Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Síða 4
Neyð á Norðurlandi n Geðheilbrigðismál í ólestri á Norður- og Austurlandi N eyðarástand er í geðþjónustu barna og unglinga á Norð- ur- og Austurlandi og stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skorar á heilbrigðisráðherra að finna tafarlaust bráðabirgðalausn á ástandinu. Í ályktun sem stjórn- in sendi frá sér segir að eftir upp- sögn barna- og unglingageðlæknis svæðisins sé núverandi fyrirkomu- lag algjörlega óboðlegt. Barna- og unglingageðdeildin í Reykjavík hafi vart annað álaginu fyrir og því setti þessi viðbót þjónustuna á landsvísu í uppnám. Samkvæmt ársskýrslu Fjórðungs- sjúkra hússins á Akureyri 2012 hafi barna- og unglingadeildin á Norður- og Austurlandi þjónað 504 einstakl- ingum og fjölskyldum þeirra. „Með niðurfellingu þessarar geðþjónustu skapast algjört neyðarástand á fjölda heimila sem ekki sér fyrir endann á. Þjáningin er ekki einung- is bundin við börnin og ungling- ana sjálfa heldur eru aðstandendur einnig að örmagnast. Með hverjum deginum sem líður án þess að lausn sé í sjónmáli stigmagnast vandinn og álagið getur haft varanlegar af- leiðingar fyrir heilsu aðstandenda,“ segir í ályktuninni sem lýkur með þessum orðum: „Íbúar svæðisins treysta á ráðherrann að bregðast skjótt við þessu neyðarkalli.“ ingibjorg@dv.is Vandfýsnir Skagfirðingar Staða skólastjóra við Varma- hlíðar skóla í Skagafirði er laus til umsóknar. Leitað er að öflug- um og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða þróttmik- ið skólastarf og taka þátt í að efla skólasamfélagið í héraðinu. Þetta kemur fram í fréttablað- inu Feyki á Sauðárkróki. Staðan var einnig auglýst fyrir fáeinum vikum og bárust þá sex umsókn- ir, en meirihluti samstarfsnefnd- ar sveitarfélagsins Skagafjarð- ar með Akrahreppi samþykkti að hafna öllum umsóknum, á grundvelli mats Capacent á um- sækjendum. Í fundargerð samstarfs- nefndarinnar frá því á föstu- daginn, ítreka fulltrúar Akra- hrepps að þeir hafi í upphafi lagst gegn því að leitað yrði til ráðningarfyrirtækis og viljað ráða Láru Gunndísi Magnús- dóttur í starfið. Fulltrúar sveitar- félagsins Skagafjarðar óskuðu eftir að fá bókað að þeir hafi ekki viljað taka afstöðu til umsækj- enda án faglegs mats á þeim. Hætt að ljósrita Frá og með 142. löggjafarþingi, það er yfirstandandi þingi, verð- ur nefndastarf fastanefnda Al- þingis rafrænt og allri ljósritun hætt. Öllum er og frjálst að senda nefnd skriflega umsögn um þingmál að eigin frum- kvæði. Slík umsögn fær sömu stöðu og þær sem berast sam- kvæmt beiðni nefndar. Að jafn- aði senda nefndir öll þingmál, sem þær hafa til umfjöllunar, til umsagnar þeim er málið varð- ar. Yfirleitt er umsagnaraðilum veittur tveggja til þriggja vikna frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við nefnd. Þessi frestur getur þó verið styttri eða lengri eftir að- stæðum hverju sinni. Það fer eftir eðli og umfangi máls hve margir fá það til umsagnar. Veiðistangaþjófar létu greipar sópa V ið erum búnir að veiða lax í yfir 30 ár og aldrei þurft að taka stöng af bíl, segir Pétur Hans Pétursson laxveiði- maður. Hann var að veiða í Blöndu ásamt félögum sínum um síðustu helgi og urðu þeir fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að rándýrum veiðistöngum var stolið frá þeim. Þeir gistu í veiðihúsinu við Blöndu inni í Langadal og geymdu stangirn- ar í stangarhöldum á bílum sínum yfir nóttina. Þann háttinn hafa þeir haft á síðastliðin 30 ár, líkt og fjöl- margir aðrir veiðimenn. „Þegar við vorum að fara í morgunmat ann- an daginn þá kom einn veiðifélagi minn hlaupandi og sagði að það væri horfin frá honum stöng.