Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 10
Þ að sem kom fram þarna var allt samkvæmt veruleik- anum. Þetta var erfitt það sem snýr að mér,“ segir Erla Bolladóttir, einn sakborn- inganna úr Guðmundar- og Geir- finnsmálunum, eftir frumsýningu leikverksins Hvörf. Verkið er byggt á sakamálunum og er meðal annars farið ofan í það hvernig yfirheyrslum var háttað og fáránleiki þeirra dreg- inn fram. Hvernig þau voru þvinguð til játninga með ofbeldi og ýmsum brögðum. Það er Rúnar Guðbrands- son sem leikstýrir verkinu sem er að miklu leyti unnið í samstarfi við leik- arana. Blaðamaður náði tali af Erlu eftir sýninguna og tárvot augu hennar báru vott um hve sýningin hafði tekið á hana. Sársaukinn skín í gegn Erlu fannst mjög átakanlegt að sjá at- burðina lifna við aftur fyrir framan sig á leiksviðinu. Sérlega átakan legt fannst henni að sjá sjálfa sig á sviðinu, en það er Birna Hafstein sem túlkar hana í leikverkinu. „Þessi sem leikur mig, hún gerir það ótrúlega vel,“ seg- ir Erla sem er þó ekki alveg búin að átta sig á þeirri upplifun. „Hún var yfirheyrslunum sem ég var í og mér fannst hún gera það mjög vel, ekkert of mikið af neinu og ekki of lítið held- ur. Mér fannst koma einhver sárs- auki í gegn og það gerði þetta enn- þá erfiðara. Ef hún hefði leikið þetta illa þá hefði þetta verið miklu auð- veldara,“ segir Erla og skellir upp úr. Það er stutt í gleðina hjá henni þrátt fyrir að hún sé nýbúin að fara í rússí- banareið um þetta erfiða tímabil. „Hún var eitthvað svo umkomulaus,“ bætir hún við, en þannig var Erla sjálf á þessum tíma. Skipt úr leik yfir í raunveruleika Hvörf er svokölluð flökkusýning, en hún hefst í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og endar í húsnæði gamla Hæstarétt- ar, sem er staðsett þar við hliðina. Í sýningunni er einnig nokkrum sinnum skipt úr leik yfir í blákaldan raunveruleikann. Eitt slíkt atvik kom Erlu í töluvert uppnám. Bróðurdóttir hennar, Svandís Dóra Einarsdóttir, fer með hlutverk í sýningunni og hún lýsir því einnig hvernig sakamálin höfðu áhrif á föður sinn, Einar Bolla- son. Hann flæktist inn í Geirfinnsmálið fyrir tilstilli Erlu þegar yfirheyrslur fóru að snúast um smygl. Hún sagði rannsakendum frá því að Einar hefði einhvern tíma gefið föður þeirra smyglaðan bjór, en það vatt upp á sig og hann sat í gæsluvarðhaldi í 105 daga. Þau systkinin hafa ekki verið í neinum samskiptum síðan. Sár fjölskylduharmleikur Aðspurð hvernig henni hafi orðið við þegar Svandís Dóra stóð skyndilega ein á sviðinu og talaði frá hjartanu, svarar Erla: „Það var mjög skrýtið. Hún var bara að tala frá sínu eigin brjósti og þetta var svolítið sýrt.“ Hún stoppar og tekur sér smá tíma áður en hún held- ur áfram. Það er stutt í tárin hjá Erlu þó hún berjist við að halda aftur af þeim. „Mér finnst sérstaklega sárt að það skuli koma fram í miðju leikriti að bróðir minn taki mest nærri sér svik systur sinnar við sig. Það er svo sárt að öll þessi ár hafi farið í fjölskylduharm- leik, sem hefur tætt fjölskylduna, þegar engin svik áttu sér stað.