Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað H runið fór með þetta,“ segir Magnús Ver Magnússon kraftajötunn – og lengi vel sterkasti maður heims – sem var úrskurðaður gjaldþrota þann 4. apríl síðastliðinn. Magnús hefur verið í fasteignabransanum en þrjú félög tengd honum fóru í þrot, tvö árið 2010 og eitt í janúar í ár. „Ég var í fasteignabraski. Það fór ekki vel,“ útskýrir Magnús: „Það er bara eins og gerist.“ Félögin sem um ræðir eru FS 45 ehf. , Fasteignafélag Kópavogs ehf. og Veitull ehf. FS 45 fór í þrot nú í janúar. Magnús er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir þetta bakslag: „Þetta er bara svona. „Shit happens“. Menn brotna ekkert,“ segir hann og hlær. „Ég er búinn að vera óvinnufær mjög lengi“ Það er þó ekki einungis hrunið sem setti strik í reikninginn hjá Magn- úsi. „Ég lenti í bílslysi 2007. Raunar tveimur bílslysum,“ segir Magnús. „Fyrst var ekið fyrir mig,“ segir hann og í kjölfarið glímdi hann með- al annars við eymsli í hálsi. „Svo nokkrum mánuðum seinna var keyrt aftan á mig þar sem ég var á mótorhjólinu. Það lagaði það ekki.“ Meiðslin voru lokaáfallið: „Það kláraði þetta alveg. Þá hætti mað- ur að reyna að berjast í þessu. Ég er búinn að vera óvinnufær mjög lengi.“ Aðspurður hvernig verkirnir hafi áhrif á hann nefnir Magnús að hann hafi stundum ekki getað stað- ið eðlilega upp úr rúminu: „Það hef- ur komið fyrir að ég vakna þannig að ég kemst ekki upp úr rúminu nema með því að halda um höfuðið og reisa mig upp þannig.“ „Maður hefur reynt að halda sér í einhverju smá formi“ Meiðslin hafa ekki einungis komið niður á rekstrinum heldur einnig íþróttaiðkuninni. Magnús er geysiöflugur íþróttamaður og sann- kallað heljarmenni enda var hann sterkasti maður heims árið 1991, næststerkastur næstu tvö ár og síð- an aftur sterkasti maður heims þrjú ár í röð eftir það. Enn lengur hélt hann titlinum sem sterkasti maður Íslands. Hann hefur svo sannarlega ekki lagt kraftlyftingarnar á hilluna enda heldur hann utan um Jakaból, lík- amsræktarstöð fyrir hreystimenni, og dæmir oft í kraftlyftingakeppn- um. Aðspurður hvernig kraftlyft- ingarnar hafi gengið segir Magnús: „Ég hef verið að reyna eitthvað, en ekki eins og ég hefði viljað gera. Maður hefur reynt að halda sér í einhverju smá formi. En alltaf þegar maður er að komast á gott skrið kemur bakslag í þetta. Það hefur verið að gerast undanfarið. En mér sýnist að ég sé loks að ná mér upp úr þessu núna.“ „Ég held að þetta sé allt að jafna sig“ Magnús hefur undirgengist með- ferðir vegna meiðslanna en hann telur þó ekki að hann muni ná sér að fullu. „Maður lærir að lifa með þessu.“ Það er þó ekki þar með sagt að meðferðirnar hafi ekki skilað ár- angri. „Ég hef verið í nuddi og svo- leiðis. Svo þurfti ég að láta sprauta allan hálsinn, það virðist loksins hafa haft tilætluð áhrif,“ segir hann og á þar við kortísól sterameðferð sem hann gekkst undir. „En þetta er búið að vera í lagi núna í rúmt ár. Ég held að þetta sé allt að jafna sig.