Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Qupperneq 56
Boltinn
sprunginn!
Heillast af
draugaskipum
n „Það er eitthvað heillandi við
draugaskip,“ skrifar Egill Helgason
á bloggsíðu sinni en tilefni skrif
anna er mannlausa skipið Lyu-
bov Orlova sem rekur stjórnlaust
um Norðurhöf í átt til Íslands og
Noregs. Skipið er sagt vera fullt
af rottum og Egill segir þær varla
hafa nóg að éta.„Maður þarf ekki
mikið hugmyndaflug til að sjá
hvernig það getur far
ið. Einn vinur minn
á Facebook stakk
upp á að þegar
skipið kæmi að
Íslandsströndum
væri bara ein,
risastór,
rotta eft
ir,“ segir
Egill.
E
inn allra besti blaðasali Íslands
sögunnar, Auðunn Gestsson,
fagnaði 75 ára afmæli sínu á
miðvikudag. Það muna eflaust
margir Reykvíkingar eftir þessum
vaska blaðasala í miðborg Reykjavíkur
sem vakti aðdáun margra þar sem
hann seldi DV.
Auðunn unir nú hag sínum vel á
sambýlinu að Vesturbrún en hann hef
ur ekki setið auðum höndum eftir að
hann hætti blaðasölunni. Hann hefur
nú gefið út ljóðabók þar sem birtist
aðeins lítið brot þess kveðskapar sem
frá honum hefur komið. Ásamt skáld
skapnum liggur eftir hann fjöldinn all
ur af málverkum og teikningum og er
hann sannarlega hæfileikaríkur lista
maður.
Þegar DV bar að garði til að heilsa
upp á þennan gamla félaga var hann
hinn hressasti og lék við hvern sinn
fingur á meðan hann sagði frá bókinni
góðu þar sem einnig er að finna ævi
ágrip hans.
Í bókinni er meðal annars minnst
á tónlistaráhuga hans sem er sagður
fremur sérstakur. Er þekkt sagan af
Auðuni þegar hann fór að dæmi út
varpsmanns nokkurs á 6. áratug síð
ustu aldar sem leyfði hlustendum að
velja óvinsælustu hljómplötuna og
braut hana síðan þannig að áhorfend
ur heyrðu. Þennan sið tók Auðunn
upp og kom sér fyrir með gramma
fóninn úti á svölum í Sólheimum þar
sem hver platan af annarri var valin sú
óvinsælasta og brotin.
Þetta er ein af mörgum skemmti
sögum af Auðuni sem er að finna
í bókinni góðu sem minna margar
hverjar á góðvin hans Emil Í Kattholti.
Þá eru ljóðin ekki síðri en þar er til
að mynda eitt þar sem Auðunn rifjar
upp æsku sína:
„Ég var þriggja ára
Það var mikið vatn í mýrinni.
Ég var í stígvélum
Mamma kallaði á mig,
ég var orðin rennblautur.
Mamma sagði Æ Æ Æ“
DV óskar þessum mikla gleðigjafa
til hamingju með útgáfu bókarinnar
og óskar þessum mikla vini sínum
alls hins besta. n birgir@dv.is
Gefur út ljóðabók
n Auðunn Gestsson fagnaði 75 ára afmæli sínu á miðvikudag
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 1.–3. mars 2013 25. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
Sölvi hrósar Gísla
n Fjölmiðlamaðurinn sölvi
Tryggvason hefur tekið upp á því á
Facebooksíðu sinni að hrósa fólki
fyrir það sem vel er gert. Fyrsta
hrósið fékk Gísli Örn Garðarsson,
leikari og leikstjóri. „Allt frá því
ég tók fyrst við hann viðtal 2007,
undarlega helslakan klukkutíma
áður en hann steig á stórt leiksvið
í London, hefur mér fundist hann
einn svalasti náungi sem ég hef
kynnst. Gríðarlega hæfileikaríkur
leikari, leikstjóri og rekur eitt
flottasta fyrirtæki landsins, Vestur
port. En umfram allt jarðbundinn
og góður drengur! Þar hafið þið
það!“ sagði Sölvi á síðunni sinni
en fjölmargir hrósuðu
honum sjálfum í
staðinn.
Hjörtur hættur
n Útvarpsþátturinn Boltinn á X
inu 977 í umsjón Hjartar Júlíusar
Hjartarsonar hefur verið tekinn af
dagskrá. Hjörtur greindi frá þessu
á Twittersíðu sinni og sagði að
ástæðan væri dræm hlustun á
þáttinn. Þátturinn féll vel í kramið
hjá boltaunnendum og lýsti gagn
rýnandi DV því meðal annars í
pressupistli að Boltinn á Xinu
væri „vel pumpaður og alls engin
tuðra“. Boltinn verður
því ekki á dagskránni
lengur en boltaunn
endur geta þó áfram
hlustað á útvarps
þáttinn fotbolti.
net á laugardögum.
Sjálfur var Hjörtur
miður sín og
sagðist til
kynna þessa
ákvörðun
með „trega
og sorg“.
Hress Auðunn var hinn allra hressasti þegar
hann kynnti fyrir DV ljóðabókina góðu sem
hann hefur gefið út í tilefni 75 ára afmælis síns.