Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað Þ etta var alltaf tvö skref áfram, eitt skref afturábak, en engin stór bakslög,“ segir Katrín Að­ alsteinsdóttir sem eignaðist tvíburastúlkur þann 6. jan­ úar síðastliðinn, eftir aðeins 25 vikna meðgöngu. Stúlkurnar hafa braggast ótrúlega vel og læknar eru sammála um að þær séu kraftaverkabörn. Þann 27. apríl voru þær loksins útskrifaðar af spítalanum, átta dögum eftir áætl­ aðan fæðingardag. Blaðamaður hittir Katrínu á fall­ egu heimili þeirra mæðgna í Njarð­ vík. Fimm ára dóttir hennar og stóra systirin, Guðbjörg Emilía, kemur strax skoppandi fram. Hún er í rauðum kjól með fallegan bleikan hatt á höfðinu sem hún vill sýna blaðamanni. Móðir Katrínar er einnig á svæðinu og veitir dóttur sinni ómetanlega aðstoð, enda mikil vinna að vera ein með tvö ung­ börn og eina líflega fimm ára. Missti eiginmann sinn á meðgöngunni Blaðamaður hitti Katrínu síðast á barnaspítala Hringsins í lok janúar. Þá voru aðeins þrjár vikur síðan stúlkurnar komu í heiminn. Og tæp­ ir þrír mánuðir frá því eiginmaður Katrínar og faðir tvíburanna féll frá. Halldór Nilsson hafði glímt við geð­ hvarfasýki í mörg ár og féll fyrir þeim sjúkdómi. Síðustu tvö árin áður en hann lést hafði hann verið nokkuð góður af sjúkdómnum og fráfall hans kom því öllum mikið á óvart. „Einn daginn bara gafst hann upp,“ sagði Katrín í viðtalinu í janúar. Það er svolítið annað að sjá þessa ungu þriggja barna móður núna, þegar lífið er að komast aftur í fastar skorður eftir erfiða sjúkrahúsvist. Það sést langar leiðir hvað henni líð­ ur orðið miklu betur og það geislar af henni. Vógu um 700 grömm við fæðingu Tvíburastúlkurnar Þóra Margrét og Halldóra Gyða liggja saman í vögg­ unni sinni, klæddar í bleika kjóla. Þær eru í stíl en þó mjög ólíkar, enda tvíeggja. Þrátt fyrir að hafa komið í heiminn fyrir tæpum fimm mánuð­ um síðan eru þær agnarsmáar, enda ættu þær í raun bara að vera eins mánaða gamlar. Við fæðingu var Þóra Margrét aðeins 676 grömm og 31,5 sentímetrar en Hall­ dóra Gyða var örlítið stærri, 730 grömm og 33 sentímetrar. Þóra Margrét fæddist með klumbufót og er með spelkur til að laga það. Að sögn Katrínar er það nán­ ast komið. Hún og móðir henn­ ar grínast með að Þóra Margrét verði eflaust efnileg á snjóbretti í framtíðinni en spelkurnar minna einna helst á eitt slíkt. „Við sluppum ótrúlega vel“ „Læknarnir segja að þetta sé krafta­ verk. Þeir bjuggust ekki við að Þóra Margrét myndi lifa. Hún var það mikið veik fyrst. Hún var með sýk­ ingu og þurfti að vera í öndunarvél í tíu daga.“ Halldóra Gyða þurfti hins vegar aldrei að fara í öndunarvél, en það er mjög sjaldgæft að börn sem fæð­ ast svo löngu fyrir tímann sleppi við það. Læknarnir sögðu Katrínu að dótt­ ir hennar væri þriðja barnið frá því vökudeildin opnaði sem ekki þurfti að fara í öndunarvél. Báðar fengu þær systurnar smá gulu og Þóra Margrét fékk örlitla heila­ blæðingu sem gekk fljótt til baka. En slíkt mun vera algengt hjá börnum sem fæðast svona mikið veik, að sögn Katrínar. „Við sluppum ótrúlega vel út úr þessu,“ segir Katrín einlæg. „Satt best að segja þá bjóst ég aldrei við að koma heim með tvær.“ Það er augljóst að stúlkurnar eru mikil hörkukvendi og Katrín segir að það sjáist orðið glögglega og heyr­ ist. „Þær kunna að öskra,“ segir hún hlæjandi. „Sérstaklega Þóra, hún var veikari. Það sést alveg á henni, hún er meiri frekja.