Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Blaðsíða 16
16 Neytendur 6. maí 2013 Mánudagur Algengt verð 237,6 kr. 236,5 kr. Algengt verð 237,4 kr. 236,3 kr. Höfuðborgarsv. 237,3 kr. 236,2 kr. Algengt verð 237,6 kr. 236,5 kr. Algengt verð 239,9 kr. 236,4 kr. Melabraut 240,4 kr. 236,4 kr. Eldsneytisverð 5. maí Bensín Dísilolía Ekki gráta yfir lauknum Margir eru afar viðkvæmir fyrir því að skera lauk og gráta yfir því verki. Það eru til ýmis húsráð sem ætlað er að koma í veg fyrir þetta. Eitt þeirra er að þegar búið er að taka hýðið af er hægt að klippa laukinn í stað þess að skera. Það er þá gert ofan í skál eða krús. Einnig er ráð- lagt að skola hendurnar oft á með- an þú ert með laukinn í höndun- um og svo má líka reyna að skera laukinn undir rennandi vatni. Það sem á að minnka áhrifin af laukn- um er að láta hann liggja í volgu vatni í smá stund áður en hann er skorinn auk þess að hafa kertaljós nálægt skurðarbrettinu. Körfu í stað kerru Kaupmenn vita mikið um hvernig hegðun okkar í matvöruverslun- um hefur áhrif á hvað við kaupum og hve miklu við eyðum. Dæmi um þetta er að vörur sem eru í neðri hillum eru oft á hagstæðara verði en þær sem eru í augnhæð. Við neytendur getum einnig sett okkur reglur til fara eftir og haft þannig vit fyrir okkur sjálfum, svo sem að fara aldrei svöng að versla. Matarkarfan.is gefur einnig það ráð að nota alltaf körfu en ekki kerru. Þegar þú burðast með körfu um verslunina forðast þú ósjálfrátt að kaupa óþarfa varning þar sem karfan þyngist við það. Þrífðu grillið eftir hverja notkun Nú þegar grilltíminn gengur í garð er gott að huga að þrifum á grillinu. Gott er að tileinka sér að umgangast grillið eins og bakaraofninn, pott- ana og pönnurnar á heimilinu, og þrífa það eftir hverja notkun. Það er gert með því að þrífa grindurnar og mikilvægt er að hreinsa reglulega fitu úr botninum. Það léttir þrifin að hafa grillið í gangi í 10 mínútur eftir að matreiðslu er lokið til að brenna fituna. Þá skal setja hlíf yfir grillið þegar það er ekki í notkun en það einkum nauðsynlegt fyrir þá sem geyma grillið úti yfir veturinn. Farðu betur með Fötin þín n 14 ráð til að verja þau sliti n Borðedik er prýðismýkingarefni M eðalfjölskylda á Íslandi eyðir 287.000 krónum á ári í föt og skó. Þetta er samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöld- um heimilanna 2009 til 2011. Rannsóknin nær eingöngu til verslunar hér á landi en ekki til útgjalda erlendis. Það má því segja að meðalfjölskylda eyði töluverðum upphæðum í föt. Foreldrar finna væntanlega einna helst til þess hve föt barna eru fljót að slitna og þurfa því að endurnýja fataskápinn reglulega. Á síðunni Money Talk News eru nokkur ráð til að láta fötin endast lengur og spara í leiðinni. Flokkaðu óhreina þvottinn Á meðan mörg- um finnst þetta sjálfsagt eru margir sem skella öllu í einni bendu í vélina, hvort sem það eru lituð föt, hvít föt eða föt úr við- kvæmum efnum. Það er svo ekki fyrr en nýju rauðu buxurnar lita allt sem í vélinni er sem viðkomandi uppgötvar mikilvægi þess að flokka eftir litum og efnum. Jafnvel þótt heppnin sé með honum og ljósu flíkurnar litist ekki í fyrsta þvotti þá grána þær samt með tímanum. ekki þvo gallabuxurnar