Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 28
28 Viðtal 1.-3. mars 2013 Helgarblað frönsku og ,,Allar heimsins enskur“ hét eitt. Hann var gríðarlega fróð- leiksfús og forvitinn um lífið.“ Létu ekki svipta sig draumunum Einu sinni spurði vinur Vilborgar hana hvernig hún gæti haldið áfram með þetta Demóklesarsverð hang- andi yfir höfðinu á þeim vitandi að það myndi falla. „Ég sagði að það væri engin önnur leið en að halda áfram. Þú lifir bara einn dag í einu. Ég man eftir einum manni sem var með mér í stuðningshópi fyrir aðstandendur krabbameinssjúkra í Edinborg. Hann sagði að það hefði breytt viðhorfi hans til lífsins að verða vitni að því þegar maður steig út úr bílnum sínum og gekk beint í veg fyrir strætisvagn og dó. Hann skildi að það hefði allt eins getað verið hann sjálfur. Við höfum bara daginn í dag. Ef maður áttar sig á því þá gengur þetta betur. Framan af var Björgvin reyndar í meiri afneitun á sjúkdóminn en ég, kannski af því að hann hélt frá sér þessum fróðleik sem ég var að afla mér. Við töluðum oft um að þegar við yrðum gömul þá myndum við kaupa okkur hús í Suður-Frakklandi og hafa það huggulegt í ellinni þar. Fyrst þegar hann hélt áfram að tala um þetta eftir að hann fékk grein- inguna fannst mér það óþægilegt. Ég hugsaði; af hverju er hann að gera þetta, er hann í afneitun, er hann að ögra mér? Hann veit að þetta verður ekki svona. Allt í einu áttaði ég mig hins vegar á því að drekinn myndi á endanum taka nógu margt frá okkur, í dag þyrfti hann ekki að taka frá okkur draumana líka. Við eigum þá sjálf og getum alveg eins haldið áfram að tala um það hvernig þetta verður í ellinni hjá okkur. Hver veit? Við vissum bæði að þetta myndi alltaf taka hann á endanum en við vissum ekkert frekar en aðrir hvenær það myndi gerast. Ég á bók eftir sál- fræðiprófessor í Bandaríkjunum sem er búinn að lifa í fimmtán ár með 4. stigs krabbamein. Það eru alltaf einhverjir sem lifa lengur en aðrir. Lífslíkur fólks með 3. stigs krabba- mein eru tvö til þrjú ár en Björg- vin fékk sex og hálft ár. Þetta eru bara meðaltöl sem segja ekkert um einstaklinga.“ Óvissan var verst Á tímabili fannst Vilborgu það verst hvað sjúkdómurinn var óútreiknan- legur. „Læknarnir gátu aldrei sagt með neinni vissu hvað myndi gerast og það var erfiðast. Það var svo erfitt að sætta sig við það að vita ekki hvað væri í vændum og ég man alveg eftir því að hafa óskað þess heitast af öllu að Guð gæti sent mér bréf með plan- inu því við vorum stöðugt að bregð- ast við einhverju óvæntu. En ef ég vissi alltaf hvernig dagurinn yrði þá myndi ég örugglega ekki orka það að fara á fætur suma daga. Þá er betra að vakna með eftirvæntingu yfir því hvað dagurinn muni hugsanlega bera í skauti sér.“ Í gegnum tíðina hefur Vilborg þurft að glíma við þunglyndi. Líf- ið gengur í bylgjum og stundum gengur það betur en aðra daga að vakna með gleði í hjarta. „Aðra daga er dökkur tónn í sálinni. Stundum er hann svo breiður að þessi hugsun er hvergi nærri. Þá sagði ég Björgvin frá því og hann tosaði mig fram úr. Það var gott að búa með sálfræðingi,“ segir hún og brosir fallega. „Hann var mjög duglegur að tosa mig inn í núið þegar ég gleymdi mér í áhyggjum af öllu og engu. Hann kunni alveg að draga mig aftur niður á jörðina þegar hugurinn rásaði á brautir sem hjálpa engum. Það er svo auðvelt að láta hugann draga sig út í einhvern áhyggjumóa.“ Til að vinna gegn því er hún með lykilspurningar sem hafa verið listaðar upp og hengdar upp á vegg í vinnustofunni. „Það hjálpar að vera raunsær og svara spurningum um það hversu mikilvægt þetta sé, hvort þetta skipti máli og svo framvegis.“ Nú er hún líka komin með lista frá sorgarsamtökunum Nýrri dögun sem hangir uppi á ísskáp. Þar er henni ráðlagt að passa upp á nær- inguna og svefninn, halda dagbók og gráta. „Ég er búin að ákveða að fara eftir öllu sem fólk sem hefur reynsl- una segir mér að gera.