Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 38
38 Menning 1.-3. mars 2013 Helgarblað
U
ppáhaldsmyndin mín
frá þessum tíma var svo
sannarlega ekki Mary
Poppins, það var Blues
Brothers,“ segir kankvís
Bergur Ingólfsson leikstjóri spurð-
ur um áhuga hans fyrir verkinu.
„Það er að mínu mati miklu sterk-
ari þráður í handritinu en í bókun-
um og myndinni. Verkið fjallar um
fjölskyldu í London á árinu 1910. Á
tímum sterkra hefða og viðmiða í
samfélaginu um það hvernig þú átt
að hegða þér og líta út. Pabbinn er
haldinn svo miklum afkomukvíða
að allir í fjölskyldunni eru andlega
vannærðir. Það er tengslaleysi í
fjölskyldunni sem börnin finna
fyrir. Þau vilja vera frjáls og lifa og
eru sífellt að reyna að ná til for-
eldra sinna. Það dregur svo til tíð-
inda þegar þau biðja um barnfóstru
og til þeirra kemur Mary Poppins
eins og pöntuð. Hún kemur eins
og töfraþerapisti inn í líf þeirra og
hjálpar fjölskyldunni að sinna and-
anum í gegnum fantasíu, leiki og
lífsgleði.“
Baráttan heldur áfram
með Mary
Bergur segir að þótt að hann hafi ekki
heillast af myndinni á yngri árum þá
höfði innihaldið mjög til hans. Það
eigi erindi við íslenska þjóð.
„Ég hef áhuga á því hvort þjóð-
in er andlega vannærð. Þegar Geir
Haarde bað Guð að blessa Ísland
þá var eitthvað innra með mér sem
fagnaði því, því ég hélt að efnishyggj-
an myndi víkja og við færum að
sinna okkar frekar sem andlegum
verum. En sú barátta heldur áfram
með Mary Poppins.
Fólk þarf á sögum að halda til
jafns við mat og drykk,“ segir Bergur,
„það er jafn stór hluti af mennskunni
að segja og heyra sögur eins og að
hafa aðgang að mat og drykk.“
Erlendir ráðgjafar til liðs við
leikhúsið
Kvikmyndin um Mary Poppins sló
rækilega í gegn um allan heim þegar
hún var frumsýnd árið 1964 með Julie
Andrews í aðalhlutverkinu. Myndin
fékk fimm Óskarsverðlaun og er
löngu orðin sígild. Árið 2004 var loks
var gerður söngleikur og fékk hann
góðar viðtökur þegar hann var frum-
sýndur á West End. Verkið hlaut sjö
Tony-verðlaun, meðal annars sem
besti söngleikurinn. Söngleikurinn
um Mary Poppins hefur aldrei áður
verið sýndur á Íslandi og þegar hann
var frumsýndur um síðustu helgi
vakti hann strax aðdáun og hrifningu
bæði gagnrýnenda og áhorfenda.
Borgarleikhúsið er sjötta leik-
húsið í heiminum sem sýnir verkið
og við uppfærsluna fékk Bergur til
liðs við sig alþjóðlegan hóp lista-
manna til. „Við fengum þekktan er-
lendan danshöfund, Lee Proud, til
liðs við okkur og um leikmyndina sá
Tékkinn Petr Hlousek en hann hef-
ur sviðsett margar stórsýningar víða
um Evrópu. Einnig vinna erlendir
ráðgjafar með starfsfólki Borgarleik-
hússins að útfærslu flókinna tækni-
brellna sem ég get ekkert útlistað
frekar. Töfrar verða að vera töfrar.“
Disney hefur áhuga
Tónlist í sýningunni stýrir Agnar
Már Magnússon með ellefu manna
hljómsveit og útsetning hans segir
Bergur að hafi vakið mikla og já-
kvæða athygli. Svo mikla að hing-
að til lands eru menn á leiðinni frá
Disney. „Agnar Már setur þetta upp
á nýtt fyrir minni hljómsveit en er
í West End. Disney ætla jafnvel að
nota hans útsetningar. Þeir eiga eftir
að koma og sjá hvort þeir vilji það.“
Engin önnur kom til greina
Með hlutverk Mary Poppins fer
Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Bergur
segir enga aðra hafa komið til greina.
