Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Qupperneq 13
Umræða 13Miðvikudagur 31. júlí 2013 Jóhanna Einarsdóttir Hvað myndir þú telja hóflegar launahækkanir í komandi kjarasamningum?  Gylfi Arnbjörnsson Jóhanna, almennt séð tel ég mikilvægt að tryggja þurfi ákveðið samhengi á milli launahækkana, gengisstöðug­ leika og verðbólgu. Nú hafa stjórn endur íslenskra fyrirtækja hins vegar mótað nokkuð rýmri hækkun sín vegna sem Kjararáð úrskurðaði fyrir stjórnendur hjá ríkinu og ætli það leggi ekki línuna! Salvar Sigurðarson Hver eru lærdómsríkustu mistökin sem þú manst eftir að hafa gert á ferlinum?  Gylfi Arnbjörnsson Já, þegar stórt er spurt! Ætli það sé ekki svona eftir á að hyggja að hafa ekki hvatt til uppsagna kjarasamninga í nóvember 2005 til að stoppa þá­ verandi ríkisstjórn af í einhverri þeirri vitlausustu efnahagsstefnu sem mótuð hefur verið á Vesturlöndum! Þór Agnarsson Er ekki eðlilegt að krafan um að laun verði verðtryggð til móts við lán verði forgangs krafa í komandi kjarasamningum  Gylfi Arnbjörnsson Nei, ef við viljum auka kaupmátt launa verða launahækkanir að vera meiri en sem nemur verðbólgu. Því mun „verðtrygging launa“ þýða minni launahækkanir en það sem við teljum ásættanlegt! Pétur Jónsson Er ekki heppilegast að láta kjaradóm ákveða laun opinberra starfsmanna almennt séð?  Gylfi Arnbjörnsson Nei, ég er staðfastlega þeirrar skoðunar að launahækkanir eigi að vera niður­ staða af félagslegu samningaferli þar sem starfsmenn hafa beina aðkomu að umfjöllun og framvindu. Þó einhver rök séu fyrir Kjararáði gagnvart einstaka hópum tel ég allt of marga falla þar undir! Auðunn Valsson Telur þú eðlilegt að forseti ASÍ sé yfirlýstur stuðningsmaður ákveðins stjórnmálaflokks? Á hann ekki að vera hlutlaus í opinberu starfi í þágu almennings?  Gylfi Arnbjörnsson Það er ekkert að því að forseti ASÍ og aðrir séu þátttakendur í okkar lýðræðislega ferli – það er líka heiðarlegra að það sé þekkt frekar en láta sem viðkomandi sé eitthvað hlutlaus þegar hann er það ekki. Björn Torfason ASÍ hefur ályktað að hagsmunum launþega sé best borgið innan ESB. Af hverju halda talsmenn stéttarfélaga eiginlega aldrei fram þessum málstað, treysta menn sér ekki til þess?  Gylfi Arnbjörnsson Það er reyndar víðtæk hefð fyrir því að fjalla um svona mál á vettvangi heildarsam­ takanna, bæði ASÍ og landssam­ bandanna, en ekki á vettvangi félaganna þó sum þeirra hafi reyndar ályktað um málið. Varðandi afstöðu ASÍ þá er þetta ekki svona afdráttarlaus afstaða því við skilgreindum ákveðin samninga­ markmið sem algjörra forsendu fyrir því að hægt væri að gerast aðilar að ESB. Um þessi markmið í sjávar­ útvegi, landbúnaði, byggðamálum og vinnumarkaðsmálum hefur ekki verið samið! Sesselja Traustadóttir Sæll Gylfi. Ég horfi svolítið í samgöngur á Íslandi. Einkum virkar samgöngur, ganga, hjóla og almenningsvagna. Nú er talið að 30% útgjalda meðalheimilis snúi að kostnaði vegna samgangna. Töluvert meira en í mat. Hver er hugur ykkar innan ASÍ til þessa málaflokks? Hafið þið t.d. skoðað samgöngusamninga og mótað afstöðu til þeirra gagnvart kjarasamningagerð? Og hafið þið einhvern tíma gefið ykkur á tal við Strætó og reynt að greina hvort einhver merkjanlega samlegðaráhrif gætu bætt kjör í landinu?  Gylfi Arnbjörnsson Já, þetta er góð ábending hjá þér Sesselja. Við höfum reyndar í tengslum við stefnumótun í umhverfismálum í vaxandi mæli verið að ræða þessi mál bæði hér heima og í Norrænu samstarfi okkar, m.a. hvernig við getum notað kjarasamninga til þess að ýta undir jákvæða þróun í þessum efnum. Eitt af því sem er vandamál með Strætó er að áætl­ unin miðast t.d. lítið við það hvenær vinna hefst á morgnanna og eins hvar stórir vinnustaðir eru. Bergljót Aðalsteinsdóttir Nú varst þú ekki ánægður með störf síðustu ríkisstjórnar. En hvað finnst þér þá um orð núverandi fjármálaráðherra um kælingu hagkerfis? Varla telst sú aðgerð auka kaupmátt eða atvinnu?  