“ Saknar Halldórs Það þarf enginn að efast um að síð­ ustu mánuðir hafa verið Katrínu mjög erfiðir. Fyrst að missa Hall­ dór og svo að sitja yfir pínulitlu tví­ burastúlkunum þeirra og fylgjast með þeim þroskast. „Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt. Ég væri að ljúga ef ég segði þetta hafa verið auðvelt. Mér líður bara vel í dag, miðað við aðstæður. Ég sakna auðvitað alltaf Halldórs, þetta er erfitt þannig. En að vera ein með þessar þrjár, það geng­ ur vel. Ég fæ góða aðstoð.“ Fyrir utan góðan stuðning frá fjöl­ skyldu og vinum fær Katrín einnig aðstoð frá Reykjanesbæ. Á morgn­ ana kemur til hennar starfsmaður frá bænum og gætir stúlknanna svo hún geti hvílt sig. Halldóra Gyða líkist Halldóri Aðspurð hvort stúlkurnar líkist Hall­ dóri, segir Katrín Halldóru vera al­ veg eins og hann. „Hún er nákvæm­ lega eins,“ segir hún hlæjandi. „Ég sá það strax.“ Það var þó einskær tilvilj­ un að Halldóra fékk Halldórunafnið, en ekki systir hennar. „Ég var ekki búin að sjá þær þegar ég ákvað nöfn­ in. Tvíburi A átti bara að heita Þóra Margrét og tvíburi B átti að heita Halldóra Gyða. Svo var það bara til­ viljun að Halldóra var eins og Hall­ dór.“ Þóra Margrét líkist hins vegar stóru systir sinni, Guðbjörgu Emilíu, mikið. Tvíburarnir eru ekki bara ólíkir út­ litslega heldur er persónuleiki þeirra einnig mjög ólíkur. „Þóra er frekjan en Halldóra er svona yfirveguð.“ Þrátt fyrir smá frekju í Þóru Mar­ gréti segir Katrín stúlkurnar vera al­ gjör draumabörn. Þær sofa allar næt­ ur og hún þarf að vekja þær til að gefa þeim að drekka. Erfitt fyrir elstu dótturina Guðbjörg Emilía kemur aftur skopp­ andi fram úr herberginu sínu, nú með grænan hatt. Hún er hafa sig til fyrir myndatökuna sem hún veit að fer fram á eftir. Síðustu mánuðir hafa líka tekið á hana. Að missa fósturpabba, sem hafði gengið henni í föðurstað, og það að geta lítið hitt mömmu sína í marga mánuði. „Þetta kemur allt saman. Hún er rosalega góð við systur sínar,“ segir Katrín og brosir til dóttur sinnar. Á meðan tvíburarnir voru á spítalanum var Katrín með íbúð í Reykjavík á vegum spítalans en fór tvisvar í viku heim til Njarðvík­ ur, þar sem Guðbjörg Emilía dvaldi hjá ömmu sinni og afa. Farnar að drekka sjálfar Þegar Þóra Margrét og Halldóra Gyða fóru heim af spítalanum voru þær ekki alveg byrjaðar að drekka sjálfar og þurftu því að vera með sondu. Halldóra Gyða í tvær vikur en Þóra Margrét í þrjár. Þær eru nú báðar byrjaðar að drekka alveg sjálfar úr pela en amma er einmitt að gefa þeim að drekka á meðan á viðtalinu stendur. Katrín segir lífið hafa geng­ ið nokkuð áfallalaust fyrir sig frá því þær komu heim, fyrir utan áfall fjórum dögum eftir heimkomuna, þegar Þóra Margrét fékk þvagfæra­ sýkingu. Hún þurfti því að fara aftur á spítalann í fimm daga. Ætla að slá upp skírnarveislu Katrín viðurkennir að hún sé búin að sofa mikið frá því þær komu heim af spítalanum. Hún er að reyna að endurheimta orkuna eftir átakanlega mánuði. Öll aðstoð hef­ ur því verið henni mjög dýrmæt. Tengdamóðir hennar var hjá henni í mánuð eftir heimkomuna til að létta undir, en hún býr á Akureyri. Katrín er í góðu sambandi við fjölskyldu Halldórs sem veitir henni mikinn styrk. „Svo ætlum við að slá upp skírnar veislu núna í júní. Þó það sé búið að skíra þær, þá ætlum við bara að halda aðra veislu.