Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 49
Lífsstíll 41Helgarblað 31. maí–2. júní 2013 Hversu góðan mat velur þú á diskinn þinn? n Spyr Erna Héðinsdóttir næringarfræðingur R ÚV sýndi um síðustu helgi þátt þar sem bornar vor brigður á hollustu hráfæðis. Þeir sem hafa fjallað um hráfæði segja að þeir sem fylgi því út í æsar borði einungis úr þremur fæðuflokkum af sex. Fæða þeirra samanstandi af ávöxtum, græn- meti, hnetum og fræjum. Það sé því einhæfara en ráðlagt sé og auki hættu á næringarskorti. Til að forðast hann hefur verið bent á að það sé mikilvægt að neyta einhverra vítamín- og steinefna- bættra matvæla, til dæmis jurta- vara sem hafa verið kalkbættar, og einnig verði fólk að huga sérstak- lega að próteininntöku. „Einhæft fæði er ekkert rosa- lega hollt,“ segir Erna Héðinsdóttir næringarfræðingur. „Þegar fólk fer á eitthvert ákveðið mataræði, hvað svo sem það er, er það oft spurn- ing um trúarbrögð fremur en holl- ustu. Við eigum að hafa í huga að neyta fjölbreyttrar fæðu. En við verðum að hafa í huga að við erum ekki öll eins þegar kemur að fæð- unni. Á meðan einum hentar að borða mikið af kjöti og próteini eru aðrir sem þola það illa og fá í mag- ann. Það er því erfitt að alhæfa um mataræði fólks. Við erum svo ólík bæði hvað varðar smekk á mat og hvaða mat við þolum.“ Unnendur hráfæðis hafa meðal annars dásamað það fyrir að það tapist engin vítamín eða ensím úr fæðunni því hún sé ekki elduð. Erna bendir á að matur tapi líka vítamíni við geymslu. Grænmeti og ávextir sem við kaupum úti í búð geti verið orðin gömul vara og þar af leiðandi farin að tapa næringar- gildinu. Hún segir að það muni til dæmis gríðarlega miklu á nær- ingargildi tveggja mánaða gamals tómats sem komi frá Hollandi og keyptur er úti í búð og tómats sem er neytt skömmu eftir að hann var tíndur í gróðurhúsinu. „Þetta er alltaf spurning um hversu góðan mat þú velur á diskinn þinn,“ segir Erna. n Erna Héðinsdóttir nær- ingarfræðingur „Þegar fólk fer á eitthvert ákveðið matar- æði, hvað svo sem það er, er það oft spurning um trúarbrögð fremur en hollustu.“ Sígrænn blómstrandi garður í hafinu S veinn Kjartansson mat- reiðslumaður hefur víða komið við á starfsferli sínum. Nú kveður hann farsæla verslunarrekstur- inn í Fylgifiskum og er kominn til Flateyjar þar sem hann ætlar að elda úr sjávarfangi fyrir gesti Hótel Flateyjar. Óplægður akur í matsæld Þegar blaðamaður hefur samband er Sveinn á leið út í beð að stinga fyrir salati. „Það er bjart og fallegt veður og lyktin af sumrinu er kom- in,“ segir hann og gefur lítið fyrir lágar hitatölur í eynni. „Nú ætla ég að lifa sveitalífi í sumar og ætla að nota allt það hrá- efni sem er í næsta umhverfi og af því er nóg. Ég nota allt það sem er veitt hér í grenndinni, silung og þorsk. Þá er grásleppuútgerð í plássinu og ég hlakka til að fást við grásleppuhrogn sem eru mikið hnossgæti. Þá er hægt að tína krækling og þang og þara sem er óplægður akur í matseld. Lúmsk bragðgæði og fallegt á diski. Við erum með grænan síblómstrandi garð í hafinu allt árið, við eigum þessa hefð að borða söl en mér finnst spennandi að prófa alla flór- una.“ Gefur út matreiðslubók Sveinn heldur áfram með mat- reiðsluþætti sína, Fagur fiskur, á RÚV í haust og í framhaldinu verður gefin út bók í anda þátt- anna. „Fagur fiskur, sería tvö verð- ur sýnd á RÚV strax í byrjun hausts og í framhaldi af henni verða upp- skriftir úr báðum seríum gefnar út í bók, sem áætlað er að komi út í haustbyrjun – að öllum líkindum.“ Skemmtilegt ævintýri Hann segir alls ekki erfitt að kveðja verslunarreksturinn og nýr kafli lífsins leggst vel í hann. „ Verslunin Fylgifiskar var opnuð í byrjun júní árið 2002. Það var mikið og skemmtilegt ævintýri að vera með í því að setja verslunin á laggirnar. Það var skemmtilegur og skap- andi tími sem ég er þakklátur fyrir. Það er ekki erfitt að breyta til, en á vissan hátt er það ögrun að hætta einhverju og ákveða að byrja á einhverju nýju. Það leggst vel í mig og ég er fullur eftirvæntingar hvað varðar framtíðina. Lífið heldur bara áfram á sinn óútreiknanlega hátt og hjartað fær annan stað til að slá á.“ n kristjana@dv.is iris@dv.is Kræklingur soðinn í öli Sveinn gefur lesendum uppskrift að kræklingi soðnum í öli sem er tilvalið að elda með skömmum fyrirvara eftir skemmtilega ferð í fjöruna í kræklinga- tínslu. Hann mælir með því að fólk klæðist stígvélum, taki með sér lítinn vasahníf, fötu og noti stálpott til suðu kræklingsins. Kryddjurtir og annað tilbúið og niðurskor- ið í krukku og að sjálfsögðu öl, bæði til að elda úr og drekka með. Hann bendir á síðu Hafrannsóknastofu ef fólk er í vafa um hvar og hvort hægt sé að tína krækling. n ½ laukur n Fersk basilíka og kóríander n ½ blaðlaukur n 1 tsk. rósapipar n 2 kg af kræklingi/bláskel n 1 flaska öl (33 ml) n Pipar Saxið lauk, blaðlauk, basilíku og kóríand- er smátt og myljið rósapiparinn út í með fingrunum. (Ef á að elda úti í náttúrunni er gott að gera kryddblönduna heima og setja í krukku áður en lagt er af stað). Hreinsið kræklinginn vel og setjið í pott og hellið ölinu út á. Látið sjóða í nokkrar mín- útur með lokinu á eða þar til skelin opnar sig. Hellið kryddblöndunni út í pottinn, piprið og blandið með því að hrista pott- inn aðeins til að dreifa kryddblöndunni. Nýtur lífsins Sveinn er í Flatey þar sem hann eldar gómsætan mat úr sjávarfangi. Hann gefur lesendum góð ráð um kræklingatínslu og fljótlega uppskrift. Kræklingur í öli Gómsætt og fljótlegt. n Sveinn Kjartansson eldar í Hótel Flatey í sumar „Ég nota allt það sem er veitt hér í grenndinni, silung og þorsk. Ferskara verður það vart Sveinn ætlar að elda úr sjávarfangi fyrir gesti Hótel Flateyjar í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.