Gylfi Arnbjörnsson Já, ég tók eftir þessu hjá Bjarna, það er reyndar ekki langt síðan hann taldi hér allt botnfrosið og ég verð nú að viðurkenna að þó sólin hafi aðeins látið sjá sig í síðustu viku væri synd að segja að hér væri mikil ofhitun. Atvinnuleysi jókst t.d. í júní m.v. síðasta ár! Ætli þetta sé ekki hluti af hefðbundnum barlóm vegna undirbúnings kjarasamninga! Ingvar Guðmundsson Hvers vegna varst þú á móti því að verðtrygging væri fest í þeirri stöðu sem hún var í janúar 2008.? Þú varst formaður nefndar sem fjallaði um það mál.  Gylfi Arnbjörnsson Það var vegna þess að ef slík lög yrðu sett væri ljóst að ríkissjóður yrði ábyrgur gagnvart eigendum slíkra skulda­ bréfa og ég taldi og tel mig ekki geta staðið að tillögu um að nota 240 milljarða króna af skattfé til að að­ stoða ríkasta fólkið í landinu ­ sem ekki á í miklum vandræðum með að standa undir sínum lánum. Vildi frekar beina aðgerðum að venjulegu launafólki og ungu fjölskyldufólki með sértækum aðgerðum! Pétur Jónsson Þar sem þú ert að berjast fyrir launþega til að auka kaupmátt þeirra. Telur þú afnám verðtryggingar ekki vera lykilatriði í að bæta hag heimilanna? Lækka útgjöld og gera fjölskyldum kleift að gera langtímaplön. Munt þú beita þér fyrir slíku?  Gylfi Arnbjörnsson Jú, algjörlega sammála en þá verðum við líka að vera viss um að þeir nafnvextir sem taka við séu greiðanlegir, en ef nafn­ vextir fara mikið yfir 5% þarf fólk að fá greiðsludreifingu á vextina til að geta staðið undir greiðslubyrði. ASÍ hefur lagt fram tillögur að nýju hús­ næðislánakerfi sem einmitt byggir á óverðtryggðum vöxtum og vænti þess að núverandi ríkisstjórn vinni að því að koma því í framkvæmd! Jóhann Sigurbjörnsson Telur þú að 90% lán ÍLS hafi aukið á verðbólgu ?  Gylfi Arnbjörnsson Já, algjörlega sannfærður um það, ásamt því þá ákvað Íbúðalánasjóður að fara inn á hefðbundið lánasvið bankanna sem þeir svöruðu með því að fara inn á svið ÍLS. Af þessu hlaust mikil þensla sem Seðlabankinn hefði átt að bregðast við með því að minnka peningamagn í umferð en gerði ekki! Jóhann Sigurbjörnsson Telur þú að tekjuviðmið : húsa leigu­ bóta, vaxtabóta, LÍN lána, barnabóta o.s.frv. séu of lág og ef svo er, hvað á að gera í því í komandi kjaraviðræðum ?  Gylfi Arnbjörnsson Ég er þeirrar skoðunar að óhjákvæmilegt sé að tekjutengja bætur hins opinbera en tel að hér á landi hafi verið gengið allt of langt í málinu, bæði hvað varðar umfang tekjutengingar og hversu snemma þær byrja að skerða, Yfirleitt er búið að skerða allar bætur u.þ.b. þegar fólk kemst í meðaltekjur á meðan hin Norðurlöndin byrja að skerða við meðaltekjur og láta það fjara út ofar á tekjuskalanum. Björn Grétar Sveinsson Er ekki kominn tími til að slíta faðmlaginu við samtök atvinnulífsins og sýna meira frumkvæði hreyfingarinnar?  Gylfi Arnbjörnsson Ekki veit ég hvað þú átt við félagi, það er ekki nýlunda að heildarsamtökin hafi náð saman í atvinnumálum og vinnumarkaðsmálum en ég held að það sé fátt annað sem við höfum sameiginlega sýn á. Fundarstjóri Næsta spurning snýr að komandi kjaraviðræð­ um: Jóhanna Einarsdóttir Á að gera samninga tvö þrjú ár fram í tímann eða skammtíma­ samninga?  Gylfi Arnbjörnsson Ég tel yfir­ gnæfandi líkur á því að samið verði til skemmri tíma á meðan við sjáum hvað verður úr stefnu ríkisstjórnar­ innar í efnahags­ og peningamálum. Það er vart hægt að leggja í lengri samning í þeirri miklu óvissu sem ríkir, en um þetta eru aðildarfélög ASÍ að fjalla og myndin mun skýrast þegar líður á september. Þór Agnarsson Fyndist þér ekki eðlilegt að forseti ASI væri kosinn af öllum félagsmönnum í beinni kosningu?  