Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Side 14
Sandkorn F áðu þér meira vodka. Ég var fimmtán, þeir voru tuttugu og sjö ára.“ Þetta var þá. Nú er hún orðin fullorðin og í fyrra steig hún fram ásamt hópi fólks til þess að segja söguna af því þegar henni var nauðgað. Hún var ein, þeir voru tveir. Þeir buðu henni að koma inn í tjaldið sitt og gáfu henni áfengi. Hún dó og vaknaði upp með annan þeirra ofan á sér. Fyrirsögnin er tekin upp úr skila- boðum sem Hildur Lilliendahl sendi í tengslum við druslugönguna. Hún var ekki ein því á dv.is steig hópur fólks fram til að senda skilaboð til samfé- lagsins, um það sem var sagt og gert og það sem þarf að segja og gera til að ná lengra í baráttunni gegn kynferðis- ofbeldi. „Oj, þú ert ógeðsleg“ Það skiptir máli að þessi skilaboð kom- ist til skila. Þrátt fyrir að þagnarmúrinn hafi verið rofinn og þolendur séu farn- ir að skila skömminni þá hefur enginn tekið við henni. Hugmyndir um nauðganir eru enn stundum svolítið forneskjulegar eða litaðar af því hvernig nauðganir eru sýndar í bíómyndum, þar sem karl nauðgar konu sem öskrar og berst á móti en má sín lítils gegn ofbeldi hans og valdi. Enn er mikill munur á tilkynning- um til neyðarmóttöku, Stígamóta og annarra sjálfshjálparstofnana og kær- um til lögreglu. Enn er aðeins ákært í litlum hluta þeirra mála sem fer til ríkissaksóknara. Enn sýknar Hæstiréttur menn fyrir kynferðisbrot á grundvelli atriða sem snerta aðdraganda eða hvatir gerenda. Enn er dregið úr trúverðugleika þeirra sem stíga fram á opinberum vettvangi og nafngreina nauðgara. Enn eiga þolendur það á hættu að vera dæmdir fyrir ofbeldið sem þeir voru beittir. Eins og Guðný Jóna Krist- jánsdóttir sem fékk að heyra að hún væri ógeðsleg eftir að henni var nauðg- að. „Láttu ekki svona. Ég sé alveg að þú vilt mig“ Við búum í samfélagi þar sem hrein- leiki kvenna þykir dyggð en druslur eru dæmdar. Strákar eiga að eltast við stelpur og stelpur eiga að segja stopp. Það tekst ekki alltaf. „Eftir að þeir voru búnir að nota mig skrifuðu þeir „hóra“ á skáp- inn minn og sögðu öllum að ég væri ógeðsleg, skítug og loðin. Ég var þrettán ára. Mig langar ekki að halda þessu sem leyndarmáli lengur,“ sagði Heiðrún Gréta Viktorsdóttir. Í íslenskri rannsókn á einkenn- um og meðferð nauðgunarmála sem kærð voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009 kemur fram að um þriðjung- ur þolenda mótmælti eða neitaði kyn- ferðislegu samneyti við nauðgarann. Þegar nei-ið var ekki virt einkenndust viðbrögð þolenda af hræðslu eða áfalli, þeir grétu, frusu og sýndu í kjölfarið enga mótspyrnu. Það þýðir ekki að þeir hafi viljað þetta, að nei þýði já eða að þögn sé sama og samþykki. „Af hverju stóðstu ekki bara upp og fórst?“ Síðustu helgi var gengið fyrir kynfrelsi kvenna og karla. Tilgangur göngunn- ar er að þolendur bera aldrei ábyrgð á ofbeldinu sem þeir eru beittir, sama hvernig þeir hafa klætt sig eða hagað sér. Það er hvorki á þeirra ábyrgð að koma í veg fyrir ofbeldið né að stöðva það. „Ég var í hlýrabol og drukkin en þú áttir engan rétt,“ sagði Rósa Björk Bergþórsdóttir. Í ofangreindri rannsókn kom jafn- framt fram að nauðganirnar fóru oftast fram í heimahúsum að næturlagi um helgar, að þolendur höfðu flestir neytt áfengis og að gerendur voru yfirleitt vinir eða kunningjar. Í tíunda hverju máli voru þolendur annað hvort rænu- lausir