Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Qupperneq 42
42 Lífsstíll 1.-3. mars 2013 Helgarblað
Tískustraumar 2013
N
ú hafa tísku-
vikur staðið
yfir víðsvegar
um heiminn
undan farið og gaman
að fylgjast með götu-
tískunni í hinum ólíku
stórborgum.
Það vekur eftir-
tekt hversu litaglaðar
konur eru úti í hinum
stóra heimi og virðast
ekki vera bundnar við
ríkjandi tískustrauma.
Loðfeldir virðast ætla
að halda velli ef marka má tísku-
spekúlanta og fólkið á götunni. Loð-
skinnstöskur, -skór, -jakkar og -trefl-
ar verða áfram áberandi og í öllum
regnbogans litum.
Pinnahælar við hvaða tilefni
Ár pinnahælanna er svo sannarlega
nú og gildir engin regla um hvenær
við hæfi sé að nota þá. Pinnahælar
við slitnar galla buxur, stuttan sætan
sumarkjól eða síða kjólinn sem
farið er í í brúðkaupið er jafn smart
og viðeigandi, því hærri hælar því
betra en betra að muna að bera sig
vel þegar gengið er á háum hælum
og hafa ber í huga að það er ástæða
fyrir göngunámskeiðum. Þá vitið þið
það stelpur; hælar, gallabuxur, silki-
skyrtur, belti í öllum útfærslum og
loðfeldir eru skvísuklæði um þessar
mundir. n
Synir stytta
líf mæðra
Samkvæmt finnskri rannsókn
lifa konur sem eiga syni skem-
ur en konur sem eiga dætur.
Þetta kom fram í LiveScience-
netmiðlinum. Efasemdir eru uppi
um trúðverðug leika rannsóknar-
innar þar sem hún byggir á gögn-
um kvenna sem allar voru fæddar
fyrir 1960. Í gögnum meira en 11
þúsund kvenna kom í ljós að synir
tengdust lakari lífslíkum kvenna.
Vísindamaður, sem ekki kom
að rannsókninni, útskýrir niður-
stöðuna með því að dætur hjálpi
mæðrum sínum frekar í ellinni. „Í
mörgum vestrænum samfélögum
hjálpa dætur frekar til með yngri
börn og heimilisstörfin. Drengir
eru líka oft þyngri sem þýðir að
þeir þurfa meiri næringu bæði á
meðgöngu og með brjóstagjöf.“
Lítill svefn er
hættulegur
Svefnleysi hefur alvarlegar af-
leiðingar á heilsu okkar. Þetta kem-
ur fram í nýrri rannsókn sem sagt er
frá á BBC. Niðurstöður rannsóknar-
innar gefa í skyn að skortur á svefni
geti haft áhrif á hundruð gena sem
verði svo til þess að líkaminn geti
síður læknað sig og eykur líkur á
sjúkdómum og andlegu álagi.
Vísindamenn rannsökuðu þátt-
takendur sem höfðu sofið í meira
en tíu tíma á nóttu í viku og miðuðu
við hóp þátttakenda sem hafði sofið
minna en sex stundir. Samkvæmt
vísindamönnum sem ekki komu
að rannsókninni væri hægt að eyða
neikvæðum áhrifum svefnleysis
ef okkur tækist að slökkva á þeim
genabreytingum sem eiga sér stað
samhliða svefnleysinu og gera þar
með svefn óþarfan.
Eru börnin óþekk?
n Notaðu uppeldisaðferðir dr. Phil fyrir hvert aldursskeið fyrir sig
Á
ttu erfitt með að halda uppi
aga á heimilinu? Eftirfar-
andi listi er byggður upp af
uppeldisspeki sjónvarps-
sálfræðingsins dr. Phil sem
byggir á aðferðum sem taka á hverju
aldursstigi fyrir sig.
Styrking með umbun
Foreldrar einblína á jákvæða hegð-
un barnsins. Veittu barninu athygli
þegar það hagar sér vel.
Stefnubreyting
Þessi tækni snýst einfaldlega um að
vekja áhuga barnsins á einhverju sem
bætir hegðun þess.
Munnlegar leiðbeiningar
Með því að fara yfir það sem þú vilt að
barnið geri og af hverju, getur hjálpað
því að þróa með sér góða dómgreind.
Biðpláss
Vera á biðplássi þýðir að barnið
er fjarlægt úr erfiðum aðstæðum.
Barnið er sett á hlutlausan og jafnvel
„leiðinlegan“ stað eins og út í horn
eða þar sem leikföng og sjónvarp
eru ekki. Foreldrar hunsa barnið þar
til það er orðið rólegt. Dr. Phil ráð-
leggur að vera á biðplássi ætti aldrei
að vera lengri en fimm mínútur. Ein
mínúta á ári er góð þumalfingurs-
regla.
Reglur ítrekaðar
Útskýrðu reglurnar og vertu við-
búin/n að endurtaka þær þar til
barnið lærir að fylgja þeim.
Kyrrsetning
Aðferð á börn og unglinga sem snýst
um að takmarka dvalarstað barns-
ins við ákveðinn stað, yfirleitt heim-
ili eða herbergi.
Réttindi afnumin
Börn eiga að læra að forréttindum
fylgir ábyrgð og þau þarf að vinna
Frá fæðingu til 18 mánaða
Það sem virkar
n Styrking með umbun.
n Stefnubreyting.
Það sem virkar ekki
n Munnlegar leiðbeiningar.
n Biðpláss.
n Reglur ítrekaðar.
n Kyrrsetning.
n Réttindi afnumin.
18 mánaða til þriggja ára
Það sem virkar
n Styrking með umbun.
n Stefnubreyting.
n Munnlegar leiðbeiningar.
n Biðpláss.
Það sem virkar ekki
n Reglur ítrekaðar.
n Kyrrsetning.
n Réttindi afnumin.
4–12 ára
Það sem virkar
n Styrking með umbun.
n Stefnubreyting.
n Munnlegar
leiðbeiningar.
n Biðpláss.
n Reglur ítrekaðar.
n Kyrrsetning.
n Réttindi afnumin.
13–16 ára
Það sem virkar
n Styrking með umbun.
n Munnlegar leiðbeiningar.
n Reglur ítrekaðar.
n Kyrrsetning.
n Réttindi afnumin.
Það sem virkar ekki
n Stefnubreyting.
n Biðpláss.
sér inn. Samkvæmt dr. Phil ætti ekki
að nota þessa aðferð oft ef hún á að
skila árangri. Forréttindin eru eitt-
hvað sem barnið metur mikils, líkt
og það að horfa á sjónvarp eða leika
við vini. n
Mílanó
New YorkParís