Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 31. maí–2. júní 2013 Illa staðið að jafn- launavottun VR n „Ég hef ekki trú á þessu,“ segir framkvæmdastjóri Staðlaráðs n Fagaðilar óttast gengisfellingu V ið gefum út staðalinn og svo nota hagsmunaaðilar hann eins og þeim sýnist. En það er ekki eðlilegt að það sé sami aðili sem veitir ráðgjöf og vottar. Það er talað um í þessum fræðum að það verði að vera óháður þriðji aðili sem vottar,“ segir Guðrún Rögnvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Staðlaráði Íslands. BSI á Íslandi hefur umsjón með jafnlaunavottun VR. Þeir veita ráðgjöf upp að vissu marki og mæla með vottun fyrir VR. Guðrún segir að Staðlaráð hafi ekki verið haft með í ráðum þegar verk­ efni VR var fylgt úr hlaði. „Við vorum ekki höfð með í ráðum með þetta. Ég er heldur ekki viss um að öll þessi fyrirtæki sem hafa hlotið vottunina hafi keypt staðalinn (ÍST 85). En það er nauðsyn ef þú ætlar að fara eftir honum,“ segir hún, en VR kveðst byggja á þeim staðli. Hún bendir á að traust vottun á slíkum staðli krefjist faggildingar og slíkt er enn sem komið er ekki til staðar hér á landi. Hún segir þó að það myndi ekki fá faggildingu ef að sami aðili veiti ráðgjöf og veiti jafnlaunavottun. „Staðallinn kom út í desember og vottunarferlið var strax kynnt í febrúar og fyrstu fyrirtækin voru komin með vottun í apríl. Ég held að allir sem voru að vinna að þessum staðli séu sammála um að það taki marga mánuði fyrir fyrirtæki að koma sér í þetta ferli og fá vottun. Ég hef ekki trú á þessu,“ segir Guðrún um framkvæmd VR og jafnlauna­ vottun á þeim bæ. Má ekki undanskilja störf Samkvæmt heimildum DV leyfir jafnlaunavottun VR að undanskilin séu störf, ef nægilegar röksemdir liggja fyrir. VR segir í svörum sínum annars vegar að það megi ekki, en svo að ef röksemdafærslan fyrir því sé góð megi það. Guðrún segir að samkvæmt ÍST 85, sem VR byggir á, megi það alls ekki. Það er gert ráð fyrir því í staðlin­ um að vottunin nái yfir allt fyrirtækið og að það megi ekki undanskilja störf. Jafnlaunavottun á að ná yfir allt fyrirtækið. Íslenski staðallinn kveður á um að það skuli gera launagrein­ ingar. „Það er skýr krafa um launa­ greiningar,“ segir hún. „Þar fyrir utan eru rangfærslur í þessu. Það er talað um, að minnsta kosti eins og þetta var kynnt, að staðallinn gerði kröfu um að störf væru flokkuð eftir ÍSTARF­flokk­ un Hagstofunnar. Það er einfaldlega rangt. Það er engin krafa um slíkt í staðlinum,“ segir Guðrún. Ekki faggilding Á vettvangi velferðarráðuneytisins er nú unnið að því að móta svokallaðar faggildingarkröfur. Það er skilgrein­ ing á því hvaða kröfur um sérþekk­ ingu á sviði staðlamála og á sviði jafnréttismála og launa jafnréttis kynjanna, vottunaraðilar þurfa að uppfylla til að fá það sem heitir fag­ gilding. Faggilding er í raun og veru viðurkenning stjórnvalda á því að vottunaraðilinn búi yfir nauðsynlegri fagþekkingu til að votta. Það má gera ráð fyrir því að þau fyrirtæki sem vilji fá vottun og innleiða staðalinn og fái vottorð um að hafa innleitt hann, að það sé akkur í því að fá aðila sem standast slíkar faggildingarkröfur til að votta fyrir sig. Eins og staðan er núna þurfa vott­ unarstofur sem taka að sér að votta jafnlaunastaðla ekki að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur til að sýna að þær geti tekið út fyrirtæki samkvæmt staðlinum, en það væri þó æskilegt að svo væri. BSI hefur ekki slíka fag­ gildingu enda hefur slík faggilding ekki tekið gildi á Íslandi. Það þýðir þó ekki að BSI geti ekki vottað jafn­ launakerfi VR, en það felst þó ekki í því löggild faggilding. Taka sér svigrúm Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum hjá forsætisráðu­ neytinu, var formaður tækninefndar sem hafði umsjón með að semja ÍST 85. Hildur segir hið sama og Guðrún, ekkert samstarf var haft við tækni­ nefndina um VR­jafnlaunavottunar­ kerfið. „Við þekkjum þetta ekki. Það var ekki haft samband við okkur sem stóðum að gerð staðalsins eða sam­ ráð við okkur. Ég hef því miður ekki komið að því að búa þetta til með VR. