Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 3
É g er ekki viss um að það taki stuttan tíma að mynda ríkis­ stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að semja um og það gæti tekið nokkurn tíma að ganga frá þeim, segir Grét­ ar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn­ málafræði við Háskólann á Akur­ eyri, um stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. For­ menn flokkanna lögðu spilin á borðin um helgina og mun væntanlega draga til tíðinda á næstu dögum. „Það liggur fyrir að Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son, formaður Framsóknarflokks­ ins, setur það sem skilyrði að skulda­ vandi heimilanna verði leystur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð­ isflokksins, setur skattalækkanir á oddinn og hvernig styrkja megi stoðir atvinnulífsins en skattlækkanir á fyr­ irtæki eru hluti af þeim pakka.“ Útdeiling ráðherraembætta Grétar Þór segir að ef Framsókn nái fram hugmyndum sínum um hvern­ ig leysa megi skuldavandann sé það spurning hvað Sjálfstæðisflokkurinn fái fyrir sinn snúð. „Maður veit ekki hvernig þessir menn hafa notað tí­ mann í síðustu viku en ég held að stjórnarmyndunarviðræður séu ekki eitthvað sem menn leysa á örfáum dögum. Þegar menn hafa náð saman um málefnin þá tekur við að úthluta ráðuneytum. Hingað til hafa þungu ráðuneytin verið forsætis­, fjármála­ og utanríkis ráðuneyti. Síðasta ríkis­ stjórn bjó til tvö súperráðuneyti, inn­ anríkis ­ og velferðarráðuneyti en ég hef á til finningunni að þau ráðuneyti ásamt umhverfisráðuneytinu séu ekki efst á óskalistanum hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki.“ Bjarni Benediksson sagðist í fréttum á sunnudag ekki gera kröfu um forsætisráðherraembættið. „Mér finnst það líklegt að ef Fram­ sóknarflokkurinn fær forsætisráðu­ neytið þá vilji sjálfstæðismenn fá fjármála­ og utanríkisráðuneytið. Niðurstaðan af ráðherrakaplinum tel ég ráðast af því hvað hvorum flokki um sig tekst að koma mörgum af sín­ um málefnum inn í stjórnarsáttmál­ ann. En menn verða að hafa í huga að útdeiling ráðherraembætta hefur alltaf skipt miklu máli í stjórnar­ myndunarviðræðum á Íslandi. Ís­ lenskir pólitíkusar hafa alltaf lagt mikið upp úr því hvaða ráðuneyti þeir fá og það eru engin teikn á lofti um að það hafi breyst,“ segir Grétar Þór . Bjartsýnir fótgönguliðar Sigmundur Davíð og Bjarni Benedikt sson hófu formlegar við­ ræður um myndun ríkisstjórnar á sunnudag. Ekki fékkst uppgefið hvar þeir funduðu. Á meðan for­ mennirnir ráða ráðum sínum ríkir bjartsýni meðal flokkssystkina þeirra um myndun ríkisstjórnar flokkanna tveggja. Þeir þingmenn innan Sjálf­ stæðisflokks og Framsóknarflokks sem DV ræddi við sögðust bíða þolin­ móðir meðan á viðræðunum stendur og almennt væri góð stemning í her­ búðum þeirra. Sigurður Ingi Jóhannsson, varafor­ maður Framsóknarflokksins, sagðist ekki vilja tjá sig mikið um viðræðurnar en sagðist treysta formönnum flokk­ anna fullkomlega til að leiða málið til lykta. Verða að fá svigrúm Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing­ maður Sjálfstæðisflokksins, sagð­ ist ekki ætla að spá mikið og spekúlera í stjórnarmyndunarvið­ ræðunum á þessu stigi. Það verði að gefa formönnunum einhverja daga til að mynda ríkisstjórn. Í sama streng tók Ragnheiður Ríkharðsdótt­ ir, flokksystir hennar. „Það verður að gefa þeim svigrúm til að ræða saman næstu daga.“ DV náði ekki sambandi við Kristján Þór Júlíusson, annan varaformann Sjálfstæðisflokksins, en hann sagði í samtali við Vikudag á Akureyri að hann telji góð líkindi til að flokkarnir nái saman í viðræðum um samstarf í ríkisstjórn og á Alþingi um þau fjölmörgu verkefni sem bíða á vettvangi stjórnmálanna. „Næsta kjörtímabil verður enginn dans á rósum, sérstaklega að því er lýtur að ríkisfjármálum, og því afar brýnt að flokkarnir vandi sig og gefi sér þann tíma sem þarf til að stilla saman strengi sína fyrir þau átök sem bíða við úrlausn erfiðra við­ fangsefna,“ sagði Kristján. n SPARISJÓÐIRNIR BLÓÐMJÓLKAÐIR Fréttir 3Mánudagur 6. maí 2013 Hefur skilað 430 milljónum króna n Álfurinn er mikilvægur þáttur í fjáröflun SÁÁ n Barna- og fjölskyldudeild byggð upp H in árlega fjársöfnun SÁÁ hefst í dag og stendur til 12. maí. Að þessu sinni verður Álfurinn seldur til að byggja upp starf­ semi barna­ og fjölskyldudeildar SÁÁ. Frá því að sala á honum hófst árið 1990 hafa hreinar tekjur sam­ takanna vegna hans verið um 430 milljónir króna og hann verið mikils­ verðasti þátturinn í fjáröflun samtak­ anna. Þessir fjármunir hafa staðið til dæmis undir uppbyggingu unglinga­ deildarinnar að Vogi, starfsemi fjöl­ skyldumeðferðarinnar og gert SÁÁ fært að þróa úrræði fyrir börn alkó­ hólista, ungmenni og fjölskyldur. Á vef SÁÁ kemur fram að sölu­ hagnaður af Álfinum renni til barna­ og fjölskyldudeildar SÁÁ. Hann mun standa undir öflugu forvarnarstarfi