“ n Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Magnús Ver í gjaldþrot n Sterkasti maður heims í bobba n „Menn brotna ekkert“ Heljarmenni á Jakabóli Magnús Ver Magnússon sér um Jakaból, líkamsrækt- arstöð fyrir hreystimenni, og er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir gjaldþrotið. „En alltaf þegar mað- ur er að komast á gott skrið kemur bakslag í þetta Stal skáldsögu á flóttanum Lögreglustjórinn á Selfossi hefur ákært Matthías Mána Erlings son fyrir hegningarlaga- brot sem hann er sagður hafa framið eftir að hafa strokið af Litla-Hrauni í desember. Með- al þess sem Matthíasi er gefið að sök er að hafa stolið riffli, haglabyssu, fjórhóli, öxi og skáldsögu úr sumarbústöðum á Suðurlandi en eins og frægt er orðið strauk Matthías Máni af Litla-Hrauni og var hans leitað í heila viku áður en hann gaf sig fram að morgni aðfangadags. Þá var einnig greint frá því fyrr í vikunni að Matthías Máni yrði ákærður fyrir að hafa sleg- ið fangavörð í höfuðið þar sem hann var við störf þann 5. mars síðastliðinn. Lýður sektaður um tvær milljónir Lýður Guðmundsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Exista, hefur verið dæmdur til að greiða tvær milljónir króna í sekt fyrir brot á hlutafélaga- lögum. Var hann fundinn sek- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Brot Lýðs fólst í því að hafa greitt einungis einn milljarð króna fyrir hlut í Ex- ista sem var metinn á fimm- tíu milljarða króna að nafn- virði. Lýði er gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, tæplega 11 milljónir króna, að hálfu en að hálfu skulu þau greidd úr ríkissjóði. Ljóst er að sekt Lýðs er ekki ýkja há í samanburði við þær upphæð- ir sem brot hans snerist um en ekki er víst hvort málinu verður áfrýjað. Fjölmenn mótmæli umhverfissinna 3 Hátt á annað þúsund um-hverfissinna söfnuðust saman við Stjórnarráðshúsið á þriðjudaginn til að mótmæla yfirlýsingum ríkis- stjórnarinnar um fyrirhugaðar stór- iðjuframkvæmdir. Mikill hugur var í fundarmönnum sem slógu upp grænlitri fánaborg og afhentu að- stoðarmanni forsætis ráðherra áskor- un um að draga áðurnefndar yfirlýs- ingar til baka. Áskoruninni fylgdu svo fjölmargar umsagnir samtaka, stofn- ana og sveitarfélaga um rammaáætl- un stjórnvalda. Fjöldi fundarmanna vakti nokkra athygli, sérstaklega í ljósi þess að boðað var til fundar- ins með sólarhringsfyrirvara og það aðeins fimm dögum eftir að ný ríkis- stjórn tók formlega við völdum. n Allri áhöfninni sagt upp 2 Greint var frá því á dögunum að allri áhöfn frystitogarans Þórs HF 4 hefði verið sagt upp störfum. Skipið er gert út af Stál- skipum í Hafnarfirði en Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi fyrirtækisins, segir ástæðu uppsagnanna vera óvissu í rekstrarumhverfi sjávarútvegs- ins og mótmælir veiðigjaldi harð- lega. Þá hyggst Guðrún fara í mál við ríkið vegna 35 milljóna sem hún hefur greitt í auðlegðarskatt á síðustu árum. Hún krefst þess að skatturinn verði aflagður hið snarasta og telur hann brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. n Íslendingur grun- aður um morð 1 Ámundi Jóhannsson er grunaður um að hafa orðið norska útvarpsmanninum Hel- ge Dahle að bana. Morðið var framið aðfaranótt sunnudags í samkvæmi í bænum Valle í Nor- egi. Ámundi hefur búið í Noregi frá tveggja ára aldri en hefur aldrei áður komist í kast við lög- in. Samkvæmt sjónarvottum fór vel á með þeim Ámunda og Hel- ge en sá fyrrnefndi hafði drukkið ótæpilega og dró upp hníf í ölæði með fyrrgreindum afleiðingum. Eitt af lykilvitnum í málinu er milljarðamæringurinn Knut-Ax- el Ugland og hefur málið vakið mikla athygli í Noregi. n Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.