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá þeim, en ég tek eftir því að þeir segjast taka mið af staðlinum og þeir virðast vera að taka sér svigrúm til að víkja frá honum, en ég veit ekki hversu langt það nær,“ segir Hildur. n „Við vorum ekki höfð með í ráðum“ n Staðlaráð Íslands kom ekki að þróun VR-staðalsins R úmlega þrjátíu fyrirtæki hafa óskað eftir því að fara í gegn­ um jafnlaunavottunarkerfi VR og fjögur fyrirtæki hafa lokið vottunarferlinu. „Tilurð þessa verkefnis hefur það að mark­ miði að eyða launamun kynjanna. Jafnlaunavottunin snýst fyrst og fremst um að tryggja konum og körl­ um sömu laun fyrir sömu eða jafn­ verðmæt störf,“ segir í svörum sem DV fékk frá VR. VR segir að allir starfsmenn fyrir­ tækis séu teknir inn í launagrein­ inguna, en segja að í einhverjum til­ fellum þurfi að vinna með lægra hlutfall ef forsendur þykja gefa tilefni til og hægt er að færa fyrir því mál­ efnaleg rök. VR segir að engin störf séu undanþegin og samkvæmt samn­ ingum sé bannað að undanskilja þau. BSI veitir grunnráðgjöf en er ekki ráðgjafarfyrirtæki og veitir hvorki ráðgjöf í ÍST 85 né viðbótarkröfum VR­jafnlaunavottunar að sögn VR. Sjálfstætt starfandi ráðgjafar starfa þegar á vettvangi jafnlaunastaðalsins og hafa fyrirtæki verið að nýta þjón­ ustu þeirra. BSI býður upp á svoköll­ uð „Workshop“­námskeið og eru þau almenns eðlis og ekki ætluð til þess að veita ráðgjöf um viðfangsefni einstakra fyrirtækja. Víkja frá staðli VR víkur frá staðlinum, en kallar það viðbætur. „Það er okkar trú að kerfið á bak við vottunarferlið sé vel unnið og trúverðugt sem er lykilatriði til þess að vel takist. Allir þeir sem fylgja jafnlaunavottun VR þurfa að fylgja kröfum ÍST 85 þannig að VR styður staðalinn og þá aðferðarfræði sem liggur að baki.“ Árangur „Of snemmt er að segja til um það en það er okkar trú að tæki sem þetta sé sterkt vopn í baráttunni til að eyða þessum óútskýrða launa­ mun sem sannarlega er á íslenskum vinnumarkaði,“ segir í svörum sem DV fékk frá VR. „Lykilatriðið hér er að við erum komin með verkfæri í hendurnar, það er að segja staðall­ inn sem Staðlaráð Íslands gaf út sem við vinnum eftir auk viðbótar­ krafna sem VR bætir við staðalinn. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtæki fá raunverulegt tæki í hendurnar, þá eru öll fyrirtæki mæld eins og sömu kröfur gerðar en hingað til hefur vitundarvakningin ein verið vopnið í baráttunni.“ Stuttur tími „Þetta hafa að jafnaði verið 8–10 vikur það er frá því að sótt hefur verið um en vegna þessa má geta þess að þetta er mismunandi eftir fyrirtækjum. Mörg fyrirtækjanna hafa áralanga reynslu af fram­ kvæmd launakannana og hafa um skeið tileinkað sé viðmið sem nýst hafa við innleiðingu staðalsins,“ segir VR. Það stangast á við viðmið ÍST 85­staðalsins en þar er talað um að það geti tekið allt að tvö til þrjú ár að innleiða slíkt. Lítið var um svör þegar DV spurði VR að því hvort Staðla­ ráð hefði veitt jafnlaunavottun VR blessun sína og hvort að ráðið væri ánægt með vinnubrögð VR. VR kveðst nýta staðalinn og bæta við hann aukakröfum. „ÍST 85 kom í desember 2012 og er öllum fyrirtækjum frjálst að lýsa því yfir að þau uppfylli kröfur staðalsins. Þegar hafa fyrirtæki lýst því yfir að þau uppfylli staðalinn en VR ákvað að gera ýtarlegri kröf­ ur til fyrirtækja ef þau óska eftir að fá jafnlaunavottun VR samkvæmt kröfu ÍST 85, til dæmis með því að gera kröfu um starfaflokkun sam­ kvæmt ÍSTARF 95 frá Hagstofunni, samning til þriggja ára og sam­ ræmdar kröfur um úrbætur við frá­ vikum.“ n Markmiðið að eyða launamun n Segjast gera meiri kröfur en ÍST 85 gerir Vildu staðal Jóhanna Sigurðardóttir sagði í ræðu í júní árið 2012 að margir atvinnurekendur hafi lýst yfir einlægum áhuga á því að fá í hendur not­ hæf verkfæri til að koma á og viðhalda launa­ jafnrétti kynja, verk­ færi sem faglega væri staðið að á allan hátt og nyti trausts þeirra sem gerst þekkja til á sviði jafnlaunamála. Innleiðing á slíkum staðli leiðir til þess að starfsfólk veit hvernig staðið er að launaákvörðunum. Það getur þar af leiðandi brugð­ ist við ef því finnst gengið á rétt sinn og brugðist við kynbundnum launamun á vinnustöðum. Með staðlinum er vonast til að mark­ miðum jafnlauna­ ákvæðis jafn­ réttislaga verði náð. n Gengisfelling VR hefur keyrt á auglýsingum um kynjajafnrétti, en fagaðilar telja að aðferðafræði VR gangi ekki upp. Nýtekin við Ólafía segist nýtekin við störfum og sé enn að kynna sér efni staðalsins og framkvæmd hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.