Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2013, Page 27
n Íslenskir athafnamenn töpuðu fé n Fyrirtæki Sandlers neitar samstarfi Fólk 27Miðvikudagur 12. júní 2013 „Ný von með aflitað hár“ n Óttar Proppé er íkorni á Alþingi Þ að er íkorninn sem dansar á trjátoppunum, ekki bjarndýr­ ið,“ sagði Óttarr Proppé í jóm­ frúrræðu sinni á Alþingi sem endaði á orðunum: „Verum góð“. Ræða Óttars vakti mikla athygli og var valin vinsælasta ræðan á setn­ ingu Alþingis af lesendum Dv.is og viðbrögðin létu ekki standa á sér á Facebook. „Ný von er fædd — með aflitað hár — segir dæmisögur af flækingum og íkornum,“ sagði Björn Þorláksson, ritstjóri um Óttarr. „Gefum honum hnetur,“ sagði Sæunn Þórðardóttir. Helgi Seljan gerði létt grín að ræðunni: „Var íkorni sem stökk á milli trjátoppa. Borðaði. Er björn. Held mig á jörðinni,“ sagði hann og svo nokkru seinna: Okay, nóg af þessu. Hvenær fáum við Partíbæ? Hugmyndina að ræðunni fékk Óttarr á ráðstefnu um höfundarétt í Washington. Á hlaupum á millli funda hitti hann heimilislausan mann á bekk. „Þarna sat hann með úfið hár og skegg, í gauðslitnum húð­ litum æfingagalla og með stolið nafn­ spjald um hálsinn. Hann náði athygli þess sem hér stendur og þegar við tók­ um tal saman ruddi hann upp úr sér romsu af skammstöfunum sem voru flestar óþekktar, ef ekki óskiljanlegar. Þingmaðurinn gaukaði einhverjum smápeningum að manninum og hélt áfram för sinni, en þá kallar gaur­ inn í kveðjuskyni, í lauslegri þýðingu með leyfi forseta: „Það er íkorninn sem dansar á trjátoppunum, en ekki bjarndýrið.“ Skilaboðin sátu í Óttarri sem vildi koma því á framfæri að það hafi oft betri áhrif að sýna mýkt og sveigj­ anleika en að ryðjast áfram með krafti og með látum. Við fyrstu sýn er bjarndýrið tignarlegt, vöðvastælt og kraftmikið dýr. En það kemst ekki á efstu toppa trésins. Og við fyrstu sýn virðist íkorninn hlaupa stefnulaust fram og tilbaka eins og vitstola ein­ feldningur, en það er ekki heldur svo einfalt. Íkorninn hefur skýr mark­ mið, hann er að safna forða fyrir vet­ urinn og öll hans taugaveiklunarlega iðja þjónar því markmiði. Háttvirtu þingmenn, tökum íkornann með sína iðjusemi og útsjónarsemi okkur til fyrirmyndar frekar en þunglama­ legt valdabrölt bjarnarins.“ kristjana@dv.is Sló í gegn Óttarr vakti mikla athygli með frumlegri ræðu sinni. Jón Arnór og Lilja eignuðust stúlku Körfuboltakempan Jón Arnór Stef­ ánsson og unnusta hans Lilja Björk Guðmundsdóttir eignuðust sitt annað barn um liðna helgi. Spræka 16 marka stúlku. Fyrir eiga þau tveggja ára son. Jón Arnór og Lilja Björk hafa verið búsett á Spáni um nokkurt skeið þar sem Jón spilar körfuknattleik með úrvalsdeildar­ liðinu CAI Zaragoza. Eyþór Ingi í hnapp- helduna Eyþór Ingi Gunnlaugsson Eurovisionfari mun ganga að eiga unnustu sína og barnsmóður, Soffíu Ósk Guð­ mundsdóttur þann 26.júlí í Háteigskirkju. Saman eiga þau eina dóttur. Eyþór Ingi bað kærustu sinnar á fallegu kvöldi í París. Frá því sagði hann í viðtali við DV. „Við fórum út að borða í Eiffelturninum. Þar skellti ég mér á skeljarnar, til­ búinn með hringana.“ H andritshöfundurinn Gestur Valur Svansson er sagð­ ur hafa falsað samninga og logið að íslenskum at­ hafna mönnum sem lánuðu hon um peninga til handritaskrifa. Athafna mennirnir íhuga nú að stefna Gesti Vali. Framleiðslu fyrirtæki Adam Sandlers neitar samstarfi við Gest. Íslenskir fjölmiðlar birtu frétt­ ir um Hollywood­ævintýri Gests sem virðist nú uppspuni frá rótum. Síðasta fullnægingin Gestur kom meðal annars fram í við­ tali við Gunnar Reyni Valþórsson, fréttamann á Stöð 2. Þar sagðist hann hafa átt fund með gamanleikaran­ um Adam Sandler. Hann hefði kynnt hugmynd að bíómynd fyrir honum og Sandler hafi litist vel á og ákveðið að kaupa myndina. Í innslaginu er fullyrt að skrifað hafi verið undir samninga um kaup á handriti myndarinnar sem átti að heita „Last orgasm“ eða Síðasta full­ nægingin. „Ég fékk hugmyndina við lestur fyrirsagnar í blaði. Úr því kom svo heil bíómynd.