“ Önnur stöngin glæný Könnuðu þeir í kjölfarið hvort stangir hefði verið teknar af fleiri bílum og kom það á daginn. Tveim- ur mjög dýrum stöngum hafði ver- ið stolið um nóttina. „Það voru tekn- ar þarna mjög verðmætar stangir. Stöngin sem var tekin af okkar bíl var í eigu félaga míns, Sigurðar Sig- urðssonar, og að verðmæti 235 þús- und krónur með hjóli, línu og öllu saman. Hin stöngin er aðeins ódýr- ari, kannski að verðmæti 200 þús- und með öllum græjum.“ Dýrari stöngin var glæný af gerðinni Sage One 13,6 fet með hjóli og hin af gerðinni Loop Gryline 14 fet með góðu hjóli, að sögn Péturs. Er því um að ræða tjón upp á 435 þúsund krónur. Þekktu greinilega staðhætti Hann segir ljóst að þjófurinn eða þjófarnir hafi þekkt til á svæðinu og vitað nokkurn veginn hvenær enginn væri á ferlið við veiðihúsið. Aðeins þrír tímar liðu frá því að þeir síðustu fóru að sofa um nóttina og þeir fyrstu fóru á fætur um morgun- inn. Þá er veiðihúsið ekki langt frá þjóðveginum og lögreglan var mik- ið á ferðinni um nóttina vegna dans- leiks í Húnaveri. Pétur segir einnig að þjófarnir hafi augljóslega vitað hvað þeir voru að taka því aðrar stangir voru skildar eftir á bílunum. Þeir félagar auglýsa eftir stöngun- um sínum og eru tilbúnir að greiða fundarlaun fyrir ábendingar um hvar þær gæti verið að finna. Pétur segir mjög fáar stangir af dýrari gerðinni í umferð hér á landi og þeir sem þekki til sjái strax um hvernig stöng er að ræða. Þjófnaðir sjaldgæfir Pétur segir ansi hart ef ekki er lengur hægt að skilja veiðistangir eftir á bíl- um við veiðihús landsins án þess að þær séu teknar ófrjálsri hendi. Aðspurður segir hann þó að þjófnaður á stöngum við þessar að- stæður sé mjög sjaldgæfur. Hann segist aðeins vita um tvö önnur til- felli þar sem veiðibúnaði hafi verið stolið með þessum hætti. Pétur segir svona tjón einnig geta verið tilfinn- ingalegt fyrir suma. „Ef menn eru búnir að eiga svona stangir lengi þá tengjast þeir þeim tilfinningabönd- um. Menn eru búnir að veiða svo mikið og margt á stangirnar .“ Veiðin var annars ágæt hjá þeim félögum en þeir fengu sitthvorn 16 punda laxinn. Þjófnaðurinn á stöngunum hefur kærður til lög- reglu. n n Stálu frá veiðimönnum við Blöndu n Fundarlaunum heitið Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Veiðistangir Verð- mæti stanganna sem teknar voru er um 435 þúsund krónur, að sögn Péturs. Hann segir fáar slíkar stangir í umferð hér á landi.„Ef menn eru búnir að eiga svona stangir lengi þá tengjast þeir þeim tilfinninga- böndum. Í Blöndu Þrátt fyrir að veiðifélagarnir séu glaðbeittir með fenginn á þessari mynd þá var þeim ekki mjög skemmt þegar í ljós kom að rándýrum veiðistöngum hafði verið stolið frá þeim. 4 Fréttir 12. júní 2013 Miðvikudagur Mikill vandi Íbúar skora á ráðherra að bregðast strax við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.