Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 38
30 Viðtal 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað S tundum sef ég ekki á næt- urnar,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarðvísindum og fyrrverandi forseti verkfræði- og nátt- úruvísindasviðs í Háskóla Íslands, sem segir vistspor Íslendinga þau þyngstu í heimi en það þýðir að ef allir myndu lifa eins og við þá þyrfti maðurinn tíu jarðir til að komast af. Hún hefur starfað í Bandaríkjunum, Frakklandi og Bretlandi en kom aft- ur til landsins í miðju hruni til þess að miðla sjálfbærnihugsuninni til Íslendinga en það hefur reynst erf- iðara en hún hélt. Hún var nýkom- in til landsins þegar hún þurfti að sitja undir því í matarboði að þess- ir umhverfisverndarsinnar væru nú meiri fíflin og nemendur hennar spyrja stundum hvernig hún nenni eiginlega að standa í þessu. Svarið er hins vegar skýrt: „Ég vil geta sagt við barnabörnin mín að ég hafi alla- vega reynt að breyta heiminum. Þegar þetta verður yfirþyrmandi og mig langar að leggjast í þunglyndi þá reyni ég að halda í vonina og vera sú bjartsýnismanneskja sem ég er. Ég gæti ekki lifað með sjálfri mér annars. Ég hef í rauninni alltaf synt á móti straumnum og verið svolítið öðruvísi en hinir. Mér líður bara mjög vel þar.“ Féllust hendur Það var árið 2000 sem áhugi hennar á sjálfbærni kviknaði þegar hún hitti Richard St. George frá Schumacher Society í Bretlandi en innan vé- banda þess eru frumkvöðlar í sjálf- bærnimálum. Hún hafði þá starf- að sem fræðimaður og prófessor við háskólann í Bristol í Bretlandi frá árinu 1989 og rannsakað hvern- ig mengun hegðaði sér í vatni og áhrif umhverfis á heilsu. „Af því að allar mínar rannsóknir höfðu snúist um það sagði ég við Richard að ég starfaði við umhverfismál eins og hann. Þegar við fórum að tala saman komst ég hins vegar að því að ég skoðaði hlutina á atómskala en hann var að vinna með stóru myndina sem ég hafði misst sjónar á. Þegar ég áttaði mig á þessu varð ég fyrir hálfgerðu áfalli og í heilt sumar sat ég og starði á tölvuna mína og vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Mér fannst allt sem ég hafði gert fram að því sem vísindamaður algjörlega tilgangslaust.“ Í kjölfarið íhugaði Kristín Vala að hætta sem háskólaprófessor og fara að vinna fyrir félagasamtök sem voru mun lengra komin en akadem- ían á sjálfbærnivettvanginum. „Ef ég reyndi að tala um þessi mál við kollega mína þá héldu þeir að ég hefði dottið á hausinn og einn sagði við mig að það væri ekki í starfssamningi hans að bjarga heiminum. Ég kunni ekkert ann- að en að vera háskólaprófessor og hugsaði ég með mér að það kæmu allavega alltaf nokkrir tugir nem- enda í gegnum námið hjá mér á hverju ári þannig að ég gæti kennt þeim sjálfbærnihugsun og haft áhrif þannig.“ Það vakti þó litla lukku til að byrja með, nemendur höfðu lítinn áhuga á sjálfbærnikenningum og kvörtuðu undan þessari vitleysu sem Kristín Vala var að kenna þeim. „Samkennarar mínir voru jafnvel farnir að kvarta við deildarforsetann án þess að vita hvað ég kenndi. Ég sagði að þeir yrðu að koma í tíma og hlusta á það sem ég væri að kenna áður en þeir gagnrýndu það. Það endaði með því að einn kennarinn var sendur inn og eftir tímann kom í ljós að honum fannst þetta bara ákaflega áhugavert. Þá hættu þess- ar kvartanir.“ Vildi gera það sem karlar gerðu Umræddur kennari varaði Kristínu Völu reyndar við því að halda áfram á þessari sjálfbærnibraut. „Hann sagði að doktorsleiðbeinandinn hans hefði farið sömu leið og hann sæi að ég væri á og honum hefði alltaf fundist hann sóa sínum ferli fyrir það. Ég svaraði því til að mér hefði alltaf fundist hann svo flottur maður því hann hefði verið langt á undan öllum öðrum í akademíska jarðfræðiheiminum til að hugsa um þessa hluti. Þetta var það sem ég vildi gera.“ Það var samt ekkert sjálfsagt að Kristín Vala færi þessa leið. Pabbi hennar var fyrsti forstjóri álverk- smiðjunnar Ísal og mamma hennar var heimavinnandi húsmóðir. „Mamma skildi ekkert í því af hverju ég fór í allt þetta nám, af hverju ég gæti ekki bara gift mig og far- ið að vinna eftir jarðfræðina hérna heima. Mamma fór seinna í nám og lauk viðskiptafræði um sextugt. Þá horfði ég á mömmu breytast til muna. Viðhorf hennar urðu allt önnur, að allar konur ættu að ganga til mennta til að geta verið sjálf- stæðar, en fram að því fannst henni voðalega skrýtið að ég skyldi fara þessa langskólaleið.“ Kristín Vala ólst upp í Reykjavík og er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. „Pabbi var harður maður og foreldrar mínir strangir. Þar sem ég er elsta barnið þurfti ég að berj- ast fyrir því sem félagar mínir máttu gera. Ég ákvað snemma að ég vildi verða eitthvað sem karlar gerðu vanalega og sýna að ég gæti gert það. Með mér í bekk í MR voru bara stelpur og þegar við dimitteruðum þá bárum við baráttumerki kon- unnar á bolnum okkar. Svo fórum við flestar í háskólanám sem tengd- ist raunvísindum eða læknisfræði.“ Orðin of sjálfselsk Frá Íslandi lá leiðin til Bandaríkj- anna þar sem hún lauk doktorsprófi frá Northwestern University í Chicago. Doktorsverkefni hennar var um jarðefnafræði jarðhitakerfa því hún ætlaði sér að verða sér- fræðingur hjá Orkustofnun. Þegar hún var hins vegar búin að gifta sig Breta í Chicago sem hafði ekki hug á að flytjast til Íslands gat hún ekki unnið að rannsóknum um jarðhita svo hún sneri sér að mengunar- málum. Þegar þau hjónin héldu til Bretlands fékk hún rannsóknar- stöðu við háskólann í Bristol og varð síðan fyrsta konan til þess að verða prófessor á sviði raunvísinda í skól- anum. Hörð samkeppni ríkir í háskóla- samfélaginu og þar verður hver að sjá um sig. „Það var svolítið erfitt þegar ég var í þessu háskólaum- hverfi úti í Bretlandi þar sem karl- arnir börðu sér á brjóst og töldu Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarð- vísindum, segir að láglendi Reykjavíkur fari undir vatn og Harpa á flot, tími ódýrra flugferða sé senn á enda og heimurinn muni breytast mjög mikið, mjög hratt. Íslendingar bera þar ábyrgð, þeir eru svo miklir neysluseggir að ef allir höguðu lífi sínu eins og við þyrftum við tíu jarðir segir hún. Hún segir einnig frá því hvernig það er að vera kona í karlaheimi en hjónabandið féll saman þegar hún varð prófessor. „Fólk trúir því ekki að þetta muni gerast“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal Kom heim Kristín Vala kom heim til að auka vitund þjóðarinnar um sjálfbærni en segir það erfiðara verkefni en hún ætlaði. mynd sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.