Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 18
Heimurinn í hnotskurn 18 Lífsstíll 6. maí 2013 Mánudagur Nokkrir bitar af sætindum til góðs n Veldu sætindin vel F lestir kannast við að finna fyrir mikilli sætindaþörf síðla dags eða á kvöldin og margir láta gjarnan undan þessari þörf með kexköku, sælgæti eða köku- sneið. Sætindaþörfin kviknar vegna þess að líkamann skortir orku. Oft er blóðsykur í algjöru lágmarki á þess- um tíma. En vaninn hefur líka sitt að segja. Nammigrísir sem venja sig á sætindanart venja líkamann við að kalla á meira. En óhollustan segir til sín og því miður þá bætir fólk fljótt á sig aukakílóunum með síðdegisnartinu. Margir eiga mjög erfitt með að stand- ast sætar freistingar og til þess að ráða bót á aukakílóunum er hægt að vanda valið á gúmmelaðinu eða að takmarka átið. Það er hið minnsta ekki ráðlegt að sleppa sætindunum alfarið. Rannsóknir gefa til kynna að þeir sem borða sætindi í hófi eru með lægri BMI-stuðul en þeir sem sneiða alfarið hjá öllum sætindum. Tveir vel valdir súkkulaðimolar sem innihalda 100 kaloríur eru betri kostur en kökusneið eða kexkökur. Tilbúið kex eða kökur innihalda frekar transfitusýrur og tvöfalt magn hitaeininga. Framleiðendur eru í auknum mæli að svara eftirspurn neytenda eftir hollum sætindum. Whole Foods Market framleiðir gómsæta hlauporma úr lífrænum ávaxtasafa og sleppir kornsírópi, heilsuvörumerkið Skinny Cow selur súkkulaði og hnetusmjörssælgæti eins og heitar lummur. Þá má gæða sér á kakónibbum sem fást í ís- lenskum stórmörkuðum, nibbur eru gerðar úr súkkulaði í sínu tærasta formi og hafa þrefalt meira af andox- unarefnum en grænt te sem margir drekka í heilsuskyni. Skiptið út græna teinu fyrir kakónibbur síðdeg- is og mittismálið minnkar um leið og sætindaþörfinni er fullnægt. Upplagt er að hafa skál á skrif- stofuborðinu með möndlum, smá- um súkkulaðibitum og þurrkuðum berjum. Þá er gott ráð að fá sér ferskt loft og drekka mikið af vatni til að hemja sætindapúkann.n H elmingur jarðarbúa hefur daglega þrjú hundruð krónur til að draga fram líf- ið og einn af hverjum fjór- um þarf að láta 100 krónur duga. 358 milljarðamæringar eiga á sama tíma álíka mikið fé og sem nemur árstekjum tæplega helmings jarðarbúa. Fátækt mun eflaust aldrei verða útrýmt, en það eru hlutir sem hægt er að lagfæra með lítilli fyrir- höfn eins og að hugsa aðeins út fyrir rammann. Margt smátt gerir eitt stórt er einhvers staðar ritað og eru það orð að sönnu. Að leggja leggja góðu málefni lið með einhverju smáræði mánaðarlega, getur gert gæfumun. Ameríkanar gera allt stórt Ameríkanar eru um 5% jarðarbúa, en nota um 25% af allri orkufram- leiðslu í heiminum, en það eitt og sér segir ansi mikið. Dæmigerður Ame- ríkani notar jafn mikla orku og tveir Japanir, sex Mexíkanar, 31 Indverji og 370 Eþíópíumenn. Já, þeir eru stórir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Borða allt of mikið Ameríkanar innbyrða um 800 millj- arða kaloría á degi hverjum degi, en það er um 200 milljörðum fleiri en nauðsynlegt er. 200 milljarðar kalor- ía nægja til að fæða og næra 80 millj- ónir. Vesturlandabúar eru þekktir fyrir að henda matvælum í meira mæli en góðu hófi gegnir. Amerík- anar henda rúmlega 200.000 tonn- um af óskemmdum matvælum á degi hverjum. Á sama tíma fá um 700 milljónir manna ekki nægan mat til þess að líkaminn geti starfað eðli- lega. Um 10 milljónir manna verða hungurmorða árlega. n Góðum mat hent Það er synd hve miklu af góðum mat er hent þegar helmingur jarðarbúa býr við skort. n Ameríkanar slá flestum við í neyslu en eru fimm prósent jarðarbúa n Helmingur jarðarbúa dregur fram lífið á 300 krónum daglega n Meira en 60% Ameríkana eru of þung og 33% eiga við offituvanda- mál að stríða. n 32% bandarískra barna eru of þung eða glíma við offitu. n Spár