Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Qupperneq 12
12 Fréttir 31. júlí 2013 Miðvikudagur Lést eftir inntöku blásýru n Virtur vísindamaður sagður hafa eitrað fyrir eiginkonu sinni V irtur bandarískur vísindamað- ur, Dr. Robert Ferrante, hef- ur verið ákærður fyrir að eitra fyrir eiginkonu sinni. Ferrante, 64 ára, er sagður hafa laumað blásýru út í drykk konu sinnar, Dr. Autumn Klein, í apríl síðast liðnum með þeim afleiðingum að hún lést. Ferrante hef- ur um árabil starfað við rannsóknir á Lou Gehrig-sjúkdómnum, tauga- hrörnunarsjúkdómi sem er algeng- asta form MND, og var hann talinn einn fremsti vísindamaður heims á því sviði. Ferrante hefur neitað sök í málinu en eiginkona hans, sem var 41 árs, var einnig virtur taugalæknir. Málið var tekið fyrir hjá dómstól- um í vikunni og á Ferrante yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fund- inn sekur. Samkvæmt saksóknur- um í málinu setti hann blásýru út í kreatín-blöndu eiginkonu sinn- ar þann 17. apríl síðast liðinn. Sam- kvæmt sönnunargögnum í málinu höfðu þau reynt að eignast barn og átti kreatín-blandan að auka líkurn- ar á getnaði. Klein lést á sjúkrahúsi þremur dögum síðar, eða þann 20. apríl. Það sem saksóknurum þykir benda til sektar Ferrante er sú stað- reynd að hann keypti blásýru með kreditkorti sínu án þess að þurfa á henni að halda við rannsóknir sína eða vinnu. Við kaupin lagði hann áherslu á að fá eins hreina blásýru og mögulegt væri, að sögn ABC News. Samkvæmt lögregluskýrslum vildi Ferrante ekki heldur að krufning færi fram á líki Klein og vildi að það yrði brennt eftir andlát hennar. Ekki liggur fyrir, að sögn sak- sóknara, hvers vegna Ferrante ban- aði eiginkonu sinni eins og grun- ur leikur á um. Þó benda þeir á að Ferrante hafi grunað eiginkonu sína um framhjáhald og spurt hana nokkru fyrir andlátið hvort hún héldi við annan mann. n E f manneskja er samkyn- hneigð og leitar Guðs og hans góða vilja, hver er ég til að dæma?“ sagði Frans páfi við fjölmiðla á mánudag á heim- leið til Vatíkansins eftir viku dvöl í Brasilíu. Skoðanir hans þykja mun mildari í garð samkynhneigðar heldur hjá forverum hans en Frans hefur einnig talað fyrir stærra hlutverki kvenna innan kirkjunnar. Heimsókn páfa til Brasilíu var hans fyrsta opinbera heimsókn í embætti en hann tók við af Benedikt sextánda sem var fyrsti páfinn í margar aldir til þess að láta af embætti vegna heilsubrests. Talið er að um þrjár milljónir manna hafi safnast saman á fjölmennum úti- fundi sem páfi hélt á Copacabana- ströndinni í Rio de Janeiro. Á móti lobbí-isma Þrátt fyrir mildari viðhorf páfa til kvenna og samkynhneigðra standa þessir hópar enn höllum fæti innan kirkjunnar. Enn þá er litið á samkyn- hneigð sem synd og konur geta aldrei náð til hæstu metorða innan kaþólsku kirkjunnar. „Þetta er mjög vel útskýrt í spurn- ingakveri Kaþólsku kirkjunnar,“ sagði páfi við fjölmiðlamenn sem hann ræddi við í flugvél sinni á heimleið frá Brasilíu. „Það segir að ekki eigi að ýta samkynhneigðum út á jaðarinn held- ur sameina þá samfélaginu,“ sagði páfi en tók fram að það væri álit Kaþólsku kirkjunnar að samkynhneigðir gjörn- ingar væru synd en ekki kynhneigðin sjálf. Páfi sagði hagsmunagæslu eða lobbí-isma verra vandamál. „Vanda- málið er ekki að hafa þess kynhneigð. Við verðum að vera bræður. Vanda- málið er ýta undir þessa kynhneigð. Eða lobbí-ismi gráðugs fólks, pólitík- usa eða frímúrara. Lobbí-isminn er vandamálið.“ Líkt og áður kom fram eru þetta mun mildari viðhorf en forveri hans Benedikt hafði til samkynhneigðra en hann skrifaði meðal annars und- ir plagg árið 2005 um að menn með „djúpa samkynhneigð“ mættu ekki gerast prestar. Frans talaði einnig fyrir auknu vægi kvenna innan kirkjunnar. „Við getum ekki takmarkað hlutverk kvenna við að vera altarisstúlkur eða yfirmenn góðgerðarmála. Það verður að vera meira.“ Það mun þó ekki ger- ast í bráð að konur verði hátt settar í kirkjunni þrátt fyrir opnara viðhorf æðsta manns hennar. „Hvað varð- ar prestvígslu þá hefur kirkjan talað í þeim efnum og sagt nei. Sú hurð er lokuð.