Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Blaðsíða 41
Hvert geta þeir leitað sem vilja ganga í klúbbinn? Jóna: „Við bendum öllum sem hafa áhuga á klúbbnum hvort sem er sem áhorfandi, þátttakandi, stuðningsað- ili eða bara af almennri forvitni að hafa samband við okkur annaðhvort í gegnum Facebook-síðuna okkar face- book.com/RollerDerbyIceland eða í tölvupósti; rollerderbyiceland@gma- il.com. Við fögnum öllum fyrirspurn- um og bjóðum alla velkomna.“ n Lífsstíll 41Helgarblað 1.-3. mars 2013 Háþróaður svefnbúnaður duxiana.com DUXIANA Ármúla 10 S-5689950 Kynnum nýjar gerðir af dýnum frá DUX. 50% afsláttur * af höfuðgöflum og rykföldum við kaup á nýju gerðunum. Pönkaðar á hjólaskautum n Valkyrjur sem kalla ekki allt ömmu sína n Bannað að sparka og kýla andstæðinginn Er þetta lífsstíll? Jóna: „Sem einn af stofnendum RDÍ, núverandi þjálfari og æf- inganefndarmeðlimur (ásamt fleirum), og stjórnarmeðlimur frá byrjun þá segi ég; já, ég tek Roll- er Derby alla leið. Frá því að ég fékk upprunalegu skautana mína í september 2011 og sá svo stuttu seinna fyrsta stórmót hef ég verið alveg heilluð. Ég hef farið í æfinga- búðir erlendis (Derby Revolution í Belgíu 2012), á æfingar með lið- um erlendis, nýlega á stórmótið European Track Queens (Berlín 2012), og aftur til Berlín á Europe- an Roller Derby Organizational Conference nú í byrjun febrú- ar. Fyrir utan æfingatímana okk- ar eyði ég að meðaltali um fimm klukkustundum á viku í almenna Derby-vinnu. Einnig er ég í forsvari fyrir áhugahóp um hjólaskautahöll í Reykjavík, þar sem mér finnst vanta alfarið aðstöðu fyrir hjóla- og línuskautaiðkendur.“ Þarf toppform til að stunda þessa íþrótt? Jóna: „Til að vera keppnishæfur á efsta stigi þá þarf gott líkamlegt form og aðallega þol. Það krefst líka ákveðinnar tíma- og fjárhagsskuld- bindingar sem margir geta kannski ekki leyft sér. Það þýðir samt ekki að þátttaka einskorðist við ákveðna hæð og. Innan Derby fyrirfinnast margar mismunandi líkamsgerðir og fólk á öllum aldri þannig að þetta er meira spurning um hvort viðkom- andi geti skautað, skilji leikinn og reglurnar og geti staðist lágmarks- hæfnipróf. Hver líkamsgerð hef- ur sína kosti og galla innan Der- by, sem er gott mótvægi við flestar íþróttir þar sem ein líkamsgerð er allsráðandi.“ Valkyrjur Aftari röð Carolin Huehnken, Rebekka Hlín Rúnarsdóttir, Iðunn Arna Björgvins-dóttir. Miðjuröð: Rakel Snorradóttir, Ásrún, Sigríður Aðils Magnúsdóttir. fyrir framan þær stendur Derby-stelpa frá Hollandi sem kallar sig Dir Ty Job. Einbeittar Hér eru Jóna, Ásrún, Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir og Aníta á æfingu. Hraði Carolin, Rakel og Ásrún etja hér kappi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.