Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 30
30 Viðtal 1.-3. mars 2013 Helgarblað
Þ
að er ekki glysrokkarinn
Óttarr Proppé sem tekur
á móti blaðamanni í and
dyri Ráðhússins í Reykja
vík. Að minnsta kosti er
hann ekki í þröngum spandexgall
anum og háu hælunum sem hann
flíkar stundum þegar hann fer á svið
með rokksveitunum sem hann spilar
stundum með, Ham eða Dr. Spock.
Það er borgarfulltrúinn Óttarr
sem heilsar, hann er með sixpensara
á höfðinu og er íklæddur jakkafötum
í anda sjötta áratugar síðustu aldar.
Eftir því sem líður á spjallið kemur þó
rokkið í ljós. Það er órjúfanlegur hluti
af tilveru hans. Án þess gæti hann
varla þrifist viðurkennir hann.
Óttarr býður upp á kaffi og heilsar
einum af fastagestum hússins, Katli
Larsen, sem margir þekkja sem trúð
sem hefur skemmt börnum á 17.
júní áratugum saman. „Hann er hluti
af fuglalífinu við Ráðhúsið,“ seg
ir Óttarr með bros á vör. Hann seg
ist kunna vel við fjölbreytt „fuglalíf
ið“ í húsinu. „Hingað kemur margt
skemmtilegt fólk sem er gaman að
spjalla við,“ segir Óttarr.
Hann býður til sætis í fundarher
bergi merktu forseta borgarstjórn
ar. „Það er skrýtið hvað maður hefur
vanist því að vera hér,“ segir hann og
sýpur á heitu kaffinu. „Mér finnst
stutt síðan Jón Gnarr tók við borgar
stjóralyklinum og við komum hing
að inn í fullri auðmýkt til þess að
standa undir mikilli ábyrgð. Það var
jú súrrealískt,“ segir hann og glottir
þegar blaðamaður spyr hann hvort
þau hafi ekki brugðið á leik í Ráðhús
inu eftir sigurinn. Rennt sér á skrif
borðsstólum, tekið lúftgítar og farið í
loftstökkum um húsið.
Það allra síðasta …
Óttarr hefur nú verið borgarfulltrúi
fyrir Besta flokkinn frá árinu 2010
og situr í stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Hann skipar annað
sætið á framboðslista Bjartrar fram
tíðar í Suðurkjördæmi Reykjavíkur
og berst fyrir því að fara á þing undir
slagorðinu Ding, ding, Óttarr á þing.
„Ég hefði sagt að þetta væri það
allra síðasta sem ég gæti hugsað mér
að fara út í,“ segir hann aðspurður
hvað hann hefði sagt fyrir nokkrum
árum um það að vera á leiðinni í kosn
ingabaráttu til þess að komast á þing.
Klofin tilvera
En hver er Óttarr Proppé? Áður en
hann tók þá ákvörðun að taka þátt
í stjórnmálastarfi með vini sínum
Jóni Gnarr var hann helst þekktur
sem söngvari hinnar goðsagna
kenndu hljómsveitar Ham. Í seinni
tíð vakti hann athygli með skrautlegri
framkomu með sveitinni Dr. Spock
þar sem farið var geyst á sviðinu. Þá
þekkja talsvert margir Óttar af störf
um hans í bókabúð Máls og menn
ingar og Eymundsson þar sem hann
starfaði í heil 25 ár.
Fyrstu skrefin tók Óttarr hins vegar
í Hafnarfirði og í Bandaríkjunum þar
sem hann var alinn upp á víxl.
„Pabbi og mamma voru í námi
í Bandaríkjunum þannig að þau
ferðuðust fram og til baka. Aðallega
bjuggum við í Illinois, í háskólabæ
sem heitir Urbana, sem er sunnan
við Chicago. Ég bæði byrjaði og
kláraði skólann þar.
Þetta var töluvert ólík upplifun,“
segir Óttar um skólagönguna á þess
um tveimur stöðum. „Kannski sér
staklega á þessum árum þegar
íslenskt þjóðfélag var fremur ein
angrað. Ég var lengst af í skólum í
alþjóðlegum bæjum, þar sem voru
krakkar af 40–50 þjóðernum, svo
kom ég líka til Ameríku sem skipti
nemi á síðasta ári mínu í mennta
skóla og þá upplifði ég þetta aftur.