“ Unga fólkið fái að tjá sig Áður en páfi yfirgaf Brasilíu var hann í sjónvarpsviðtali sem er mjög sjald- gæft á meðal páfa. Þar var hann meðal annars spurður út í það þegar bifreið hans var umkringd af marg- menni þegar bílstjóri hans villtist af leið. „Ég var ekki hræddur. Ég veit að það deyr enginn fyrir sinn tíma. Ég vil ekki sjá fólkið sem er með svo stórt hjarta í glerboxi,“ segir páfi og vísar í skothelt varnargler sem páfar hafa stundum komið fram í. „Öryggis- teymið frá Vatíkaninu og það brasil- íska stóðu sig vel. Ég veit að ég er óagaður í þessum efnum.“ Fjölmennt lið ungmenna efndi til mótmæla við komu páfa til Bras- ilíu en hann sagði nauðsynlegt að hlusta á ungt fólk. „Ung manneskja er í eðli sínu frábrugðin norminu og það er mjög fallegur hlutur. Það er mikilvægt að hlusta á ungt fólk, gefa þeim tækifæri til að tjá sig og passa upp á að ekki sé ráðskast með þau.“ Tal en engar aðgerðir Frans páfi er Argentínumaður og heitir réttu nafni Jorge Mario Berg- oglio. Hann er fyrsti maðurinn frá Suður-Ameríku til að gegna emb- ættinu en þegar hann tók við emb- ætti var mikið gert úr frjálslegum skoðunum hans og fábrotnum lífsstíl. Þrátt fyrir að páfi tali með opnari hug til samkynhneigðra og kvenna er ljóst að engin megin breyting hefur orðið á stefnu Kaþ- ólsku kirkjunnar. Páfi og kirkjan eru enn á móti hjónabandi samkyn- hneigðra, ættleiðingu samkyn- hneigðra og fóstureyðingum. Þá geta konur ekki orðið prestar nú frekar en áður. Áfram standa því samkynhneigðir og konur höllum fæti innan kirkjunnar og lítið útlit fyrir að breyting verði á því á næst- unni. n Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Talar fyrir frjálsræði en engar breytingar n Samkynhneigðir og konur standa enn höllum fæti Ræðir við fjölmiðlamenn Þrátt fyrir frjálslegra tal hafa engar raunverulegar breytingar orðið enn þá. Mynd: ReUTeRs Frans páfi Er frjálslyndari og opnari en forverar sínir. Mynd: ReUTeRs Pólitíkus stal nektarmyndum Tor Johannes Helleland, 23 ára bæjarfulltrúi norska Íhaldsflokks- ins í Drammen, hefur sagt af sér embætti. Helleland hefur ját- að að hafa brotist inn á iCloud- reikninga ungra kvenna þar sem hann stal meðal annars nektar- myndum. Myndirnar setti hann svo á klámsíður. „Ég var asni. Ég skammast mín fyrir það sem ég gerði og ég myndi gera allt til að taka það til baka sem ég gerði,“ sagði Helleland í viðtali við VG. Málið komst á rannsóknarstig í febrúar síðastliðnum þegar ung stúlka hafði samband við lögreglu vegna mynda af henni sem birt- ar höfðu verið á klámsíðum. Eftir sex mánaða rannsókn fóru spjótin að beinast að Helleland og ját- aði hann við yfirheyrslur að hafa brotist inn á iCloud-reikninga. Tuttugu og eins árs stúlka sem var fórnarlamb Hellelands segir við VG að myndirnar sem hann stal hafi ekki verið ætlaðar til birtingar almenningi. Svíþjóð trekkir að Það eru ekki bara Íslendingar sem hafa orðið varir við aukinn straum erlendra ferðamanna á undan- förnum árum því algjör sprenging hefur orðið í komu erlendra ferða- manna til Svíþjóðar. Árið 2008 komu 8,9 milljónir erlendra ferða- manna til Svíþjóðar en árið 2012 voru þeir 10,9 milljónir. Þetta kemur fram í tölum frá greiningar- fyrirtækinu Timetric og er það mat fyrirtækisins að fjöldinn muni aukast enn meira á næstu árum. „Þrátt fyrir efnahagsniðursveifl- una árið 2008 hefur ferðamanna- iðnaðurinn blómstrað í Svíþjóð og nemur hann nú 10,8 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu,“ segir í tilkynningu frá Timetric. Í haldi Ferrante er sagður hafa laumað blásýru út í drykk Klein. Hann grunaði hana um framhjáhald. Dauðadómur fyrir mannrán Dómstóll í Kenía hefur dæmt fyrr- verandi hótelstarfsmann til dauða fyrir þátt sinn í ráni á breskum hjón- um árið 2011. DV fjallaði á mánu- dag um sögu Juddith Tebbutt sem var rænt ásamt eiginmanni sínum og flutt til Sómalíu þar sem henni var haldið fanginni í sex mánuði. Hjónin höfðu verið á ferðalagi um Afríku og komið sér fyrir á hóteli skammt frá landamærum Sóm alíu þegar sjóræningjar létu til skarar skríða. Eiginmaður hennar, David, var skotinn til bana við hótelið. Hótel starfsmaðurinn, Ali Babitu Kololo, 27 ára, var fundinn sekur en hann benti sjóræningjunum á hjón- in. Nokkru áður hafði honum verið sagt upp störfum á hótelinu. Þrátt fyrir dauðadóminn er búist við að Kololo verði ekki tekinn af lífi enda hefur enginn fangi verið líflátinn í landinu síðan árið 1987. Mun hann því að öllum líkindum dúsa á bak við lás og slá það sem eftir er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.