Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Side 3
baka skerðingar á kjörum aldraðra
og öryrkja frá árinu 2009. „Strax á
sumarþinginu,“ var svar Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráð-
herra þegar hann var spurður að því
hvenær það yrði gert í sjónvarpsfrétt-
um RÚV þann 25. maí. Þær fyrirætl-
anir hafa ekki verið dregnar til baka
og samkvæmt Eygló Harðardóttur
er frumvarp um málið nú í kostn-
aðarmati í fjármálaráðuneytinu.
Sam kvæmt heimildum DV má gera
ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna
þessa nemi að minnsta kosti 3–4
milljörðum króna.
Ríkisstjórnin vonast til að þessar
aðgerðir hafi þensluhvetjandi áhrif
og það má vel vera. Þó verður ekki
hjá því litið að allar munu þær auka
á vanda ríkisstjórnarinnar við að
loka fjárlagagatinu. Þá á einnig eft-
ir að taka skuldaniðurfellingar með í
reikninginn en til stendur að útfæra
þær nánar næsta haust. Þar er lík-
lega um að ræða hundruð milljarða
en í stefnuræðu sinni boðaði for-
sætisráðherra stofnun sérstaks leið-
réttingarsjóðs ef fjármögnun niður-
fellinganna gengur ekki sem skyldi.
Hallarekstur eða niðurskurður
Viðmælendur DV – þingmenn
stjórn ar og stjórnarandstöðu og
hag fræð ingar – eru á einu máli
um að líklega verði áframhaldandi
halla zrekstur frekar fyrir valinu fyrst
um sinn en róttækur niðurskurður.
Mörgum þykir niðurskurður hafa
keyrt úr hófi fram á síðustu árum
og aukinn niðurskurður til vel-
ferðarmála, langstærsta útgjalda-
flokks ríkisins, er tæpast vænleg-
ur til vinsælda. Þó ber að hafa það
í huga að vaxtagreiðslur af skuldum
ríkissjóðs nema nú um 90 milljörð-
um á ári og því er afar mikið í húfi
þegar rætt er um að minnka skuld-
ir ríkisins.
Í fyrirspurnatíma á Alþingi á
þriðjudaginn var Bjarni Benedikts-
son spurður að því hvar hægt væri
að skera niður og nefndi hann þá
fjárfestingaráætlun fráfarandi rík-
isstjórnar. Í þeirri áætlun felast
framkvæmdir fyrir liðlega 10 millj-
arða, meðal annars fyrirhuguð
Norðfjarðargöng, framlög til rann-
sókna- og tækniþróunarsjóða auk
fjárfestinga í skapandi greinum. n
L
jóst er að ríkisstjórn Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks stendur frammi fyrir
gríðarlega vandasömum verk-
efnum þegar kemur að stöðu
ríkisfjármála. Í aðdraganda kosninga
settu báðir flokkar fram afdráttarlaus
kosningaloforð um skattalækkanir
og skuldaniðurfellingar en óhætt er
að fullyrða að töluvert meira hafi far-
ið fyrir hugmyndum flokkanna hvað
varðar útgjaldahlið ríkisfjármálanna
en tekjuhliðina. Þó hafa forsvars-
menn beggja flokka ítrekað talað fyr-
ir nauðsyn þess að koma böndum á
ríkisfjármálin og minnka skuldir rík-
issjóðs en þær nema rúmlega 80 pró-
sentum af vergri landsframleiðslu.
Til skamms tíma litið er augljós-
lega óraunhæft að ætla að stjórnar-
flokkarnir geti staðið við öll kostn-
aðarsömustu kosningaloforðin án
hallareksturs, nema til komi nokkuð
róttækur niðurskurður ríkisútgjalda
til að vega upp á móti. Því má segja að
ríkisstjórnin neyðist til að gera upp á
milli yfirlýstra markmiða sinna, að
minnsta kosti fyrst um sinn. Í eldhús-
dagsumræðum á Alþingi á mánu-
daginn boðaði Bjarni Benediktsson
fjármála- og efnahagsráðherra um-
talsverðan halla á rekstri ríkissjóðs
á þessu ári. Bjarni telur hallann geta
numið ríflega 30 milljörðum króna
á þessu ári en leggur hins vegar ríka
áherslu á að stemma stigu við halla-
rekstrinum árið 2014. Það gæti þó
reynst þrautinni þyngri ef loforð rík-
isstjórnarinnar um skattalækkan-
ir, skuldaniðurfellingar og önnur út-
gjöld verða að veruleika.
Skattalækkanir upp á milljarða
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn-
ar sem kynntur var þann 22. maí
kvað strax við öllu hófstilltari tón
en heyrst hafði í aðdraganda kosn-
inga. Síðan þá hafa línurnar tek-
ið að skýrast og nú liggur að ein-
hverju leyti fyrir hvaða aðgerðir eru
efst á dagskrá ríkisstjórnarinnar.
Þar ber helst að nefna ýmsar skatta-
lækkanir. Ef marka má orð forsætis-
ráðherra og fjármála- og efnahags-
ráðherra í eldhúsdagsumræðunum
verður strax í sumar ráðist í lækk-
un virðisaukaskatts á gistiþjónustu,
afnám stimpilgjalda, lækkun elds-
neytisskatta, skatta á raforku og heitt
vatn auk lækkunar virðisaukaskatts
á barnaföt. Þessar lækkanir hlaupa á
milljörðum.