eða svo rænulitlir þegar þeim var nauðgað að þeir gátu ekki spornað við verknaðinum. Gerendur voru að meðaltali sjö árum eldri en þolend- ur, flestir á aldrinum 18 til 29 ára en sá yngsti var tólf ára og sá elsti 68 ára. Um næstu helgi er verslunar- mannahelgin. Í gegnum tíðina hefur aldrei skapast eins mikil umræða um nauðganir og í kringum þessa helgi. Það er vel því þannig lærum við að tak- ast á við vandann. Það þarf hins vegar ekki að vera neitt samasemmerki á milli verslunarmannahelgarinnar og nauðgana, ef enginn nauðgar. Eins og Sveinn Rúnar Einarsson orðaði það: „Ekki vera ógeð.“ Ekki nauðga. Fáðu já. n Ætluðu gegn Ágústu Evu n Þegar dótturfélag Sam- sonar, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, átti enn þá fasteignafélagið Vatn og Land árið 2009 var sagt frá því að fyrirtækið ætlaði í mál við leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur, væntanlega út af vangreiddri húsaleigu. Ekkert varð hins vegar af málsókninni og virðist félag- ið hafa samið við leikkon- una áður en til þess kom. Nú hefur Arion banki yfirtekið þetta gamla fasteignafélag feðganna sem sópaði til sín eignum í miðbænum á ár- unum fyrir hrun. Kvittur á Króknum n Slúðursagan sem hvað mest hefur verið smjattað á í Skagafirði á liðnum mánuð- um snýst um kaupfé- lagsstjórann Þórólf Gísla- son. Þórólf- ur hefur ver- ið að byggja ríflega við hús sitt við Háuhlíð og hef- ur mikið verið rætt um það að kaupfélagsstjórinn hafi verið að flytja eignir sínar yfir á eiginkonu sína. Ekki liggur fyrir af hverju Þórólf- ur ætti að vera að þessu þar sem Kaupfélag Skagfirðinga stendur afar vel fjárhagslega og einnig Þórólfur sjálfur. Skýringin á þessum kvitti, ef hann er sannur, kann hins vegar enn að liggja undir yfir borðinu. Þorsteinn valdamestur n Nýlegar fréttir um hæstu skattgreiðendur landsins sýna meðal annars fram á ótrúlegan styrk þeirra Samherja- frænda, Þor- steins Más Baldvins- sonar og Kristjáns Vil- helmssonar, sem eru tveir ríkustu menn landsins. Samherji er orðið ógnar- sterkt og stórt félag. Fyrir- tækið er stærsta útgerð landsins, það á stóran hlut í Olís, hlut í Sjóvá, verk- takafyrirtækið Jarðboranir, fjárfestingarfélagið Kald- bak og hefur keypt upp aðrar útgerðir eftir hrun, til dæmis Berg-Huginn og Útgerðarfélag Akureyringa. Tala menn nú um það að Þorsteinn Már sé senni- lega orðinn valdamesti maður landsins, sé með stjórnmálamenn úr mörg- um flokkum í vasanum en að hann muni líklega vilja halda áfram að stækka Samherja enn meira. Við erum í sjöunda himni Ein stór fjölskylda sem eyðir of miklu Eyþór Ingi kvæntist Soffíu Ósk um síðustu helgi. – DV Unnur Brá Konráðsdóttir segir ríkisreikning sýna það. – DV „Ég sé alveg að þú vilt mig“„Eftir að þeir voru búnir að nota mig skrifuðu þeir „hóra“ á skápinn minn É g velti því fyrir mér hvort al- menningur myndi sætta sig við það að einkabönkum væri leyft að búa til peningaseðla að vild. Líklega myndu fáir sætta sig við það. Samt er bönkum leyft að búa til inn- stæður að vild, innstæður sem við notum í staðinn fyrir peningaseðla. Afleiðingar af þessu fyrirkomulagi eru býsna alvarlegar: óstöðugt peninga- kerfi, viðvarandi verðbólga, þyngri vaxtabyrði allra í þjóðfélaginu og skuldir ríkissjóðs eru hundruðum milljarða hærri en annars væri. Myndi almenningur ekki krefjast úrbóta ef hann vissi hvernig þessu er háttað? Það kann að