Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Qupperneq 53
Ógleymanleg stund í Hörpu Fólk 53Helgarblað 1.-3. mars 2013 S tórleikarinn Ólafur Darri Ólafs- son verður fertugur sunnu- daginn 3. mars. Ólafur Darri er einn þekktasti leikari landsins en sjálfur hefur hann látið hafa eft- ir sér að hlutverk loðfílsins í Fanga- vaktinni hafi gert hann frægan á einni nóttu. Ólafur Darri fæddist í Bandaríkj- unum árið 1973 en útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1998. Þótt hann hafi útskrifast fyrir 15 árum úr Leiklistarskólanum varð hann ekki áberandi að ráði fyrr en síðustu ár. Ólafur Darri hefur leikið í fjöld- anum öllum af leikritum og einnig í stórum íslenskum kvikmyndum á borð við Sveitabrúðkaup, Foreldra, Stormland, Djúpið og XL. Hann hef- ur enn fremur leikið í Hollywood- myndunum Contraband og The Secret Life of Walter Mitty auk þess sem hann er við tökur á A Walk Am- ong the Tombstones þar sem hann leikur á móti Hollywood-stjörnunni Liam Neeson. Í viðtali við DV í fyrrahaust viður- kenndi Ólafur Darri að Hollywood freistaði ekki. „Það eina væru þá launin. Peningarnir væru líklega það eina sem gæti fengið mig til þess að reyna fyrir mér í Hollywood. Svo má ekki gleyma því að Hollywood-stjörn- ur eru bara fólk eins og ég og þú. Eini munurinn er launaseðillinn. Mér finnst ekkert rosalega spennandi að vera frægur á Íslandi en sem betur fer eru Íslendingar frábærir hvað þetta varðar. Þeir eru alls ekkert óþolandi eða þá ég bara ekki það frægur að það sé verið að angra mig.“ Unnusta Ólafs Darra er dansarinn Lovísa Ósk Gunnarsdóttir en parið á dóttur sem kom í heiminn árið 2010. É g þori varla að viðurkenna það en ég hef aldrei farið á Sushi Samba og væri til í að prófa þann stað í tilefni dagsins, segir hár- greiðslumeistarinn og tískulöggan Ásgeir Hjartarson á Hairbrush, en hann heldur upp á fertugsafmælið sitt í dag, föstudag. „Annars grun- ar mig að það sé eitthvað „surprise“ í gangi. Ég veit ekki hversu mikið en ég er allavega ekki hlaupandi um að panta borð,“ segir Ásgeir og bætir við að bæði dóttir hans og eiginkona séu miklar afmælisstelpur. „Á hverju ári er maður vakinn snemma með kök- um og blöðrum. Þær gera alltaf mikið úr þessum degi. Maður fær alveg að vita að maður eigi afmæli, sem er al- veg rosalega gaman.“ Ásgeir viðurkennir að honum finnist ótrúlegt að hann sé orðinn fertugur. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að þetta er smá sjokk. Ég fann til að mynda fyrstu gráu hárin fyrir viku! Það eru blendar tilfinningar gagnvart þessu. Mér finnst gaman að þroskast en ekki jafn gaman að eldast. Ég er líka í þessum bransa þar sem æskudýrk- unin er mikil. Tískubransinn er svo geðveikur en ég er búinn að ákveða fyrir löngu að þegar ég verð níræð- ur ætla ég að verða eins og hár- greiðslumeistarinn heimsfrægi Al- exandre De Pari. Hann er hrikalega flottur, sléttur og fínn þrátt fyrir ald- ur,“ segir hann hlæjandi og bætir við að margir eigi erfitt með að trúa að hann sé kominn á fimmtugsaldur- inn. „Ég þakka það rakakremunum. Ég hugsa vel um mig, ber á mig krem á hverjum degi og fer ekki mikið í ljós. Það er alveg að borga sig, það hlýtur að vera fyrst fólk trúir ekki að ég sé orðinn svona gamall.“ Ólafur Darri fertugur „Þetta er smá sjokk“ Einn þekktasti leikari landsins 40 ára Ásgeir á Hairbrush 40 ára Fertugur Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson kemst á fimmtugsaldurinn á sunnudaginn. Tískulögga Ásgeir fann fyrsta gráa hárið fyrir viku. Minnist látinnar systur sinnar í bók M ér finnst fínt að komast á fer- tugsaldurinn. Það hræðir mig ekki, segir Rögnvaldur Rúnar Þorkelsson sem verð- ur þrítugur á laugardaginn. Rögnvaldur Rúnar býr á Reyni- mel í Borgarfirði en starfar á verk- stæði á Grundartanga. Hann er fjöl- skyldumaður, á konu og þrjár stelpur, Thelmu, Guðrúnu Eygló og Rakel Svövu. Aðspurður játar hann því að dæturnar eigi eflaust eftir að vekja hann með afmælissöng á sjálfan af- mælisdaginn en sjálfur segist hann ekki mikið afmælisbarn. „Svona vanalega held ég ekki upp á þetta en núna geri ég undantekningu. Það er ekki á hverjum degi sem maður verð- ur þrítugur. Það er víst ekki.