Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Page 16
Dýrast á Þjóðhátíð í Eyjum 16 Neytendur 31. júlí 2013 Miðvikudagur algengt verð 251,6 kr. 260,7 kr. algengt verð 252,7 kr. 248,7 kr. höfuðborgarsvæðið 252,6 kr. 248,6 kr. algengt verð 252,90 kr. 248,9 kr. algengt verð 254,8 kr. 248,9 kr. Melabraut 25 252,7 kr. 248,7 kr. Eldsneytisverð 30. júlí Bensín Dísilolía Flottur réttur á góðu verði n Lofið fær veitingastaðurinn Borgin en viðskiptavinur var ánægður með þá þjón­ ustu og mat sem hann fékk. „Á Borginni er hægt að fá frábæran hádegismat sem kallast Fjarkinn. Þetta er flottur réttur á góðu verði og við feng­ um frábæra þjón­ ustu,“ segir við­ komandi. Sniðgenginn hjólreiða- kappi n Óánægður viðskiptavinur Strætó bs. lýsti sig verulega hlunnfarinn í samskiptum sínum við vagnstjóra fyrirtækisins. Viðskiptavinurinn var með hjól meðferðis á dögunum og ætlaði að fara með það í vagninn eins og jafnan er leyft, enda þurfti hann að fara langa leið. Vagnstjór­ inn meinaði honum hins vegar inngöngu. „Það voru fjórir í vagn­ inum og hellings gólfpláss, þetta var algjörlega fáránlegt,“ segir við­ skiptavinurinn. „Ég var búinn að bíða í tuttugu mínútur eftir honum og þá var mér sagt að bíða í hálf­ tíma í viðbót eftir næsta.“ Viðskiptavinurinn segir það skjóta skökku við að duttlungar bílstjór­ anna ráði því hvort taka megi hjól um borð. „Á ég bara að treysta á það að bílstjórinn verði í góðu skapi næst þegar ég ætla í strætó?,“ spyr viðskiptavinurinn. DV fékk viðbrögð hjá Herði Gísla­ syni, aðstoðarframkvæmdastjóra Strætó bs. en hann sagði að í þessu tilfelli hafi verið barnavagn í því rými sem hjólið gat verið. „Reglurnar eru þær að við tök­ um hjól í vagnana á meðan það er pláss. Vagnstjórinn mat það þannig að hann yrði að vísa manninum á næsta bíl. Annars hefði hjólið ver­ ið í ganginum og honum fannst það ekki boðlegt.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is D ýrasta útihátíðin í ár er Þjóð­ hátíð í Vestmannaeyjum en ódýrast er að fara á Fjöl­ skylduhátíðina að Úlfljóts­ vatni. Þá eru nokkrar bæjar­ hátíðir þar sem ekki er rukkað fyrir mætingu heldur einungis einstaka atburði, svo sem tónleika og böll. Fjölmargar útihátíðir verða haldnar um næstu helgi og eru þær afar fjölbreyttar. DV hefur tekið saman upplýsingar um þær helstu og hvað það kostar að sækja þær. Ein með öllu á Akureyri Þessi fjölskylduhátíð hefur verið fjöl­ menn síðustu ár en á milli 12 og 15 þúsund manns hafa lagt leið sína til Akureyrar um verslunarmanna­ helgina. Dagskráin byrjar á miðviku­ dagskvöld og stendur fram á mánu­ dag. 18 ára aldurstakmark eru á tjaldstæðunum á Akureyri. Verð: Ekki er greitt fyrir aðgang að hátíðinni en greiða þarf inn á eins­ taka viðburði. Verð á tjaldstæði fyrir fullorðna: 700–1.000 krónur Verð fyrir börn: Frítt fyrir 13 ára og yngri Dagskrá: Fjölmörg atriði eru á dag­ skránni, meðal annars: útitónleikar, Kirkjutröppuhlaupið, Óskalagatón­ leikar í Akureyrarkirkju, góðgerðar­ uppboð á Muffins í Lystigarðin­ um (Mömmur og Muffins), hið eina sanna 80´s Dynheimaball, Leik­ hópurinn Lotta, Ævintýraland að Hömrum, siglingar á pollinum, þar á meðal sigling með Húna II, Tívolí, Go Kart, Paint Ball, söngkeppni barn­ anna og ýmislegt fleira. Innipúkinn í Reykjavík Innipúkinn er haldinn í 12. sinn um helgina og tónleikar fara fram á Faktorý, Fellagörðum og KEX hostel, föstudags­ og laugardags­ kvöld. 