segja að 43% Bandaríkja- manna muni eiga við offituvanda- mál að stríða innan 10 ára. n Á eftir reykingum er offita helsta banamein í Bandaríkjunum, eða í um 70–80% tilfella. n Talið er að um tveir milljarðar jarðarbúa svelti eða séu vannærðir. n Það kostar um 30 milljarða að útrýma hungri í heiminum, en á sama tíma fengu verðbréfamiðlar- ar á Wall Street greidda um átta milljarða í bónusa árið 2007. n 25% jarðarbúa lifa án rafmagns. n Samkvæmt heimildum frá UNICEF, deyja daglega yfir 20.000 börn vegna fátæktar. n Ameríkanar eyða um 12 millj- örðum í stöðumælasektir árlega. n 30 milljarðar fara á ári hverju í sælgætisneyslu hjá Bandaríkja- mönnum. n Ameríkanar neyta áfengis fyrir 50 milljarða á ári. n 80 milljarðar fara í gosdrykki hjá Ameríkönum á ári. Hvernig væri að fara yfir neysluna hjá okkur og athuga hvað betur má fara og leggja tölurnar á minnið sem fylgja hér. Við þurfum oft að sjá þetta í töluformi til þess að átta okkur á vandanum sem er svo sannarlega til staðar. Næst þegar þú ætlar að henda heillegum mat, hugsaðu þig þá um. Freistingar Á meðan sumir svelta geta aðrir ekki staðist freistinguna. Börn í vanda Æ fleiri börn glíma við offitu. Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is Nokkrar staðreyndir Vel alin Vestrænar þjóðir eru vel aldar. Offituvandinn Offita er vandamál í vestrænum löndum. Þrefalt magn andoxunarefna Kakónibbur eru góður kostur til að hemja sætindapúkann. Í þeim er þrisvar sinnum meira af andoxunar- efnum en í grænu tei. Ungt fólk ætti að borða þrjár aðal- máltíðir á hverjum degi, morgun- mat, hádegismat og kvöldmat og flestum hentar að fá sér líka 2–3 millibita yfir daginn. Morgunverð- urinn hefur löngum verið talinn mikilvægasta máltíð dagsins. Þeir sem borða morgunmat neyta al- mennt næringarríkari fæðu en þeir sem sleppa því. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða yfir- leitt morgunmat standa sig betur í skóla og starfi og þeir eiga síður við offituvandamál að stríða. Mörg börn á grunnskólaaldri borða hádegismat í skólanum sem foreldrar kaupa af fyrirtækjum sem framleiða mat fyrir skólana. En sumir kjósa að nýta afganga heiman frá sér í hádegismatinn. Í stað þess að henda afgöngum kvöldsins er gott að setja þá í plast- dollu fyrir næsta dag. Það má setja rifinn ost yfir pottrétt gærkvöldsins, eða skera niður ferskt grænmeti og blanda saman við fiskréttinn. Allir grunnskólar búa að örbylgjuofni sem hægt er að hita afganga upp í. Ekki henda að óþörfu. Ekki henda afgöngum að óþörfu Hættuleg efni í varalitum Samkvæmt rannsókn sem vísinda- menn við Berkeley-háskóla fram- kvæmdu eru varalitir hreint ekki með öllu hættulausir. Rannsókn vísindamannanna á 32 „ vinsælum tegundum“ leiðir í ljós að þeir innihalda meðal annars blý, ál, króm og kadmíum – efni sem flest- ir myndu væntanlega ekki kæra sig um að setja á varirnar. Í sumum tilfellum var magnið töluvert yfir hættumörkum. Þannig getur neysla á krómi valdið krabbameini í maga, að sögn vísindamannanna. Í niðurstöðum skýrslunnar kem- ur fram að eftirliti sé augljóslega ábótavant við framleiðslu á þess- um vinsælu snyrtivörum. Kanilprófið er hættulegt Fjölmargir hafa eflaust spreytt sig á kanilprófinu svokallaða sem felur í sér að reyna að kyngja heilli mat- skeið af hreinum kanil. Flestum mistekst að kyngja kanilnum og anda honum óvart að sér. Þeir sem hafa ekki enn prófað ættu að sleppa því enda getur það haft slæm áhrif á lungun. Kanill er mjög fíngerður og getur hann myndað örfínar rispur á lungunum og haft fleiri slæm áhrif. Sumir geta þjáðst af einkennum sem minna á astma svo dögum skiptir. Á síðasta ári voru að minnsta kosti 30 einstaklingar fluttir á sjúkrahús í Bandaríkjunum eftir tilraunina, þar á meðal nokkrir með samfallin lungu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.