Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 22
Þ egar þetta er skrifað, hafa 24 alþingismenn staðfest, að þeir vilji samþykkja nýja stjórnarskrá fyrir þinglok. Yfir þingmennina 35, sem samþykktu að halda þjóðaratkvæða­ greiðsluna gegn aðeins 15 mótat­ kvæðum á Alþingi, hefur undanfarna daga rignt skeytum og skilaboðum frá vefsetrinu 20. oktober.is, þar sem þingmennirnir eru beðnir að svara því, hvort þeir ætli sér að virða vilja kjósenda eins og hann birtist í úr­ slitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október. Eftirtekt vekur, að meðal þeirra, sem virðast þurfa að hugsa sig um, eru báðir nýkjörnir formenn rík­ isstjórnarflokkanna og fjórir ráðherr­ ar af átta auk forseta Alþingis. Þau virðast telja það vera umhugsunar­ efni, hvort Alþingi þurfi að virða vilja þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu. Alþingi hélt atkvæðagreiðsluna. Þing­ ið spurði þjóðina. Ef Alþingi vanvirð­ ir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn­ ar, kallar það vansæmd yfir landið og slítur sundur friðinn. Ólafur Jóhannesson, síðar for­ sætisráðherra, lýsti stjórnmálaflokk­ unum sem „ríki í ríkinu“ í merkri rit­ gerð í Helgafelli 1945 og mælti fyrir stjórnar bótum til að taka á vandan­ um. Slíkar stjórnarbætur er að finna í stjórnarskrárfrumvarpinu, m.a. í ákvæðum um persónukjör og beint lýðræði með tíðari þjóðaratkvæða­ greiðslum. Beint lýðræði fær kaldar kveðjur frá þeim þingmönnum, sem liggja nú undir feldi frekar en að heita því að virða þjóðarviljann undan­ bragðalaust. Í frumvarpinu stend­ ur skýrum stöfum: „Allt ríkisvald sprettur frá þjóðinni.“ Slíkt ákvæði vantar í gildandi stjórnarskrá, enda er hún að stofni til frá 1874, eða rétt­ ar sagt 1849, arfur frá Danakonungi, samin af syfjuðum embættismanni, sagði Jón forseti. Á reynslutíma hjá þjóðinni Nú er kominn tími til að tengja. Hvers er að vænta af öðrum vilyrðum al­ þingismanna, ef þeir skeyta ekki um skýran og afdráttarlausan vilja þjóðar­ innar í stjórnarskrármálinu? Þetta hangir saman. „Alþingi er á reynslu­ tíma hjá þjóðinni“, sagði forsætisráð­ herra eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Skeytingarleysi stjórnmálastéttarinn­ ar um hag og vilja fólksins í landinu ríður ekki við einteyming. Stjórnmála­ flokkarnir hegða sér sem fyrr eins og hagsmunasamtök stjórnmálamanna, eins og „ríki í ríkinu“. Þeir virðast láta sér í léttu rúmi liggja einróma álykt­ un Alþingis frá 28. september 2010, þar sem segir meðal annars: „Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á ís­ lenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur. Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþing­ is sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu …“ Auðlindaákvæðið enn Nú berast þær fréttir innan af Alþingi, að ákvæðið um auðlindir í þjóðar­ eigu vefjist fyrir þingmönnum. Ætla mætti, að alþingismenn sæju sóma sinn í að hrófla hvorki við orðalagi né inntaki ákvæðis, sem 83% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæða­ greiðslunni, en því er e.t.v. ekki að heilsa. Í ákvæðinu segir meðal annars: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýt­ ingar auðlinda eða annarra tak­ markaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn.“ Alþingi spurði stjórnlagaráð í fyrra, hvort til greina kæmi að breyta orðunum „gegn fullu gjaldi“ í „gegn sanngjörnu gjaldi“. Í svari fv. ráðsfull­ trúa til Alþingis 11. marz 2012 segir svo: „Ráðið ræddi orðasamböndin „gegn fullu gjaldi“ og „gegn sann­ gjörnu gjaldi“ í þaula og ákvað, að „gegn fullu gjaldi“ skyldi standa í auðlindaákvæðinu í 34. gr. með rök­ um, sem er ítarlega lýst í greinar­ gerð (bls. 88). Þar segir: „Með „fullu“ gjaldi er átt við markaðsverð, þ.e. hæsta gjald sem nokkur er fús að greiða t.d. á markaði eða uppboði eða í samningum við ríkið sem um­ boðsmann rétts eiganda, þjóðar­ innar. Til álita kom að segja held­ ur „gegn sanngjörnu gjaldi“, en það orðalag þótti ekki eiga við þar eð í því getur þótt felast fyrirheit um frávik eða afslátt frá fullu gjaldi.“ Væri fullu verði breytt í sanngjarnt verð gæti það skilist sem tillaga um stjórn­ arskrárvarinn afslátt handa þeim sem nýta auðlindirnar.“ Vilji Alþingi veita t.d. útvegsmönnum afslátt með gamla laginu, þarf hann að vera uppi á borðum og öllum sýnilegur. Enn fremur segir í svari fv. ráðs­ fulltrúa til Alþingis: „Í greininni er gætt innbyrðis samræmis við aðr­ ar greinar. Með breytingu þar á væri eignarrétti gert mishátt undir höfði eftir því hver í hlut á. Eignarréttará­ kvæðið í 13. gr. kveður á um, að „fullt verð“ komi fyrir eignarnám. Því hlýtur skv. 34. gr. frumvarpsins að gera sama tilkall til að „leyfi til afnota eða hag­ nýtingar auðlinda eða annarra tak­ markaðra almannagæða [séu veitt] gegn fullu gjaldi“ til ríkisins í umboði þjóðarinnar, eiganda auðlindanna sem um ræðir.“ Við þurfum öll að fá að sitja við sama borð. Sandkorn V ið Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að vera for­ dómalítil þjóð. Við viljum gjarnan að það sé horft til samfélags okkar sem jákvæðs og umburðarlynds í sem flestum skiln­ ingi. Raunin er þó sú að við eigum langt í land með að komast í þann úrvals­ flokk þjóða sem hefur sig yfir það að veitast að fólki vegna trúarskoðana og hörundslitar. Kristjana Mbaye Þórisdóttir er ís­ lensk kona sem varð ástfangin af Douda Mbaye frá Senegal fyrir 16 árum. Þau eiga þrjú börn og búa á Ís­ landi. Kristjana sagði sögu sína í DV á miðvikudaginn þar sem dregin er fram ógeðfelld hlið á Íslendingum. Ítrekað hefur verið veist að Kristjönu og börn­ um hennar vegna hörundslitar þeirra. „Átt þú ekki negrabörn?“ var spurning sem kennari Kristjönu setti fram af fáheyrðri ósvífni. Vegna hörundslitar eiginmannsins hefur hún verið kölluð Kanamella og þar fram eftir götunum. Kristjana var í sakleysi sínu í matvöru­ verslun í síðustu viku þegar maður veittist að henni með rasískum um­ mælum. Hann kallaði börnin hennar „ógeð“. Kristjana brotnaði niður í versl­ uninni. Samfélaginu ber að fordæma fram­ göngu rasistanna. Við verðum að standa vörð um þá sem sæta ofsókn­ um af sömu ástæðu og Kristjana. En kannski er samfélagið of hlaðið hræsni til þess að við getum hegðað okkur eins og siðuðu fólki sæmir. Sem dæmi um siðferðisbrest okkar þá þykir sjálfsagt að úthrópa erlent frægðarfólk í fjölmiðlum vegna einkalífs þeirra. Appelsínuhúð útlendinganna er dregin fram rétt eins og kókaínneysla þeirra. Íslendingar láta sín eigin frægðarmenni aftur á móti í friði. Það er himinn og haf á milli ís­ lenskrar umfjöllunar um Britney Spears og Birgittu Haukdal. Þetta lýsir þeim fordómum þjóðar að það megi segja allt um útlendinga en við eigum að fjalla með siðuðum hætti um okkar eigið fólk. Saga Kristjönu er því miður ekki einsdæmi. Sumt hefur breyst síðan fréttin „Negri í Þistilfirði“ var sögð. En samt eru fordómarnir allt í kringum okkur. Lausnin liggur ekki endilega í því að herða á lögunum gagnvart rasistum sem veitast að fólki. Það þarf markvissa fræðslu í skólum um það hvernig mann­ legir breyskleikar verða til þess að við ráðumst að samborgurum okkar. Flestir þurfa einhvern tímann á lífsleiðinni að glíma við sína eigin fordóma. Þeir geta snúist um fyrirlitningu á útlendingum eða samborgurum sem tilheyra öðr­ um stéttum, búa í öðru hverfi eða öðru byggðarlagi. Fordómarnir eru víða. Ver­ kefnið er ekki að útrýma þeim. Það er útilokað. Aftur á móti eigum við að lág­ marka þann skepnuskap sem felst í því að veitast að saklausu fólki vegna trúar­ skoðana eða húðlitar. Hvert skref í áttina að umburðarlyndi er af hinu góð. Við skulum byrja í skólunum þar sem við innrætum börnunum virðingu fyrir öllu mannkyni. Hornreka á RÚV n Brotthvarf Svavars Hall- dórssonar, fréttamanns af Ríkisútvarpinu, vakti athygli. Þó er hermt að innanhúss hafi menn ekki verið hissa. Svavar hefur varla borið sitt barr eftir að hann var dæmdur í Hæstarétti fyrir að skaða með fréttaflutningi æru Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, sviðsstjóra 365. Fram að því var Svavar fyrirferðar­ mikill í fréttum af útrásarvík­ ingum en fór í landsbyggðar­ fréttir. Hann var látinn fjalla ítarlega og í mörgum frétt­ um um síldardauðann í Kolgrafar firði og var sýnilega orðinn hornreka á fréttastof­ unni. Því fór sem fór. Bágt hjá Bjarna n Sjálfstæðismenn naga sig væntanlega í handabökin fyrir að hafa ekki skipt um formann nú þegar vís­ bendingar eru uppi um að ætlaður stórsigur flokksins sé ekki að verða að veruleika. Skoðana­ könnun MMR leiðir í ljós að flokkurinn er með innan við 30 prósenta fylgi sem þýðir í raun stórtap. Bjarni Bene- diktsson hefur undanfarnar vikur farið mikinn og verið hvass í málflutningi. Það virðist þó litlu skila þótt auð­ vitað sé enn talsvert langt til kosninga. Helmingur horfinn n Innan Samfylkingarinn­ ar eru áhyggjur uppi vegna þess að fylgishrun flokks­ ins virðist vera staðfest. Í könnun MMR mælist flokk­ urinn með rúmlega 12 pró­ senta fylgi eða helming kjör­ fylgis. Þetta gerist þrátt fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir hafi vikið fyrir Árna Páli Árnasyni sem formaður. Svo er að sjá sem nýi formaðurinn hafi enn ekki náð að heilla kjós­ endur og ná þeim til baka sem flúið hafa á kjörtíma­ bilinu. Spenna á Klörubar n Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram­ sóknarflokksins, getur unað glaður við að næstum fjórði hver kjósandi hyggst ljá flokki hans atkvæði sitt. Þetta er upp­ skera staðfestunnar í að hafna samningum um Ice­ save. Á Kanaríeyjum hefur spurst út að Sigmundur sé væntanlegur. Þá er reiknað með stórfundi framsóknar­ manna á þeim fræga Klöru­ bar sem Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður, gerði frægan. Ég er poll- rólegur Í mínum huga er það hrein valdníðsla Ingólfur Júlíusson ljósmyndari berst við hvítblæði. – DV Bergljót Davíðsdóttir er ósátt við aðgerðir hundaeftirlitsmanns í Hveragerði. – DV Hún var kölluð Kanamella Tími til að tengja Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 1.-3. mars 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Þau virðast telja það vera umhugsun- arefni, hvort Alþingi þurfi að virða vilja þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.