Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 9
Fréttir 9Mánudagur 6.maí 2013 Þaulskipulagður Þjófnaður úr ikEa n Lögfræðingar, framkvæmdastjóri og hjúkrunarfræðingar n Milljónaskaði fyrir IKEA n Kærustur, systkin og fleiri bendlast við málið Meintir höfuðpaurar í IKEA-málinu: Vilja ekki tjá sig „Hvaðan hafið þið gögn um þetta mál,“ spurði héraðsdómslögmaðurinn og einn meintur höfuðpaur í þjófnaðarmálinu í IKEA þegar DV hafði samband við hann. Þegar hann var spurður að því hvað honum hefði gengið til svaraði hann. „No comment,“ og sleit samtalinu. DV hafði einnig samband við forstöðumann ferðaskrifstofunnar sem samkvæmt gögnum málsins var álíka umsvifamikill og lögmaðurinn og helsti samverkamaður hans. Hann brást illa við símtalinu og sagði: „Það er ekki búið að rannsaka eða dæma í málinu. Þetta er bara ásökun.“ Þegar hann var spurður hvort hann teldi að málið væri ekki á rökum reist, svaraði hann: „Ég hef bara ekkert um þetta mál að segja og ekki í DV. Eitthvað svona blað sem skrifar bara eitthvað út í loftið. Þið eruð fræg fyrir það.“ johanna@dv.is E ftir að uppvíst varð um meintan þjófnað fóru öryggisverðir IKEA að fylgjast sérstaklega með þeim grunuðu. Það gerði þeim verk- ið auðveldara að Jón, höfuðpaurinn, lagði ávallt í sama stæðið beint fyrir framan útganginn. Hann hafði ekki fyrir því að leggja í almennt stæði eins og aðrir verslunargestir. Öryggismyndavélum var því beint að stæðinu og þegar hans varð vart var fylgst með ferðum hans í versluninni með eftirlitsmyndavélum hússins. Samkvæmt gögnum DV er um þróað- an myndavélabúnað að ræða og glöggt má greina límmiðasvindlið á myndefninu. Þá má sjá meinta þjófa eiga við límmiða á vörum og hitta samverkamenn sína á bílaplani versl- unarinnar þar sem einn aðili fór inn með vöruna til að fá fyrir hana inn- eignarnótu. Öryggi hert í IKEA Afleiðingar þess að þjófar hafa látið greipar sópa um verslun IKEA í nokkur ár geta valdið því að herða verður skilareglur fyrirtækisins. Þórarinn, framkvæmdastjóri IKEA, segir í samtali við DV að honum muni þykja leitt ef svo fer. Skila- reglurnar séu hluti af góðri þjónustu fyrirtækisins til viðskiptavina og feli í sér traust. Engar ákvarðanir hafa verið teknar vegna málsins enn sem komið er, en samkvæmt heimildum DV hefur verið brugðist við þjófn- aðinum með meiri öryggisvörslu og eftirliti í versluninni með hagsmuni viðskiptavina í huga. n n Vel fylgst vel með meintum þjófum Höfuðpaurinn lagði alltaf í sama stæðið Lögfræðingurinn og ríkisstarfsmaðurinn Jón: Starfar við stjórnsýslu hjá ríkisfyrirtæki Höfuðpaurinn Jón. Er samkvæmt gögnum málsins umsvifamestur í meintum þjófnaði. Hann er eins og áður sagði með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands. Hann segist á Facebook-síðu sinni vera starfsmaður lögfræðistofu fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hann er einnig skráður starfsmaður hjá stóru ríkisfyrirtæki. Ásamt því er hann skráður lögfræðingur ferðaþjónustufyrirtækis meints samverkamanns síns, Bjarna. Það er Jón sem skilar tveimur stólum sem aldrei seldust úr verslun IKEA og vekur eftirtekt öryggisvarða verslunarinnar. Jón er í gögnum málsins sagður versla mikið af mat, rafhlöðum og smávöru fyrir inneignarnótur sínar en lítið af húsgögnum. Hann er sagður, rétt eins og aðrir, versla gjafakort fyrir inneignarnótur sínar. Sagt er að gjafakortunum hafi verið dreift um hópinn. Oft til annarra sem eru tengdir málinu. Á meðal þeirra er kona, samstarfsmaður Jóns á lögfræðistofunni. Sú hin sama er einnig skráð sölumaður hjá ferðaþjónustufyrirtæki því sem Bjarni stýrir sem vekur eftirtekt um tengsl í hópnum. n Framkvæmdastjórinn Bjarni: „Enginn engill“ Minna liggur fyrir af upplýsingum um framkvæmdastjóra ferðaþjón- ustufyrirtækisins. Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa verið skráð á hans nafni undanfarin ár en nú afskráð. Bjarni og kærasta hans eru sögð stórtæk í þjófnaði í IKEA. Þau hafa stolið vörum fyrir eina og hálfa milljón króna. Ónafngreindur heim- ildarmaður innan lögreglunnar segir Bjarna, „engan engil.“ Bjarni skilar einnig inn dýrum stól sem aldrei var seldur úr verslun IKEA. Bjarni verslar ýmsar smávörur, mat og smáræði fyrir inn- eignarnótur sínar. Sá afangur sem eftir stendur er notaður til þess að kaupa gjafakort. Þau nýtir hann ásamt kærustu sinni. Með gjafakort- um og inneignarnótum hefur parið verslað dýr skrifstofuhúsgögn. Kærastan fengið dóma fyrir fölsun lyfseðla Kærasta Bjarna kemur nokkuð seint inn í málið. Fyrsta skilafærsla hennar er þann 17. 10. 2009. Um það leyti er þau hefja samband sitt. Þrátt fyrir seina innkomu í þessa myllu er hún stórtæk og á skömmum tíma hefur hún skilað vöru fyrir rúma hálfa milljón í sínu nafni. Kærastan starfar með Bjarna í ferðaþjónustufyrirtækinu sem sölumaður og hefur fengið á sig dóm fyrir fölsun lyfseðla. Kærastan skilar einnig vörum sem aldrei hafa selst frá IKEA. n Nennti ekki að leggja í almennt stæði Auðvelt reyndist að fylgja höfuðpaurnum eftir. Hann hafði ekki fyrir því að leggja í almennt stæði og lagði ávallt fyrir framan verslunina. Skilað og skipt Hingað komu meintir þjófar oft og skiluðu dýrari vörum sem þeir höfðu, samkvæmt gögnum DV, keypt fyrir slikk með því að falsa strika- merki. Nánar um meinta höfuðpaura Öryggisvörður Eftir að upp komst um þjófnaðinn hefur verið fylgst vel með meintu þjófagengi, sem hefur látið greipar sópa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.