Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 31
ákveðin markmið: að vera hávær-
astir, leiðinlegastir og hægastir. Það
fannst okkur vera mjög skýr listræn
mynd, hvort sem hún flokkaðist und-
ir almenna mannasiði eður ei.“
Þrátt fyrir þetta segir Óttarr þá fé-
laga í raun og veru mjög rómantíska.
„Við vorum að hlusta mjög mikið á
sixtís poppmúsík, Sonny og Cher
og svona, Beach Boys. Hugmyndin
með að vera með tvo söngvara var til
dæmis sótt beint í Sonny og Cher.“
Orðnir þreyttir og tættir
Óttarr og félagar í Ham fóru á bólakaf
í bransann í nokkur ár og túruðu með
Sykurmolunum á hátindi frægðar
þeirra. Eftir um sjö ár af rokkþvælingi
segir Óttar þá félaga hafa verið orðna
þreytta og tætta og þeir tóku þá sam-
eiginlegu ákvörðun að hætta.
„Á sama tíma og við vorum hvað
virkastir þá slógu Sykurmolarnir í
gegn. Við höfðum verið svona semi-
pönkarar og þekktum þau. Strax og
Sykurmolarnir slógu í gegn, stofn-
uðu þau Smekkleysu sem gaf út
plöturnar okkar og við fórum að hita
upp fyrir sveitina – fylgja þeim á tón-
leikaferðalögum og þannig lagað. Í
sex eða sjö ár vorum við alveg á kafi
í þessu og eyddum öllum okkar tíma
í þetta en á algjörum aumingjaskap,
því það gerðist sko ekkert sérstak-
lega mikið. Kom ekkert í kassann og
svona. Maður eyddi öllum stundum í
þetta og svo eyddi maður líka öllum
peningum í að borga upp skuldir og
reikninga vegna þessa. Svo ákváðum
við, þegar við vorum búin að vera í
þessu í ákveðinn fjölda ára, að þetta
væri orðið svolítið súrt. Við vorum
orðnir þreyttir og tættir, búnir að sofa
of oft saman einhvers staðar og höfð-
um alltaf áhyggjur af því hvernig við
ættum að borga einhverja reikninga.
Það var farið að þvælast fyrir músík-
inni. Þannig að við ákváðum, frekar
en að láta þetta deyja, að hætta.
Stærstu og best sóttu tónleikarnir
okkar urðu síðan lokatónleikarnir,“
segir hann frá.
Frelsandi að koma inn á
botninum
Óttarr dró sig úr tónlist um tíma. En
segir það ekki hafa enst mjög lengi.
Hann fór að vinna í kvikmynda-
iðnaði við vinnslu heimildamynda
og stuttmynda.
„Ég þurfti að rifja upp hvað er
erfitt að gera bíómyndir!“ segir hann
og hlær. En á þessum tíma kom hann
að fjölmörgum verkefnum, bæði
sem handritshöfundur og leikari.
Árið 1992 lék hann í Sódómu Reykja-
vík, þá gerði hann heimildamynd um
bítlabæinn Keflavík, Ham og lista-
manninn Erró.
Hann fór að spila fönktónlist
með sveit Jóhanns Jóhannssonar,
Funkstrasse. En árið 2000 datt hann
aftur af fullum krafti aftur í músík-
ina og fór að spila með pönksveitinni
Rass annars vegar og stuttu seinna
með félögunum í Dr. Spock.
„Það var mjög uppfrískandi að
spila með Rass. Við vorum eins og í
Ham með mjög skýr markmið. Við
æfðum aldrei og sömdum aldrei lög.
Reglurnar voru þannig að bassaleik-
arinn byrjaði lagið og ákvað hvað
það var hratt, svo var spilað þangað
til trommarinn ákvað að hætta. Við
brönsuðumst heldur ekkert. Héldum
næstum því aldrei tónleika sjálfir,
vildum frekar bara mæta og hita upp
hjá einhverjum öðrum. Mér fannst
frelsandi að koma svona aftur inn á
botninum.
