Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Síða 4
4 Fréttir 31. júlí 2013 Miðvikudagur
Sjóminjasafnið á sérsamningi
n Aldrei rætt um launafyrirkomulagið í borgarráði
R
eykjavíkurborg hefur séð um
launaútreikninga og launa-
greiðslur fyrir Sjóminjasafnið
Víkina frá árinu 2005 þrátt fyrir
að safnið sé sjálfseignarstofnun. Var
fyrirkomulag launaútreikninga og
launagreiðslna aldrei kynnt sérstak-
lega eða rætt í borgarráði. Þetta kem-
ur fram í svari upplýsingafulltrúa
Reykjavíkurborgar við fyrirspurn
DV um fyrirkomulag Sjóminjasafns-
ins, en eins og greint var frá í síðasta
helgarblaði skuldar safnið borginni
um það bil 40 milljónir króna.
Reykjavíkurborg var einn af stofn-
aðilum safnsins og hefur um árabil
lagt út fyrir launakostnaði þess og
fengið kostnaðinn endurgreiddan.
„Misbrestur hefur þó orðið á þeim
greiðslum af hálfu safnsins á þessu
tímabili og af þeim sökum safnaðist
upp skuld hjá borginni sem safnið
greiðir nú af með mánaðarlegu
framlagi,“ segir í bréfi upplýsinga-
fulltrúans þar sem jafnframt kemur
fram að Sjóminjasafnið sé eina sjálfs-
eignarstofnunin sem fær þessa þjón-
ustu hjá borginni.
Að sögn Eiríks P. Jörundsson-
ar, forstöðumanns safnsins, drógust
styrkir til þess saman í kjölfar hruns-
ins. Þetta var sérstaklega óheppi-
legt í ljósi þess að á þeim tíma stóðu
yfir framkvæmdir hjá safninu. „Þá
safnaðist upp skuld við Reykjavíkur-
borg en reksturinn hefur verið rétt-
um megin við núllið alveg síðan þá,“
sagði hann í samtali við DV í síðustu
viku. Menningar- og ferðamálaráð
borgarinnar hefur nú til skoðunar
hvort æskilegt sé að gera Víkina að
borgarsafni. „Sjóminjasafnið myndi
falla undir sama hatt og önnur söfn
í borginni ef breytingarnar yrðu að
veruleika,“ segir Arna Garðarsdóttir,
stjórnarformaður þess. Hjá borginni
er jafnframt til skoðunar hvort sam-
eina megi söfn borgarinnar í hag-
ræðingarskyni en engin niðurstaða
liggur fyrir. n
Opnunartímar: 15. maí – 15. sept. alla daga kl. 11 - 18 eða eftir samkomulagi
Sími: 483 1504 & 483 1082 | husid@husid.com | www.husid.com
HÚSIÐ Á EYRARBAKKA
Byggðasafn Árnesinga er staðsett í Húsinu,
sögufrægum bústað kaupmanna sem var
byggt 1765. Húsið er eitt elsta hús landsins
og glæsilegur minnisvarði þess tíma er
Eyrarbakki var einn helsti verslunarstaður
landsins.
Þar eru margar og áhugaverðar sýningar um
sögu og menningu Árnesssýslu, fornfrægt
píanó, herðasjal úr mannshári og koppur
kóngsins eru meðal sýningargripa. Hlýlegur
og heimilislegur andi er aðalsmerki safnsins.
Húsið á Eyrarbakka
J
ónas Björn Sigurgeirsson bóka-
útgefandi er gjaldþrota og má
rekja það til hlutabréfavið-
skipta sem hann átti við Kaup-
þing þegar hann starfaði sem
forstöðumaður upplýsingasviðs
bankans fyrir hrun. Hlutabréfin sem
hann keypti á sínum tíma voru hluti
af launa- og hvatakerfi Kaupþings.
„Ég hvorki gat né mátti selja þau,
né heldur framfylgdi bankinn veð-
kalli þegar bréfin lækkuðu eins og
hann gerði í tilvikum almennra við-
skiptavina sinna og var raunar hluti
af starfsreglum hans,“ segir Jónas í
samtali við DV. „Bréfin urðu verð-
laus við fall bankans og ég sat eft-
ir með lánin.“ Segir hann að sér hafi
ekki verið heimilað að hafa hlutina
í eignarhaldsfélagi eins og almennir
viðskiptavinir bankans fengu og bæt-
ir við: „Ég skulda engum neitt nema
bankanum þessi lán sem voru raun-
ar afskrifuð árið 2008.“
Hættur sem framkvæmdastjóri
Jónas lét nýverið af störfum sem
framkvæmdastjóri BF-útgáfu ehf.,
forlaginu sem gaf út rit hins um-
deilda Egils „Gillzeneggers“ Einars-
sonar. Að sögn Jónasar tengist gjald-
þrotið ekki bókafélaginu á nokkurn
hátt og starfar hann enn hjá því.
Jónas hefur komið víða við undan-
farin ár og sem framkvæmdastjóri
átti hann stóran þátt í þeim vinsæld-
um sem Egill Einarsson náði. Enginn
er skráður sem framkvæmdastjóri
útgáfunnar eins og er en fyrirtækið er
í eigu þeirra Ármanns Þorvaldsson-
ar, Baldurs Guðlaugssonar, Hann-
esar Hólmsteins Gissurarsonar og
Kjartans Gunnarssonar.
