Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 6
Dóttirin ráðin í Þjóðleikhúsið 6 Fréttir ESA stefnir Íslandi n Ísland beiti vægari úrræðum til að vernda skattlagningarrétt sinn E SA hefur ákveðið að stefna Ís- landi fyrir EFTA-dómstólinn vegna skattlagningar óinn- leysts hagnaðar hjá fyrir- tækjum sem renna saman þvert á landamæri. Fjármála- og efnahagsráðu- neytið er að bregðast við þess- um aðfinnslum ESA með sérs- tökum starfshópi. Verkefnið er að semja frumvarp að lögum sem myndu uppfylla samningsskyld- ur Íslands samkvæmt EES-samn- ingnum. Ráðuneytið gerir ráð fyr- ir að starfshópurinn ljúki störfum fyrir 1. júlí 2013 með það fyrir aug- um að frumvarpið verði tilbúið á haustþingi. ESA gerir athugasemdir við að íslensk félög sem renna saman við önnur þvert yfir landamæri séu hvött til þess að fara ekki úr landi. Þetta sé gert með skattlagningu óinnleysts hagnaðar, en félögin þurfa að greiða þennan skatt þótt félagið fari úr landi og leysi aldrei út hagnað hérlendis. Þetta þurfi þau ekki að gera ef þau renna saman við önnur ís- lensk félög. ESA telur reglurn- ar hindra bæði staðfesturétt fyrir- tækja og frjálst flæði fjármagns innan EES. Stofnunin dregur ekki í efa rétt Íslands til þess að skatt- leggja hagnað sem varð til á með- an fyrirtæki var staðfest á Íslandi. Hins vegar þurfi Ísland að beita vægari úrræðum til þess að vernda skattlagningarrétt sinn. simon@dv.is Á grundvelli auglýsingarinn- ar og eftir mat á öllum um- sóknum – hæfni og getu umsækjenda – var þetta gert,“ segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, um ráðningu dóttur sinnar í sum- arstarf í miðasölu Þjóðleikhússins. Alls barst 141 umsókn í starfið, sem auglýst var laust til umsóknar á vef Vinnumálastofnunar. Staðan er kostuð af félagsmálaráðuneytinu með fjármunum úr atvinnuleysis- tryggingasjóði og er hluti af sum- arátaki ríkisstjórnarinnar. Óttast geðþóttaákvörðun? Margrét Lind Ólafsdóttir er verk- efnastjóri sumarátaksins. Í samtali við DV segir hún að þótt Vinnumála- stofnun sjái um að auglýsa stöðurn- ar þá sjái viðkomandi stofnanir um að velja úr þeim umsóknum sem berast. Samkvæmt upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðu- neytinu hefur framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins ákvörðunarvald um mannaráðningar, þar á meðal ráðn- ingu sumarstarfsmanna. Aðrir umsækjendur um stöðuna, sem DV hefur talað við, eru afar ósátt- ir við vinnubrögð framkvæmdastjór- ans. Einn umsækjandi, sem vill ekki láta nafn síns getið, segist óttast að í þessu tilviki hafi geðþóttaákvörðun verið sett í búning faglegs ferlis. „Mér finnst ekki rétt að hafa okkur öll að fíflum. Ef störfin sem verið er að auglýsa eru upptekin fyrirfram, þá er þetta algert húmbúkk,“ segir um- sækjandinn. Aðspurður hvort hann telji að starfslýsingin, sem fram kom í auglýsingunni, og sjá má hér með frétt, hafi verið sniðin að þeim um- sækjanda sem fékk starfið segir um- sækjandinn: „Ég held að það sé ekk- ert ólíklegt.“ Fagleg ráðning Að sögn Ara var faglega staðið að ráðningunni, þó að niðurstaðan „líti illa út“. Sérstaklega mikilvægt hafi verið að ráða hæfan starfsmann með reynslu af miðasölu enda standi til að breyta og bæta miðasölukerfi Þjóð- leikhússins. Dóttir hans, sem er með tveggja ára reynslu af miðasölu, er, að sögn föðurins, best til þess fallin að standa vaktina á þessu „delicate“ tímabili. Reynsluna öðlaðist hún í miðasölu Þjóðleikhússins. Ekkert eftirlit Aðspurð segir Margrét Vinnumála- stofnun ekki hafa tök á að fylgjast með hvort stofnanir, sem fá fjármagn til ráðninga, standi