Að vera í alþjóðlegum hóp. Á þess
um tíma var Ísland náttúrulega mjög
óalþjóðlegt og þetta var dálítið klofin
tilvera,“ segir Óttarr og segist af upp
eldi sínu hafa orðið vanur því að um
gangast aðra menningu og fólk af
ólíkum uppruna.
„Þetta hefur örugglega haft mjög
mikil áhrif á mig. Kannski gert það að
verkum að ég á auðveldara með að
aðlaga mig nýjum hlutum og stund
um um of, ég er kannski stundum
full óhræddur við það,“ segir hann og
brosir hæglátlega.
Vann í bókabúð í 25 ár
Margir þekkja Óttar af störfum hans í
bókabúð Máls og menningar þar sem
hann setti sterkan svip á verslunina.
Óttar ætlaði sér aldrei að vinna nema
nokkra mánuði í bókabúð en starfaði
við að selja bækur í heil 25 ár. Óttarr
á sér tvær megin ástríður, bækur og
tónlist. Bókaáhugann sækir hann til
afa sinna, nafna síns í föðurætt, Ótt
ars Ólafs, og Jóns Björnssonar, og
í æsku segist hann hafa verið eins
og grár köttur á heimilum þeirra að
glugga í bækur.
„Ég er alinn upp við bækur. Afar
mínir voru miklir bókamenn. Óttarr
afi minn var mikill heimsborgari.
Hafði verið langdvölum á Ítalíu og
Belgíu líka sem ungur maður á milli
stríðsárunum. Hann var í viðskiptum
en starfaði líka í sendiráðum og ým
islegt fleira. Og síðan var það móð
urafi minn, Jón Björnsson. Hann var
vélstjóri og sjómaður og á sjó meira
og minna frá því hann var átta ára
þar til hann varð fimmtugur. Hann
flutti eiginlega bara út á sjóinn. Sigldi
í stríðinu á enskum bátum og var alla
tíð í vélum og með týpískan verka
mannabakgrunn. Hann var einnig
mikill bókamaður. Afar mínir bjuggu
báðir í Hafnarfirði og ég var eins og
grár köttur heima hjá þeim.
Síðan datt ég eiginlega mjög
snemma á þá hugmynd að það væri
sniðugt fyrir mig að vinna í bókabúð.
Það hitti þannig á að ég sótti um í
bríarí hjá Eymundsson sem var Al
menna bókafélagið og fékk vinnu
sem átti upphaflega að vera í nokkra
mánuði en svo var ég þarna í tæp 25
ár,“ segir hann og hlær.
Gerði tilraunir til að hætta
Ástríða Óttars fyrir tónlist kviknaði
sömuleiðis í æsku. Hann sótti tón
listarskóla í Hafnarfirði en segist ekki
hafa þótt góður hljóðfæra leikari.
Hann fann því áhuga sínum far
veg í því að grúska í tónlistinni.
„Ég fór að vasast í tónlistinni, að
hluta til þess að skilja hana betur, og
veiktist af bakteríu sem hefur setið í
mér alla tíð síðan. Ég hef gert nokkrar
tilraunir til að hætta að spila tónlist
en það er bara svo leiðinlegt. Það er
eitthvað við það að búa til og grúska
í músíkinni og vera með öðrum sem
eru í sömu pælingum sem er ofsa
lega gefandi. Svo er líka svo mögn
uð upplifun að spila tónlist fyrir aðra.
Skiptir svo sem ekki máli hvort það
er einn eða þúsund eða hvað, það er
eitthvað samtal sem er öðruvísi en
önnur samtöl. Það er einhvers konar
tilfinningalegt samband. Þegar mað
ur nær að spila á það, þá verður það
eitthvað svo magískt. Þegar ég hef
dregið mig til hlés, þá hef ég alltaf
saknað þess og þurft að byrja aftur.