“ Systurnar voru skírðar á spítalan­ um sama dag og þær fæddust, líkt og gjarnan er gert með fyrirbura. En þær eiga eftir að fá tilheyrandi veislu. „Svo förum við í kirkjuna við kirkjugarðinn og höfum smá athöfn þar,“ segir Katrín og á þar við kirkjugarðinn þar sem Halldór er jarðsettur. Hún hugsar mikið til Halldórs. „Sérstaklega þegar maður sér hvað Halldóra er lík honum. Allir svipir, þeir eru alveg eins. Hún hefur líka skapið hans. Hann var rólyndis­ maður og hún er róleg,“ segir Katrín, brosir og lítur í átt til vöggunnar. Þroskast eðlilega Þóra Margrét og Halldóra Gyða fara nú einu sinni í viku í vigtun og koma svo til með að fara í sérstakt ung­ barnaeftirlit fyrir fyrirbura í Reykjavík. Taugalæknar á barnaspítala Hringsins fylgjast svo með þroska þeirra. Tví­ burasysturnar eru því undir aðeins meira eftirliti en börn sem fæðast á réttum tíma. Að sögn Katrínar hafa læknar þó ekki ekki áhyggjur af því að það muni há þeim í framtíðinni að hafa fæðst svona mikið fyrir tím­ ann. En það bendir ekkert til annars en að þær þroskist og dafni eðlilega. „Þær eru báðar byrjaðar að hjala og Halldóra byrjaði að hlæja í gær,“ segir Katrín og brosir einlægt. „Það er auð­ vitað fylgst með því hvort þær verði eitthvað misþroska, sem er áhættu­ þáttur hjá öllum fyrirburum. Það kemur bara í ljós.“ Komust fyrir í lófa Katrín viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa upp á dæturnar fyrst, jafn litlar og þær voru. En þær komust nánast fyrir í sitthvorum lófanum á mömmu sinni fyrst þegar hún fékk að halda á þeim. „Að bera saman mynd­ ir af þeim frá því þegar þær fæddust og núna, þetta er bara ótrúlegt,“ seg­ ir Katrín og sýnir blaðamanni hvern­ ig hún gat haft þær báðar á bringunni á sér. „Mér finnst eiginlega merkileg­ ast að öll líffærin voru byrjuð að starfa og þær byrjuðu að drekka strax. Meltingarfærin voru þegar farin að starfa og gerðu allt sem þau áttu að gera.“ Þakkar fyrir stuðninginn Þegar tvíburasysturnar komu óvænt í heiminn í janúar ákváðu vinir Katrín­ ar að stofna söfnunarreikning í henn­ ar nafni. Hún vill nú fá að þakka öllum þeim sem lögðu inn á reikninginn eða styrktu hana með einum eða öðrum hætti, meðal annars með fatagjöfum. „Ég er meira að segja ennþá að fá send föt frá fólki sem ég hef aldrei séð,“ seg­ ir Katrín sem er virkilega þakklát fyrir allan stuðninginn og horfir nú björt­ um augum fram á veginn. n n Stúlkurnar fæddust eftir 25 vikna meðgöngu n Missti mann vegna geðhvarfasýki Kraftaverkabörnin dafna „Satt best að segja þá bjóst ég aldrei við að koma heim með tvær.“ helgarblað 25.–27. janúar 2013 10. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 659 kr. Viðtal 32–33 m y n d s ig tr y g g u r a r i n Harmur Katrínar n Geðhvarfasýki dró eigin manninn til dauða n „Einn daginn gafst hann upp“ n Fæddust 15 vikum fyrir tímann Tvíburarnir fæddust föðurlausir „ Þetta hlýtur að reddast Völli Snær fær ekki að stækka n Nágrannar stöðva sjónvarpskokk Bjargaði lífi Trausti Sveinsson Hungur Jóhanns Eyfells n Níræður vinnuþjarkur í Texas Jón Snorri ákærður „Pabbi minn er dáinn“ hótað af níðingum n Ísafjarðarmálið gert upp n „Var fastur í helv íti“ 14–18 Halldór Nilsson F. 27. janúar 1982 D. 1. nóvember 2012 4 36–37 10 2 Fjölskyldan Guðbjörg Emilía og Katrín halda hér á Þóru Margréti og Halldóru Gyðu. DV MynD: SiGtryGGur Ari Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég sakna auð- vitað alltaf Halldórs, þetta er erfitt þannig. En að vera ein með þessar þrjár, það gengur vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.