Gylfi Arnbjörnsson Nei ég teldi það mikið óráð. ASÍ er ekki stéttar­ félag heldur samstarfsvettvangur aðildarfélaga sinna. Formlegt umboð ASÍ er takmarkað við það sem sátt er um meðal aðildarfélag­ anna. Það er ekki líklegt til árangurs að veita forseta ASÍ ríkara umboð en það sem oddvitar einstakra aðildarfélaga hafa því slíkt kanna ð leiða til ágreinings. Jóhann Sigurbjörnsson Myndir þú segja að krafa launafólks í landinu í næstu kjaraviðræðum væru: að hækka persónuafslátt, að koma á almennilegu húsnæðiskerfi (leiga/kaup) og að lágmarkslaun verði bundin við þá tölu sem velferðaráðuneytið gefur upp (250þ fyrir utan húsnæðiskostnað) ?  Gylfi Arnbjörnsson Ég ætla ekki að tjá mig um það að svo stöddu, það er aðildarfélaganna og félags­ manna þeirra að móta kröfugerð og sú vinna er þegar komin á skrið og mun birtast í september/október. Þangað til eru þetta vangaveltur sem vert er að huga að. Jóna JónsdóttirAf hverju hafa ekki orðið launahækkanir þar sem þjóðarsáttin er löngu farin. Og af hverju eru formenn verkalýðsfélag­ ana og þú sem forseti ASÍ með margföld laun verkamannsins? Hefur þú aldrei hugsað um það að lækka við þig launin.? Af hverju heyrist lítið frá ykkur þegar að allir þessir kaupaukar eru virkjaðir hjá bönkunum aftur núna og þetta er eins og var fyrir hrun er það eðlilegt að bankamönnum sé hampað á kostnað þeirra sem misst hafa híbýli sín ?  Gylfi Arnbjörnsson Sæl Jóna. Við reyndar styttum kjarasamninginn til að geta fyrr hafið viðræður um launahækkanir. Laun mín og forystumanna eru heildartekjur en ekki bara grunnlaun þannig að það er nú ekki alveg sanngjarnt að miða við verkamannataxta. Ég lækkaði ekki í launum en tók á mig meiri vinnu með því að ráða ekki í stöðu framkvæmdastjóra og ég hef nú mikið gagnrýnt launakerfi bankanna! Astridur Jonsdottir Telur þú að væntanleg lækkun lána sem lofað var í aðdraganda alþingiskosninganna muni skila sér í auknum kaupmætti og bættum hag heimilanna til langtíma?  Gylfi Arnbjörnsson Ég óttast að þessi gjörningur, sem aðallega mun falla þeim tekjuhæstu og eignamestu í skaut skv. rannsókn Seðlabankans, muni ýta undir innflutning sem aftur getur leitt til lækkunar á gengi krónunnar og aukinnar verðbólgu ­ og er ég þá ekki að gera ráð fyrir því að þetta verði fjármagnað með skatta­ lækkunum! Ef það gerist mun almenningur ekki njóta mikils af þessu annað en meiri verðbólgu og lægri kaupmáttar. Þetta eru þessar köldu staðreyndir hagfræðinnar sem fylgja gjarnan í kjölfarið. Hermundur Sigurdsson Sælir. Finnst þér ekkert skjóta skökku við að laun þín og annarra toppa í verkalýðshreyf­ ingunni séu á við 3­4föld verka­ mannalaun? Væri ekki gott að nota laun ykkar sem viðmið í næstu kjaraviðræðum?  Gylfi Arnbjörnsson Sæl Her­ mundur. Heildartekjur mínar eru um 2,5­föld meðaltekjur félags­ manna ASÍ. Mótun kröfugerðar er í gangi og það er félagsmanna að móta línuna en ég veit ekki hvort þetta hefur komið til tals sem viðmiðun. Árni Sigurðsson Myndi verðbólguvandinn nokkurn tíman hverfa án þess að bankar og lífeyrissjóðir græði á hárri verðbólgu? Er ekki réttlátara að þeir sem hafa ráðin finni sársaukann?  Gylfi Arnbjörnsson Ég held að það sé nú þannig að bankar hafa sínar tekjur af mismun innlána og útlána. Ef sparifjáreigendur sætta sig við neikvæða raunvexti geta bankar veitt lán með neikvæðum raunvöxtum (sem eru þó hærri en innlánsvextirnir) og „grætt“ áfram. Lífeyrissjóðir fara hins vegar illa út úr verðbólgu því allar skuld­ bindingar þeirra (sem eru lífeyris­ réttindi okkar) eru verðtryggðar en bara u.