faglega að ráðn- ingunum. „Þetta eru 650 störf. Við þurfum náttúrulega bara að treysta ríkisstofnunum til þess að fara rétt að í þessum málum,“ segir Margrét og bætir við að ef Vinnumálastofn- un þyrfti að hafa eftirlit með öllum ráðningum þá væri ekki hægt að fara af stað með svona verkefni. Í rökstuðungi Þjóðleikhússins, sem DV hefur undir höndum, kem- ur meðal annars fram að valið hafi farið fram á grundvelli þeirra krafna sem gerðar voru í auglýsingu um menntun og með tilliti til tölvuþekk- ingar og reynslu af meðhöndlun og skráningu gagna. Sú sem ráðin var hefur ekki lokið háskólaprófi en með- al annarra umsækjenda voru einstak- lingar sem lokið höfðu mastersprófi. Aðrir starfsmenn miðasölu Þjóðleik- hússins lögðu einnig fram umsókn, að sögn Ara, en höfðu ekki jafn langa starfsreynslu og fullnægðu því skil- yrðum starfslýsingarinnar ekki jafn vel. Sá sem samdi starfslýsinguna var Ari sjálfur. Ekki „big time“ bitlingur Ari var með böggum hildar yfir áhuga blaðamanns á ráðningarferl- inu og sagðist vona að blaðamaður léti vera að fjalla um það, enda kæmi það sér illa fyrir hann og Þjóðleik- húsið. Jafnframt tók Ari eftirfar- andi fram: „Við erum að tala hérna um tveggja mánaða sumarstarf! Við erum ekki að tala um fastráðningu eða neitt. Við erum ekki að tala um „big time“ bitling eða svoleiðis.“n n Fagleg ráðning, segir pabbinn Auglýsingin Nafn: Miðasala Lýsing: Vinna með miðasölukerfi, skráning viðskiptamannaupplýsinga, undirbúningur að kortasölu, þýðing á miðasölukerfi Atvinnuveitandi: Þjóðleikhúsið Námskröfur: Stúdentspróf og 2–3ja ára háskólanám Stutt lýsing: Miðasölukerfi og skráning upplýsinga Landssvæði: Höfuðborgarsvæðið Nánar um staðsetningu: Þjóðleikhúsið Starfshlutfall: Fullt starf Fjöldi stöðugilda: 1 Umsjónarmaður starfs: Ari Matt híasson Netfang umsjónarmanns: ari@leikhusid.is Umsóknarfrestur til : 21.5.2013 Ráðning byrjar: 1.6.2013 Ráðning endar: 1.8.2014 „Við erum ekki að tala um „big time“ bitling eða svoleiðis n 141 sótti um sumarstarfið Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað Þrýsta á Hollendinga vegna hvalveiða Aðgerðasinnar gegn hvalveiðum þrýsta nú á forsætisráðherra Hollands að banna flutning á ís- lensku hvalkjöti í gegnum Rott- erdam. Um 155 þúsund manns hafa nú skrifað undir undir- skriftalista á aðgerðasíðunni Avaaz.org en þar er hvalveiðum Íslendinga harðlega mótmælt. Þar segir að langreyður sé í út- rýmingarhættu. Það er ekki rétt en samkvæmt Alþjóðahvalveiði- ráðinu var stofninn frá Austur- Grænlandi til Færeyja metin á bilinu 16.000–30.000 dýr árið 2007. Hvalveiðiráðið hefur þó ályktað að Íslendingar fari fram úr ráðlögðum kvóta í veiðum. Þjóðfundur samkynhneigðra Samtökin ‚78 fagna 35 ára af- mæli í ár. Af þessu tilefni standa samtökin fyrir samtakamættin- um sem er „þjóðfundur“ hinseg- in fólks þann 1. júní. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur og er haldinn í samstarfi við Reykjavíkurborg með stuðningi frá Símanum. Húsið verður opnað klukkan 13.30 en dagskrá hefst klukkan 14.00 og stendur fundurinn sjálf- ur til klukkan 17.30. Á fundin- um verður starfsemi samtakanna skoðuð ofan í kjölinn, forgangs- raðað og tekin ákvörðun um stefnumál til framtíðar. Sérstök áhersla verður lögð á að bjóða nýtt fólk velkomið, en auk eldri og yngri félagsmanna er allt áhugafólk um málefni hinsegin fólks velkomið. Óinnleystur hagnaður ástæðan ESA gerir athugasemdir við að íslensk félög sem renna saman við önnur þvert yfir landamæri séu hvött til þess að fara ekki úr landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.