koma mörgum á óvart hversu sáralítið brot af þjóðargjald- miðlinum er búið til af Seðlabank- anum. Seðlabankinn hefur vissulega búið til 40 milljarða í seðlum, sem er þó minna en 10 prósent af því pen- ingamagni sem við notum frá degi til dags. Almenningi finnst þægi- legra að greiða rafrænt fyrir vörur, skuldir og skatta með innstæðum af hlaupareikningi, eða með greiðslu- korti sem greiðist af hlaupareikningi mánaðarlega. Fólk þarf að vita að allar innstæð- ur á hlaupareikningum voru upphaf- lega búnar til af einkabönkum. Bankar búa til innstæður þegar þeir veita lán, þegar þeir greiða laun eða þegar þeir kaupa eignir. Innstæða er loforð bank- ans um að afhenda seðla þegar þess er óskað, en við viljum aldrei nema hafa nema lítið af seðlum því innstæð- ur eru þægilegri. Nema traust á bank- ann hverfi. Þá vilja innstæðuhafar allir taka út seðla sem bankinn getur vitan- lega ekki útvegað. Ríkissjóður neyðist þá yfirleitt til að gangast í ábyrgðir til að fyrirbyggja fall bankans, einkum ef bankinn gæti dregið aðra banka með sér í fallinu. Við peningafölsun liggur þung refs- ing. Góð og gild ástæða er fyrir því. Sá sem falsar seðla rænir hluta af kaup- mætti peningastofnsins fyrir sjálfan sig. En ef banki býr til innstæðu og lánar hana út þá telst það ekki lögbrot. Þó hefur peningaaukning af völdum banka jafn neikvæð áhrif og peninga- fölsun. Þetta er alvarleg glufa í pen- ingakerfinu. Glufa sem við höfum leyft einkabönkum að nýta sér á kostnað alls samfélagsins. Fyrst fölsun pen- ingaseðla er bönnuð þá ætti einnig að banna framleiðsla banka á innstæðum sem hafa ígildi peninga. Telji einhver það gott að einka- bankar megi búa til innstæður, má spyrja þann sama hvort Seðlabank- inn ætti þá ekki að líka að leyfa einka- bönkum að búa til peningaseðla? Von- andi finnst engum það góð hugmynd. Því þegar Seðlabankinn setur nýja peningaseðla í umferð getur ríkissjóð- ur notað andvirðið til að lækka skuldir sínar. Það mætti því segja að ef Seðla- bankinn hefði aldrei búið til þessa 40 milljarða í seðlum, en fengið einka- bönkum það verkefni, þá væru skuldir ríkissjóðs 40 milljörðum hærri en raun ber vitni. Sömuleiðis er þá ljóst að ef Seðlabankinn myndi sinna því ver- kefni að búa sjálfur til þær innstæð- ur sem þjóðfélagið þarf, í stað þess að leyfa einkabönkum að búa þær til, þá væru skuldir ríkissjóðs hátt í 400 millj- örðum lægri en þær eru í dag. Lausn vandans felst í meginatrið- um í því að banna öðrum en Seðla- bankanum að skapa peninga. Um leið þarf Seðlabankinn að gæta þess að hæfilegt magn af seðlum og innstæð- um sé til staðar í hagkerfinu á hverj- um tíma. Bankar munu eftir sem áður hafa það hlutverk að taka við sparifé og veita lán, en þeir mættu ekki framar búa til peninga. Af hverju er ekki löngu búið að breyta þessu? Ástæðan er sú að allt of fáir vita hvernig málum er háttað og almenningur hefur því ekki gert kröfu um úrbætur í þessu stóra hagsmuna- máli sínu. Á meðan svo er, má búast við að bankar haldi áfram að græða á peningaprentun á kostnað alls al- mennings í landinu. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér þetta vel, til dæmis hér: www.betrapeningakerfi.is n Stóra hagsmunamálið Kjallari Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 31. júlí 2013 Miðvikudagur MynD StEFÁn KARLSSOn MynDiR SiGtRyGGUR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.