Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 60
52 Fólk 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað Hvað er að gerast? 31.maí–2. júní Föstudagur31 maí Laugardagur1 júní Sunnudagur2 júní Heiðurstónleikar Rage Against the Machine er heiðruð fyrir þrotlausa baráttu í þágu mannréttinda sem hún kýs að koma á framfæri í formi rokktónlistar. 20 ár eru liðin síðan fyrsta plata sveitarinnar kom á markað og setti hún mark sitt á rokksöguna með pólitísku rappi/rokki á eftirminnilegan máta. Hljómsveitina sem heiðrar Rage Against the Machine skipa Egill „Tiny“ Thorarensen, Franz Gunnars­ son, Arnar Gíslason og Guðni Finnsson. Græni Hatturinn Kl. 22.00 Síðasti heimaleikurinn Næstkomandi laugar­ dag munu stelpurn­ ar okkar taka á móti Skotum á Laugardalsvelli og hefst leik­ urinn kl. 16.45. Liðið undirbýr sig af kappi fyrir úrslitakeppni EM, sem hefst í Svíþjóð 10. júlí. Þetta er síðasti heimaleikur stelpnanna fyrir stóru átökin í sumar. Laugardalsvöllur Kl. 16.30 Óskalög sjómanna Í tilefni af 100 ára afmæli Reykja­ víkurhafnar og 75. sjómannadagsins verða seglin þanin í Hörpu og vinsæl­ ustu sjómannalög okkar Íslendinga flutt af úrvali íslenskra tónlistarmanna. Söngvarar verða Valdi­ mar Guðmundsson, Ragnar Bjarnason, Sigríður Thorlacius, Guðrún Gunnarsdótt­ ir, Kristján Kristjánsson ( KK), Magnús Eiríksson, Gylfi Ægisson, Magni Ásgeirs­ son, Matthías Matthíasson og Þorvaldur Halldórsson. Tónlistarstjóri verður Jón Ólafsson en Örn Árnason kynnir. Eldborg, Harpa Kl. 17.00 Bubbi í Grindavík Síðustu tónleikar Bubba Morthens í tónleikaröð hans sem hefur staðið yfir síðustu mánuðina. Á sjómanna­ daginn spilar hann í Grindavík en á efnisskránni verður blanda af gömlu og nýju efni, svona klassískir Bubbatónleikar eins og hann hefur haft þá í gegnum tíðina. Grindavíkurkirkja Kl. 20.30 Englar alheimsins – aukasýning Ein vinsælasta íslenska skáld­ saga síðari ára í nýrri leikgerð. Verkið lýsir árekstri tveggja heima; brjálseminnar og hversdagsleik­ ans, og lýsir af miklu innsæi heimi hins geðveika, einsemd hans og útskúfun, og átökum hans við sjálfan sig og samfélag­ ið.Ógleymanlegt verk, fullt af sársauka en jafnframt hlýju og húmor. Þjóðleikhúsið Kl. 19.30 F yrsta alþjóðlega barnakvik- myndahátíð í Reykjavík var sett með pompi og prakt í Bíó Para- dís á miðvikudag. Á opnun há- tíðarinnar var menningarelíta landsins mætt með börn sín. Gestir, stórir sem smáir, fengu karamellupopp og Svala og hlýddu á tónlist Dj Flugvél & Geimskip af mik- illi hrifningu. Geta mús og björn verið vinir? Frumsýnd var franska myndin Ernest og Celestine og bauð sendiherra Frakklands á Íslandi, Marc Bouteill- er, gesti velkomna. Þá setti borgar- stjóri Reykvíkinga, Jón Gnarr, hátíð- ina. „Geta mús og björn verið vinir?“ spurði hann bíógesti og fékk blendin svör þeirra minnstu í salnum. Sannkölluð kvikmyndaveisla verð- ur fyrir börn og unglinga í Bíó Paradís vikuna 29. maí–4. júní og á hátíðinni má horfa á áhugaverðar barna- og unglingakvikmyndir sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim, sem og gamlar sígildar myndir á borð við Karate Kid, sem foreldrar geta rifjað upp með börnum sínum. n kristjana@dv.is Menningarelítan mætti með börnin Stuð í bíó Ragnar Ísleifur Bragason með Sögu, Ronju og syni sínum Ara Ísleifi. Góð saman Margrét Vilhjálmsdóttir leik­ kona með þeim Íseyju Lilju og Mikael Þey.Mæðgur Elsa Yeoman með dóttur sinni og vinkonu. Skemmtileg stemning Börn og foreldrar skemmtu sér vel á fyrstu opnun Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík. n Fyrsta alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík n Karamellupopp og fjörugur plötusnúður vöktu lukku Karamellupopp Ágúst Garðarsson framleiddi góm­ sætt karamellupopp sem fór vel í bíógesti. Spenntir gestir Dj­Flugvél & Geimskip náði að heilla yngstu gestina. Með pabba og dúkku Það verða ófáir foreldrarnir sem verða dregnir í bíó um helgina ef börnin fá að ráða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.