Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2013, Side 18
U
ndanúrslitin í Borgunarbik-
ar karla hefjast á fimmtu-
dagskvöld þegar Stjarnan og
KR mætast. Í hinum leikn-
um mætast Fram og Breiða-
blik en sá leikur fer fram á sunnudag
– aldrei þessu vant um verslunar-
mannahelgina. Stjarnan og KR hafa
bæði leikið vel í sumar og eru í bull-
andi baráttu um Íslandsmeistaratit-
ilinn. KR er í öðru sæti deildarinnar
með 28 stig en Stjarnan í því þriðja
með 27 stig. Þetta eru liðin sem
mættust einmitt í úrslitum bikarsins
í fyrra en þá fóru KR-ingar með sig-
ur af hólmi, 2–1, í hörkuleik. DV sló á
þráðinn til Kristjáns Guðmundsson-
ar, þjálfara Keflavíkur, og fékk hann
til að spá í spilin fyrir leikinn.
Stemningin með Stjörnunni
„Þetta verður hörku leikur,“ segir
Kristján um viðureign Stjörnunn-
ar og KR. „Liðin mættust í síðustu
viku þar sem Stjarnan vann sannfær-
andi og ég hef trú á að Stjarnan taki
það með sér sem þeir gerðu í þeim
leik inn í bikarleikinn,“ segir Krist-
ján en Stjarnan fór með öruggan sig-
ur af hólmi, 3–1, í þeim leik. Krist-
ján segir að það sé afar jákvætt fyrir
Stjörnuna að fá heimaleik enda hafi
Stjörnumenn nánast verið ósigrandi
á Samsung-vellinum. „Ég held að
Stjarnan hafi yfirhöndina eftir sig-
urinn í síðasta leik og stemningin er
meiri í kringum þá en KR-ingana síð-
ustu vikurnar. Þess vegna held ég að
Stjarnan vinni þennan leik.“
Leikjaálagið á KR-liðið hefur ver-
ið mikið síðustu vikurnar vegna
þátttöku liðsins í forkeppni Evrópu-
deildarinnar og segir Kristján að það
hafi sagt til sín í síðustu leikjum. „Það
er ein af ástæðunum fyrir því að þeir
hafa verið að gefa eftir.“
Aðspurður hvort Stjarnan muni,
ef þeir ná að vinna KR í bikarnum,
vinna deildina segir Kristján: „Ég hef
alveg trú á að Stjarnan fari mjög langt
með að vinna deildina. Eftir sigurinn
á KR í deildinni sendu þeir ákveðin
skilaboð til annarra liða.“
Mikið álag á Blikum
Í seinni leiknum mætast sem fyrr
segir Fram og Breiðablik. Blikar hafa
verið á mikilli siglingu í deildinni og
eru með 26 stig í fjórða sætinu, að-
eins þremur stigum frá toppsætinu.
Fram siglir nokkuð lygnan sjó um
miðja deild þar sem liðið er með 15
stig í 7. sætinu. „Stemningin er með
Blikum og þeir hafa staðist öll próf
í síðustu leikjum. Þeim hefur tek-
ist að dreifa álaginu vel og eru með
stóran og sterkan leikmannahóp,“
segir Kristján og bætir við að það
verði forvitnilegt að sjá hvort leik-
ur í Kasakstan á fimmtudag muni
hafa áhrif á Blikaliðið þegar í leik-
inn á sunnudag kemur. Blikar mæta
Aktobe í Kasakstan í þriðju umferð
forkeppni Evrópudeildarinnar á
fimmtudag. „En ef ég horfi á leikina
hjá þessum liðum að undanförnu þá
eru Blikarnir sigurstranglegri. Ég hef
samt trú á því að Fram-liðið muni
gíra sig svakalega upp fyrir þennan
leik. Ef þeim tekst að búa til mikla
stemningu þá eiga þeir möguleika á
móti Blikunum. Þetta verður gríðar-
lega jafn leikur og Framarar eiga séns
þó þeir hafi hikstað í síðustu leikj-
um.“
Góður úrslitaleikur
Aðspurður hvort hann eigi sér ein-
hvern draumaleik í úrslitum segir
Kristján: „Það getur verið Stjarnan–
Breiðablik, Garðabær gegn Kópa-
vogi. Þau lið eru farin að líta á hvort
annað sem andstæðinga. Svo getur
það verið Fram og KR – þessi hefð-
bundni Reykjavíkurslagur. Mér sýnist
á öllu að úrslitaleikurinn verði mjög
góður sama hvaða lið fara áfram. n
18 Sport 31. júlí 2013 Miðvikudagur
Möguleikar Arons
n Sóknarlína Bandaríkjanna er komin nokkuð til ára sinna
S
ú ákvörðun Arons Jóhanns-
sonar, framherja AZ Alkma-
ar i Hollandi, að velja banda-
ríska landsliðið fram yfir það
íslenska hefur vakið mikla umræðu.
Hafa menn spurt sig hvort Aron
eigi meiri möguleika á að komast
í bandaríska landsliðið en það ís-
lenska. Séu þeir framherjar skoðað-
ir, sem fyrir eru í báðum liðum, er
ljóst að Aron, 22 ára, hefði alltaf þurft
að hafa talsvert fyrir því að komast í
bæði lið.
Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð
Finnbogason hafa verið aðalfram-
herjar Íslands undanfarin misseri.
Báðir eru þeir fastamenn í sterkum
liðum í Hollandi; Kolbeinn hjá Ajax
og Alfreð hjá Heerenveen. Á síðustu
leiktíð var Alfreð næstmarkahæsti
leikmaður deildarinnar og Kolbeini
tókst að skora 10 mörk í 19 leikjum
þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli
stóran hluta tímabilsins. Árangur
þeirra með landsliðinu er einnig til
fyrirmyndar. Kolbeinn hefur skorað
8 mörk í 14 leikjum en Alfreð 4 mörk
í 15 leikjum. Hafa verður í huga að í
flestum þessara leikja hefur Alfreð
komið inn á sem varamaður.