18 ára aldurstakmark. Verð Passi: 4.900 krónur Einnig veður hægt að kaupa miða á stakt kvöld, bæði á midi.is og við dyr á 3.000 krónur. Dagskrá: Á föstudegi spila Gísli Pálmi, Valdimar, Prins Póló, Steed Lord, Skelkur í bringu og á laugar­ degi spila Botnleðja, Geiri Sæm, Ylja, Agent Fresco, Grísalappalísa Mýrarboltinn á Ísafirði Mýrarboltamótið er haldið ár hvert á Ísafirði en þá er keppt í fótbolta í drullusvaði. Vinahópar geta tekið sig saman og myndað lið og einstakl­ ingar taka þátt með skrapliðum svokölluðum. 18 ára aldurstakmark er í þátttöku og á böllin en börnum er leyft að taka þátt í drulluteygjunni. Verð: Þátttökuarmband: 9.500 krónur Innifalið í því er þátttaka í mýrarboltamótinu, aðgangur að öll­ um böllunum sem eru á Ísafirði um verslunarmannahelgina, aðgangur að lokahófinu á sunnudagskvöldinu. Frítt í rútu til og frá Tungudal til klukkan 18:00 en eftir það kostar 500 krónur. Ballarmband: 7.500 krónur Innifalið í því er aðgangur að öllum dúndurböllunum sem eru á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Aðgangur að lokahófinu á sunnu­ dagskvöldinu. Frítt í rútu til og frá Tungudal til klukkan 18:00. Eftir það kostar 500 krónur Stakt ball: 3.000 krónur Dagskrá: Á föstudeginum er skrán­ ingarkvöld, peppskemmtun og ball, ókeypis fyrir þátttakendur. Laugar­ dagurinn fer í keppnina sjálfa en úr­ slitakeppnin fer fram á sunnudegin­ um. Laugardags­ og sunnudagskvöld eru böll en þeir sem spila eru Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Retro Stefson og Sniglabandið. Neistaflug á Neskaupstað Hátíðin Neistaflug verður haldin í 21. skiptið og er áherslan í ár að fjöl­ skyldan skemmti sér saman. Dag­ skráin hefst á fimmtudag með Aust­ urlandsmóti í drullubolta og endar á sunnudegi með flugeldasýningu og balli með Sálinni. 18 ára aldurstak­ mark er á böllin. Verð: Enginn sérstakur aðgangs­ eyrir nema á þá tónleika og böll sem haldin verða. Verðið er frá 1.500– 2.500 krónur. Verð á tjaldstæði er 1.000 krónur. Dagskrá: Það verður mikið um að vera á Neskaupstað um verslun­ armannahelgina en má þar nefna strandblakmót, brunaslöngubolta, söngvakeppni á milli hverfa, barða­ nes hlaup og golfmót. Þá verða Gunni og Felix, Bjarni töframaður og Skoppa og Skrítla á staðnum. Eyþór Ingi og hljómsveit halda tónleika fyr­ ir 16 og eldri á föstudeginum en Sú­ ellen, Einar Ágúst og Hálfdan spila fyrir 18 ára og eldri sama kvöld. Aðrar hljómsveitir sem spila eru til dæmis, Buff, Dúndurfréttir og Sálin. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Það þarf vart að kynna Þjóðhátíð en hún hefur verið haldin nánast sam­ fellt síðan 1874. Íþróttir voru í fyrstu mjög áberandi í dagskrá hátíðarinnar og var bjargsig til dæmis sýnt á hverri þjóðhátíð í rúm sjötíu ár. Hún hefur þróast í eina metnaðarfyllstu tónlist­ arhátíð landsins og þjóðhátíðarlag er fastur liður en þá er samið nýtt lag og tileinkað hverri hátíð. Þjóðhátíðin hefst föstudaginn 2. ágúst og er ekk­ ert aldurstakmark. Verð: Verð á Þjóðhátíð: 18.900 krónur, Verð í forsölu: 16.900 krón­ ur Stakur sunnudagsmiði í dalinn: 11.900 krónur Börn á 13. aldursári og yngri fá ókeypis aðgang. Ellilífeyris­ þegar fá ókeypis aðgang, miðast við fæðingarár. Dagskrá: Fjölbreytt atriði eru á dagskrá fyrir alla fjölskylduna til dæmis söngvakeppni barna, Brúðu­ bíllinn, Sveppi og Villi. Fjölmargir tónlistarmenn stíga á svið: Buff, Páll Óskar, Eyþór Ingi, Bjartmar, Ingó og veðurguðirnir, Retro Stefson, Stebbi og Eyfi, Ásgeir Trausti, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Rottweiler hundarnir og Á móti sól. Brenn­ an verður á sínum stað á föstudags­ kvöldið og flugeldasýningin á laugar­ dagskvöldið. n Ódýrast á Fjölskylduhelgi á Úlfljótsvatni n Útihátíðir um allt land um verslunarmannahelgina n Ókeypis á bæjarhátíðir n Vímulausar hátíðir víða Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.