Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 6. maí 2013 Mándudagur Þaulskipulagður Þjófnaður úr ikEa n Lögfræðingar, framkvæmdastjóri og hjúkrunarfræðingar n Milljónaskaði fyrir IKEA n Kærustur, systkin og fleiri bendlast við málið L ögfræðingar, eigandi lög­ fræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. Meintir glæpir eru raktir a.m.k. sex ár aftur í tímann og DV hefur undir höndum leyniskýrslu um meintan þjófnað og þjófa. Einnig hefur DV undir höndum myndbönd úr öryggisvél­ um af meintum þjófum að athafna sig. Myndböndin verða sýnd á DV.is lesendum til glöggvunar. Af gögnunum má sjá að meintir þjófar nýttu sér rúmar skilareglur fyrirtækisins, tóku strikamerki af hræódýrum vörum og límdu yfir strikamerki á dýrari varningi. Þá má sjá af gögnunum að þeir tóku í nokkur skipti börn sín með í ránsferðirnar. Gögnin réttmæt Hér á eftir verður farið skipulega yfir þau gögn sem DV og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur und­ ir höndum. Glæpirnir voru kærðir til lögreglu í febrúar síðastliðnum og nokkrir meintra þjófa yfirheyrðir. Lögmaður IKEA er Brynjar Níels­ son, hæstaréttarlögmaður og nýr þingmaður Alþingis. Hvorki hann né Þórarinn Ævarsson, fram­ kvæmdastjóri IKEA, vildu tjá sig um málið við DV en staðfestu að rann­ sókn á þjófnaðinum væri í gangi og að málið hefði verið kært til lög­ reglu. Höfuðpaurinn lögmaður Höfuðpaur meints þjófageng­ is er lögmaður, hefur lokið MA­ prófi í lögfræði frá lagadeild Há­ skóla Íslands. Hann er talinn hafa stundað þjófnað í verslun IKEA að minnsta kosti frá árinu 2007. Helsti samverkamaður hans er fram­ kvæmdastjóri fyrirtækis sem starfar í ferðaþjónustu. Samkvæmt skýrslu þeirri er DV hefur undir höndum hafa lögfræðingurinn sem við skul­ um kalla Jón og framkvæmdastjór­ inn sem við skulum hér eftir kalla Bjarna verið samstíga í þjófnaði í verslun IKEA frá árinu 2007. Fljótlega gengu fleiri til liðs við þá Jón og Bjarna ef marka má gögn DV. Fyrrverandi og núverandi kærasta Jóns eru sagðar taka þátt í þjófn­ aðinum. Sú fyrrverandi um tveggja mánaða skeið og í litlum mæli. Nú­ verandi kærasta hans er hjúkrunar­ fræðingur og er sögð hafa stund­ að þjófnaðinn í rúmt ár og í meira mæli. Á öryggismyndböndum má sjá börn með í för í meintum ráns­ ferðum. Fyrrverandi eiginkona Jóns er eigandi að lögfræðistofu á höfuð­ borgarsvæðinu. Hún er ekki sökuð um þjófnað í umræddu máli en meðhöndlar hins vegar þýfi. Jón er hins vegar starfsmaður lög­ fræðistofunnar og tveir samstarfs­ menn hans gengu til liðs við hann auk maka þeirra. Þannig virðist hringurinn hafa víkkað og meint þjófagengi orðið umfangsmeira og skipulagðara. Fjölskyldumeðlimir með þýfi Bjarni, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu á landsbyggðinni, nýtir sér einnig fjölskyldutengsl og fær samkvæmt leyniskýrslu þeirri sem DV hefur undir höndum, kær­ ustu sína, systur, bróður, föður og mág til liðs við sig. Bæði til að stela og meðhöndla þýfi. Þá er hann sagður hafa fengið fyrrverandi laun­ þega ferðaþjónustufyrirtækis síns til þess að taka þátt í þjófnaðinum. Kærasta Bjarna tekur þátt í að stela úr verslun IKEA á meðan aðrir fjöl­ skyldumeðlimir eru látnir höndla með þýfi, skila því inn og þiggja inn­ eignarnótur frá fyrirtækinu. Um­ rædd kærasta hefur samkvæmt athugunum DV fengið á sig dóm fyrir að falsa lyfseðla. Skiluðu stólum sem voru aldrei seldir Upp komst um stórfelldan og skipulagðan þjófnað í verslun­ um IKEA þegar starfsmaður í hús­ gagnadeild tilkynnti öryggisdeild að fyrir tækið ætti samkvæmt birgða­ kerfi fjórum IKEA PS Selma­stólum meira en það hafði keypt í upphafi. Enginn stóll hafði selst, fjórum hafði verið skilað. Við nánari skoðun komu tengsl í ljós á milli þeirra sem höfuð skilað stólunum fjórum. Þetta var í nóvembermánuði 2011 og innan IKEA var ákveðið að skoða skilasögu viðkomandi einstaklinga, kom þá í ljós að þeir allir höfðu skilað vörum sem aldrei