Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Síða 17
Dýrast á Þjóðhátíð í Eyjum Neytendur 1716 Neytendur Miðvikudagur 31. júlí 2013 n Ódýrast á Fjölskylduhelgi á Úlfljótsvatni n Útihátíðir um allt land um verslunarmannahelgina n Ókeypis á bæjarhátíðir n Vímulausar hátíðir víða Edrúhátíð Laugalandi Edrúhátíð SÁÁ fer nú fram í ann- að skiptið á Laugalandi í Holtum í Rangárvallasýslu. Dagskráin verður andleg, líkamleg og skemmtileg þar sem nóg verður að gerast fyrir alla. 12 spora fundir, hugleiðsla, úti- og inn- itónleikar, brenna, jóga, dans, göng- ur, barnaball, barnalistasmiðja svo eitthvað sé nefnt. Ekkert aldurstak- mark er á hátíðina og öll vímuefna- notkun er bönnuð á svæðinu. Verð Helgarpassi: 6.000 krónur Dagpassi: 2.500 krónur Ókeypis fyrir 14 ára og yngri. Dagskrá Sérstaklega er hugað að þörfum barnanna á Edrúhátíðinni en þau geta dansað, sungið, knúsað og skapað listaverk. Þá verður bingó, barnaball, lautarferð og fótboltamót, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fullorðna verður ýmislegt á boðstólum, til dæmis Magnús og Jó- hann, Eyjólfur Kristjánsson, Daníel Ágúst, Dimma, Hljómsveitin EVA, Sniglabandið, Ellen Kristjáns og Berglind Björk. Þá verður æðruleys- ismessa á sunnudeginum.n Fjölskylduhelgi á Úlfljótsvatni Fjölskylduskemmtun og ölvun ekki leyfð á svæðinu. Dagskrárpassi: 2.000 krónur Sæludagar í Vatnaskógi Fjölskylduhátíð, vímulaus valkostur. Verð: 4.500 krónur Ókeypis fyrir börn 12 og yngri Dagsheimsókn: 2.500 krónur Unglingalandsmót UMFÍ Höfn í Hornafirði. Haldið í 16. sinn og keppt í fjölmörgum greinum. Keppnisgjald: 6.000 krónur á kepp- anda. Síldarævintýrið á Siglufirði Fjölskylduhátíð þar sem hægt er að finna ýmiss konar viðeigandi skemmtun fyrir unga jafnt sem aldna. Ókeypis og ekkert aldurstak- mark. Svona sparar þú í útilegunni Fyllið bílinn Ekki ferðast einn í bíl. Deilið ykkur á bíla og borgið saman bensín. Það kostar ekkert að fá afsláttarlykla hjá bensínstöðvunum. Nýttu þér allan mögulegan afslátt sem býðst. Pakkaðu rétt í bílinn Það er mikilvægt að pakka öllu rétt til að minnka farangursplássið. Með þessu er meira pláss fyrir farþega og því fleiri sem bensín- kostnaðurinn deilist á. Smyrðu nesti Verslaðu í lágvöru- verðsverslun og útbúðu nesti fyrir ferðina. Ef þú ert að fara með vinum eða fjölskyldu er gott ráð að versla saman í matinn. Það er ekkert vit í því að allir komi með tómatsósu, ost, brauð og smjör. Það er mikið hagkvæmara að versla fyrir hópinn saman og deila kostnaðinum. Vertu með máltíðirnar á hreinu Skipuleggðu hvað verður í matinn, hvern dag og verslaðu með það í huga. Reyndu að komast hjá því að kaupa skyndibita á bensínstöðvum eða sölutjöldum. Slepptu útihátíðinni Fáðu vina- hópinn saman í útilegu á ódýru tjaldstæði. Útbúið ykkar eigin útihátíð með skemmti- atriðum, söng og gleði. Farið í ratleiki, búið til spurningakeppni eða haldið kubb-mót. Það þarf örlítið hugmyndaflug og þið eruð komin með þessa fínu ör-útihátíð. Ávallt skal þó ganga vel um og taka allt rusl eftir sig. Diskar, hnífapör og glös Ekki kaupa einnota. Taktu heiman frá þér diska, glös og hnífapör og vaskaðu þau upp. Það sparar pening auk þess sem það er umhverfisvænna. Aðrar hátíðir um verslunarmannahelgina Stemning Fjölmargir Íslendingar fara á útihátíðir um verslunarmanna- helgina enda myndast oft þar góð stemning. Mynd: Srphoto@frodi.iS Srphoto@frodi.iS Góð ráð fyrir útileguna Haltu á þér hita með litlu tjaldi sem er rétt tjaldað Í bókinni Góða ferð – handbók um útivist er að finna fjölmörg góð ráð um útivist og eftirfar- andi ráð er gott að hafa í huga þegar haldið er á útihátíðina: Tjaldið Lítil tjöld eru hlýrri en stór, svo lengi sem loft- ið í svefn- tjaldinu fær að hitna af út- geislun tjaldgesta og ef loft- skiptum er haldið í algjöru lágmarki getur orðið ágætlega hlýtt í litlu tjaldi. Ef tjald er hins vegar of stórt, því illa tjaldað eða rennilásum ekki haldið lok- uðum náum við ekki að hita upp svefntjaldið. Svefnpokinn Mikilvægt er að reima hettuna að andlitinu og nota hálskrag- ann sem er saumaður inn í alla góða poka. Klæðnaður skiptir einnig miklu máli en mörg lög af fatnaði koma í veg fyrir að svefnpokinn virki eins og hann á að gera. Ef pokinn er þokka- legur er best að vera í síðum ullarnærfötum. Einnig er gott að hafa alltaf hreina og þurra ullarsokka til að fara í áður en skriðið er í pokann. Dýnan Dýna sem einangrar þig vel frá jörðinni getur gjörbreytt tjaldúti- legunni þinni. Vindsængur gera lítið gagn en til þess gerðar einangrunar- dýnur koma í veg fyrir að jörðin dragi til sín hita frá þér yfir nóttina. Þær eru annað hvort úr frauðplasti eða uppblásanlegar. Líkaminn Það er erfitt að hita upp kald- an líkama í svefnpoka. Það er hins vegar lítið mál að halda heitum líkama heitum. Borð- aðu eða drekktu eitthvað heitt fyrir svefninn, farðu í rösk- lega göngu eða hlauptu hring í kringum tjaldið en gættu þess að svitna ekki. Farðu líka á kló- settið áður. Full blaðra eykur líkur á kulda. Útilegan Ráð til að halda á sér hita og fá góðan svefn. Mynd: Siggi StorMur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.