Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Síða 44
44 Sport 1.-3. mars 2013 Helgarblað n Barist á toppi og botni ensku úrvalsdeildarinnar n Arsenal heimsækir Tottenham T ottenham getur stigið enn eitt skrefið til að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tek­ ur á móti grönnum sín­ um í Arsenal í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Tottenham hefur verið á hvínandi siglingu í deildinni að undanförnu og ekki tapað síðan liðið lá gegn Everton, 2–1, þann 9. desember síðastliðinn. Þetta hef­ ur skilað sér í því að liðið situr nú í 3. sæti deildarinnar með 51 stig – sæti sem mun tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust. Þó að mikið hafi verið rætt og rit­ að um dapurt gengi Arsenal í vet­ ur hefur liðið verið á fínu skriði í úrvalsdeildinni þó árangurinn í öðrum keppnum hafi ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum og ekki tapað síðan liðið lá gegn Chelsea, 2–1, þann 20. janú­ ar. Arsenal þarf á sigri að halda til að halda sér inni í baráttunni um 4. sætið en Arsenal er fyrir leiki helgarinnar í 5. sæti með 47 stig, tveimur stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu. Arsene Wenger og hans menn mega því illa við tapi gegn Tottenham. 55 mörk í 10 leikjum Arsenal og Tottenham áttust síðast við þann 17. nóvember síðastliðinn í deildinni en þar vann Arsenal 5–2 stórsigur. Emmanuel Adebayor kom Tottenham yfir eftir 10 mínútur en örfáum mínútum síðar fékk hann að líta rauða spjaldið. Arsenal gekk á lagið og rúllaði yfir Tottenham í kjölfarið. Miðað við síðustu 10 leiki þessara liða í öllum keppnum mætti ætla að boðið verði upp á marka­ súpu á White Hart Lane á sunnudag. Hvorki fleiri né færri en 55 mörk hafa verið skoruð í þessum leikjum, eða 5,5 mörk að meðaltali í hverjum einasta leik. Tottenham hefur skor­ að 25 mörk en Arsenal 30. Þeir sem hafa gaman af skemmtilegum leikj­ um ættu því alls ekki að láta þennan leik framhjá sér fara. Wigan-vélin komin af stað Fleiri áhugaverðir leikir eru á dag­ skránni þessa helgina þó liðin í toppbaráttunni, að Arsenal og Tottenham undanskildum, ættu að eiga þægilega helgi í vændum. Man­ chester United tekur á móti Norwich – liðinu sem var síðast til að leggja United að velli í deildinni. Man­ chester City heimsækir síðan Aston Villa á mánudagskvöld. Chelsea tekur á móti West Brom og Liver­ pool heimsækir Wigan. Wigan vann gríðarlega mikilvægan 3–0 sigur gegn Reading um liðna helgi og því þarf Liverpool á toppleik að halda til að sprengja Wigan­vélina sem jafn­ an fer af stað á þessum árstíma. Harry Redknapp og lærisveinar hans í QPR heimsækja South­ ampton og óhætt að segja að um alvöru botnslag sé að ræða. QPR er pikkfast á botni deildarinnar og verður að vinna til að eiga minnsta möguleika á bjarga sér frá falli. Nái Southampton sigri kveður liðið botnbaráttuna – að sinni að minnsta kosti. n fyrir Arsene Wenger Að duga eða drepast Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Vissir þú … … að Manchester United hefur unnið síðustu 10 leiki sína á heimavelli í deildinni. … að enginn leikur endaði með jafntefli í síðustu umferð deildarinnar. Það hefur ekki gerst áður á tímabilinu. … að engum leikmanni hefur oftar verið skipt út af en Lukas Podol- ski hjá Arsenal sem hefur 19 sinnum verið skipt út af. … að ekkert lið fær á sig fleiri skot fyrir utan teig en West Ham – 59 í heildina í leikjunum 27 í vetur. … að Lionel Messi og Gar- eth Bale eru einu leikmennirnir í stóru deildunum fimm í Evrópu