“ Erla bendir á að hún hafi sjálf verið fórnarlamb að- stæðna sem enginn sá fyrir og að allt sem hún sagði í yfirheyrslunum hafi verið sagt af eintómri skelfingu. „Ef við hefðum sameinast fyrr, þá er ómögu- legt að segja hvernig hlutirnir væru í dag. Ef við hefðum öll borið gæfu til að leggja okkar krafta í að þetta yrði rannsakað eða réttlætinu yrði fullnægt í þessu máli. En sem betur fer er sá tími runninn upp þó seint sé,“ segir Erla og vísar þar til skýrslu starfshóps innan- ríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmálin. En þar kemur skýrt fram að það sé hafið yfir allan skyn- samlegan vafa að framburður Erlu í málunum hafi verið óáreiðanlegur. Auðvelt að kenna Erlu um Svandís Dóra tók fram í sýningunni að hún hefði sjálf ekki verið fædd á þeim tíma sem málin skóku íslenskt samfélag og að þetta hefði aldrei verið rætt á hennar heimili. „Hún er það ung að hún er núna fyrst að gera sér grein fyrir þessu. Auðvitað er þetta pabbi hennar og það er alltaf svo stutt í það þegar eitthvað hræði- legt gerist, að næstu viðbrögð séu að spyrja hverjum það sé að kenna. Það hefur lengi verið svo auðvelt að kenna mér um þetta og mér fannst það koma mjög skýrt fram í leikritinu hver ber ábyrgð á þessu öllu saman.“ Það tekur virkilega á Erlu að ræða þetta og tárin sem hún hefur reynt að halda aftur af brjótast fram. Veit að ábyrgðin er ekki hennar Þegar Erla hefur jafnað sig örlítið höldum við spjallinu áfram. Hún bendir meðal annars á að það um- hverfi sem lögreglan starfaði í á sín- um tíma hafi verið brenglað og það hafi haft þau áhrif að svo fór sem fór. Í fyrsta þætti leikverksins er einmitt reynt að setja áhorfendur inn í þetta brenglaða umhverfi á háðslegan hátt. Erlu finnst mjög gott að það sé gert til að sýna hvar ábyrgðin liggur. „Menn voru bara að valsa um í ein- hverju ótakmörkuðu rými. Hver er ekki að fara að misstíga sig þar?“ Erla veit innst inni að hún ber ekki ábyrgð á því að allt hafi farið á ann- an endann í íslensku samfélagi, en þeirri hugsun lýstur engu að síður oft niður í huga hennar. Hún gerir sér þó grein fyrir því að málið er miklu stærra en svo að hún hafi einhverju ráðið og rætur þess dýpri. Í raun má segja að hún hafi verið leikmunur í höndum lögreglunnar sem færði hana til og frá á sviðinu eftir þörfum, í harmleik raunveruleikans á sínum tíma. „Mér fannst þau öll gera þetta mjög vel“ Þrátt fyrir að sýningin hafi verið átakanleg fyrir Erlu þá eru hún ánægð með útkomuna. „Mér finnst þetta bera leikstjóranum gott vitni sem listamanni. Mér fannst þau öll gera þetta mjög vel. Þau taka saman erfiðan og við- kvæman veruleika og setja hann fram á mjög skapandi hátt. Og ef fólk fer heim ringlað, miður sín eða reitt þá er eitthvað unnið í leik- húsi. Ef menn eru reiðir út í þetta leikrit og segja að þetta sé eitthvað rugl, þá er það bara fínt. Þannig á leikhús að virka.“ n 10 Fréttir 6. maí 2013 Mánudagur „Mér finnst sérstak- lega sárt að það skuli koma fram í miðju leikriti að bróðir minn taki mest nærri sér svik systur sinnar við sig. n Erla Bolladóttir þurfti að berjast við tárin á frumsýningu á nýju leikverki Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Sárt að sjá fjölskyldu- harmleik á sviði Átakanlegt Erla var ánægð með sýninguna þó hún væri mjög átakanleg. „Mér finnst þetta bera leikstjóranum gott vitni sem listamanni,“ segir hún. Erfitt að sjá sjálfa sig Birna Hafstein túlkar Erlu Bolladóttur í leikverkinu og finnst Erlu hún gera það ótrúlega vel. Myndir ÞorMAr Vignir gunnArSSon Brenglað umhverfi Reynt er að gefa áhorfandanum innsýn inn í brenglað umhverfi lögreglunnar á háðslegan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.