of oft Það er óþarfi að þvo gallabuxur eftir hvert skipti sem þú hefur notað þær. Ef þær eru ekki með blettum og óhreinindum er nóg að þvo þær í mesta lagi eftir þriðju hverja notk- un. Ef þér finnst þær verða víðar við notkun getur þú prófað að skella þeim í þurrkarann í nokkrar mín- útur. Hengdu þvottinn upp Þótt það sé ósköp þægilegt að setja blautu fötin í þurrkar- ann þá fer það illa með þau. Þurrkarar veikja þræðina í flíkunum mun hraðar en þegar þau eru hengd upp til þerris. Auk þess geta fötin orðið fyrir skemmdum ef þurrkar- inn bilar. Passaðu upp á rennilása og tölur Renndu upp rennilásum á buxum og peys- um svo aðrar flíkur festist ekki í þeim í þvottavélinni. Það á hins vegar ekki við um tölur því best er að hneppa þeim ekki þar sem götin og tölurnar geta skemmst. Hafðu fötin á röngunni Með því að snúa fötunum á rönguna áður en þau eru sett í vél- ina og á meðan þau eru straujuð viðhaldast gæði og litir lengur og endingartími þeirra lengist. notið kalt vatn Það fer betur með fötin að þvo þau í kaldara vatni því heitt vatn veldur því að sumar flíkur skreppa saman og verða krumpuð. ekki ofþurrka fötin Mjög heit þurrkun er líkleg til að minnka fötin. Ef þú vilt nota þurrkarann hafðu þau í þurrkaran- um þar til þau eru þurr eða næstum því þurr og ekki mínútu lengur. ekki troða í vélina eða þurrkarann Allir eiga það til að gera þetta inn á milli þegar um tímaþröng er að ræða. Með því að troða of miklu í vélina nær vélin ein- faldlega ekki að þvo fötin almenni- lega auk þess sem það fer illa með hana. Það sama á við um þurrkar- ann. Það skal þó tekið fram að við megum ekki sóa vatni með því að þvo alltaf hálfar eða hálftómar vélar. Það þarf að fara milliveginn. notaðu borðedik Edik er ódýrt mýkingarefni. Það skilur ekki eftir sig bletti né lykt í flíkun- um. Prófaðu að setja ¾ bolla af ediki í aukaskolið. nærbolir eru málið Þegar þú klæðist nærbol þá virkar það sem vernd fyrir yfirflíkina gegn til dæmis svita. Það er leiðinlegt að vera með sjáanlega svitabletti og þeir geta eyðilagt flíkina. notaðu kaffi eða te á dökkar flíkur Þegar svarti litur- inn er farinn að dofna er hægt að bæta sterku kaffi eða tei í skol- vatnið en þannig skerpa dökka litnum. Farðu úr vinnufötunum þegar þú kemur heim Hver vill svo sem vera í dragtinni eða jakkafötunum heima. Skiptu frekar yfir í eitthvað þægilegra og þannig hlífir þú líka vinnufötunum við blettum og sliti. lestu þvotta­ leiðbeiningarnar Margir gleyma þessu eða hugsa ekki út í mikil- vægi þessa. Áður en þú þværð flík- ina, sér í lagi flík úr við- kvæmu efni, skaltu lesa vel leið- beiningarnar og fara eftir þeim. Ef leiðbeiningar segja að flík þurfi að fara í hreinsun, farðu þá með hana í hreinsun. Annars gætir þú gert dýr- keypt mistök. skiptu reglulega Ef þú notar mikið sömu fötin munu þau vitanlega slitna og eyðileggj- ast fyrr en önnur föt sem þú átt. Til að koma í veg fyrir þetta er gott að skipta um uppáhaldsflíkur reglu- lega. Settu peysuna sem þú klæð- ist oftast aftast í röðina og notaðu önnur föt. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Fötin endast lengur Sparnaður fólginn í betri með- ferð á fötum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.