Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 6. maí 2013 Mánudagur Vill binda endahnút á skáldaferilinn n Stefán Snævarr fékk arf og gefur ljóðabók B ók bókanna, bækur ljóð- anna, er titillinn á nýrri ljóða- bók heimspekingsins Stefáns Snævarr. Bókin ber undirtitil- inn Alljóðaverk og er ljóðlistin, sem að sögn Stefáns er „list listanna“, rauði þráður bókarinnar. „Ég er að reyna að binda enda- hnút á skáldaferil minn,“ segir Stef- án sem býr og starfar í Noregi. „Ég tók allt sem ég taldi vera sæmilega leshæft og útgáfuhæft og tróð í þetta handrit. Og það þýðir lítið að tala við útgefendur. Ég gafst upp á því og gaf út sjálfur.“ Segja mætti að Stefán hafi gefið út bókina í orðsins fyllstu merkingu því hann sendi ein tvö hundruð ein- tök í pósti til vina og ljóðunnenda á Íslandi. „Já, ég gaf bara bókina. Mér tæmd- ist arfur eftir foreldra mína og ákvað að nota hluta hans til að gefa út flotta bók. Þetta kostaði stórfé. Ég borgaði amerískum bókagerðarmanni fyrir að prenta hana og sendi hana svo á fólk heima á Íslandi. Ætli einhver fjöldi þeirra sé ekki að bölva mér núna í sand og ösku þar sem menn neyðist til að lesa ljóðabók sem tel- ur tæpar 200 síður. Hver nennir því?“ Bókin er kveðjuóður Stefáns til ljóðlistarinnar. Hann segist þó skilja við sviðið sáttur. Nú sé nóg kveðið og tími til að ungir menn taki við keflinu og haldi uppi merkjum ljóðsins. Stefán segist þó ætla að halda áfram skrifum. Hann er ötull bloggari og mun einnig fylgja ljóðabók sinni úr hlaði. „Ég er að láta prenta fleiri eintök því það gleymdist að setja nafn bókarinnar á kjölinn. Safnarar geta því slegist um að eiga báðar út- gáfurnar,“ segir Stefán en bókina má nálgast í bókabúð Máls og menn- ingar á Laugaveginum. n Stefán Snævarr Gefur út sína síð- ustu ljóðabók. Stundaætan Stundaætan tætir í sig mínúturnar mínar. Vill éta ár vill gleypa öld. Kjassa hana samt kyssi hana samt klappa henni á kollinn strýk henni um kinn enn á ný. É g man þegar franskar kart- öflur fengu nýtt nafn í mötu- neyti Hvíta hússins í Banda- ríkjunum og hétu skyndilega Frelsiskartöflur. Frakkarn- ir höfðu víst einhverjar efasemdir um stríðið gegn hryðjuverkum sem leiddi af sér innrás í Afganistan, inn- rás í Írak og ótrúlegar hörmungar. Og ekki stóð á svarinu frá valdamesta leiðtoga heims. Engar franskar með mínum borgara takk. Skjóta fyrst, spyrja svo Bush-tímabilið einkenndist af þjóð- erniskennd, föðurlandsást og þeirri hættulegu stefnu að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Lygar voru not- aðar til að réttlæta stríð, fjölmiðlar keyptu lygarnar og Íslendingar urðu meðreiðarsveinar Bush og co; með- limir á lista hinna staðföstu þjóða - sem var ekkert sérstaklega eftirsóttur listi að vera á. Skjóta fyrst, spyrja svo. Í stríðinu gegn hryðjuverkum eru leikreglurn- ar í ætt við Hollywood-hasarmyndir. Hermennirnir eins og ofurhetjur sem birtast í svartnættinu og skjóta allt sem á vegi þeirra verður. Ég man eftir fréttamyndum af blóðbaðinu þegar Saddam Hussein var handtekinn – sá eini sem komst lífs af úr þeirri árás. Osama bin Laden lifði ekki handtök- una af. Hann og allir hans samverka- menn voru skotnir til bana og forset- inn fylgdist með í beinni. Óvænt ádeila Þess vegna kom það mér á óvart að í Iron Man 3, einni stærstu hasarmynd ársins, skyldi vera falin hárbeitt gagnrýni á Bush-tímabilið. Myndin er skrifuð af Shane Black, sem á að baki myndir eins og Lethal Weapon og Kiss, Kiss, Bang, Bang. Myndin hefur slegið í gegn um alla heims- byggðina. Malar gull í Bandaríkjun- um, Evrópu og Kína. Í myndinni þjáist Járnmaðurinn Tony Stark af áfallastreituröskun eft- ir að hafa barist við geimverur í hópi norrænna guða í New York. Hann hefur lokað sig af með vélunum sín- um og berst við kvíða og svefnleysi. Nýr óvinur birtist svo á