Þá hefur ríkisstjórnin gefið út skýr
skilaboð um að fleiri skattalækkanir
séu á dagskrá: „Auðlegðarskatturinn
á að renna út á þessu ári. Hann verð-
ur ekki framlengdur. Það er alveg
skýrt,“ sagði Bjarni Benediktsson í
viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni um
síðustu helgi. Þar er um að ræða tekj-
ur upp á 9 milljarða á ársgrundvelli
samkvæmt fjárlögum ársins 2013. Þá
liggur fyrir að til stendur að endur-
skoða og lækka veiðigjald auk þess
sem tryggingagjald verður lækkað
eftir samráð við aðila vinnumark-
aðarins. Það er enda eðlilegt í ljósi
þess að atvinnuleysi hefur minnkað
jafnt og þétt og mælist nú innan við
fimm prósent.
Aukin útgjöld upp á milljarða
Þá stendur einnig til að draga til
Fréttir 3Miðvikudagur 12. júní 2013
n Þroskahamlaðir útskrifast ekki með hinum n „Ég er sorgmædd og sár“
Boðar hallarekstur
upp á 30 milljarða
n Bjarni lofar viðsnúningi n Hallalaus fjárlög 2014 n Skattalækkanir setja strik í reikninginn
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
„Auðlegðar-
skatturinn á
að renna út á þessu
ári. Hann verður ekki
framlengdur. Það er
alveg skýrt.
Bjarni Benediktsson
Auðlegðarskattur
Stimpilgjald
Hækkun vsk.
á ferðaþjónustu
Kjör aldraðra og öryrkja
Veiðigjald
Eldsneytisskattur
Skattar á raforku
og heitt vatn
9,1 milljarður
4,1 milljarður
4,0 milljarða
r
13,0 milljarða
r
4,2 milljarða
r
2,3 milljarða
r
1,5 milljarðar
Minni tekjur, meiri útgjöld
Tekjutap
19 milljarðar
Tekjutap
óljóst
T il stendur að afnema stimpilgjöld og auðlegðarskatt, draga til baka hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og bæta öldruðum og öryrkjum upp tekju-skerðingar frá árinu 2009. Það nemur um 19 milljörðum á ársgrundvelli. Í sumar
á að lækka eldsneytisskatta, skatta á raforku og heitt vatn auk virðisaukaskatts
á barnaföt í þágu heimilanna. Þá er lækkun veiðigjalda einnig á stefnuskrá beggja
flokka.
Rétt er að taka fram að hér er ekki tekið tillit til þensluhvetjandi áhrifa sem vonast er
til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar skili. Þó gefa tölurnar einhverja hugmynd um það bil
sem brúa þarf ef loka á fjárlagagatinu ef af aðgerðunum verður.
HeiMild fjárlög 2013
Niðurskurðar-
hnífur Vigdísar
Vigdís Hauksdóttir,
oddviti Framsóknar-
flokksins í Reykja-
víkurkjördæmi
suður, var á dögunum
skipuð formaður
fjárlaganefndar Alþingis.
Það er ein mesta ábyrgðarstaða sem
í boði er við skipun nefnda. Vigdís
gegnir því lykilhlutverki við undirbúning
fjárlaga ársins 2014, ásamt Bjarna Bene-
diktssyni fjármála- og efnahagsráð-
herra, sem kynnt verða í þinginu næsta
haust. Ef markmið Bjarna um halla-
lausan ríkisrekstur árið 2014 á að nást
mun það ef til vill koma í hlut Vigdísar
að munda niðurskurðarhnífinn og skera
niður til móts við fyrirhugaðar skatta-
lækkanir. Henni til halds og trausts
verður svo Guðlaugur Þór Þórðarson,
varaformaður fjárlaganefndar.
n Í umræðum um fjárlög ársins 2012
fór Vigdís mikinn og gæti málflutningur
hennar þá gefið vísbendingu um nálgun
hennar á verkefni við fjárlagagerð fyrir
næsta ár. Þá bar hún meðal annars upp
fyrirspurn til fjármálaráðherra um það
hvers vegna rúmlega 82 útgjaldaliðum
hefði verið hlíft við niðurskurði í fjár-
lögunum og óskaði eftir sundurliðuðu
svari. Í svari ráðherra kom fram að
margar af þeim stofnunum sem Vigdís
nefndi hefðu reyndar sætt niðurskurði,
því þótt framlög hefðu hækkað í krónu-
tölu, væri það í raun lækkun á raunvirði.
Tífalt meiri halli
en ætlað var
Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa
lýst því yfir að staða ríkissjóðs hafi
reynst mun verri en talið var. Katrín Júl-
íusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra,
hefur þó mótmælt því kröftuglega og
segir ekkert nýtt hafa komið í ljós. Við
gerð fjárlaga síðasta haust var gert
ráð fyrir því að halli á rekstri ríkissjóðs
árið 2013 yrði um 3 milljarðar króna. Nú
telur Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, að hallinn verði 30
milljarðar króna.
n Þær ástæður sem Bjarni telur fyrir
auknum halla eru eftirfarandi: 4 millj-
arðar vegna arðgreiðslna og sölu eigna
sem ekki hafa skilað sér, 4 milljarðar
vegna minni hagvaxtar en búist var við,
6 milljarðar vegna ýmissa umframút-
gjalda og þessu til viðbótar telur Bjarni
rétt að gera ráð fyrir þeim möguleika
að gjaldfæra þurfi verulegan hluta af
fyrirhuguðu 13 milljarða króna framlagi
ríkisins til Íbúðalánasjóðs.