“ sagði Gestur og bætti við að í samningnum væri klá­ súla um að hann myndi sjálfur leika aukahlutverk í myndinni. Neita samstarfi DV hafði samband við Heather Parry, kvikmyndaframleiðanda sem vinn­ ur hjá Happy Madison, framleiðslu­ fyrirtæki Adam Sandlers. Spurð um samstarfið við Gest Val kom hún af fjöllum og eftir að hafa grennslast fyrir um málið sagði hún: „Við erum ekki að vinna með honum.“ Töpuðu fé Nokkrir íslenskir athafnamenn lögðu Gesti Vali til peninga vegna verkefn­ isins. Hann mun hafa vantað fjár­ magn til að ljúka við handritið og lofað greiðslum þegar peningarn­ ir kæmu að utan. Af því varð aldrei og þegar athafnamönnunum tók að lengja eftir peningunum könnuðu þeir málið og komust að því að sögur Gests voru byggðar á sandi. „Þetta voru ekki miklir peningar, nokkrir hundrað þúsund kallar. Aðal­ svindlið er þrá Gests eftir því að vera frægur. Hann er búinn að hafa ansi marga að fíflum,“ sagði einn athafna­ mannanna sem vildi ekki láta nafn síns getið. Hann staðhæfði að Gestur hefði lagt fram falsaða samninga og nú væru menn að skoða stöðu sína – hugsanlega yrði Gesti stefnt fyrir dómstóla. Ekki hefur tekist að ná sambandi við Gest vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga. n Langaði að verða heimsfrægur Átti einka- fundi með Adam Sandler Adam Sandler í viðtali í Fréttablaðinu. Hann sagðist hafa náð fundinum eftir krókaleiðum, fundurinn hafi ekki verið formlegur. „Hann var mjög spenntur fyrir verkefni sem ég kynnti fyrir honum en annars var ég bara aðallega að kynna sjálfan mig og mínar hugmyndir,“ sagði Gestur. Þegar hann var spurður hvernig það væri að hitta frægt og áhrifaríkt fólk í Hollywood sagði Gestur: „Þetta er allt mjög venjulegt fólk, það er að segja venjulegt fólk í mínum augum.“ Sagðist vera höfundur Næt- urvaktarinnar Gestur Valur komst fyrst í fréttirnar fyrir fáeinum árum þegar Næturvaktin sló í gegn á Stöð 2. Í viðtali við DV fullyrti hann að hann hefði upphaflega átt hugmyndina að þáttunum. „Það fauk virkilega í mig er ég sá að mér er ekki eignaður sá heiður sem ég á skilið sem hugmyndasmiður þáttanna. Ég læt ekki taka mig svona og krefst hiklaust lög- banns ef þeir bæta ekki sín vinnubrögð. Það er mjög leiðinlegt að þurfa að fara þessa leið en ég get ekki annað,“ sagði Gestur Valur Svansson í viðtalinu í DV. Síðar átti Gestur Valur eftir að skrifa sína eigin sjónvarpsþætti sem sýndir voru á RÚV og hétu Tríó. „Ég fékk hug- myndina við lestur fyrirsagnar í blaði. Úr því kom svo heil bíómynd. Blekkingavefur Flestir fjölmiðlar landsins birtu fréttir af Hollywood- ævintýri Gests. Adam Sandler Rekur Happy Madison framleiðslufyrirtækið sem neitar samstarfi við Gest. Gestur Valur Svans- son Sagðist hafa selt Adam Sandler handrit að grínmynd. Sár yfir ljótum athugasemdum Ólafur Geir Jónsson, einn að­ standandi Keflavik Music Festival, er sár yfir orðljótum athugasemd­ um sem um hann hafa fallið á netinu. Eins og þekkt er orðið fór hátíðin úrskeiðis, þótt hún hafi verið haldin, smærri í sniðum en upphaflega var ætlað. Tilfinn­ ingum sínum lýsti hann á Face­ book: „Það sem særir mig mest er hversu orðljótt fólk getur verið bakvið tölvuskjáinn. Sumir halda virkilega að kommentin þeirra séu mér ósýnileg, ég les þau öll. Ég er með breitt bak, læt þetta ekki bögga mig, því ég veit betur.“ „Við erum ekki að vinna með honum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.