
geta að áætlaður kostnaður við nýtt
hátæknisjúkrahús er talinn hlaupa á
um 50 milljörðum króna.
Um er að ræða stærsta fund
fíkniefna sem lögreglan í landinu
hefur fundið en í fyrrasumar fann
lögreglan 300 kíló af amfetamíni.
Þrír menn, einn frá Singapúr annar
frá Hong Kong og sá þriðji frá Ástral-
íu hafa verið handteknir vegna inn-
flutningsins. Lögreglan hafði unnið
að undirbúningi málsins lengi.
Dreginn til dauða
27 ára leigubílstjóri frá Mósambík
var pyntaður á hrottafullan hátt af
lögreglunni í Suður-Afríku. Maður-
inn var handjárnaður fyrir að leggja
bílnum sínum ólöglega í austur-
hluta Jóhannesarborgar. Vegfarandi
náði myndbandi af því þegar lög-
reglumenn handjárnuðu manninn
við lögreglubíl og drógu hann eftir
götunni, að lögreglustöðinni.
Hann var hnepptur í gæsluvarð-
hald en lést þar af sárum sínum.
Talsmaður þess sviðs sem fer með
eftirlit með lögreglunni hefur sagt
að hann hafi orðið sleginn þegar
hann horfði á myndbandið. Hann
segir að málið verði rannsakað til
fulls en enn séu málsatvik óljós.
n Aesha er komin með nýtt nef n Eiginmaðurinn beitti hana ofbeldi