Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 35
E lodie Kulick horfði fram á bjarta framtíð. Hún var fögur, klár og hafði góða útgeislun og þrátt fyrir ungan aldur, 24 ár, var hún orðin bankastjóri í banka í Picardie í Péronne í Norð- ur-Frakklandi. En ekki fer allt sem skyldi og að kvöldi 15. janúar, 2002, var Elodie myrt og vakti málið þó nokkra athygli þarlendra fjölmiðla. Það kvöld hafði Elodie setið að snæðingi ásamt vinum sínum á kín- versku veitingahúsi í St. Quentin, smá- bæ ekki langt frá Peronne. Hún yfirgaf vini sína klukkan hálf tólf og ók sem leið lá til Peronne, umferðin var lítil og Elodie naut þess að aka heim í ró- legheitunum, skulum við segja þó við höfum ekki minnstu hugmynd um það. Það fer tvennum sögum af rás at- burða næturinnar. Samkvæmt annarri þá var bifreið ekið á eftir Elodie og hún þvinguð út af veginum. Sam- kvæmt hinni var um að ræða tvær bif- reiðar; annarri var ekið á móti Elodie og hún blinduð með aðalljósunum og hin kom á eftir Elodie og þvingaði hana út af veginum. Það segir sig sjálft að ef seinni tilgátan er rétt þá hljóta bílstjórar bifreiðanna tveggja að hafa haft samband sín á milli, en ekkert kom síðar fram sem staðfesti það með óyggjandi hætti. 30 sekúndna símtal Það má leiða líkur að því að Elodie hafi reynt eftir megni að hafa stjórn á bif- reið sinni, en vitað er að hún hringdi í ofboði í Neyðarlínuna og fékk sam- band við slökkviliðið í Amiens. Sam- talið varaði aðeins í hálfa mínútu en Elodie heyrðist bæði öskra í skelf- ingu og kjökra, einnig heyrðust raddir í bakgrunninum áður en sambandið rofnaði. Greining síðar leiddi í ljós að radd- irnar í bakgrunninum tilheyrðu þrem- ur mönnum og af hreim þeirra mátti ráða að um væri að ræða menn úr grenndinni. Sennilega var mat lögreglunnar rétt því seinna kom í ljós að ódæðis- mennirnir voru ágætlega kunnugir á þessum slóðum. Elodie var dregin, væntanlega skelfingu lostin, inn í annan, eða eina, bílinn og síðan óku mennirnir á afar afvikinn stað sem einungis kunnugir hefðu geta ratað á, skammt frá þorp- inu Monchy-Lagache; yfirgefinn flug- völl frá tímum hernáms Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Sarkozy kemur til skjalanna Tveimur dögum eftir að Elodie hvarf fannst lík hennar við áðurnefndan flugvöll. Við lík hennar fundust síga- rettustubbar og notaðir smokkar sem síðar náðust lífsýni af. Elodie hafði verið nauðgað í fleirgang, myrt í kjöl- farið og síðan helltu ódæðismennirn- ir bensíni yfir líkið og báru eld að. Tíðindin af grimmilegum örlögum Elodie urðu móður hennar um megn. Hún hafði nokkrum árum fyrr misst tvö barna sinna í umferðarslysi og tveimur mánuðum eftir morðið á Elodie reyndi hún að svipta sig lífi. Tilraunin mistókst en móðir Elodie hefur verið í dái allar götur síðan. Allt um það. Dag einn fékk Jacques, faðir Elodie, óvænt símtal. Þá nýlega skip- aður innanríkisráðherra Frakklands, og síðar forseti, Nicolas Sarkozy var á línunni. „Ég mun finna morðingja dóttur þinnar, herra Kulick,“ sagði Sarkozy einfaldlega. Jacques svaraði að bragði: „Já, þeir ættu að svara til saka.“ Hægara ort en gert Reyndar komst Sarkozy að því að það var hægara ort en gert að standa við stóru orðin því lögreglan hafði fátt til að styðjast við, reyndar bara tvö lífsýni sem samsvöruðu engu í lífsýnasafni lögreglunnar. Eftir að hafa bankað upp á hjá öllum í Monchy-Lagache og spurt hvar viðkomandi hefði alið manninn þegar Elodie var myrt var lögreglan litlu nær. Reyndar sögðu nokkrar konur að þær hefðu orðið fyrir ágangi óþekkts bílstjóra – hugsan lega á svört- um Volkswagen Golf. Lögreglan tók 40.000 lífsýni og kannaði 8.000 farsíma en þurfti að játa sig sigraða. Ekki bætti úr skák að tvær myrtar konur til viðbótar; Pat- ricia Leclercq, 19 ára, og Christelle Dubuisson, 18 ára, fundust með sex vikna millibili á sama svæði. Sú fyrri fannst 8. júlí og sú síðari 21. ágúst, báðum hafði verið nauðgað og þær síðan myrtar með því að aka yfir þær. Morðingjar Elodie, og Patriciu og Christelle, hafa aldrei fundist. Reynd- ar hélt lögregla sig hafa komist í feitt í apríl 2007. Þá var ung sænsk náms- kona, Susanna Zetterberg, myrt í Picardie. Susönnu hafði verið nauðg- að, hún myrt og síðan kveikt í líki hennar. Bruno nokkur Cholet var handtekinn og síðar kærður fyrir það morð, en lífsýni úr honum stemmdi ekki við lífsýni sem fundist höfðu á Elodie Kulick. Hvort morðingi hennar svarar einhvern tímann til saka verð- ur tíminn að leiða í ljós. n 35Helgarblað 1.-3. mars 2013 20 n Elodie myrt í blóma lífsins n Sarkozy tókst ekki að standa við stóru orðin„Lögreglan tók 40.000 lífsýni og kannaði 8.000 farsíma en þurfti að játa sig sigraða Myrt í húMi ætur Elodie Kulick Lífið brosti við Elodie, en draumar hennar áttu ekki eftir að rætast. desember 1924 var þýski raðmorðinginn og kirkjuorganistinn Karl Denke handtekinn eftir að hafa ráðist með öxi á ónafngreindan mann. Við leit á heimili Denke fann lögreglan manns- hold í stórum krukkum. Þegar upp var staðið þótti ljóst að Denke hafði orðið að minnsta kosti 42 að aldurtila og lagt sér til munns, á árunum 1914–1918. Jafnvel er talið að hann hafi selt mannakjöt á markað og sagt það vera svínakjöt. Denke hengdi sig í fangaklefa tveimur dögum eftir handtökuna. Nicolas Sarkozy „Ég mun finna morðingja dóttur þinnar, herra Kulick,“ sagði þáverandi innanríkisráðherra, og síðar forseti, Frakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.