Kraftmikil bókaútgáfa
Á undanförnum árum hefur Al-
menna bókafélagið gefið út bækur
eftir Hannes Hólmstein og Ármann
Þorvaldsson auk ýmissa annarra
bóka, meðal annars eftir nafntog-
aða sjálfstæðismenn. Útgáfan rekur
sögu sína aftur til ársins 1955 þegar
Almenna bókafélagið var stofnað
sem menningarlegt mótvægi við Mál
og menningu sem þótti einkennast
af vinstrislagsíðu. Frumkvæðið áttu
meðal annars Bjarni Benediktsson
eldri, Geir Hallgrímsson og Eyjólf-
ur Konráð Jónsson og naut félagið
stuðnings þekktra rithöfunda á borð
við Gunnar Gunnarsson, Guðmund
G. Hagalín og Tómas Guðmunds-
son. Eftir að félagið varð gjaldþrota
á tíunda áratugnum keypti Vaka-
Helgafell bókabirgðir þess. Jónas
Sigurgeirsson eignaðist hins vegar
nafnið árið 2011 og hefur sem fram-
kvæmdastjóri gefið út ófáar bækur
undir nafni Almenna bókafélagsins.
Þær umdeildustu eru sem fyrr sagði
bækurnar eftir Egil „Gillzenegger“
sem hafa verið gagnrýndar nokk-
uð. Jafnvel sagðar einkennast af
forneskjulegum staðalímyndum og
kvenfyrirlitningu. Bækurnar hafa þó
líka notið töluverða vinsælda og selst
nokkuð vel.
Keypti í fjárfestingarsjóði
Fram kemur í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis um bankahrunið
að Jónas Sigurgeirsson var einn
þeirra stjórnenda Kaupþings sem
fengu lán hjá bankanum til kaupa á
hlutum í fjárfestingarfélaginu Kaup-
thing Capital Partners II Fund fyrir
hrun. Lán vegna fjárfestinga starfs-
manna í félaginu námu að minnsta
kosti 109 milljónum punda eða ríf-
lega 19 milljörðum króna og fékk
Jónas 500 þúsund pund.
Jónas hefur starfað með Hann-
esi Hólmsteini að fleiri verkefn-
um en bókaútgáfu í gegnum tíðina.
Í fyrra komu þeir á fót hugveitunni
Rannsóknarsetur um nýsköpun og
hagvöxt. Gegnir Jónas þar stöðu
framkvæmdastjóra og er Hannes í
rannsóknarráði setursins. n
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannpall@dv.is
Bókaútgefandi í þrot
n Fór flatt á hlutabréfaviðskiptum n Hættur sem framkvæmdastjóri
„Bréfin urðu
verðlaus við
fall bankans og ég
sat eftir með lánin
Gjaldþrota Samkvæmt
Lögbirtingarblaðinu er
bókaútgefandinn Jónas Björn
Sigurgeirsson gjaldþrota.
Mynd: Vísir
Fylgst verði
með „hryðju-
verkaferða-
lögum“
Greiningardeild ríkislögreglu-
stjóra telur að dvöl vestræns fólks á
stríðshrjáðum svæðum geti leitt til
að einstaklingar komist í kynni við
öfgasinnaða hugmyndafræði. Auk-
in hætta sé á starfsemi sem tengist
hryðjuverkum þegar slíkir einstak-
lingar snúi aftur til síns heima.
Þetta er fullyrt í skýrslu sem birt-
ist á þriðjudag og hefur að geyma
mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri
glæpastarfsemi og hættu á hryðju-
verkum.
Kemur þar fram að hættustig-
ið sé takmarkað og ekkert bendi til
þess að verið sé að skipuleggja eða
undirbúa hryðjuverkaaðgerðir gegn
skotmörkum eða viðburðum á Ís-
landi. Þó hafi ógn vegna hryðjuverka
á Norðurlöndum aukist á undan-
förnum árum.
Fundið er að því í skýrslunni að
möguleikar lögreglunnar á Íslandi
til þess að fyrirbyggja hryðjuverk séu
ekki þeir sömu og á hinum Norður-
löndunum. Þykir skýrslu höfundum
æskilegt að fylgst sé með svoköll-
uðum „hryðjuverka ferðalögum“ en
þá er átt við ferðir einstaklinga eða
hópa til útlanda í því skyni að ganga
til liðs við hryðjuverkasamtök og fá
þar þjálfun. „Norðurlöndin beina
sjónum sínum að Sýrlandi sem
hugsanlegum áfangastað „hryðju-
verkaferðamanna“ en einnig að
Pakistan, Afganistan, Jemen og
Sómalíu,“ segir í skýrslunni.
Víkin Sjóminjasafnið skuldar borginni 40
milljónir króna. Mynd: dV
Eldur í Magnúsi
Eldur kviknaði í Skipasmíðastöðinni
á Akranesi um miðjan dag á þriðju-
dag. Eldurinn kom upp í bátnum
Magnúsi SH sem verið var að lag-
færa. Slökkviliðið á Akranesi kallaði
eftir aðstoð Slökkviliðsins í Reykjavík
og Borgarnesi. Þá kom þyrla land-
helgisgæslunnar einnig á staðinn.
Töluvert eignatjón varð en eldurinn
barst ekki í aðrar byggingar eða báta.
Engin slys urðu á mönnum en 30
starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar
komu sér út í tæka tíð.