“ Dauðinn tabú Nú eru tólf dagar liðnir frá útförinni. Fram að þessu hefur Vilborg verið önnum kafin við að sinna praktískum málum og það hefur hjálpað. „Mér finnst gott að hafa eitthvað fyrir stafni því þá missi ég mig ekki niður í sorgina. Ég er sterk á daginn en ég finn að núna er ég orðin þreytt og ég veit að tómleikinn tekur völdin. Ég held að það hjálpi mér samt hvað við áttum gott hjónaband. Ég á ekkert nema góðar minningar. Svo finn ég svo mikinn kærleika í kring- um mig. Ég er búin að fá svo mikinn fjölda af fallegum bréfum, samúðar- kveðjum og blómvöndum. Fólk hef- ur haft fyrir því að panta bækur á Am- azon og láta senda mér. Aðrir hafa lánað mér bækur um það hvernig það er að vera deyjandi og hvað tekur við að því loknu. Það hefur gefið mér gríðarlegan styrk. Af því að bloggið fékk svo mikla athygli þekkir fólk andlitið á mér og ég hef fengið samúðarkveðjur og faðmlög á ólíklegustu stöðum eins og í Sorpu og í kælinum í Bónus. Eftir þessa reynslu er ég á því að Ís- lendingar séu mjög opnar og kær- leiksríkar manneskjur. Ókunnugt fólk hefur sýnt mér hluttekningu, deilt sinni reynslu með mér og gefið mér góð ráð. Það hefur þakkað mér fyrir að tala opinskátt um göngu okkar með þessum sjúkdómi allt til enda. Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um það. Ég vissi eiginlega ekki að dauðinn væri svona mikið tabú fyrr en ég fann þessi sterku viðbrögð við því sem ég var að skrifa. Ég finn að ég er ekki ein á báti, fólk hefur farið í gegnum missi og það hefur komist í gegnum hann. Ég held að svona erfið reynsla geri okkur mennskari. Ég veit betur hvað það er að vera manneskja. Ég veit og skil hvernig það er að fara í gegn- um svona erfiðleika, sem svo margir hafi þurft að fara í gegnum. Ég veit að aðrir hafa komist í gegnum það og að ég get fylgt í þeirra spor og það gefur mér kjark til þess að halda áfram.“ Viss um að pabba líði vel Dóttir þeirra hjóna verður níu ára í maí. Hún hefur líka hjálpað móður sinni meira en hún getur skilið. „Það styrkir mig líka að litla dóttir okkar er svo viss í sinni trú um að núna líði pabba vel. Það fyrsta sem hún sagði þegar ég sagði henni að pabbi henn- ar væri dáinn: „Núna veit ég að pabba líður vel og að líkaminn er ekki leng- ur lasinn.“ Það fór auðvitað ekki fram hjá henni hvað hann var veikur og ég talaði um það við hana að líkam- inn væri skel sem annaðist sálina og þegar líkaminn gæti það ekki lengur þá yrði sálin að fá að fara. Hún með- tók það algjörlega og talar um það og þannig styrkjum við hvor aðra. Það hjálpar mér ótrúlega mikið.“ Vilborg fékk ráð frá presti um hvernig væri best að haga þessu samtali við dóttur sína þegar Björg- vin lá banaleguna og það var ljóst að hann myndi ekki lifa lengi. „Ég sagði henni að ég væri ekki að deyja og að ég myndi passa hana því sú hugsun kviknaði strax hjá henni. En það var svo magnað að sama kvöld og ég sagði henni að pabbi hennar væri deyjandi sagðist hún vorkenna honum svo mikið. Af því að hann myndi missa konuna sína og mömmu sína og dóttur sína og alla vini sína. Mér fannst það svo merkilegt að hún sá það strax þannig að hann myndi missa alla en við myndum bara missa eina mann- eskju úr lífi okkar.“ Að ljúka bók Það var í haust sem þau urðu aftur vör við að eitthvað væri að. Um versl- unarmannahelgina fór Björgvin að fá aftur flogaköst en þeim hafði verið haldið nær alveg niðri með lyfjum fram að því og hann fékk þrjátíu köst á þremur dögum. Í kjölfarið fór hann í myndatöku sem sýndi breytingar í æxlinu en of litlar til að hægt væri að bregðast við því. Hann átti því að koma aftur í myndatöku að sex vikum liðnum. Vilborg vann þá að skáldsögunni Vígroði og kláraði hana á 100 kíló- metra hraða í lok mánaðar. „Ég var að skrifa síðasta kaflann þegar við vissum að nú væri eitthvað að fara að gerast. Þannig að ég setti ofur- kraft í að klára bókina, hætti að mæta í líkamsrækt og taka mér kaffi- pásur því ég vissi að ég hefði ekki meiri tíma til að skrifa. Reyndar finnst mér það ágætt að ganga bara inn í 9. öldina þegar ég er að skrifa og ýta öllu öðru frá mér. Það hefur oft verið ágætis hvíld þegar ég er að takast á við erfiðar aðstæður í gegnum tíðina. Í þess- um heimi er lífið á hraða lífsins og öll sköpun er svo heilandi. Að skrifa er það skemmtilegasta sem ég geri og ég gæti ekki hugsað mér lífið án þess. Ég er endalaust þakklát fyrir að fá að vinna við þetta og ég veit að það er ekkert sjálfsagt.“ Hún segir að þessi reynsla hafi auðvitað áhrif á það hvernig hún skrifar. „Það vita það fáir en í Auði er ein persónan, munkur í trúboði, með sömu tegund af flogaveiki og Björgvin var með.