höfðu verið seldar frá fyrirtækinu, eða í mjög takmörkuðu magni. All­ ar vörurnar sem skilað var, voru mjög svo dýrar. Samkvæmt heim­ ildarmanni DV þurfti fyrirtækið að fá sérfræðing í öryggismálum frá Danmörku til að fara yfir þjófnaðinn með ærnum tilkostnaði. Nýttu sér rúmar skilareglur Í gögnum málsins um meintan þjófnað er greint frá því að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hvernig þau færu að því að komast yfir þýfið. Í fyrstu var talið líklegt að starfsmaður inn­ anhúss væri samsekur og aðstoðaði þjófana. Við nánari eftirgrennslan J ón og Bjarni og aðrir meintir þjófar eiga, samkvæmt gögnum þeim er DV hefur undir höndum, að hafa tekið strikamerki af ódýrum vörum og límt yfir strikamerki á dýrari vörur. Þannig greiddu þeir lítið sem ekkert fyrir dýrar vörur. Strikamerkin eru af ódýrum vörum. Oft úr plasti sem auðvelt reyndist að ná strikamerkinu af til að festa á aðrar dýrari vörur. Sem dæmi um ódýrar vörur sem hópurinn á að hafa notað strikamerkin af eru PS-barnastóll, Trofast-skókassi og plastruslafötur. Allir þessir hlutir eru hræódýrir. Vörurnar sem meintir þjófar fóru með út úr versluninni voru mun dýrari. Svona fór meintur þjófnaður fram Dæmi 1 Hér er tekið dæmi um meintan þjófnað úr IKEA 1. september 2012. Vörur Godmorgen-speglaskápur 64.950 kr. IKEA PS 2012 barnastóll 3.490 kr. Jón og kærastan hans koma í hús kl. 18:30. Snorri verslar Godmorgen-speglaskáp með strikamerki af PS-barnastól kl. 19:00. Stólnum er skilað á nafni og kennitölu kærustunnar 10 mínútum síðar. Inneignar- nóta gefin út. Dæmi 2 Hér er tekið dæmi um meintan þjófnað úr IKEA 30. september 2012. Vörur Godmorgen-vaskskápur 34.950 kr. Bestå Burs-skrifborð 49.490 kr. IKEA PS 2012 barnastóll 3.490 kr. Jón og kærasta hans koma í hús. Kærastan skilar Godmorgen-vaskskáp og fær inneignarnótu. Þau versla því næst Bestå Burs-skrifborð með strikamerki af rauðum barnastól úr PS-línu IKEA. Það sést vel á myndavél að rétt strikamerki er ekki á kass- anum. Jón og kærasta hans aka um hverfið og hitta fyrrverandi eiginkonu Jóns og núverandi eiginmann hennar á bílastæðinu. Jón flytur kassa úr sínum bíl yfir í þeirra og síðan fer fyrrverandi eiginkona og skilar skrifborðinu. Meintir þjófar að verki Hér sjást Jón og kærasta hans við meintan verknað. MyNd úr öryGGiSkerFi kom í ljós að aðferð þeirra var ekki flókin en fól í sér nokkra fyrirhöfn af hálfu þjófanna. Það var síðan erfitt fyrir starfsmenn IKEA að taka eftir verknaðinum. Eins og áður sagði nýttu meintir þjófar sér rúmar skila­ reglur verslunarinnar. IKEA hefur viljað liðka fyrir viðskiptavinum og skilareglur fyrirtækisins eru al­ mennt rýmri en gengur og gerist. Það þarf ekki nótu til þess að skila inn keyptum vörum. Skila­ reglurnar eru nánar tiltekið með þeim hætti að greitt er til baka á sama máta og kemur fram á kassa­ kvittun, en ef viðkomandi er ekki með nótu, þá fæst inneign. Það má síðan nýta inneignina að vild. Meintir þjófar versluðu fyrir þess­ ar inneignir og eins keyptu þeir sér gjafakort fyrir inneignirnar. Þess má geta að mögulegt er að nota gjafakortin að vild, þar með talið sem gjaldmiðil. Þegar vörunni er skilað þarf hins vegar að gefa upp kennitölu og því eru skil umræddra meintra þjófa, rækilega skjalfest. n Þessa stóla keyptu þau fyrir slikk Með þeirri aðferð að líma strikamerkið af þeim á dýrari vörur. Hvenær hófust meintir glæpir? Jón, meintur höfuðpaur Mars 2007 – Skilaði þýfi 43 sinnum. Bjarni, helsti samverkamaður Jóns Mars 2007 – Skilaði þýfi 21 sinni Bróðir Bjarna Apríl 2007 – Skilaði þýfi 3 sinnum . Fyrrverandi launþegi Bjarna September 2007 – Skilaði þýfi 1 sinni. Samstarfsmaður Jóns Janúar 2008 – Skilaði þýfi 6 sinnum. Kærasta Bjarna Október 2009 – Skilaði þýfi 11 sinnum. Fyrrverandi kærasta Jóns Febrúar 2010 – Skilaði þýfi 4 sinnum. Kærasta Jóns September 2012 – Skilaði þýfi 4 sinnum. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.