sem hafa náð að skora sex mörk utan teigs. … að Gareth Bale hefur skorað flest mörk á útivelli af öllum leikmönnum úrvalsdeildarinnar, eða 11 í heildina. … að Jussi Jääskeläinen, markmaður West Ham, hefur varið flest skot allra markmanna á tímabilinu, eða 109. … að Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark í deildinni eftir að hafa átt 36 skot að marki á tímabilinu. … að Tottenham hefur fengið 2,32 stig að meðaltali úr leik þegar Moussa Dem- bele spilar en aðeins 0,57 þegar hann er ekki með. Laugardagur Chelsea – West Brom „Ef Romelu Lukaku spilar þá held ég að West Brom taki þetta 2–1. Chelsea-liðið virkar ekki sannfærandi um þessar mundir.“ Everton – Reading „Þetta er 2–0 heimasigur. Everton er sterkt á heimavelli og Reading fer líklega niður í vor.“ Man. United – Norwich „Norwich er sterkt lið en ég segi að United vinni þetta 1–0. Þetta verður erfiður leikur og United-menn verða með hugann við leikinn við Real Madrid. En þeir eru vél og klára þetta.“ Southampton – QPR „Ég held að QPR vinni þetta 2–1. Chris Samba skorar annað markið og hann mun reynast drjúgur. Þeir eru með mannskap- inn í að bjarga sér frá falli.“ Stoke – West Ham „Þetta verður markaleikur, 2–2. Ég reikna með að mikið verði skorað úr föstum leikatriðum.“ Sunderland – Fulham „Þetta er strembinn leikur en ætli Fulham vinni þetta ekki. Berbatov skorar bæði mörkin í 2–0 sigri.“ Swansea – Newcastle „Eigum við ekki að segja að leikmenn Swansea hafi dottið svo harkalega í það eftir sigurinn um síðustu helgi að þeir tapi þessum leik. Newcastle klárar þetta 3–1.“ Wigan – Liverpool „Ég held að Liverpool vinni sannfærandi 2–1 sigur. Þeir eiga eftir að skjóta í stöng og svona en Suarez ræður úrslitum þarna.“ Sunnudagur Tottenham – Arsenal Þegar ég tippa á að Arsenal vinni þá tapa þeir. Þannig að ég segi að Tottenham vinni þetta 1–0. Þá kannski vinnur Arsenal. En ætli Bale skori ekki sigurmarkið og Gylfi eigi flottan leik.“ Mánudagur Aston Villa – Man. City „City tekur þetta 3–0. Þeir virðast vera komnir á flug eftir sigurinn á Chelsea og klára þetta örugglega.“ Naumur sigur Tottenham Knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, er spámaður helgarinnar að þessu sinni. Garðar, sem er dyggur stuðningsmaður Arsenal, spáir sínum mönnum tapi í Lundúnaslagnum gegn Tottenham. Þá spáir hann því að Manchester-liðin vinni sína leiki og að Liverpool nái að landa sigri gegn Wigan. Ívar Ingimarsson spáði í spilin um síðustu helgi og náði fjórum leikjum réttum af níu. n Arsenal-maðurinn Garðar Gunnlaugsson spáir sínum mönnum tapi „Þeir eru með mann- skapinn í að bjarga sér frá falli Staðan í enska boltanum 1 Man. Utd. 27 22 2 3 64:31 68 2 Man. City 27 16 8 3 50:24 56 3 Tottenham 27 15 6 6 47:32 51 4 Chelsea 27 14 7 6 55:30 49 5 Arsenal 27 13 8 6 52:30 47 6 Everton 27 10 12 5 41:34 42 7 WBA 27 12 4 11 38:36 40 8 Liverpool 27 10 9 8 49:34 39 9 Swansea 27 9 10 8 38:34 37 10 Stoke 27 7 12 8 26:32 33 11 Fulham 27 8 8 11 37:42 32 12 Norwich 27 7 11 9 27:41 32 13 Newcastle 27 8 6 13 38:48 30 14 West Ham 27 8 6 13 31:41 30 15 Sunderland 27 7 8 12 29:36 29 16 Southampton 27 6 9 12 38:49 27 17 Wigan 27 6 6 15 33:51 24 18 Aston Villa 27 5 9 13 26:52 24 19 Reading 27 5 8 14 33:51 23 20 QPR 27 2 11 14 19:43 17 Rautt spjald og mörk Adebayor var rekinn af velli síðast þegar Arsenal og Tottenham mættust í sjö marka leik. Það er ljóst að baráttan verður engu minni á sunnudag enda mikið undir. Mynd ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.