til handa þeim börnum og ungmenn­ um sem eru í mestri hættu vegna áfengis­ og vímuefnaneyslu, stuðn­ ingi við foreldra ungmenna sem eru í vanda, eflingu foreldrahæfni ungra foreldra og öðrum úrræðum til styrktar ungmennum og fjölskyld­ um í vanda. „Nýjar rannsóknir staðfesta mikla fjölskyldulægni áfengis­ og vímu­ efnasýki. Til að draga úr þeim skaða sem sjúkdómurinn hefur á einstak­ linga og fjölskyldur er því brýnt að uppfræða sem fyrst þau börn og ungmenni sem eru í mestri áhættu; styðja vel við bakið á foreldrum sem eiga ungmenni í áfengis­ eða vímu­ efnavanda; bjóða ungmennun­ um upp á góða meðferð og öfluga virkniþjálfun sem hjálpar þeim að verða virk í námi og starfi; aðstoða unga foreldra sem hafa náð tökum á neyslu sinni; og veita ungum fjöl­ skyldum og fjölskyldum ungmenna öflugan stuðning með öðrum hætti,“ segir í umfjöllun á vef SÁÁ. Samtökin hafa í tólf ár rekið sér­ staka unglingameðferð sem hefur skilað miklum árangri. Næsta skrefið í uppbyggingu þessarar meðferðar er að styðja enn betur við bakið á ung­ mennunum þegar meðferðinni lýk­ ur og styrkja þau félagslega; ekki síst með öflugri fjölskyldumeðferð. n n Feðgar högnuðust á eigin lagabreytingum n Lagavaldið misnotað í þágu sérhagsmuna Í hnotskurn 21. júní 1985 Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra og stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, átti frumkvæði að lagasetningu sem tryggði stofnfjár- eigendum lífeyrissjóða rétt til ágóða af rekstrarafgangi sparisjóðanna. 28. apríl 1993 Ný heildarlög um viðskiptabanka og sparisjóði voru sett og veittu stofnfjáreigendum beinan rétt til arðgreiðslu auk réttar á verðtryggingu og arði af innborguðu stofnfé ofan á verðtrygginguna. 21. desember 1999 Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra átti frumkvæði að lagasetningu sem breytti Tryggingasjóði sparisjóðanna í öryggissjóð. Fulltrúar stofnfjáreigenda skipuðu í stjórn sjóðsins sem átti meðal annars að hafa eftirlit með arðgreiðslum og rekstri stofnfjáreigend- anna sjálfra. 18. maí 2001 Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra átti frumkvæði að laga- setningu sem veitti heimild til að breyta sparisjóðum í hlutafélög. Lögin tryggðu stofnfjáreigendum sparisjóðanna rétt til að seilast í varasjóði þeirra, sjóði sem áður var ráðstafað til samfélagsmála og í þágu íbúa hvers sveitarfélags. Jafnframt heimiluðu þau sparisjóðum að greiða út arð þrátt fyrir taprekstur. 28. júní 2002 Fimm stofnfjáreigendur í SPRON gerðu kauptilboð í sjóðinn og vildu sameina hann Búnaðarbankanum. Á meðal fimmmenninganna voru Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Gunnlaugur M. Sigmundsson, þáverandi framkvæmdastjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Fjármálaeftirlitið stöðvaði kaupin. 13. desember 2002 Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra átti frumkvæði að nýjum heildarlögum um fjármálafyrir- tæki þar sem ekkert bann var lagt við sölu stofnfjárbréfa til þriðja aðila á yfirverði, en deilt hafði verið um það hvort setja ætti á slíkt bann. Þá voru heldur ekki settar takmarkanir á arðgreiðslur til stofnfjár- eigenda, heldur staða þeirra tryggð enn betur. 24. júní 2005 Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og sonur Matthíasar Á. Mathiesen, seldi stofnfé sitt í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir fimmtíu milljónir. Verðið var svona hátt ekki síst vegna þess að nýir eigendur höfðu rétt til að seilast í varasjóðinn samkvæmt lögum Valgerðar Sverrisdóttur sem Árni hafði sjálfur greitt atkvæði með á þingi. 4. október 2007 Byr tók á sig endanlega mynd. Niðurstaðan var sú að fjórir sparisjóðir, Sparisjóður Hafnar- fjarðar, Sparisjóður vélstjóra, Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður Norðlendinga urðu að Byr. Apríl 2008 Stofnfjáreigendur Byrs greiddu sér 13 milljarða arð úr varasjóð- inum. 21. mars 2009 Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur SPRON og skipaði skilanefnd yfir bankann. 23. apríl 2010 Fjármálaeftirlitið tók yfir starfsemi Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík. Mikilvæg söfnun Söluhagnaður mun að þessu sinni renna til barna- og fjölskyldu- deildar SÁÁ. Gunnar Smári Egilsson er formaður SÁÁ. Viðræðurnar gætu dregist á langinn n Segir Bjarna líklega gera kröfu um fjármála- og utanríkisráðuneyti Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is Framsóknarforsætisráðherra „Menn verða að hafa í huga að útdeiling ráðherra- embætta hefur alltaf skipt miklu máli í stjórnarmyndunarviðræðum á íslandi,“ segir Grétar Þór Eyþórsson. „Verða að fá svigrúm til að mynda stjórn Reyna að ná saman Bjartsýni ríkir í þing- flokkum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um að Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni takist að mynda ríkisstjórn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.