Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Page 41
Hvert geta þeir leitað sem vilja ganga í klúbbinn? Jóna: „Við bendum öllum sem hafa áhuga á klúbbnum hvort sem er sem áhorfandi, þátttakandi, stuðningsað- ili eða bara af almennri forvitni að hafa samband við okkur annaðhvort í gegnum Facebook-síðuna okkar face- book.com/RollerDerbyIceland eða í tölvupósti; rollerderbyiceland@gma- il.com. Við fögnum öllum fyrirspurn- um og bjóðum alla velkomna.“ n Lífsstíll 41Helgarblað 1.-3. mars 2013 Háþróaður svefnbúnaður duxiana.com DUXIANA Ármúla 10 S-5689950 Kynnum nýjar gerðir af dýnum frá DUX. 50% afsláttur * af höfuðgöflum og rykföldum við kaup á nýju gerðunum. Pönkaðar á hjólaskautum n Valkyrjur sem kalla ekki allt ömmu sína n Bannað að sparka og kýla andstæðinginn Er þetta lífsstíll? Jóna: „Sem einn af stofnendum RDÍ, núverandi þjálfari og æf- inganefndarmeðlimur (ásamt fleirum), og stjórnarmeðlimur frá byrjun þá segi ég; já, ég tek Roll- er Derby alla leið. Frá því að ég fékk upprunalegu skautana mína í september 2011 og sá svo stuttu seinna fyrsta stórmót hef ég verið alveg heilluð. Ég hef farið í æfinga- búðir erlendis (Derby Revolution í Belgíu 2012), á æfingar með lið- um erlendis, nýlega á stórmótið European Track Queens (Berlín 2012), og aftur til Berlín á Europe- an Roller Derby Organizational Conference nú í byrjun febrú- ar. Fyrir utan æfingatímana okk- ar eyði ég að meðaltali um fimm klukkustundum á viku í almenna Derby-vinnu. Einnig er ég í forsvari fyrir áhugahóp um hjólaskautahöll í Reykjavík, þar sem mér finnst vanta alfarið aðstöðu fyrir hjóla- og línuskautaiðkendur.“ Þarf toppform til að stunda þessa íþrótt? Jóna: „Til að vera keppnishæfur á efsta stigi þá þarf gott líkamlegt form og aðallega þol. Það krefst líka ákveðinnar tíma- og fjárhagsskuld- bindingar sem margir geta kannski ekki leyft sér. Það þýðir samt ekki að þátttaka einskorðist við ákveðna hæð og. Innan Derby fyrirfinnast margar mismunandi líkamsgerðir og fólk á öllum aldri þannig að þetta er meira spurning um hvort viðkom- andi geti skautað, skilji leikinn og reglurnar og geti staðist lágmarks- hæfnipróf. Hver líkamsgerð hef- ur sína kosti og galla innan Der- by, sem er gott mótvægi við flestar íþróttir þar sem ein líkamsgerð er allsráðandi.“ Valkyrjur Aftari röð Carolin Huehnken, Rebekka Hlín Rúnarsdóttir, Iðunn Arna Björgvins-dóttir. Miðjuröð: Rakel Snorradóttir, Ásrún, Sigríður Aðils Magnúsdóttir. fyrir framan þær stendur Derby-stelpa frá Hollandi sem kallar sig Dir Ty Job. Einbeittar Hér eru Jóna, Ásrún, Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir og Aníta á æfingu. Hraði Carolin, Rakel og Ásrún etja hér kappi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.