“ Rögnvaldur Rúnar ætlar að taka á móti gestum heima í tilefni dagsins. Hann segist ekki búast við því að kíkja út á lífið um kvöldið. „Ég nenni ekki á djammið enda bý ég úti í sveit og það er langt að fara. Það verður frekar bara gleði heima við.“ Óttast ekki fertugsaldurinn Rögnvaldur Rúnar þrítugur Afmælisbarn Rögnvaldur er þriggja barna faðir og býst við því að vera vakinn af dætrunum á afmælisdaginn. S tórglæsilegir styrktartónleikar fyrir ljósmyndarann Ingólf Júlíusson fóru fram í Norður- ljósasal tónlistar- og ráð- stefnuhússins Hörpu í Reykja- vík á fimmtudag. Margt af þekktasta og besta hljómlistarfólki landsins gaf vinnu sína við tónleikana og en þar á meðal voru tónlistaratriði sem flokka má sem klassíska söngtónlist og þyngsta þungarokk sem fyrirfinnst hér á landi. Meðal þeirra sem komu fram voru uppistandarinn Ari Eldjárn og söngva- skáldið Hörður Torfason, hljóm- sveitirnar og tónflokkarnir Bodies, Dimma, Fræbblarnir, Hellvar, Hljóm- eyki, Hrafnar, tónlistarmaðurinn KK, Nóra, Nýdönsk, ÓP-hópurinn og Q4U. Ingólfur sjálfur hefur lengi ver- ið gítar leikari hljómsveitarinnar Q4U en í hans stað á tónleikunum lék Egill Viðarsson úr Nóru á gítar með Q4U. Þess má geta að Auður Viðarsdóttir og Egill úr Nóru eru systurbörn Ingólfs. Komust ekki á tónleikana Þá er vitað til þess að meðlimir þungarokkssveitarinnar Skálmaldar voru eyðilagðir yfir því að geta ekki spilað á tónleikunum en þeir voru staddir í Hnífsdal á Vestfjörðum þar sem þeir léku á tónleikum í félags- heimilinu fyrir rokkþyrsta heima- menn. Þeir hafa því ákveðið að gefa út Skálmaldarboli með Ingólfi sem verð- ar seldir til styrktar honum á vefsíð- unni blekholt.is. „Takk fyrir okkur og allt,“ sögðu Skálmaldarmenn við Ingólf í myndbandi sem þeir birtu á mynd- bandavefnum Youtube. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ingólfur væri hættur í meðferð vegna bráðahvítblæðis sem hann greindist með í október síðastliðnum. Ingólfur hefur farið í gegnum þrjár meðferðir sem hafa ekki skilað árangri og ætlar sér núna að njóta tímans sem hann á eftir með fjölskyldu sinni en enginn veit hve langur sá tími verður. Tekur mataræðið í gegn Ingólfur var í viðtali við DV síðast- liðinn miðvikudag þar sem hann sagðist ekki vera búinn að gefa upp alla von og ætlar sér að reyna óhefð- bundnar lækningar til að vinna bug á meininu. Hann hefur leitað til Kol- búnar grasalæknis þar sem hann mun meðal annars taka mataræðið í gegn. „Ég óttast mest að þetta heilbrigðis- fæði verði til þess að ég lifi mörg ár í viðbót, þá verður mjög pínlegt að hitta fólk úti á götu, hafandi verið dauð- vona svona lengi, fólk á bara eftir að spyrja mig: Bíddu áttu ekki að vera dauður helvítið þitt?“ sagði Ingólfur léttur í lundu við blaðamenn og skelli- hló. Hann sagði þó að fregnir sem hann fékk um að lyfjameðferðin hefði engan árangur borið hafa fengið mest á konu hans og börn. Það var miklu erfiðara fyrir þau að fá að heyra þetta en mig,“ sagði Ingólfur. „Ég er bara feginn að það er einhver niðurstaða komin í málið. Óvissan var verst.“ Ingólfur býst ekki við því að taka margar myndir á næstunni en í vikunni fékk hann þó að taka myndir af Baldri Ragnarssyni, vini sínum úr þungarokkshljómsveitinni Skálmöld, sem verður boðin upp til styrktar Mottumars. n n Vinir og vandamenn studdu Ingólf Júlíusson í Hörpu Frábærir listamenn Meðal þeirra sem stigu á svið var hljómsveitin Q4U og hér sést söngkona sveitarinnar, Ellý, syngja af innlifun. Mynd PressPHoTos.biz Góður hópur Strákarnir í Nýdönsk spiluðu á tónleikunum sem voru hinir glæsilegustu. Ellý í Q4U er hér með þeim félögum. Mynd PressPHoTos.biz rokkað Hljómsveitin Dimma tróð meðal annars upp við góðar undirtektir. Mynd PressPHoTos.biz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.