Ég kynntist svo félögum mínum
í Dr. Spock þegar ég lét plata mig
til að leika aðalhlutverk í bíómynd
hjá Jóhanni Sigmarssyni leikstjóra,
það var bíómynd sem hét Óskabörn
þjóðarinnar og var um vandræðafólk
í Reykjavík. Og bíómyndin var líka
dásamlegt vandræðaprójekt, gerð
fyrir litla peninga og á röffinu, mikið
pönk.“
Jóhann fór að safna saman
hljómsveitum til að búa til músík
í myndina. Þar á meðal var hljóm-
sveit sem í voru nokkrir strákar úr
Hafnarfirði og Garðabæ. Sveitin hét
Dr. Spock. „Jonni vildi endilega að
ég syngi lag með þessari sveit. Svo
mætti ég bara í eitthvað stúdíó og
hitti naumast sagt skuggalega gaura:
Finna sem er stór og sköllóttur með
tattú og aðra ekki síður skuggalega,“
segir hann og brosir. „Ég gargaði
þarna eitt lag með þeim. Svo fóru
þeir að hringja svolítið oft og spyrja
hvort ég vildi koma sem gestur á tón-
leikum. Svo leið og beið og við byrj-
uðum saman.“
Hætti að halda upp á afmælið
sitt ellefu ára
Óttarr segist alltaf hafa verið áhuga-
samur um stjórnmál þótt að hann
hafi orðið fráhverfur stjórnmálastarfi
á unglingsárunum. Raunar hefur
hann haft óvanalega sterkar tilfinn-
ingar hvað varðar hræringar í stjórn-
málum frá unga aldri. Þegar Ronald
Reagan var kosinn forseti Bandaríkj-
anna á ellefta ára afmælis degi Óttars,
hætti hann að halda upp á afmælið
sitt.
„Ég er áhugasamur um umhverfi
mitt og það sem er að gerast. Ég er
nörd. Ég hef gaman af því að kynna
mér sem flest og vil þá skilja. Ég hef
gaman af því að læra og skilja eitt-
hvað. Hvort sem er gagn að því eða
ekki. Svona framan af þá fylgdist ég
með af hliðarlínunni en ég hef alltaf
haft sterkar tilfinningar hvað varðar
stjórnmál. Þegar Ronald Reagan var
kosinn forseti á ellefu ára afmælis-
daginn minn, þá hætti ég að halda
upp á afmælið mitt,“ segir hann og
hlær og segist varla muna hvort það
hafi verið þráðbein afleiðing.
„Þegar ég var í Flensborg þá gerði
ég einhverja tilraun til þess að taka
þátt í æskulýðsstarfi stjórnmála-
flokka en hrökklaðist mjög hratt til
baka þegar ég kynntist því hvernig
flokkamaskínurnar virkuðu. Hugs-
aði með mér; nú veit ég nóg um
þetta. Geri þetta aldrei aftur. Og var
dálítið í þessum gír. Alltaf pólitískur,
með skoðanir á málum, en afhuga
kerfinu.“
Galin snilld
Það var í hruninu sem sterk ábyrgðar-
tilfinning sótti á Óttar og þegar hann
fékk símhringingu frá Jóni Gnarr
góðvini sínum um að ganga til liðs
við stjórnmálaafl hugsaði hann með
sér, að annaðhvort væri það algjör-
lega galið eða algjör snilld.
„Ég skammaðist mín fyrir að
hafa ekki tekið virkari þátt. Maður
hafði kannski slæma tilfinningu
árin á undan en gerði ekkert ann-
að í því en að röfla við eldhúsborðið
um hvað þetta hefði nú verið óá-
byrgt. En svo var ég ekkert að hugsa
um að gera neitt meira við þessar til-
finningar fyrr en Jón Gnarr hringdi í
mig um áramótin 2010 og sagði mér
að hann væri með hugmynd um að
stofna stjórnmálaflokk og fara fram
í borgar stjórnarkosningunum. Strax
fannst mér það algjörlega galið eða
algjör snilld. Ég spurði hann hvort
þetta væri gjörningur eða alvara og
hann tjáði mér að honum væri full
alvara. Svo vorum við hér fjórum til
fimm mánuðum seinna og það var
verið að rétta honum borgarstjóra-
lyklana.“
Óttarr og Jón hafa þekkst í dágóð-
an tíma og voru félagar í pönkinu
eins og margir aðrir sem gengu til
liðs við Besta flokkinn.
„Við höfum umgengist hvor ann-
an mismikið í gegnum tíðina en
alltaf eitthvað. Jón var ungskáld og
við fengum hann stundum til að
hita upp fyrir okkur með ljóðalestri.
Þá var öskrað á hann og hent í hann
flöskum en hann hélt alltaf áfram að
lesa ljóð.“
Óttarr segir frá því að á meðan
kosningabaráttan fór fram hafi flokk-
urinn mótast. Atburðarásin hafi tekið
af þeim völdin. „Og svo vorum við
allt í einu komin hingað. Þá var þetta
óvænt og skrýtið. En um leið vorum
við orðin mjög samhuga og sam-
hent. Þótt við hefðum verið að fíflast
svolítið í kosningabaráttunni þá
Viðtal 31Helgarblað 1.-3. mars 2013
Algjörlega
galið eða
algjör snilld
Líst ekki á Alþingi
Alþingi er ekki efst
á lista Óttars hvað
starfsvettvang varðar.
mynd siGtryGGur Ari