sjónvarp- skjánum, hryðjuverkamaðurinn Mandaríninn (sem svipar bara þó nokkuð til erkióvinarins Osama bin Laden.) Mandaríninn vekur skelfingu með úthugsuðum hryðjuverkaárás- um og forseti Bandaríkjanna (sem er alls ekki svo ósvipaður í útliti og Bush yngri) bregst við með því að endurnefna „Stríðsvélina“ (félagi Járnmannsins) Föðurlandsvininn, og mála hann í bandarísku fána- litunum. Föðurlandsvinurinn er svo sendur til Mið-Austurlanda í leit að Mandarínanum en finnur sauma- konur í stað hryðjuverkamanna (sem hann frelsar auðvitað á staðnum). Varúð! Snilld myndarinnar, og nú ættu þeir lesendur sem eiga eftir að sjá myndina kannski ekki að lesa lengra, er þegar í ljós kemur að Mandarín- inn er hræðilegur hryðjuverkamað- ur, heldur breskur leikari að nafni Trevor Slattery. Hryðjuverkaógnin á ekki rætur sínar að rekja til Mið- Austurlanda heldur hefur leikaran- um verið komið fyrir í glæsivillu í Miami þar sem hann fær ótakmark- að magn áfengis og nýtur vinfengis föngulegra kvenna í stað þess að leika rullu. Ógnin kemur innan frá og sviðsetning ógnarinnar er jafnvel mikilvægari en ógnin sjálf. Úreld hugmyndafræði Í baráttunni gegn hryðjuverkum missir Tony Stark járnbrynjuna og þarf bæði að sigrast á eigin djöfl- um og óvininum með eigin hugviti og líkama. Og félagi Járnmannsins, Föður landsvinurinn, missir einnig sína brynju í hendur óvinarins. Þar með eru þeirra eigin vopn komin í hendur óvinarins. Hárbeitt kald- hæðni handritshöfundarins svífur yfir vötnum í lok myndarinnar; þegar sjálfur forseti Bandaríkjanna endar í brynju Föðurlandsvinarins, hang- andi í böndum í haldi óvinanna, fastur í eigin hugmyndafræði, gagns- lausri brynju málaðri í bandarísku fánalitunum. Að gagnrýni af þessum toga skuli vera að finna í einni stærstu hasar- mynd síðari ára er svo sannarlega óvænt. En kannski er tilefnið ærið því þrátt fyrir að frelsiskartöflurnar heiti nú aftur franskar kartöflur þá virðist mottóið í hinu óvinnandi stríði enn hið sama: Skjóta fyrst, spyrja svo. n Föðurlandsvinurinn Þrátt fyrir fánalitina er hann ekki allur þar sem hann er séður. Ofurhetjur í fánalitunum Kvikmyndir Símon Birgisson simonb@dv.is Osama bin Laden Var tekinn af lífi af sérsveitum Obama. Brynja ritstýrir Djöflaeyjunni Brynja Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Djöflaeyjunnar á RÚV. Hún tekur við starfinu af Þórhalli Gunnarssyni sem hætti á RÚV og gerðist framleiðslustjóri Saga Film. Djöflaeyjan er þáttur um leiklist, myndlist og kvikmynd- ir þar sem birtist jafnt umfjöllun sem gagnrýni. „Það er kominn góður grunnur að þessum þætti og honum verður ekki umbylt heldur byggt á því góða sem þegar hefur verið gert,“ segir Brynja sem hefur mikla reynslu af vinnu á fjölmiðl- um og hefur meðal annars starfað í Kastljósi síðustu ár auk þess að nema bókmenntafræði við Há- skóla Íslands. Brynja segir mikil- vægt að þættir eins og Djöfla- eyjan séu í stöðugri þróun. Hún lofar spennandi dagskrá á næsta vetri, til dæmis sé myndlistar- sérfræðingurinn Goddur á leið á Feneyjatvíæringinn þar sem hann mun dvelja í tvær vikur, drekka í sig það heitasta í myndlist heimsins og deila svo með áhorfendum. Gestir lita í Listasafninu Um helgina var opnuð sýningin Pastís 11/11 í Listasafni Íslands. Sýningin er unnin í samvinnu við ellefu nemendur í nýju meistara- námi í listfræði við Háskóla Ís- lands og ellefu myndlistarmenn sem sagðir eru þekktir fyrir láta sig samtímamálefni varða. Verk eftir Birgi Örn Thoroddsen, eða Curver – eins og hann kallar sig – hefur vakið athygli en það heitir Barnahornið. Curver segist vilja velta upp þeirri spurningu hvað gerist þegar barnahornið sé fært til og sett í samhengi sýningarinnar sjálfrar. Curver býður sérstaklega upp á liti og blöð næstu helgi, en það er lokahelgi sýningarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.