Magnús Geir tilkynnti að það ætti að
færa upp Mary Poppins og ég hugs-
aði strax til Hönsu, áður en ég var
ráðinn. Svo fékk ég verkefnið og þá lá
þetta beint við.
Fólk sér strax hvers vegna Hansa
er kjörin í hlutverkið þegar það kem-
ur á sýninguna. Hún er frábær leik-
kona og söngkona og góður dansari.
Hún getur þetta allt. Það býr lífs-
orka í henni, sprengikraftur sem mér
finnst þurfa í þetta hlutverk – og töfr-
ar. Svo er hún ótrúlega sjarmerandi
og sæt,“ segir hann og brosir og seg-
ir hana hafa lagt einstaklega hart að
sér. „Það er ekki æfingin sem skap-
ar meistarann. Það er aukaæfingin!
Þetta er hennar mottó og ég hef verið
að hitta hana á laugardagsmorgnum
í leikhúsinu,“ segir hann til að leggja
áherslu á einurð hennar. n
n Bergur Ingólfsson leikstjóri segir sögur jafn mikilvægar og mat og drykk
Fulltrúar Disney
á leið til Íslands
„Pabbinn er
haldinn svo
miklum afkomukvíða
að allir í fjölskyldunni
eru andlega vannærðir.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
Mennskan og Mary Poppins
„Það er jafn stór hluti af mennsk-
unni að segja og heyra sögur eins og
að hafa aðgang að mat og drykk.“
MynD sigtryggur ari
Leikskólabörn
og lista
háskólanemar
Í Artíma galleríi á Skúlagötu
verður opnuð skemmtileg sýn-
ing um helgina.
Sýningin er samtal tveggja
skapandi hópa. Annars vegar
eru sýnd verk eftir leikskóla-
börn frá leikskólanum Tjarnar-
borg og hins vegar nema í
Listaháskóla Íslands. Það er
undir áhorfandanum komið
að dæma listina út frá því sem
hann sér sem og að gera upp
við sig hvað sé list og spyrja sig
um leið spurningarinnar: hvað
gerir list að list? Með þessu
samtali er leitast eftir því að fá
áhorfendur til þess að endur-
skoða ákveðnar skoðanir sem
þeir hafa gefið sér. Sýningin
ætti því að stuðla að rannsókn
nýrra hugsunarhátta, segir í til-
kynningu frá galleríinu.
Gerðuberg
30 ára
Í tilefni 30 ára afmælis Gerðubergs
verður boðið upp á veglega dag-
skrá dagana 2. og 3. mars.
Tónlistardagskrá verður haldin
í umsjón Margrétar Bóasdóttur
söngkonu frá klukkan 14.00. Þá
verður afmælismóttaka fyrir gesti
klukkan 17 og allir gamlir og nýir
vinir Gerðubergs hjartanlega vel-
komnir. Á sunnudag er börnum
og fjölskyldum þeirra boðið á
tvær kveðskaparsmiðjur: Krummi
krunkar úti með Báru Grímsdóttur
og Chris Foster og Dans vil ég
heyra með Evu Maríu Jónsdóttur.
Aðgangur er ókeypis á alla dag-
skrána.
Hlátur heima
manna og
sprengjufræði
Árlega fara myndlistarnemar á
þriðja ári Listaháskóla Íslands í
vinnustofuferð til Seyðisfjarðar.
Verkefnið er haldið á vegum skól-
ans, Dieter Roth Akademíunnar,
Skaftfells - miðstöðvar myndlistar
á Austurlandi og Tækniminjasafns
Austurlands. Sýning um verkefni
þeirra verður opnuð í Skaftfelli á
laugardag.
Allir nemendur hafa haft það
að leiðarljósi að nýta sér umhverfi
bæjarins og einstaka hjálpsemi
Seyðfirðinga við gerð verka sinna.
Möguleikarnir eru óteljandi og
viðfangsefnin fjölbreytt.
Einn nemandi hefur til dæmis
unnið náið með sprengjusér-
fræðingi bæjarins á sama tíma og
annar hefur valið sér það verkefni
að safna hlátri heimamanna. Aðrir
nemendur hafa þá einbeitt sér að
náttúru og umhverfi Seyðisfjarðar
en vinna á ólíkan máta úr efni-
viðnum.