Framlína bandaríska liðsins er
komin nokkuð til ára sinna. Í raun er
Jozy Altidore, 23 ára, sá eini sem ætti
að eiga nokkuð fast sæti í liði Banda-
ríkjanna næstu árin, en hann var
einmitt samherji Arons hjá AZ Alk-
maar í fyrra. Meðal annarra fram-
herja hjá bandaríska liðinu má
nefna Landon Donovan, 31 árs, Clint
Dempsey, 30 ára og Eddie Johnson,
29 ára. Allir eiga þeir fjölmarga leiki
að baki fyrir Bandaríkin. Þá hefur
Chris Wondolowski spilað 15 leiki
fyrir Bandaríkin og skorað 6 mörk,
en hann er orðinn þrítugur. Will Bru-
in, framherji Houston Dynamo, á tvo
leiki að baki með landsliðinu en hann
er 23 ára. Þá lék Alan Gordon, 31 árs
framherji San Jose Earthquakes, sinn
fyrsta landsleik á dögunum.
Í fljótu bragði eru ekki margir
ungir og efnilegir bandarískir fram-
herjar sem farnir eru að banka á dyr
landsliðsins. Jose Villareal, 19 ára
leikmaður LA Galaxy, þykir þó mikið
efni en hann hefur raðað inn mörk-
um með U20 ára landsliði Bandaríkj-
anna. Haldi Aron áfram að skora fyr-
ir AZ Alkmaar, líkt og hann hefur gert
á undirbúningstímabilinu, er nokk-
uð ljóst að hans bíða tækifæri und-
ir stjórn Jurgen Klinsmann á næstu
misserum. n einar@dv.is
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Breiðablik og
Stjarnan líkleg
n Undanúrslit í Borgunarbikarnum n Stemningin með Blikum og Stjörnunni
„Þetta verður
gríðarlega
jafn leikur
Hörkuleikur Leikir Stjörnunnar og KR hafa verið góð
skemmtun. Það er engin ástæða til að ætla að annað verði
uppi á teningunum á fimmtudag. Mynd: 2013 © PreSSPHotoS.Biz (HBK)
Flottur úrslitaleikur Kristján segir að
það sé alveg sama hvernig undanúrslitin
fara. Úrslitaleikurinn verði alltaf flottur. Mynd:
dV eHF / SiGtryGGur Ari
Valdi Bandaríkin Aron hefur svo sannar-
lega mikla hæfileika. Því miður munu
Íslendingar ekki njóta þeirra.
United snýr
sér að Modric
Lítið hefur gengið hjá Manchester
United að fá til sín öfluga miðju-
menn í sumar. Liðið virðist hafa
gefist upp á að landa Cesc Fabre-
gas frá Barcelona og virðist nú
ætla að beina spjótum sínum að
Luka Modric hjá Real Madrid. The
Times greinir frá því að United sé
að undirbúa 25 milljóna punda til-
boð í Modric. Króatinn öflugi sem
lék svo vel með Tottenham hefur
átt erfitt með að festa sig í sessi hjá
Real Madrid og oftar en ekki vermt
tréverkið í mikilvægum leikjum.
Hann gaf það til kynna í vetur að
hann gæti vel hugsað sér að leika
aftur á Englandi. Það sem gæti þó
sett strik í reikninginn fyrir United
er sú staðreynd að Carlo Ancelotti
er tekinn við Real Madrid og er
Modric sagður tilbúinn að berj-
ast fyrir sæti sínu undir stjórn nýs
þjálfara.
Keppa í 600
metra hlaupi
Flest bendir til þess að tvær skær-
ustu hlaupastjörnur heims, sprett-
hlauparinn Usain Bolt og lang-
hlauparinn Mo Farah, muni keppa
sín á milli í 600 metra hlaupi.
Það var Farah, gullverðlaunahafi
í 5.000 og 10.000 metra hlaupi
frá Ólympíuleikunum í London í
fyrra, sem skoraði á Bolt. Hlaup-
ið verður í þágu góðgerðarmála
og, ef allt gengur eftir, má búast
við hörkukeppni þar sem báð-
ir hlauparar eru vanir öðrum
vegalengdum. Samkvæmt frétt
Reuters á aðeins eftir að ganga frá
nokkrum smáatriðum varðandi
hlaupið. Þrátt fyrir það er nú þegar
hægt að veðja á hlaupið og sam-
kvæmt veðbönkum þykir Farah
sigurstranglegri.
Anton nærri
Íslandsmeti
Anton Sveinn McKee var grát-
lega nálægt Íslandsmeti sínu í 800
metra skriðsundi á HM í Barcelona
á þriðjudag. Anton synti á tíman-
um 8:08,70 en Íslandsmet hans er
8:08,09. „Ég byrjaði vel og leið vel
í lauginni en svo þyngdist þetta.
En ég læt þetta ekkert pirra mig,“
sagði Anton í viðtali á vef Sund-
sambands Íslands eftir sundið á
þriðjudag. Anton á eftir að synda
tvær greinar á mótinu, 200 metra
bringusund á fimmtudag og svo
400 metra fjórsund á sunnu-
dag. Eygló Ósk Gústafsdóttir var
nokkuð frá sínu besta í 200 metra
skriðsundi en hún keppti einnig á
þriðjudag. Hún varð í 34. sæti af 45
keppendum og kom í mark á tím-
anum 2:04,66. Íslandsmet hennar
í greininni er 2:02,44 frá því á Smá-
þjóðaleikunum.