Ég vona að ég eigi aldrei eftir að
hætta. Maður gengur í endurnýjun
lífdaga við það að spila, þegar maður
hefur ekki gert það lengi. Svo hef ég
líka verið mjög heppinn að vinna
með góðum músíköntum sem er
nauðsynlegt fyrir slæma músíkanta,“
segir hann.
Afdrifaríkir álversmengaðir
djöflar
Hljómsveitin Ham er ein helsta
hljómsveit íslenskrar rokksögu. Hún
nýtur mikillar virðingar og vaxandi
vinsælda og er fræg fyrir gríðarlega
þunga rokktónlist með dimmradda,
hádramatískum söng og einstaklega
fyndnum textum.
Óttarr var á unglingsárum þegar
hann kynntist Sigurjóni Kjartanssyni
og Ham varð til þegar þeim félögun
um tókst ekki að ljúka hádramatískri
mynd, Álversmenguðu djöflunum,
og komust að því að það er talsvert
einfaldara að reka hljómsveit en að
búa til kvikmynd.
„Ég kynntist Sigurjóni í ein
hverri girðingarvinnu og við náð
um vel saman. Við vorum báðir að
drepast úr kvikmyndaáhuga. Höfð
um sérstakan áhuga á Bmyndum,
sem var mjög hipp og kúl á níunda
áratugnum. Horfðum á lélegar hryll
ingsmyndir og alls kyns drasl. Við
ákváðum að gerast listhneigðir og
búa til kvikmyndir. Við skrifuðum
mjög gott handrit að kvikmynd sem
átti að heita Álversmenguðu djöfl
arnir.
Vorum sérstaklega hrifnir af þýð
ingunni: The Contaminated Devils
of Aluminium. Myndin fjallaði um
hóp sígauna sem bjó á bílaöskuhaug
rétt hjá álveri í Straumsvík. Mjög
dramatískt,“ segir hann og brosir.
„Við vorum byrjaðir að taka upp
myndina á Super8, en það var svo
rosalega flókið. Það voru ekki til pen
ingar, það var svo mikið vesen að fá
fólk til þess að mæta. Þetta voru allt
vinir og kunningjar og okkur fannst
þetta fullflókið. Þetta þróaðist út í
það að við einbeittum okkur að því
að gera tónlistina við myndina til
þess að nýta tímann betur og við
komumst að því að það er talsvert
auðveldara að reka hljómsveit en
gera kvikmynd. Þá var hann Björn
Blöndal, sem nú er aðstoðarmað
ur borgarstjóra, bassaleikari. Bjössi
var svona bassanörd og við vorum
vinir úr Flensborg. Hann kom inn og
úr varð þessi heilaga þrenning sem
hefur enst síðan.“
Háværastir, leiðinlegastir og
hægastir
„Við duttum alveg í það að vera
hljómsveitartöffarar og sveitin var
virk um margra ára skeið. Við vorum
bæði að gefa út plötur og spila á tón
leikum og settum okkur strax mjög
Ding, ding, Óttarr á þing, er slagorð Óttars Proppé í komandi kosningabaráttu fyrir Bjarta framtíð. Óttarr er rokkari fram í fingurgóma
sem hefur gert stjórnmálin að lifibrauði sínu síðustu ár. Honum tókst með félögum sínum í Besta flokknum að heilla borgarbúa. En
tekst honum að komast á þing? Hann ætlar að reyna þótt hann langi ekkert sérstaklega til þess að verða alþingismaður. Krafan um
breytingar og meira frjálsræði Íslendinga rekur hann áfram. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Óttar um rokklífernið með Ham
sem endaði í dauða sveitarinnar og stjórnmálin sem hann segist alltaf hafa verið áhugasamur um. En þegar Ronald Reagan var kosinn
forseti á ellefu ára afmælis degi Óttars, hætti hann að halda upp á afmælið sitt.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
„Ef ég ætlaði að
vera algjörlega
sjálfselskur þá held ég
að Alþingi yrði alls
ekki fyrsti starfsvett-
vangurinn sem ég kysi!
Hvað er ég að
gera hérna?
Dr. Spock
Óttarr er ekki bara
borgarfulltrúi heldur
einnig glysrokkari í
hljómsveitunum Ham
og Dr. Spock.