“ Veikindi í bókavertíð Fyrstu helgina í september fór Björg- vin hins vegar að rugla skírnar- nöfnum vina sinna við eftirnöfn þeirra, týna orðum og vitneskju. „Hann gat til dæmis ekki farið með kennitölu móður sinnar í apótekinu þegar hann ætlaði að sækja lyf fyrir hana eins og hann hafði gert þúsund sinnum. Eftir misheppnaða búðar- ferð í byggingarvöruverslun þar sem hann fann engin orð til þess að lýsa því sem hann vantaði kom hann heim í miklu uppnámi og sagði með símskeytamáli að ég yrði að láta vita að hann kæmist ekki í vinnuna í MH næsta dag.“ Myndatökunni var flýtt og í ljós kom að nýtt æxli hafði birst nokkru aftar og ofar við það sem fyrir var. Það var hins vegar staðsett þannig að ekki var hægt að skera það þannig að Björgvin fór strax á stera og í sex vikna geislameðferð. „Það byrjaði að draga af honum um miðbik þessarar með- ferðar. Á sama tíma og bókin mín var að koma út. Það var snúin staða því rithöfundar hafa bara þessar fjórar vikur til þess að kynna bókina og eru þá á fleygiferð út um allar trissur. Mér finnst gaman að hitta lesendur sem skapa sögurnar með mér, því það er lesandinn sem býr til söguna en ekki bara höfundurinn. Það gerist ekkert með bók sem enginn les. Þannig að það var svolítið snúið að forgangsraða hlutunum en á þessum tíma vissum við ekki betur en að sterarnir myndu draga úr ein- kennunum og myndirnar gáfu ekki annað til kynna en að geislameð- ferðin hefði haft tilætluð áhrif. En það kom á daginn að myndirnar segja ekki alla söguna og einkennin voru orðin svo mikil að það var ljóst að sjúkdómurinn var að ágerast. Þannig að ég spurði hann fyrst þetta væri farið að ágerast svona hvort ég ætti ekki að blása þetta allt af. Hann var þá farinn að missa tján- inguna og það komu bara stöku orð sem ég krækti í með því að spyrja hvort hann ætti við þetta eða hitt og þá sagði hann já eða nei. En þarna sagði hann heila setningu, „nei, lífið heldur áfram.“ Hann vildi alls ekki að ég hætti við.“ Sól í hjartað Það var hins vegar ekki fyrr en 14. jan- úar sem það var orðið ljóst að Björg- vin var átti skammt ólifað. „Þá sagði læknirinn við okkur að það væru ekki nema nokkrir mánuðir eftir. Fram að því héldum við alltaf að við værum að fara aftur í gegnum sama ferli og í Skotlandi, þó að við vissum auðvitað að það væri ekkert öruggt. Viku seinna kom læknirinn heim og sagði að nú væri þetta bara spurning um nokkrar vikur. Þá var svo mikið búið að gerast í millitíðinni, málstolið orðið mikið og verkstol ágerðist hratt og hann var orðinn mjög máttfarinn. Björgvin var svo dáinn þann 9. feb- rúar. Þetta gerðist mjög hratt þessar síðustu vikur. Engu að síður höfðum við haft langan aðdraganda og ég er þakklát fyrir það. Við fengum tækifæri til þess að kveðja og búa okkur undir höggið. Ég var komin í sorgarferli um leið og ég vissi að hann myndi ekki læknast. Ég var búin að undir- búa mig í huganum og af og til allt frá því 2007 hef ég hugsað um jarðarför- ina, hvernig hún yrði. Ég vissi það til dæmis fyrir löngu síðan að lagið Vetrarsól yrði sungið í jarðarförinni hans því það var uppáhaldslagið hans. Og það er svo merkilegt að svona sorglegur atburður eins og sjúk- dómsganga sem lýkur með andláti langt fyrir aldur fram getur orðið til þess að færa manni óvæntar gjafir eins og vináttu við fólk annars staðar á jörðinni og tengt sálir sem annars myndu aldrei mætast,“ segir Vil- borg sem kynntist mörgu góðu fólki í gegnum póstlista á netinu um heilakrabbamein, meðal annars am- erískri konu sem býr í Suður-Frakk- landi og bauð henni í heimsókn með litlu dótturina. „Þannig að nú lítur út fyrir að ég láti þann draum rætast og fái smá sól í hjartað.“ n „Allt frá því 2007 hef ég hugsað um jarðarförina, hvernig hún yrði. Ég vissi það til dæmis fyrir löngu síðan að lag- ið Vetrarsól yrði sungið í jarðarförinni hans. Þakkar fyrir stuðninginn Vilborg er afar þakklát fyrir allan þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur og segir að Íslendingar séu greinilega opin og kærleiksrík þjóð, en hún hefur fengið faðmlag í frystinum í Bónus og samúðarkveðju á Sorpu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.