þ.b helmingur eigna þeirra. Því er best fyrir þá að hafa lága verðbólgu! Þór Agnarsson Finnst þér eðlilegt að það séu tveir gjaldmiðlar í gangi í landinu, þ.e.a.s. óverðtryggður á launum en verð­ tryggður á lánum og hvað ætlar þú að gera í því?  Gylfi Arnbjörnsson Nei, það er mjög óeðlilegt. Ég held að það sé vaxandi þrýstingur innan verkalýðshreyfingarinnar að fá stöðugan gjaldmiðil og höfum við horft til evrunnar og aðildar að ESB (ef okkur tekst að semja um sjávarútvegs­ og landbúnaðarmál). Ef ekki munu mörg félög horfa til þess að fara svipaða leið og CCP og semja um evrulaun eða dollaralaun, en í febrúar 2008 var samið um slíka viðmiðun milli ASÍ og SA! Jóhann Sigurbjörnsson Kæmi til greina að gera kröfu um að húsnæðismálin verði leyst fyrir áramót (eigðu / leigðu) og fleira en annars verði ekki samið ?  Gylfi Arnbjörnsson Það á eftir að koma í ljós en þing ASÍ ályktaði mjög sterkt um bæði almenna húsnæðislánakerfið og félagslega leigukerfið í október á síðasta ári. Nú er boltinn hjá aðildarfélögunum eins og ég sagði áðan. Magnus Jonsson Er ekki hagkvæmara að hafa einn lífeyrissjóð fyrir alla með sömu skilyrði og tryggingar ?  Gylfi Arnbjörnsson Nei ég held að slíkur sjóður hefði allt of mikil áhrif og völd! Ég hef talið að hér ættu að vera kannski 3­5 sjóðir á almenna vinnumarkaðinum auk opinberu sjóðanna. Slíkt myndi tryggja breiðari aðkomu og sýn á fjármálamarkaðinn. Pétur Jónsson Takk fyrir svarið varðandi Kjaradóm. En er kjaradómur ekki að skila sínum ,,skjólstæðingum'' hærri launahækkunum en verkalýðshreyf­ ingin er að skaffa sínum hópi?  Gylfi Arnbjörnsson Ég er ekki viss um það, vandinn við Kjararáð (heitið Kjaradómur var lagt af fyrir nokkrum árum) er að ákvarðanirnar koma ávallt eftirá. Árni Guðjón Hversu mikinn tíma ætlar ASI að veita nýrri ríkisstjórn til að standa við gefin loforð gagnvart heimilunum í landinu, 1 ­ 2 ­ 3 eða 4 ár ?  Gylfi Arnbjörnsson Ég held að almenningur muni þegar í haust sýna ákveðna óþolinmæði gagn­ vart efndum kosningaloforða. Í þríhliða samráðinu er umræða um að nota næsta árið til að láta reyna á samstarfið og stefnuna þannig að haustið 2014 verði betur ljóst hvernig gengur. Jóhann Sigurbjörnsson Ef samfélagið á lítið fjármagn til skiptanna þegar kemur að launafólki í landinu. Hvernig stendur þá á því að ríki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og stærstu verslunarkeðjurnar á Íslandi hafa hækkað laun stjórnenda um tugi prósenta, er ekki verið að „hlunn­ fara“ launafólk og segja ekki allan sannleikann ?  Gylfi Arnbjörnsson Já, ég held að launafólk hljóti að taka þetta sem fyrirmynd í haust við mótun kröfugerðar. Stjórnir og stjórnendur fyrirtækja geta varla ætlast til þess að starfsmenn þeirra líti þetta eitthvað öðrum augum! Jóhann Sigurbjörnsson Finnst þér verkalýðsbarátt­ an á Íslandi vera vanmáttug. Þarf hún ekki að fara að brýna sverðin í næstu kjaraviðræðum miðað við launin sem hafa hækkað um 20 prósent hjá ríkinu og þeirri staðreynd að verðlag hefur hækkað um 64 prósent frá hruni ?  Gylfi Arnbjörnsson Ég held reyndar að íslensk verkalýðs­ hreyfing hafi staðið sig mjög vel undanfarin ár í sínu hlutverki. Ísland er þannig eina landið í heiminum sem tókst að verja kaupmátt lægstu launa í þessari kreppu, þó meðallaunin hafi vissulega lækkað að verðgildi. Hins vegar kann það vel að vera að á verkfallsvopnið reyni og við því verðum við alltaf að vera viðbúin! Nafn: Gylfi Arnbjörnsson Aldur: 55 ára Starf: Forseti ASÍ Samið til skamms tíma Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á Beinni línu. Óttast loforð um skuldaniðurfellingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.